Borgarstjórn - 20.2.2003

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2003, fimmtudaginn 20. febrúar, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Helgi Hjörvar, Stefán Jón Hafstein, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Björn Bjarnason, Gísli Marteinn Baldursson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

Í upphafi fundar lagði forseti til að fundargerð félagsmálaráðs frá 5. febrúar yrði tekin inn á dagskrá sem 3. liður. Samþykkt með 13 samhljóða atkvæðum.

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 11. febrúar.

- Kl. 15.15 tók Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson sæti á fundinum og Kristján Guðmundsson vék af fundi.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 18. febrúar.

- Kl. 17.02 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Benedikt Geirsson tók þar sæti. - Kl. 18.21 var gert hlé á fundi. - Kl. 18.55 var fundi fram haldið. - Kl. 20.02 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi og Marta Guðjónsdóttir tók þar sæti.

Leiðréttingar voru gerðar á orðalagi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi fyrirkomulag tónlistarnáms, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs. Tillagan orðist svo:

Með tillögum um fyrirkomulag tónlistarnáms eru viðmiðunarreglur vegna þjónustusamnings Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla. Til þess að tónlistarskóli eigi möguleika á þjónustusamningi skal skv. 9. gr. reglnanna menntun skólastjóra vera Tónlistarskólakennari IV hið minnsta og/eða háskólanám á sviði menntunar eða stjórnunar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að ekki hefur áður verið gerð krafa um kennararéttindi enda ekki kveðið á um það í lögum þar sem starfið er ekki lögverndað. Af þeim sökum telja borgarráðsfullrúarnir að gefa eigi umsækjendum aðlögunartíma og þar með færi á að sækja sér umtalin réttindi.

Ólafur F. Magnússon óskaði bókað undir 21. lið fundargerðar borgarráðs:

Vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið um fjármál Reykjavíkurborgar hér í dag vil ég vekja athygli á eftirfarandi: Frá því að fjárhagsáætlun borgarinnar var afgreidd í Borgarstjórn Reykjavíkur 2. janúar s.l. hefur það gerst að myndast hefur nýr meirihluti í borgarstjórn um stóraukna skuldsetningu Reykjavíkurborgar. Þennan meirihluta skipa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrverandi borgarstjóra. Þessir borgarfulltrúar styðja þá ákvörðun, að Reykjavíkurborg gangist í ábyrgð fyrir lántöku Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar og hafa þannig myndað nýtt bandalag um að auka skuldir borgarinnar umfram eignir.

10. liður fundargerðarinnar, leyfi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.

15. liður fundargerðarinnar, kosning eins fulltrúa í félagsmálaráð, samþykktur með 14 samhljóða atkvæðum.

18. liður fundargerðarinnar, kosning eins fulltrúa í Hverfisráð Nesja, samþykktur með 14 samhljóða atkvæðum.

Áður en gengið var til 3. liðar dagskrár kvaddi Steinunn Valdís Óskarsdóttir sér hljóðs utan dagskrár og gerði að umtalsefni niðurstöðu Hæstaréttar í málinu nr. 542/2002, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg gegn Veitingahúsinu Austurvelli ehf.

3. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 5. febrúar.

4. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 7. febrúar.

5. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 17. febrúar.

6. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10. febrúar. Samþykkt með samhljóða atkvæðum.

7. Lögð fram fundargerð íþrótta- ogtómstundaráðs frá 7. febrúar.

8. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 14. febrúar.

9. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 7. febrúar.

10. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 13. febrúar.

11. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 3. febrúar.

12. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. febrúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

13. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 12. febrúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

14. Lagður fram 31. liður b-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 15. janúar, Spítalastígur 4B, frestað á fundi borgarstjórnar 30. janúar. Samþykktur með 14 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 21.10.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson
Anna Kristinsdóttir Kjartan Magnússon