Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N Ár 2001, fimmtudaginn 21. júní, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 17.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Geirsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Kjartan Magnússon, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson. Þetta gerðist: 1. Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta. Forseti borgarstjórnar var kosinn Helgi Hjörvar með 8 atkvæðum en 7 seðlar voru auðir. Fyrsti varaforseti var kosinn Helgi Pétursson með 8 atkvæðum en 2 seðlar voru ógildir og 5 seðlar voru auðir. Annar varaforseti var kosinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir með 8 atkvæðum en 7 seðlar voru auðir. 2. Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara. Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu: Af R-lista: Hrannar Björn Arnarsson Af D-lista: Ólafur F. Magnússon Varaskrifarar voru kosnir með sama hætti: Af R-lista: Anna Geirsdóttir Af D-lista: Guðlaugur Þór Þórðarson 3. Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara: Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu: Af R-lista: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hrannar Björn Arnarsson Helgi Hjörvar Steinunn Valdís Óskarsdóttir Af D-lista: Inga Jóna Þórðardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Júlíus Vífill Ingvarsson Varamenn voru kosnir með sama hætti: Af R-lista: Sigrún Magnúsdóttir Helgi Pétursson Alfreð Þorsteinsson Anna Geirsdóttir Af D-lista: Jóna Gróa Sigurðardóttir Ólafur F. Magnússon Guðlaugur Þór Þórðarson 4. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 12. júní. - Kl. 19.14 var gert fundarhlé. - Kl. 19.44 var fundi fram haldið. 5. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 19. júní. Samþykkt samhljóða að vísa 16. lið fundargerðarinnar, samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, til 13. dagskrárliðar. - Kl. 20.55 vék Kjartan Magnússon af fundi og Snorri Hjaltason tók þar sæti. - Kl. 21.30 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Helga Jóhannsdóttir tók þar sæti. - Kl. 21.54 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum og Helga Jóhannsdóttir vék af fundi. 12. liður fundargerðarinnar, umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa 22. lið fundargerðarinnar, hækkun á gjaldskrá rafmagns og hita, til síðari umræðu. 6. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 6. júní. 7. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 13. júní. 8. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 11. júní. 9. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 18. júní. 10. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11. júní. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. 11. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 6. júní. 12. Lögð fram fundargerðskipulags- og byggingarnefndar frá 13. júní. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. - Kl. 21.56 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum og Guðrún Erla Geirsdóttir vék af fundi. 13. Lagt fram frumvarp að samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar; síðari umræða. Jafnframt lagður fram 15. liður fundargerðar borgarráðs frá 22. maí, breytingatillögur stjórnkerfisnefndar, vísað til síðari umræðu á fundi borgarstjórnar 7. þ.m. Þá er lagður fram 16. liður fundargerðar borgarráðs frá 19. þ.m., bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. s.m. ásamt breytingatillögum borgarráðs. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu: 8. gr. 2. mgr. 2. tl. við upptalningu nefnda og ráða bætist: Leikskólaráð, menningarmálanefnd og íþrótta- og tómstundaráð. 30. gr. 1. mgr. hljóði svo: Ræðutími framsögumanns og borgarfulltrúa í fyrri ræðu má vera allt að 30 mínútur. Ræðutími í síðari ræðu má vera allt að 10 mínútur. 30 gr. 4. mgr. hljóði svo: Við síðari umræðu um fjárhagsáætlun og aðalskipulag Reykjavíkur skal ræðutími vera óbundinn. 60. gr. B liður 9. töluliður, skipulags- og byggingarnefnd. Í stað fimm manna komi sjö og sjö til vara. Gildistaka. Samþykkt þessi gildir frá 1. september 2001. - Kl. 22.16 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum og Snorri Hjaltason vék af fundi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi breytingartillögur: 8. gr. 2. mgr. 2. liður: Við upptalningu nefnda og ráða bætis leikskólaráð og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. 29. gr. 1. ml. orðist þannig: “Framsögumaður og aðrir borgarfulltrúar mega tala þrisvar við hverja umræðu máls”. Orðin “og ræðutími” falli út úr 3. ml. 29. gr. 30. gr. 1. mgr. orðist þannig: “Ræðutími framsögumanns má vera allt að 20 mínútur í fyrstu ræðu en allt að 10 mínútur í tveim síðari ræðum. Ræðutími annarra borgarfulltrúa og borgarstjóra má vera allt að 10 mínútur í hverri ræðu” 60. gr. A-liður: Í stað “sjö borgarfulltrúa í borgarráð og jafnmarga til vara” komi “fimm borgarfulltrúa í borgarráð og jafnmarga til vara”. Var nú gengið til atkvæða um þær breytingatillögur sem fyrir liggja. Breytingatillaga stjórnkerfisnefndar við skýringar við 5. gr. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans við 2. mgr. 2. liðar 8. gr. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við 2. mgr. 2. liðar 8. gr. að því er varðar stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga borgarráðs við 1. mgr. 1. liðar 24. gr. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við 29. gr. Felld með 8 atkvæðum gegn 7. Breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við 1. mgr. 30. gr. Felld með 8 atkvæðum gegn 7. Breytingatillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans við 1. mgr. 30. gr. Samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans við 4. mgr. 30. gr. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga stjórnkerfisnefndar við skýringar við 38. gr. Samþykkt með samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga stjórnkerfisnefndar við 54. gr. Samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga borgarráðs við 1. mgr. 1. liðar 55. gr. Samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við A lið 60. gr. Felld með 8 atkvæðum gegn 7. Breytingatillaga borgarráðs við A og D lið 60. gr. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Breytingatillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans við B lið 60. gr. Samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7. Tillaga borgarráðs um birtingu viðauka. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Viðaukatillaga borgarráðs um ákvæði til bráðbirgða kemur ekki til atkvæða. Tillaga Borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um gildistöku m.v. 1. september n.k. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Samþykktin í heild með áorðnum breytingum samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum. 14. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar um rannsóknir á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar: Borgarstjórn Reykjavíkur lýsir yfir andstöðu við að Reykjavíkurborg sem 45% eignaraðili Landsvirkjunar taki þátt í fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun án þess að áður hafi verið gerðar ítarlegri rannsóknir á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Mikilvægt er að fyrir hendi sé vandlega unnið mat á arðsemi virkjunarinnar og efnahagslegum áhrifum virkjunar og álvers auk fjárhagslegs mats á þeim landspjöllum sem virkjunarframkvæmdirnar valda, áður en ákvörðun um þær er tekin. Greinargerð fylgir tillögunni. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi breytingartillögu: Tillagan hljóði svo: Á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar eru nú til umfjöllunar virkjanaáform s.s. á Hellisheiði, í Þjórsá og við Kárahnjúka. Vegna þessara umfangsmiklu virkjunarframkvæmda vill Borgarstjórn Reykjavíkur leggja áherslu á eftirfarandi: Forsenda þess að virkja megi er að fyrir liggi ítarlegar rannsóknir á umhverfisáhrifum framkvæmda, þær hafi verið kynntar almenningi og kostur gefinn á athugasemdum, sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum. Einnig að fyrir liggi vandaðir arðsemisútreikningar fyrir hverja einstaka framkvæmd, svo vega megi og meta efnahagslegan ávinning hverrar framkvæmdar andspænis þeim áhrifum sem hún hefur á umhverfi og náttúru. Þá hvetur borgarstjórn til málefnalegrar og lýðræðislegrar umræðu um kosti og galla einstakra framkvæmda með það að markmiði að stuðla að sem víðtækastri sátt um þær ákvarðanir sem teknar verða. - Kl. 23.25 vék Helgi Hjörvar af fundi og Óskar Bergsson tók þar sæti. Breytingartillaga borgarstjóra samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum. Ólafur F. Magnússon óskaði bókað: Ég fagna þeim stuðningi sem fram hefur komið við sjónarmið mín í Borgarstjórn Reykjavíkur og vænti þess að samþykkt breytingartillögunnar tryggi almenningi traustar og aðgengilegar upplýsingar um arðsemi virkjanaframkvæmda sem borgin tekur þátt í, áður en ákvörðun um þær er tekin. Hins vegar verður jafnframt að liggja fyrir fjárhagslegt mat á þeim landspjöllum sem af virkjunarframkvæmdum hljótast. Þar sem ekki er kveðið skýrt að orði varðandi slíkt mat sit ég hjá við afgreiðslu breytingartillögunnar. Fundi slitið kl. 23.43. Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð. Helgi Pétursson Hrannar Björn Arnarsson Ólafur F. Magnússon