Borgarstjórn - 20.3.2012

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2012, þriðjudaginn 20. mars, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Páll Hjalti Hjaltason, Eva Einarsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Oddný Sturludóttir, Hjálmar Sveinsson, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Geir Sveinsson, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um aðalskipulag Reykjavíkur.

- Kl. 16.55 taka Dagur B. Eggertsson og Óttarr Ólafur Proppé sæti á fundinum en Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson víkja af fundi.

2. Fram fer umræða um klámvæðingu og kynferðislega áreitni.

3. Fram fer umræða um starfsáætlun skóla- og frístundasviðs.

- Kl. 18.48 víkur Sóley Tómasdóttir af fundinum og Þorleifur Gunnlaugsson tekur þar sæti.

- Kl. 19.10 er gert hlé á fundinum.

- Kl. 19.40 er fundi fram haldið.

4. Fram fer umræða um betra rekstrarumhverfi fyrir reykvísk fyrirtæki.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að taka eftirfarandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á dagskrá:

Aukin umsvif í hagkerfinu, fleiri atvinnutækifæri og nýsköpun í atvinnulífi eru forsendur þess að lífsgæði íbúa aukist á komandi árum. Til þess að svo geti orðið skorar Borgarstjórn Reykjavíkur á ríkisvaldið að huga að áherslum og aðgerðum sem bætt geta rekstrarumhverfi fyrirtækja í borginni. Pólitískur vilji til verka, hófleg skattheimta og öflugt samráð við atvinnulífið um leiðir og lausnir skipta hér mestu. Slíkar áherslur geta og munu hraða nauðsynlegri uppbyggingu í íslensku samfélagi, auk þess sem vöxtur í atvinnulífinu hefur veruleg áhrif á þá grunnþjónustu sem sveitarfélög og ríki geta veitt. Reykjavíkurborg hefur metnað til að gera vel við þau þúsund fyrirtækja sem starfa í borginni og þá tugþúsunda starfsmanna sem hér stunda sína vinnu og skorar því á ríkisvaldið að tryggja umhverfi sem auðveldar fyrirtækjum að nýta sem best þau tækifæri sem bjóðast í íslensku samfélagi.

Samþykkt með 8 atkvæðum að vísa tillögunni til borgarráðs.

5. Fram fer umræða um málefni Háaleitis- og Bústaðahverfis.

6. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 8. og 15. mars.

33. liður fundargerðar frá 15. mars, 2,1 m.kr. tilfærsla innan fjárhagsáætlunar vegna verkefna frístundamiðstöðva, samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.

6. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 16. mars, íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. mars, menningar- og ferðamálaráðs frá 12. mars, skipulagsráðs frá 7. og 14. mars, skóla- og frístundaráðs frá 7. mars og umhverfis- og samgönguráðs frá 13. mars.

Fundi slitið kl. 22.30

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Karl Sigurðsson Geir Sveinsson