Borgarstjórn
16
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2002, fimmtudaginn 20. júní var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Björn Bjarnason og Kjartan Magnússon. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
Í upphafi fundar kvaddi Steinunn Valdís Óskarsdóttir sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi yfirlýsingu Borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans:
Með tilvísun til 2. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 hefur Reykjavíkurlistinn, en að honum standa Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð, samþykkt eftirfarandi: Verði um forföll borgarfulltrúa til lengra tíma að ræða, sbr. III. kafla reglna um laun í veikindum o.fl. eftir því sem við á, samþ. í borgarráði 18. maí 1999, tekur sæti í borgarstjórn varaborgarfulltrúi frá sömu stjórnmálasamtökum og sá sem forfallast tilheyrir. Þessi regla nær ekki til þeirra borgarfulltrúa sem sitja í 7. og 8. sæti listans, um þá gildir regla 1. mgr. 24. gr. Slíkar breytingar, ef til þeirra kemur, munu verða tilkynntar borgarráði – borgarstjórn. Í öllum öðrum tilvikum taka varamenn sæti í borgarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir.
1. Kosning tveggja manna í almannavarnanefnd til fjögurra ára. Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu: Af R-lista: Garðar Mýrdal
Af D-lista: Björn Bjarnason
2. Kosning fimm manna í barnaverndarnefnd til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Gréta Baldursdóttir Guðlaug Teitsdóttir Sigmundur Stefánsson
D-listi: Hanna Johannessen Kristín Edwald
F-listi: Erna V. Ingólfsdóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Gréta Baldursdóttir Guðlaug Teitsdóttir Sigmundur Stefánsson
Af D lista: Hanna Johannessen Kristín Edwald
Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Svava H. Friðgeirsdóttir Erla B. Sigurðardóttir Sigrún Sigurðardóttir Af D lista: Svanhvít Axelsdóttir Bessý Jóhannsdóttir Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Gréta Baldursdóttir.
3. Kosning fimm manna í félagsmálaráð til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Björk Vilhelmsdóttir Dagný Jónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson D-listi: Guðrún Ebba Ólafsdóttir Margrét Einarsdóttir
F-listi: Margrét Sverrisdóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Björk Vilhelmsdóttir Dagný Jónsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Af D lista: Guðrún Ebba Ólafsdóttir Margrét Einarsdóttir Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Hafdís Júlía Hannesdóttir Sigríður Stefánsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Af D lista: Kristján Guðmundsson Jórunn Frímannsdóttir Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Björk Vilhelmsdóttir.
4. Kosning fimm manna í fræðsluráð til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Stefán Jón Hafstein Vigdís Hauksdóttir Katrín Jakobsdóttir
D-listi: Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
F-listi: Margrét Sverrisdóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Stefán Jón Hafstein Vigdís Hauksdóttir Katrín Jakobsdóttir Af D lista: Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Sigrún Elsa Smáradóttir Jóhann M. Hauksson Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Af D lista: Marta Guðjónsdóttir Þorbjörg Vigfúsdóttir Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Stefán Jón Hafstein.
5. Kosning fimm manna í hafnarstjórn til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Árni Þór Sigurðsson Helgi Hjörvar Jóhannes Bárðarson
D-listi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Kjartan Magnússon
F-listi: Birgir H. Björgvinsson
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Árni Þór Sigurðsson Helgi Hjörvar Jóhannes Bárðarson
Af D lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Kjartan Magnússon Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Rúnar Geirmundsson Ingólfur Sveinsson Einar Gunnarsson Af D lista: Ólafur R. Jónsson Rúnar Freyr Gíslason Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Árni Þór Sigurðsson.
6. Kosning fimm manna í jafnréttisnefnd til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson Guðný H. Magnúsdóttir
D-listi: Margrét Einarsdóttir Tinna Traustadóttir
F-listi: Hrönn Sveinsdóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson Guðný H. Magnúsdóttir Af D lista: Margrét Einarsdóttir Tinna Traustadóttir Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Linda Rós Alfreðsdóttir Helga B. Ragnarsdóttir Af D lista: Áslaug Guðmundsdóttir Guðrún Inga Ingólfsdóttir Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Marsibil Sæmundsdóttir.
7. Kosning fimm manna í leikskólaráð til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Þorlákur Björnsson Sigrún Elsa Smáradóttir Björk Vilhelmsdóttir
D-listi: Guðlaugur Þór Þórðarson Jórunn Frímannsdóttir
F-listi: Ásdís Sigurðardóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Þorlákur Björnsson Sigrún Elsa Smáradóttir Björk Vilhelmsdóttir Af D lista: Guðlaugur Þór Þórðarson Jórunn Frímannsdóttir
Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Nína Helgadóttir Hrefna Guðmundsdóttir Guðný H. Magnúsdóttir Af D lista: Tinna Traustadóttir Ívar Andersen Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Þorlákur Björnsson.
8. Kosning fimm manna í menningarmálanefnd til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Stefán Jón Hafstein Ásrún Kristjánsdóttir Steinunn Birna Ragnarsdóttir
D-listi: Hanna Birna Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason
F-listi: Gísli Helgason
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Stefán Jón Hafstein Ásrún Kristjánsdóttir Steinunn Birna Ragnarsdóttir Af D lista: Hanna Birna Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Dagur B. Eggertsson Friðjón Guðröðarson Ármann Jakobsson Af D lista: Tinna Traustadóttir Gísli Marteinn Baldursson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Stefán Jón Hafstein.
9. Kosning sjö manna í skipulags- og byggingarnefnd til fjögurra ára og sjö til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Steinunn Valdís Óskarsdóttir Anna Kristinsdóttir Björn Ingi Hrafnsson Óskar Dýrmundur Ólafsson D-listi: Hanna Birna Kristjánsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Kristján Guðmundsson
F-listi: Ólafur F. Magnússon
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Steinunn Valdís Óskarsdóttir Anna Kristinsdóttir Björn Ingi Hrafnsson Óskar Dýrmundur Ólafsson Af D lista: Hanna Birna Kristjánsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Kristján Guðmundsson Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Guðmundur Haraldsson Þorlákur Traustason Alfreð Þorsteinsson Katrín Jakobsdóttir
Af D lista: Halldór Guðmundsson Tinna Traustadóttir Benedikt Geirsson
Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
10. Kosning tveggja skoðunarmanna borgarreikninga til fjögurra ára og tveggja til vara. Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Sævar Þór Sigurgeirsson Af D lista: Sveinn Jónsson
Varamenn voru kjörnir með sama hætti:
Af R lista: Þorsteinn Ólafs
Af D lista: Anna Kristín Traustadóttir
11. Kosning fimm manna í umhverfis- og heilbrigðisnefnd til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Kolbeinn Óttarsson Proppé Sigrún Elsa Smáradóttir Hallur Hallsson
D-listi: Jórunn Frímannsdóttir Marta Guðjónsdóttir
F-listi: Björn Guðbrandur Jónsson
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Kolbeinn Óttarsson Proppé Sigrún Elsa Smáradóttir Hallur Hallsson
Af D lista: Jórunn Frímannsdóttir Marta Guðjónsdóttir Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Hrefna Sigurjónsdóttir Stefán Jón Hafstein Hildigunnur Friðjónsdóttir Af D lista: Glúmur Jón Björnsson Gísli Ragnarsson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Kolbeinn Óttarsson Proppé.
12. Kosning fimm manna í framtalsnefnd til fjögurra ára og fimm til vara. Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
R-listi: Rúnar Geirmundsson Þuríður Jónsdóttir Stefanía Traustadóttir
D-listi: Haraldur Blöndal Sigurður Guðmundsson
Varamenn voru kjörnir með sama hætti:
Af R lista: Ragnheiður Sigurjónsdóttir Ragnar Ólafsson Tryggvi Friðjónsson Af D lista: Birgir Tjörvi Pétursson Arnar Þór Ragnarsson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Rúnar Geirmundsson.
13. Kosning þriggja manna í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar til fjögurra ára og þriggja til vara. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að fresta kosningunni.
14. Kosning fimm manna í stjórn Innkaupastofnunar til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Stefán Jóhann Stefánsson Hrólfur Ölvisson Jóhannes T. Sigursveinsson
D-listi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Benedikt Geirsson
F-listi: Guðlaug Þorkelsdóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Stefán Jóhann Stefánsson Hrólfur Ölvisson Jóhannes T. Sigursveinsson
Af D lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Benedikt Geirsson
Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Jóhanna Eyjólfsdóttir Guðmundur Lúther Loftsson Steinar Harðarson Af D lista: Haukur Leósson Ívar Andersen Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Stefán Jóhann Stefánsson.
15. Kosning fimm manna í íþrótta- og tómstundaráð til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Anna Kristinsdóttir Ingvar Sverrisson Kolbeinn Óttarsson Proppé
D-listi: Kjartan Magnússon Benedikt Geirsson
F-listi: Margrét Sverrisdóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Anna Kristinsdóttir Ingvar Sverrisson Kolbeinn Óttarsson Proppé
Af D lista: Kjartan Magnússon Benedikt Geirsson Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Guðrún Erla Geirsdóttir Helena Ólafsdóttir Jóhannes T. Sigursveinsson Af D lista: Bolli Thoroddsen Friðjón R. Friðjónsson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Anna Kristinsdóttir.
16. Kosning fimm manna í samgöngunefnd til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Árni Þór Sigurðsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir Haukur Logi Karlsson
D-listi: Kjartan Magnússon Gísli Marteinn Baldursson
F-listi: Gísli Helgason
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Árni Þór Sigurðsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir Haukur Logi Karlsson
Af D lista: Kjartan Magnússon Gísli Marteinn Baldursson Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Óskar D. Ólafsson Kristín Blöndal Hlín Sigurðardóttir Af D lista: Ívar Andersen Kristján Guðmundsson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Árni Þór Sigurðsson.
17. Kosning tveggja manna í samstarfsnefnd um lögreglumálefni til fjögurra ára og tveggja til vara. Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Sigrún Elsa Smáradóttir
Af D lista: Gísli Marteinn Baldursson
Varamenn voru kjörnir með sama hætti:
Af R lista: Stefán Jóhann Stefánsson
Af D lista: Margrét Einarsdóttir
Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Sigrún Elsa Smáradóttir.
18. Kosning þriggja manna í stjórn Vinnuskólans til fjögurra ára og þriggja til vara. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að fresta kosningunni.
19. Kosning þriggja manna í stjórn Höfuðborgarstofu til fjögurra ára og þriggja til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Dagur B. Eggertsson Felix Bergsson
D-listi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
F-listi: Björgvin Egill Arngrímsson
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Dagur B. Eggertsson Felix Bergsson Af D lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Stefán Jón Hafstein Bjarnheiður Hallsdóttir Af D lista: Hanna Birna Kristjánsdóttir Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Dagur B. Eggertsson.
20. Kosning þriggja manna í Hverfisráð Vesturbæjar til fjögurra ára og þriggja til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Árni Þór Sigurðsson Birna Kristín Jónsdóttir
D-listi: Kjartan Magnússon
F-listi: Heiða Dögg Liljudóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Árni Þór Sigurðsson Birna Kristín Jónsdóttir Af D lista: Kjartan Magnússon Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Kristján Hreinsson Sigfús Bjarnason Af D lista: Gísli Ragnarsson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Árni Þór Sigurðsson.
21. Kosning þriggja manna í Hverfisráð Miðborgar til fjögurra ára og þriggja til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Steinunn Birna Ragnarsdóttir
D-listi: Gísli Marteinn Baldursson
F-listi: Arnfríður Sigurdórsdóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Steinunn Birna Ragnarsdóttir Af D lista: Gísli Marteinn Baldursson Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Þorleifur Gunnlaugsson Felix Bergsson Af D lista: Þorbjörg Vigfúsdóttir Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
22. Kosning þriggja manna í Hverfisráð Austurbæjar-norður til fjögurra ára og þriggja til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Björk Vilhelmsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
D-listi: Jórunn Frímannsdóttir
F-listi: Þráinn Stefánsson
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Björk Vilhelmsdóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir Af D lista: Jórunn Frímannsdóttir Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Gestur Ásólfsson Jóna Hrönn Bolladóttir Af D lista: Halldór Guðmundsson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Björk Vilhelmsdóttir.
23. Kosning þriggja manna í Hverfisráð Austurbæjar-suður til fjögurra ára og þriggja til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Anna Kristinsdóttir Guðmundur Magnússon
D-listi: Guðrún Ebba Ólafsdóttir
F-listi: Stefán Aðalsteinsson
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Anna Kristinsdóttir Guðmundur Magnússon Af D lista: Guðrún Ebba Ólafsdóttir Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Hallur Magnússon Erla B. Sigurðardóttir Af D lista: Jón Kári Jónsson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Anna Kristinsdóttir.
24. Kosning þriggja manna í Hverfisráð Grafarvogs til fjögurra ára og þriggja til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Stefán Jón Hafstein Þorlákur Björnsson
D-listi: Guðlaugur Þór Þórðarson
F-listi: Hafdís Kjartansdóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Stefán Jón Hafstein Þorlákur Björnsson
Af D lista: Guðlaugur Þór Þórðason Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Jóhannes Bárðarson Vigdís Stefánsdóttir Af D lista: Loftur Már Sigurðsson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Stefán Jón Hafstein.
25. Kosning þriggja manna í Hverfisráð Nesja til fjögurra ára og þriggja til vara. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að fresta kosningunni.
26. Kosning þriggja manna í Hverfisráð Árbæjar til fjögurra ára og þriggja til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Dagur B. Eggertsson Rúnar Geirmundsson
D-listi: Hanna Birna Kristjánsdóttir
F-listi: Hafsteinn Hafsteinsson
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Dagur B. Eggertsson Rúnar Geirmundsson Af D lista: Hanna Birna Kristjánsdóttir Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Sigrún Óskarsdóttir Emma Árnadóttir Af D lista: Björn Gíslason Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Dagur B. Eggertsson.
27. Kosning þriggja manna í Hverfisráð Breiðholts til fjögurra ára og þriggja til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Alfreð Þorsteinsson Þorvaldur Þorvaldsson
D-listi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
F-listi: Ásgerður Tryggvadóttir
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Alfreð Þorsteinsson Þorvaldur Þorvaldsson Af D lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Jón K. Guðbergsson Óli Njáll Ingólfsson Af D lista: Erlendur Kristjánsson Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Alfreð Þorsteinsson.
28. Kosning fimm manna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til eins árs m.v. aðalfund og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Alfreð Þorsteinsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir Tryggvi Friðjónsson
D-listi: Björn Bjarnason Guðlaugur Þór Þórðarson
F-listi: Ólafur F. Magnússon
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Alfreð Þorsteinsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir Tryggvi Friðjónsson
Af D lista: Björn Bjarnason Guðlaugur Þór Þórðarson Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Stefán Jón Hafstein Valur Sigurbergsson Kolbeinn Óttarsson Proppé Af D lista: Alda Sigurðardóttir Þorbjörg Vigfúsdóttir Formaður var kjörinn án atkvæðagreiðslu Alfreð Þorsteinsson.
Varaformaður var kjörinn með sama hætti Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
29. Kosning fimm manna í stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. til fjögurra ára og fimm til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Ragnhildur Helgadóttir Valdimar K. Jónsson Kolbrún Halldórsdóttir D-listi: Kristján Guðmundsson Þorbjörg Vigfúsdóttir
F-listi: Björn Guðbrandur Jónsson
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Ragnhildur Helgadóttir Valdimar K. Jónsson Kolbrún Halldórsdóttir Af D lista: Kristján Guðmundsson Þorbjörg Vigfúsdóttir Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Helgi Pétursson Þorsteinn Þorsteinsson Kolbeinn Óttarsson Proppé Af D lista: Ívar Andersen Björn Gíslason 30. Tilnefning eins manns í stjórn Strætó bs. til fjögurra ára og eins til vara. Tilnefndur var án atkvæðagreiðslu: Guðjón Ólafur Jónsson
Til vara var tilnefndur með sama hætti: Sigurður Eyþórsson.
31. Tilnefning þriggja manna í stjórn heilsugæslustöðva til fjögurra ára og þriggja til vara. Fram komu þrír listar:
R-listi: Jóna Hrönn Bolladóttir Sigríður Stefánsdóttir D-listi: Alda Sigurðardóttir
F-listi: Ólafur F. Magnússon
R-listi hlaut 8 atkv. D-listi hlaut 6 atkv. F-listi hlaut 1 atkv. Kosningu hlutu:
Af R lista: Jóna Hrönn Bolladóttir Sigríður Stefánsdóttir Af D lista: Alda Sigurðardóttir Varamenn voru kjörnir af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R lista: Svanhildur Kaaber Dagur B. Eggertsson Af D lista: Margrét Leósdóttir 32. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 14. júní. 23. liður fundargerðarinnar, umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
33. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 5. júní.
34. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 22. maí.
35. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. júní. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla:
Borgarstjórn samþykkir að beina því til borgarráðs að fela starfshópi, skipuðum fulltrúum frá leikskólaráði og fræðsluráði, að vinna tillögur um aukna samþættingu leikskóla og grunnskóla. Í þeirri vinnu skal leggja áherslu á: - aukið samstarf leikskóla og grunnskóla með það að markmiði að þjónustan verði markvissari og heildstæðari - nánari útfærslu þeirrar stefnu að bjóða fimm ára börnum gjaldfrjálsa þjónustu á leikskólum hluta úr degi.
Greinargerð fylgir tillögunni. Tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
37. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um greiðari leið Reykvíkinga að stjórn borgarinnar:
Borgarstjórn samþykkir að hleypa af stokkunum fjölþættu lýðræðisverkefni undir nafninu “Greiðar götur”. Því er ætlað að greiða leið almennra borgara að ákvörðunum og stefnumótun í stjórn borgarinnar sem og þjónustu hennar. Lögð verður sérstök áhersla á hverfalýðræði, rétt til upplýsinga, þátttöku og sanngjarnrar málsmeðferðar. Stjórnkerfisnefnd, sem skipuð er þremur fulltrúum tilnefndum af borgarráði, verði falið að annast undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Hlutverk nefndarinnar verði m.a. að fara yfir stjórnkerfi Reykjavíkurborgar í framhaldi af þeirri vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili og halda áfram að leita leiða til að einfalda það og stuðla að því að það verði aðgengilegra almenningi og ákvarðanir séu rökstuddar og gagnsæjar. Tillögur nefndarinnar taki mið af stefnu borgarinnar um aukna aðkomu íbúanna að ákvörðunum borgaryfirvalda og hverfistengda þjónustu. Jafnframt verði leitað leiða til að auðvelda borgarbúum að nálgast margvíslega þjónustu Reykjavíkurborgar og kynna Reykvíkingum lögvarin réttindi þeirra gagnvart stjórnsýslunni. Þá verði nefndinni falið að kanna möguleika á að nýta rafræna stjórnsýslu til að greiða fyrir aðgangi almennings að upplýsingum og stofnunum borgarinnar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
38. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans um heildarstefnu í orkumálum:
Borgarstjórn samþykkir að hefja vinnu við heildarstefnumörkun Reykjavíkurborgar í orkumálum í framhaldi af þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað á undanförnum árum og vegna þeirra breytinga sem vænta má á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri vinnu verði m.a. tekið á eftirfarandi þáttum: - að kanna framtíðarhorfur á áframhaldandi nýtingu vistvænnar orku á starfssvæði Orkuveitunnar - að meta möguleika á nýjum orkuvinnslusvæðum - að meta áhrif breytts rekstrarumhverfis í raforkumálum á starfsemi Orkuveitunnar - að meta stöðu Reykjavíkurborgar innan Landsvirkjunar og móta framtíðarsýn varðandi eignarhlut borgarinnar í fyrirtækinu - að meta stöðu og hlutverk Orkuveitunnar í nýsköpun og þróun á sviðum sem tengjast starfsemi, eignum og grunngerð fyrirtækisins og hvernig slíkum verkefnum verði best fyrir komið í framtíðinni Borgarráð skipi sérstakan starfshóp til að vinna að verkefninu og setji honum erindisbréf.
Greinargerð fylgir tillögunni.
- Kl. 17.26 vék Gísli Marteinn Baldursson af fundi og Kristján Guðmundsson tók þar sæti.
Tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
39. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar um Kárahnjúkavirkjun:
Með vísan til samþykktar borgarstjórnar Reykjavíkur frá 21. júní 2001 um arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar, þeirrar leyndar og undanbragða sem hafa verið uppi í tengslum við virkjunina og áforma um að halda áfram framkvæmdum við hana í sumar lýsir Borgarstjórn Reykjavíkur yfir andstöðu sinni við þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Ólafur F. Magnússon gerði svofelldar breytingar á tillögunni. Tillagan orðist svo:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 21. júní 2001 að forsenda þess að virkja megi á vegum Reykjavíkurborgar sé að fyrir liggi vandaðir arðsemisútreikningar fyrir hverja einstaka framkvæmd. Borgarstjórn ítrekar fyrri samþykkt og lýsir andstöðu sinni við þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun á meðan ekki liggja fyrir arðsemisútreikningar sem með óyggjandi hætti sýna fram á arðsemi af framkvæmdinni.
Samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni svo breyttri til meðferðar borgarráðs.
Fundi slitið kl. 17.47.
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.