Borgarstjórn - 2. maí 2006

Borgarstjórn

BORGARSTJÓRN

Ár 2006, þriðjudaginn 2. maí, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Anna Kristinsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Björn Bjarnason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Gísli Marteinn Baldursson.
Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagður fram ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005; síðari umræða. Jafnframt lögð fram að nýju endurskoðunarskýrsla Grant Thornton endurskoðunar, dags. í apríl 2006.

- Kl. 14.30 tekur Guðlaugur Þór Þórðarson sæti á fundinum og Gísli Marteinn Baldursson víkur af fundi.
- Kl. 14.40 tekur Stefán Jóhann Stefánsson sæti á fundinum.

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005 samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 27. apríl.
32. liður fundargerðarinnar, kosning fulltrúa í menntaráð og velferðarráð, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

3. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 24. og 27. apríl, framkvæmdaráðs frá 24. apríl, menningar- og ferðamálaráðs frá 19. apríl, skipulagsráðs frá 26. apríl og velferðarráðs frá 12. apríl.

Fundi slitið kl. 15.22

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson

Björk Vilhelmsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson