Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2018, þriðjudaginn 20. febrúar, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:07. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Halldór Auðar Svansson, Magnús Már Guðmundsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Eva Einarsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Börkur Gunnarsson, Kjartan Magnússon, Áslaug María Friðriksdóttir og Marta Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram tillögur forsætisnefndar og ofbeldisvarnarnefndar um hvernig bregðast skuli við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar.
- Kl. 14:19 tekur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum. R17120041
Samþykkt.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi bókun:
Ég samþykki tillögur um aðgerðir til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi Reykjavíkurborgar með þeim formerkjum að tekið verði sérstaklega á netofbeldi og aðgerðir til að bregðast við því verði hluti af þeim tillögum eins og umræður í borgarstjórnarsal báru með sér, sérstaklega í liðum 6, 9, 10, 11 og 12.
- Kl. 14:50 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum og Magnús Már Guðmundsson víkur sæti.
2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarstjórn samþykkir að óháðum aðila verði falið að greina sérstaklega stöðu nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sem hafa íslensku sem annað tungumál (ÍSAT). Umræddur aðili kanni hvað farið hefur úrskeiðis í kennslu ÍSAT-nemenda í Reykjavík og komi með tillögur til úrbóta. Niðurstöður síðustu PISA-kannana sýna að lesskilningi ÍSAT-nemenda hefur hrakað enn hraðar en hjá nemendum sem eiga íslensku að móðurmáli samkvæmt greiningu Menntamálastofnunar. Rannsóknir sýna að lítill lesskilningur bitnar á námsframvindu í öðrum námsgreinum. R18020177
Samþykkt með níu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn sex atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundasviðs.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggja fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt niðurstöðum síðustu PISA-könnunar er hlutfall grunnskólanemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál (ÍSAT) og eru í allra neðstu mörkum í lesskilningi, 56,9% á Íslandi en sambærilegt meðaltal í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er 32,7%. Þarna munar 74% eða 24 prósentustigum. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kýs að samþykkja ekki tillögu Sjálfstæðisflokksins um greiningu á því hvað hafi farið úrskeiðis í kennslu ÍSAT-nemenda í Reykjavík. Þess í stað kýs meirihlutinn að svæfa tillöguna með því að vísa henni til meðferðar skóla- og frístundasviðs. Tillögu um gagnrýna skoðun á kerfinu er því vísað til meðferðar innan sama kerfis.
3. Fram fer umræða um stöðu reykvískra nemenda og PISA-könnun. R18020179
4. Fram fer umræða um úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg.
Hjálmar Sveinsson víkur af fundinum undir þessum lið. R16060108
5. Fram fer umræða um verklagsreglur vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. R18020181
- Kl. 17:47 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundinum og Björn Gíslason tekur þar sæti.
6. Fram fer umræða um málefni Grafarholts og Úlfarsársdals. R18020182
7. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 8. og 15. febrúar 2018. R18010002
- Undir 15. lið fundargerðarinnar frá 15. febrúar er lagt fram bréf til borgarfulltrúa vegna deiliskipulags fyrir lóðina að Borgartúni 24, dags. 19. febrúar 2018. 15. liður fundargerðarinnar frá 15. febrúar, deiliskipulag Borgartúns 24, er samþykkt með tíu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa. R17060046
- 35. liður fundargerðarinnar frá 15. febrúar, tillaga borgarstjóra, dags. 14. febrúar 2018, um lántökuheimild fyrir Strætó bs. vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð er samþykktur. R16100017
Lögð er fram svohljóðandi bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:
Borgarstjórn samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Strætó bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 1.000 m.kr. til allt að 40 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt skv. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Strætó bs. Borgarstjórn veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að gera upp lífeyrisskuldbindingu við lífeyrissjóðinn Brú, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Borgarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Strætó bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Strætó bs. sem leggur hömlur á eignarhald í félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Borgarstjórn Reykjavíkur selji eignarhlut í Strætó bs. til annarra opinberra aðila skuldbindur Reykjavíkurborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Birgi Birni Sigurjónssyni, kt. 200249-2169, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta, f.h. Reykjavíkurborgar, veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi bókun:
Bókun með þessum hætti þar sem fjallað er um mögulega sölu félagsins í framtíðinni er til fyrirmyndar.
10. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 16. febrúar, íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. febrúar, mannréttindaráðs frá 13. febrúar, menningar- og ferðamálaráðs frá 12. febrúar, skóla- og frístundaráðs frá 14. febrúar, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 12. febrúar, umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. og 14. febrúar og velferðarráðs frá 1. febrúar 2018. R18010074
11. Samþykkt að taka á dagskrá svohljóðandi tillögu borgarstjórnar:
Borgarstjórn skorar á Alþingi að tryggja fjármuni til brýnna endurbóta á Vesturlandsvegi í þágu umferðaröryggis. Nýlegir atburðir hafa enn einu sinni sannað að umræddur vegarkafli er hættulegur og að nauðsynlegt er að breikka veginn og aðskilja akreinar á honum. Reykjavíkurborg hefur unnið að útfærslu framkvæmdanna ásamt Vegagerðinni og deiliskipulag vegna verkefnisins er tilbúið til auglýsingar. Borgarstjórn skorar á ríkisvaldið að veita tafarlaust fé til umræddra vegabóta og lýsir sig reiðubúna til þess að tryggja skjóta og vandaða meðferð varðandi skipulagsþátt málsins í góðri samvinnu allra aðila þess, þar á meðal íbúa Kjalarness. R18020184
Samþykkt.
12. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Samkvæmt þríhliða rekstrar- og þjónustusamningi á milli velferðarsviðs, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og Félagsbústaða sem undirritaður var 22. nóvember 2017, kemur fram í a) 4. gr. að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar sjái um upphaflega standsetningu íbúða sem leigja á út og b) 6. gr. að gjald sé greitt fyrir þjónustu Félagsbústaða. Á árinu 2017 hafa verið keyptar 33 íbúðir. Óskað er eftir upplýsingum um a) hver kostnaðurinn hefur verið við að standsetja þær, sbr. 4. gr samningsins b) hversu margar íbúðir hafa verið standsettar c) hversu mikið hefur verið greitt til Félagsbústaða skv. 6. gr. samningsins í desember 2017 og janúar 2018. Þá er óskað eftir upplýsingum um það hvort greiðslufjárhæðirnar samkvæmt samningum séu gjaldfærðar hjá SEA eða VEL og þá með hvaða hætti þeim sé skipt á milli þessara sviða borgarinnar. R18020049
13. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hversu margar íbúðir og búsetueiningar keypti Reykjavíkurborg á árinu 2017? R18020049
14. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hversu margar fjölskyldur með börn fengu úthlutað almennum íbúðum á vegum Félagsbústaða á árinu 2017? Annars vegar eignir í eigu Félagsbústaða og hins vegar í eigu Reykjavíkurborgar. R18020049
15. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hver er áætlaður kostnaður á árinu 2018 vegna samnings VEL og SEA við Félagsbústaði, dags. 22. nóvember 2017, og er hann byggður á rauntölum frá upphafi samningsins? R18020049
16. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hversu margar íbúðir, rekstrareiningar, féllu undir þríhliða samning VEL, SEA og Félagsbústaða þann 31.12.2017? R18020049
17. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvernig gat það viðgengist að starfsmaður Reykjavíkurborgar, sem grunaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum, starfaði áfram með þeim?
Hvenær var borgarstjóri upplýstur um málið, hvernig var brugðist við og hvaða ráðstafanir voru gerðar?
Lagt fram svar Barnaverndar Reykjavíkur og Velferðarsviðs við fyrirspurninni, dags. 20. febrúar 2018. R18020049
Fundi slitið kl. 21.03
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.
Halldór Auðar Svansson
Marta Guðjónsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 20.2.2018 - Prentvæn útgáfa