Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2003, fimmtudaginn 20. mars, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Helgi Hjörvar, Björk Vilhelmsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Ólafur F. Magnússon, Anna Kristinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kjartan Magnússon, Stefán Jón Hafstein, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 11. mars. 23. liður fundargerðarinnar, ráðning framkvæmdastjóra miðborgar samþykktur með 8 atkvæðum gegn 6. 24. liður fundargerðarinnar, samþykkt fyrir Skipulagssjóð Reykjavíkurborgar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. 25. liður fundargerðarinnar, kosning í stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 18. mars. 12. liður fundargerðarinnar, breyting á samþykkt fyrir Hverfaráð í Reykjavík, samþykktur með samhljóða atkvæðum. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að fresta 15. lið fundargerðarinnar, tillaga að breytingum á frumvarpi að þriggja ára áætlun, þar til kemur að 10. lið útsendrar dagskrár.
3. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 12. mars.
4. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 17. mars.
- Kl. 17.55 vék Helgi Hjörvar af fundi og Stefán Jóhann Stefánsson tók þar sæti. - Kl. 18.03 var gert hlé á fundi. - Kl. 18.33 var fundi fram haldið.
5. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. mars.
6. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 13. mars.
7. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 3. mars.
8. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. mars. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.
9. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 12. mars. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
10. Þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar 2004-2006; síðari umræða. Lagt fram frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2004-2006, sbr. einnig 22. lið fundargerðar borgarráðs 4. mars. Jafnframt lagður fram 15. liður fundargerðar borgarráðs frá 18. mars, frestað fyrr á fundinum, tillaga borgarstjóra frá 17. mars um breytingar á frumvarpi að þriggja ára áætlun 2004-2006, ásamt frumvarpinu með innfærðum framkomnum breytingartillögum.
- Kl. 18.52 vék Stefán Jón Hafstein af fundi og Helgi Hjörvar tók þar sæti.
Tillaga borgarstjóra um breytingar á frumvarpi að þriggja ára áætlun 2004-2006 samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
Frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar 2004-2006, með áorðnum breytingum, samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.
Fundi slitið kl. 19.20.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Helgi Hjörvar Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Björk Vilhelmsdóttir Guðlaugur Þór þórðarson
Anna Kristinsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Kjartan Magnússon
Dagur B. Eggertsson Margrét Einarsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Ólafur F. Magnússon
Þórólfur Árnason