Borgarstjórn
12
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2001, fimmtudaginn 20. desember, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur F. Magnússon. Fundarritun önnuðust Kristbjörg Stephensen og Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
Í upphafi fundar kvaddi Ólafur F. Magnússon sér hljóðs og lýsti úrsögn sinni úr Sjálfstæðisflokknum.
- Kl. 14.13. vék Helgi Pétursson af fundi og Guðrún Erla Geirsdóttir tók þar sæti.
1. Kosning fimm fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og fimm til vara til næsta aðalfundar. Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R-lista: Alfreð Þorsteinsson Helgi Hjörvar Steinunn Valdís Óskarsdóttir Af D-lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóna Gróa Sigurðardóttir Til vara:
Af R-lista: Kristinn Ásgeirsson Valur Sigurbergsson Einar Gunnarsson Af D-lista: Júlíus Vífill Ingvarsson Björn Ársæll Pétursson
Kosning formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Fram komu tvær tillögur af tveimur listum:
Af R-lista: Alfreð Þorsteinsson
Af D-lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
R-listinn hlaut 8 atkvæði en D-listinn 7. Alfreð Þorsteinsson er því kjörinn formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 11. desember.
- Kl. 14.21 tók Helgi Pétursson sæti á fundinum og Árni Þór Sigurðsson vék af fundi.
Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu undir 3. lið:
Lagt er til að heimilað verði þeim veitingahúsum, sem almennt er heimilt að veita áfengi til kl. 03.00 eða lengur aðfararnætur laugardaga, sunnudaga og almennra frídaga, að veita áfengi til kl. 03.00 aðfararnætur 27. desember, 31. desember og 2. janúar. Um önnur veitingahús gildi að þeim verði heimilt að veita áfengi jafn lengi umræddar nætur eins og um aðfararnætur laugardaga, sunnudaga eða almennra frídaga væri að ræða.
Samþykkt með samhljóða atkvæðum að taka tillögu borgarstjóra á dagskrá.
- Kl. 15.51 tók Pétur Jónsson sæti á fundinum og Guðrún Erla Geirsdóttir vék af fundi.
Tillaga borgarstjóra samþykkt með samhljóða atkvæðum. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að kjósa eftirtalda aðila í framtalsnefnd til loka kjörtímabilsins, en röð aðila hafði raskast og nafn eins þeirra misritast í 21. lið fundargerðar borgarráðs:
Rúnar Geirmundsson Þuríður Jónsdóttir Ragnheiður Sigurjónsdóttir Haraldur Blöndal Sigurður Guðmundsson
Til vara:
Kristinn Karlsson Áslaug Þórisdóttir Ragnar Ólafsson Ólafur R. Jónsson Rúna Malmquist
- Kl. 16.08 var gert hlé á fundi. - Kl. 16.35 var fundi fram haldið og vék þá Ólafur F. Magnússon af fundi og Eyþór Arnalds tók þar sæti.
3. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 18. desember. Forseti tilkynnti að 46. lið fundargerðarinnar væri frestað þar til síðar á fundinum. Sú leiðrétting var gerð við 11. lið fundargerðarinnar að umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum, en ekki af borgarráði í heild eins og bókað er.
Borgarstjóri lagði fram eftirfarandi breytingatillögur við tillögu að endurskoðuðum reglum um réttindi og skyldur stjórnenda, sbr. 7. lið fundargerðar borgarráðs:
Við 12. gr. bætist 2. mgr. er orðist svo: Ef stjórnandi, sem heyrir undir reglur þessar, er ekki æðsti yfirmaður stofnunar/málaflokks, eiga ákvæði 3. gr. um tímabundna ráðningu ekki við heldur skal við hann gerður ótímabundinn ráðningarsamningur. Á sama hátt eiga ekki við um hann ákvæði um lausn í 10. gr. heldur almenn uppsagnarákvæði, sbr. ákvæði þar að lútandi í samkomulagi Reykjavíkurborgar við BSRB og BHM um réttindi og skyldur, dags. 27. febrúar 2001.
Í stað orðanna “verði honum sagt upp” í 3. mgr. 9. gr. komi “ verði honum veitt lausn”.
Brott falli 4. mgr. 9. gr.
Fyrri málsliður 15. greinar orðist svo: Starfsmönnum er óheimilt að þiggja gjafir, fríðindi, eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim er leita þjónustu Reykjavíkurborgar ef almennt má líta á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu nema að um sé að ræða óverulegar gjafir.
Á brott falli úr 16. gr. “fyrir alla stjórnendur Reykjavíkurborgar”.
Breytingatillögur borgarstjóra samþykktar með samhljóða atkvæðum. 7. liður fundargerðar borgarráðs, reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg, samþykktur svo breyttur með samhljóða atkvæðum.
32. liður fundargerðar borgarráðs, kosning formanns samstarfsráðs Kjalarness. Fram kom ein tillaga. Ásgeir Harðarson kosinn formaður samstarfsráðs Kjalarness án atkvæðagreiðslu.
4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 5. desember.
5. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 12. desember.
6. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10. desember. Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
7. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. desember.
- Kl. 17.45 tók Anna Geirsdóttir sæti á fundinum og Pétur Jónsson vék af fundi. - Kl. 17.50 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Árni Þór Sigurðsson tók þar sæti. Jafnframt vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi og Bryndís Þórðardóttir tók þar sæti. - Kl. 17.55 vék Jóna Gróa Sigurðardóttir af fundi og Snorri Hjaltason tók þar sæti. - Kl. 17.58 vék Eyþór Arnalds af fundi og Kristján Guðmundsson tók þar sæti.
8. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 5. desember.
9. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 5. desember.
10. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 10. desember.
11. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 14. desember.
12. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 5. desember. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.
13. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 12. desember. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.
14. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 4. desember.
15. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 13. desember.
16. Lagðar fram breytingar á samþykkt Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar; síðari umræða. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.
17. Lækkun afltaxta Orkuveitu Reykjavíkur; síðari umræða. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.
18. Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024; síðari umræða. Lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, dags. í nóvember 2001, sbr. 5. liður fundargerðar borgarstjórnar 15. nóvember. Jafnframt lagður fram 46. liður fundargerðar borgarráðs frá 18. desember, frestað fyrr á fundinum.
- Kl. 18.30 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Guðrún Pétursdóttir tók þar sæti. - Kl. 18.40 vék Anna Geirsdóttir af fundi og Óskar Bergsson tók þar sæti.
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að auglýsa framlagða tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, með þeim breytingum á greinargerð og þéttbýlisuppdrætti, sem fram koma í tillögu að breytingum á greinargerð, dags. 17.12.01, og tillögu að breytingum á þéttbýlisuppdrætti, dags. 17.12.01, og vitnað er til í bréfi skipulagsstjóra, dags. 18. desember, sbr. 46. liður fundargerðar borgarráðs s.d.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, kort 3 – þróunaráætlun miðborgar:
Gerð er tillaga að eftirtöldum breytingum á afmörkun landnotkunarreita á korti nr. 3 og breytingum á texta greinargerðar til samræmis við það: Miðborgarkjarni K.1.1 stækki til suðurs um það svæði sem afmarkast af Thorvaldsensstræti til austurs, Kirkjustræti til suðurs, Aðalstræti til vesturs og Vallarstræti til norðurs. Atvinnusvæðið A.1.1 minnki um sama svæði. Mörk aðalverslunarsvæðis V.1.1 til austurs færist og verði dregin við austurlóðamörk lóða þeirra húsa sem standa vestan Frakkastígs. Aðalverslunarsvæði V.1.2, sem breytingin lýtur að, minnki um sama svæði og sá hluti þess sem eftir stendur sameinist aðalverslunarsvæði V.1.2 sem nú afmarkast af Snorrabraut til austurs.
Greinargerð og uppdráttur fylgdu tillögunni.
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi frávísunartillögur við breytingatillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem lagðar voru fram á fundi borgarráðs 18. desember, sbr. 46. lið fundargerðarinnar:
Frávísunartillaga við tillögu 4, Keldur:
Í tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir að land Keldna sé eitt af þremur þróunarsvæðum fyrir hátækni, rannsóknir og þekkingariðnað. Svæðið er sýnt sem miðsvæði í aðalskipulagstillögunni. Engu að síður er gert ráð fyrir um 400 íbúðum á svæðinu. Sérstakt samkomulag var gert milli ríkis og borgar um þróun og uppbyggingu Keldnasvæðisins og m.a. hefur borgin gert tilboð í kaup á landinu á grundvelli þess samkomulags. Engin ástæða er til að falla einhliða frá samkomulagi sem gert hefur verið við ríkið um nýtingu þessa svæðis og því er lagt er til að tillögunni verði vísað frá.
Frávísunartillaga við tillögu 6, Laugardalur:
Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir óbreyttri landnotkun frá gildandi skipulagi en Laugardalurinn allur er í sama landnotkunarflokki, bæði íþróttasvæðin, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Grasagarðurinn og ræman við Suðurlandsbraut. Verið er að vinna tillögu að deiliskipulagi austurhluta Laugardalsins þar sem gert er ráð fyrir stækkunarmöguleika Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til norðurs. Lagt er til að tillögunni verði vísað frá.
Frávísunartillaga við tillögu 13, íbúðabyggð við Kirkjusand:
Í fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu er gert ráð fyrir miðsvæði í framhaldi af Borgartúni. Þá er jafnframt gert ráð fyrir að umrætt svæði sé eitt af þéttingarsvæðum vestan Elliðaáa, þannig að þar verði íbúðabyggð í bland við atvinnustarfsemi. Tillagan er því óþörf og er lagt til að henni verði vísað frá.
Frávísunartillaga við tillögu 16, Kringlumýrarbraut:
Í tillögu að nýju aðalskipulagi er gert ráð fyrir að Kringlumýrarbraut verði lögð í göng eða stokk undir Miklubraut og þannig tryggt að gatnamótin verði afkastamikil. Tillagan er því óþörf og er lagt til að henni verði vísað frá.
Frávísunartillaga við tillögu 20, Mýrargata og ný byggð við höfnina:
Hafnarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að efna til skipulagssamkeppni um hafnarsvæðið við Mýrargötu og nágrenni. Ráðgert er að undirbúningur hennar hefjist strax að fenginni niðurstöðu úr hugmyndasamkeppni um tónlistar- og ráðstefnuhús og hótel í Austurhöfn. Mikilvæg forsenda í þeirri samkeppni verður væntanlega að blanda eigi saman hafnsækinni starfsemi, annarri atvinnustarfsemi og íbúðum. Ekki er ráðlegt að breyta skipulagi svæðisins nú, frekar en varðar lóð TRH, en leiði skipulagssamkeppnin til þess að breyta þurfi skipulagi verður það gert á síðari stigum. Tillagan er því ótímabær og er lagt til að henni verði vísað frá.
- Kl. 19.25 var gert hlé á fundi - Kl. 19.55 var fundi fram haldið og vék þá Kjartan Magnússon af fundi og Helga Jóhannsdóttir tók þar sæti
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögur um málsmeðferð á breytingatillögum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem lagðar voru fram á fundi borgarráðs 18. desember:
Vegna tillögu 3, Gunnunes:
Í fyrirliggjandi skipulagstillögu er gert ráð fyrir að byggð á Álfsnesi þróist eftir skipulagstímabilið. Afmörkun byggðareita þar er í samræmi við tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Ekki þykir ástæða til að gera breytingar á fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu nú þótt skoða þurfi frekar afmörkun byggðareita. Því er lagt til að tillögunni verði vísað til skoðunar í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Vegna tillögu 9, atvinnusvæði á Esjumelum:
Tillaga D-listans er ónákvæm og gerir ekki grein fyrir því með hvaða hætti ætti að stækka atvinnusvæðið á Esjumelum. Þótt aðalskipulagstillagan geri ráð fyrir nægilegu rými fyrir atvinnustarfsemi á skipulagstímabilinu þykir rétt að taka efnislega undir tillöguna og er því er lagt til að tillögunni verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar til frekari útfærslu á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Vegna tillögu 12, atvinnusvæði í Dugguvogi:
Tekið er undir sjónarmið D-listans um að heimila blandaða starfsemi á svæðinu. Hins vegar er ljóst að málið þarf að skoðast í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru, m.a. hagsmuna þeirrar atvinnustarfsemi sem þar er fyrir. Eðlilegt er að unnir verði sérstakir skipulagsskilmálar eða kvaðir sem lúta að þessu og er því lagt til að tillögunni verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar til frekari útfærslu á auglýsingatíma skipulags-tillögunnar.
Vegna tillögu 15, íbúðabyggð við Árbæjarsafn:
Tillaga D-listans gerir ráð fyrir verulegri breytingu á landnotkun frá gildandi skipulagi og fyrirliggjandi skipulagstillögu. Engin athugun hefur farið fram á áhrifum þessarar tillögu á útivistarsvæðið í Elliðaárdal eða starfsemi Árbæjarsafns en þó er ljóst að þrengja myndi að hvoru tveggja. Lagt er til að tillögunni verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Vegna tillögu nr. 19, göngubrú út í Viðey:
Engin rök eru fyrir þeirri fullyrðingu D-listans að göngutengsl við eyjuna myndu kosta mörg hundruð milljónir. Sérstakur starfshópur hefur fjallað um framtíðarnýtingu eyjanna á sundunum, þ.m.t. Viðeyjar. Skipulags-tillagan tekur mið af tillögum starfshópsins að öðru leyti en því sem viðkemur göngutengslum við eyjuna. Þar er lagt til að samgöngur við Viðey verði bættar og að göngubrú komi þar m.a. til skoðunar. Lagt er til að tillögunni verði vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Vegna tillögu 21, Skerjabraut:
Í vinnu við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var talsvert rætt um möguleika á Skerjabraut. Ljóst er að hér er um áhugaverða samgöngu-tengingu að ræða, en hún varðar ekki Reykvíkinga eingöngu heldur einnig nágrannasveitarfélögin. Niðurstaða samvinnunefndar um svæðisskipulag var þó, að fenginni arðsemisathugun sérfræðinga, að ekki væri tímabært að gera ráð fyrir þessari tengingu á skipulagstímanum. Það er athyglisvert að D-listinn skuli ekki hafa flutt þessa tillögu þegar fjallað var um tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins þar sem er vettvangur til að taka ákvarðanir um stofnbrautir sem tengja saman bæjarfélög. Lagt er til að tillögunni verði vísað til samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuð-borgarsvæðisins.
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu um málsmeðferð á breytingatillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem fram kom á fundinum:
Þegar Þróunaráætlun miðborgar var staðfest á síðasta ári fengu borgar-yfirvöld mikilvægt tæki til að stýra þróun miðborgarinnar. Hluti af Þróunaráætlun felur í sér afmörkun reita þar sem heimild er til rýmri afgreiðslutíma áfengis en almennt er. Málið hefur nýlega verið rætt í borgarráði þar sem borgarráð samþykkti að vísa hugmyndum að breytingum á landnotkunarreitum miðborgar til vinnuhóps um vínveitingamál. Málið er í ákveðnum farvegi og er því tillaga sjálfstæðismanna ótímabær. Lagt er til að tillögunni verði vísað til borgarráðs.
Atkvæðagreiðsla:
Frávísunartillögur borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans við breytingatillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Frávísunartillaga vegna tillögu 4, Keldur. Samþykkt með 8 atkv. gegn 7
Frávísunartillaga vegna tillögu 6, Laugardalur. Samþykkt með 8 atkv. gegn 7
Frávísunartillaga vegna tillögu 13, íbúðabyggð við Kirkjusand. Samþykkt með 8 atkv. gegn 7
Frávísunartillaga vegna tillögu 16, Kringlumýrarbraut. Samþykkt með 8 atkv. gegn 7
Frávísunartillaga vegna tillögu 20, Mýrargata og ný byggð við höfnina. Samþykkt með 8 atkv. gegn 7
Breytingatillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024:
Tillaga 1, Geldinganes Felld með 8 atkv. gegn 7
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Tillagan er efnislega samhljóða fyrri tillögum D-listans um landnotkun í Geldinganesi. Fyrir liggur að nesið er eitt ákjósanlegasta svæði fyrir athafnastarfsemi með góðri tengingu við höfn og jarðhiti á nesinu er tækifæri til að laða að fyrirtæki sem sérstaklega eru í stakk búin til að nýta heita vatnið. Á austurhluta nessins er gert ráð fyrir íbúðabyggð sem tengist vel annarri strandbyggð í Grafarvogi og við Leirvog og er liður í að þróa íbúðabyggð meðfram ströndinni. Fyrirliggjandi skipulagstillaga mun þrýsta á gerð Sundabrautar. Mikilvægt er að halda þessu svæði til framtíðarnota.
Tillaga 2, Gufunes Felld með 8 atkv. gegn 7
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Byggð á Gufunesi, m.a. á landfyllingum, er liður í einu af mikilvægustu markmiðum aðalskipulagstillögunnar um þétta borgarbyggð. Unnt er að koma fyrir allt að 10 þúsund manna byggð á einu af úrvals-byggingasvæðum borgarinnar í næsta nágrenni við útivistarperluna Viðey og óhreyfðar strendur í Grafarvogi, Leirvogi og Geldinganesi norðanverðu. Í raun er aðeins lítill hluti strandlengjunnar í Gufunesi náttúrulegur, en stefnt er að því að halda strönd og skerjum norður af Áburðarverksmiðjunni óhreyfðum. Aðalskipulagstillagan gerir kleift að byggja í Gufunesi heildstætt og öflugt íbúðahverfi sem getur verið sjálfu sér nógt um þjónustu og þrýstir mjög á um gerð Sundabrautar. Tillaga D-listans myndi rýra mjög þessa möguleika.
Tillaga 3, Gunnunes Samþykkt með 8 atkv. gegn 7 að vísa tillögunni til skoðunar í samvinnu-nefnd um svæðisskipulag höfuð-borgarsvæðisins.
Tillaga 5, íþróttasvæði Grafarvogs Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.
Tillaga 7, landfylling við Eiðsgranda Felld með 8 atkv. gegn 7
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Tillaga D-listans virðist gera ráð fyrir samsvarandi landfyllingu og gert er ráð fyrir í aðalskipulagstillögunni, án þess þó að geta um landnotkun. Eðlilegt hlýtur að teljast að tillaga að aðalskipulagi gefi til kynna hvers konar starfsemi verður á umræddri landfyllingu til glöggvunar fyrir borgarbúa. Ljóst er að landfylling verður ekki gerð fyrr en að undangengnu mati á umhverfisáhrifum og athugun á fullnægjandi samgöngulausnum.
Tillaga 8, Vatnsmýrin Felld með 8 atkv. gegn 7
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Tillaga að Aðalskipulagi tekur mið af niðurstöðu atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinnar þann 17. mars s.l. Því er gert ráð fyrir að flugvallarstarfsemi dragist saman í áföngum en í stað þróist íbúðasvæði og atvinnusvæði, m.a. í tengslum við Háskólann og Landspítalann. Borgaryfirvöld hafa marglýst þeirri skoðun að skipuleggja beri svæðið sem eina heild. Haldið er opnum þeim möguleika, eftir árið 2016, að flugrekstur verði á einni flugbraut, en kjósi samgönguyfirvöld að flytja allt innanlandsflug fyrr, er ekkert sem kemur í veg fyrir slíkt í fyrirliggjandi skipulagstillögu. Tillaga D-listans ber keim af ágreiningi í þeirra röðum enda geta þeir ekki tekið og hafa aldrei tekið afstöðu til framtíðar Vatnsmýrarinnar. Tillaga þeirra endurspeglar að flokkurinn er án framtíðarsýnar, bæði í borgarmálum og landsmálum enda kæmi þá í ljós hve skoðanir eru skiptar í flokknum. Þess vegna leggja þeir til að málinu verði slegið á frest.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Það skýtur skökku við að borgarfulltrúar R-listans skuli tala um ágreining varðandi flugvallarsvæðið og Vatnsmýrina þegar fyrir liggur að einn borgarfulltrúi R-listans, varaformaður skipulags- og byggingarnefndar, hefur þegar lýst því yfir að hann geri fyrirvara við þann þátt Aðalskipulagstillögu Reykjavíkurlistans.
Tillaga 9, atvinnusvæði á Esjumelum Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarnefndar til frekari útfærslu á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Tillaga 10, íbúðasvæði í Hamrahlíðarlöndum Felld með 8 atkv. gegn 7
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Nýlega var kynnt niðurstaða úr rammaskipulagssamkeppni um byggðasvæði í Höllum og Hamrahlíðarlöndum og átti D-listinn m.a. fulltrúa í rýnihópi sem valdi vinningstillöguna. Hafin er deiliskipulagsvinna við fyrsta byggðareitinn á svæðinu á grundvelli samkeppninnar. Tillagan kemur seint fram, er ekki sannfærandi og algerlega órökstudd.
Tillaga 11, atvinnusvæði í Höllum Felld með 8 atkv. gegn 7
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Vísað er í rökstuðning í bókun við tillögu nr. 10. Leiði deiliskipulags-vinnan í ljós að nauðsynlegt reynist að stækka atvinnusvæði í Höllum verður tekið sérstaklega á því.
Tillaga 12, atvinnusvæði í Dugguvogi Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarnefndar til frekari útfærslu á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Tillaga 14, stórar lóðir á Kjalarnesi Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Fyrirliggjandi skipulagstillaga kemur ekki í veg fyrir að íbúðabyggð á Kjalarnesi verði skipulögð með þeim hætti sem tillaga D-listans gerir ráð fyrir. Má í þessu sambandi nefna smábýlin í Esjuhlíðum, íbúðareit á Álfsnesi og stórar lóðir (hesthúsa- og íbúðalóðir) í Grundahverfi.
Tillaga 15, íbúðabyggð við Árbæjarsafn Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Tillaga 17, gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar Felld með 8 atkv. gegn 7
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað vegna tillögu 17 og 18:
Mislægar tengingar á þessum tvennum gatnamótum og við Skeiðarvog voru felldar út í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 en gert var ráð fyrir þeim í eldra skipulagi. Við endurskoðun skipulagsins 1990 var tekin inn að nýju mislæg tenging við Skeiðarvog sem nú er orðin að veruleika. Sú tenging greiðir úr umferð á þeim kafla Miklubrautar þar sem umferð er þyngst og beinir verulegum hluta umferðarinnar inn á afkastamikla tengibraut sem Suðurlandsbrautin er. Umferðarlega séð er miklu minni þörf fyrir mislæga tengingu við Grensásveg og þar er landrými auk þess mjög takmarkað og myndu svo landfrek umferðarmannvirki ganga býsna nærri núverandi byggingum. Við Háaleitisbraut eru ekki umferðarleg rök fyrir mislægum tengingum. Háaleitisbraut norðan Miklubrautar er ekki hugsuð sem afkastamikil umferðargata enda er hún safnbraut. Mislæg gatnamót við Háaleitisbraut myndu auk þess þrengja mjög að nálægri íbúðabyggð. Tillögur D-listans um mislæg gatnamót á þessum tveimur stöðum eru ekki studdar neinum rökum.
Tillaga 18, gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar Felld með 8 atkv. gegn 7
Tillaga 19, göngubrú út í Viðey Samþykkt með 8 atkv. gegn 7 að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Tillaga 21, Skerjabraut Samþykkt með 15 samhljóða atkv. að vísa tillögunni til samvinnu-nefndar um svæðisskipulag höfuð-borgarsvæðisins.
Breytingatillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, er fram kom á fundinum, varðandi afmörkun landnotkunarreita Samþykkt með 8 atkv. gegn 7 að vísa í miðborg. tillögunni til borgarráðs.
Breytingatillögur við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, dags. 17. desember, sem vísað er til í bréfi skipulagsstjóra, dags. 18. desember, sbr. 46. liður fundargerðar borgarráðs s.d., samþykktar með 8 samhljóða atkvæðum.
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi breytingatillögu við áður framkomna tillögu um auglýsingu tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Tillagan orðist svo:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að auglýsa framlagða tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, með þeim breytingum á greinargerð og þéttbýlisuppdrætti, sem fram koma í tillögu að breytingum á greinargerð, dags. 17.12.01, og tillögu að breytingum á þéttbýlisuppdrætti, dags. 17.12.01, og vitnað er til í bréfi skipulagsstjóra, dags. 18. desember, sbr. 46. liður fundargerðar borgarráðs s.d., og þeim breytingum sem samþykktar hafa verið á fundinum.
Breytingartillagan samþykkt með 8 atkv. gegn 7.
Tillaga um auglýsingu tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, svo breytt, samþykkt með 8 atkv. gegn 7.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Með samþykkt um Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 hefur meirihluti borgarstjórnar ekki haft þor til að takast á við gamlar og úreltar hugmyndir um notkun Geldinganess. Í stað þess að þróa íbúðabyggð á nesinu er haldið fast við fyrirætlanir um byggingu stórskipa- og iðnaðarhafnar í Eiðsvík og á Geldinganesi ásamt atvinnusvæði. Þetta gerist þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að engin þörf er á nýrri höfn í Reykjavík næstu 40-50 ár. Þessi samþykkt felur jafnframt í sér að áfram verður haldið að grafa út eitt glæsilegasta íbúðabyggingarland í Reykjavík, Geldinganesið, og breyta því í risastóra grjótnámu. Að þessum umhverfisskemmdum stendur R-listinn á einum fegursta stað í strandlengju Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að íbúðabyggð hafi forgang á Geldinganesi og að horfið verði frá hafnargerð í Eiðsvík. Byggðin fái að þróast meðfram ströndinni í eðlilegu framhaldi af byggð í Grafarvogi í stað þess að stefna henni upp til heiða. Viðey, Eiðsvík og Leirvogur eru náttúruperlur sem ásamt íbúðabyggð í Geldinganesi, Grafarvogi, Gufunesi og Gunnunesi munu mynda glæsilega strandbyggð í Reykjavík. Samþykkt um að næsta íbúðabyggð í Reykjavík verði í Hamrahlíðar-löndum en ekki á Geldinganesi mun óhjákvæmilega hafa í för með sér að umferð mun aukast verulega í gegnum Grafarvog eftir Hallsvegi. Það leiðir aftur til þess að þörf verður á tvöföldun Hallsvegar en um það hafa staðið miklar deilur. Eitt helsta einkenni aðalskipulagstillögu R-listans er að gert er ráð fyrir stórfelldri eyðileggingu á strandlengju borgarinnar með landfyllingum. Grjótnáma í Geldinganesi og eyðilegging strandlengju er í hróplegri mótsögn við tal um umhverfisvernd og vistvæna borg. Hástemmdar yfirlýsingar borgarfulltrúa R-listans um umhverfismál hljóma hjákátlega þegar horft er til þeirra umhverfisskemmda sem þeir standa fyrir. Borgarfulltrúar R-listans hafa nú séð að sér og leiðrétt mistök sem gerð voru við endurskoðun aðalskipulags fyrir fjórum árum í samgöngumálum borgarinnar. Þá var ákveðið að taka Hlíðarfót, veg fyrir sunnan Öskjuhlíð út af skipulagi og enn fremur að hætta við að hafa fjölförnustu gatnamót í Reykjavík mislæg. Þau mistök hafa verið afdrifarík fyrir Reykvíkinga og má fullyrða að umferð eftir Kringlumýrarbraut og Miklubraut væri greiðari í dag ef þessi mistök hefðu ekki verið gerð. Nú hefur Hlíðarfótur aftur verið samþykktur inn á aðalskipulag og gert er ráð fyrir lagfæringu á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Vatnsmýrin og flugvallarsvæðið er eitt mikilvægasta byggingar- og þróunarland í Reykjavík. Samkvæmt aðalskipulagstillögunni verður þetta þýðingarmikla svæði skipulagt í bútum. Þar með er eyðilagður sá möguleiki að skipuleggja svæðið í heild og nýta til fulls þá kosti sem það hefur, þegar tekist hefur að finna fullnægjandi úrlausn fyrir nýja staðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins og ekki lengur þörf fyrir flugvöll á þessu svæði. Þegar hafa verið teknar bindandi ákvarðanir um nýtingu þessa svæðis lengst af á skipulagstímabilinu. Tillaga R-listans að festa í sessi eina flugbraut, austur-vestur brautina, hefur í för með sér afdrifaríkar afleiðingar. Þannig kallar hún á uppfyllingu út í Skerjafjörð til vesturs, Suðurgötu í göng undir flugbraut og niðurrif húsa í Skerjafirði. Niðurstaða borgarfulltrúa R-listans í þessu þýðingarmikla máli er versta niðurstaðan sem hægt var að ná. Með nýju aðalskipulagi er verið að taka mikilvægar ákvarðanir um framtíðarþróun borgarinnar. Sú tillaga sem nú hefur verið samþykkt gengur í veigamiklum atriðum gegn hagsmunum Reykvíkinga. Hún byggir á forsendum gærdagsins. Sjálfstæðismenn hafna þeirri stefnu sem aðalskipulagið byggir á og munu fylgja fast eftir stefnu sinni sem hefur framtíðarhagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað að þeir vísuðu til bókunar sem lögð var fram við 5. lið fundargerðar borgarstjórnar 15. nóvember; Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024.
Fundi slitið kl. 20.45.
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.
Helgi Hjörvar
Hrannar Björn Arnarsson Kristján Guðmundsson