Borgarstjórn - 19.6.2018

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2018, þriðjudaginn 19. júní, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar eftirtaldir borgarfulltrúar: Dagur B. Eggertsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf, Guðrún Ögmundsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Pawel Bartoszek, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason, Örn Þórðarson, Kolbrún Baldursdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Dagur B. Eggertsson, starfsaldursforseti borgarstjórnar, les upp bréf yfirkjörstjórnar Reykjavíkur frá 4. júní sl., þar sem skýrt er frá því að eftirtaldir fulltrúar hafi verið kjörnir í Borgarstjórn Reykjavíkur í borgarstjórnarkosningum 31. maí sl.: R17040014

Af D-lista:

Eyþór Arnalds

Hildur Björnsdóttir

Valgerður Sigurðardóttir

Egill Þór Jónsson

Marta Guðjónsdóttir

Katrín Atladóttir

Björn Gíslason

Örn Þórðarson

Af S-lista:

Dagur B. Eggertsson

Heiða Björg Hilmisdóttir

Skúli Helgason

Kristín Soffía Jónsdóttir

Hjálmar Sveinsson

Sabine Leskopf

Guðrún Ögmundsdóttir

Af C-lista:

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Pawel Bartoszek

Af P-lista

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Af J-lista:

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Af M-lista:

Vigdís Hauksdóttir 

    

Af V-lista:

Líf Magneudóttir

Af F-lista

Kolbrún Baldursdóttir 

2.    Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta. R18060080

Forseti er kosin Dóra Björt Guðjónsdóttir með 12 atkvæðum. 11 atkvæðaseðlar eru auðir. 

1. varaforseti er kosinn Pawel Bartoszek með 12 atkvæðum. Hildur Björnsdóttir hlaut 11 atkvæði. 

2. varaforseti er kosin Guðrún Ögmundsdóttir með 12 atkvæðum. Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut 11 atkvæði. 

3.    Kosning borgarstjóra til loka kjörtímabilsins. R18060081

Borgarstjóri til loka kjörtímabilsins er kosinn Dagur B. Eggertsson með 12 atkvæðum. 11 atkvæðaseðlar eru auðir.

4.    Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara. R18060080

Kosin voru án atkvæðagreiðslu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Vigdís Hauksdóttir.

Varaskrifarar voru kosin með sama hætti Skúli Helgason og Björn Gíslason.

5.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: 

Borgarstjórn samþykkir að stofna mannréttinda- og lýðræðisráð. Ráðið taki við verkefnum mannréttindaráðs og stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og verði í flokki I skv. samþykkt um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Forsætisnefnd er falið að vinna nýja samþykkt fyrir ráðið í samráði við mannréttindaskrifstofu og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í september. Ráðið starfar samkvæmt samþykktum mannréttindaráðs og stjórnkerfis- og lýðræðisráðs þar til ný samþykkt liggur fyrir. R18060083

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

Stjórnarandstaðan (flokkar D, M, J og F) telur að eðlilegra væri að fella niður núverandi ráð áður en farið er í að stofna ný ráð með sambærileg hlutverk.

6.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: 

Borgarstjórn samþykkir að stofna menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Ráðið fari með verkefni menningar- og ferðamálaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs að ferðamálum undanskildum sem færast nú undir borgarráð. Ráðið verður í flokki I skv. samþykkt um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Forsætisnefnd er falið að vinna nýja samþykkt fyrir ráðið í samráði við menningar- og ferðamálasvið og íþrótta- og tómstundasvið sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í september. Ráðið starfar samkvæmt samþykktum menningar- og ferðamálaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs þar til ný samþykkt liggur fyrir. R18060085

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

Stjórnarandstaðan (flokkar D, M, J og F) telur að eðlilegra væri að fella niður núverandi ráð áður en farið er í að stofna ný ráð með sambærileg hlutverk.

7.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: 

Borgarstjórn samþykkir að stofna skipulags- og samgönguráð. Ráðið fari með skipulags-, samgöngu- og byggingarmál og verði í flokki I skv. samþykkt um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Forsætisnefnd er falið að vinna samþykkt fyrir ráðið í samráði við umhverfis- og skipulagssvið sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í september. Ráðið starfar samkvæmt samþykktum umhverfis- og skipulagsráðs þar til ný samþykkt liggur fyrir og fer með gildandi fullnaðarafgreiðsluheimildir þess ráðs. R18060086

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

Stjórnarandstaðan (flokkar D, M, J og F) telur að eðlilegra væri að fella niður núverandi ráð áður en farið er í að stofna ný ráð með sambærileg hlutverk.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Það er góð regla og gegn að fundargögn fyrir borgarstjórnarfundi liggi fyrir með nægum fyrirvara svo borgarfulltrúar geti kynnt sér efni þeirra.  Að gefnu tilefni var tekið upp það vinnulag á síðasta kjörtímabili að óska eftir því að tilnefningar fulltrúa í ráð og nefndir liggi fyrir með nokkrum fyrirvara svo borgarfulltrúar sem taka þátt í viðkomandi kosningum geti tekið afstöðu til tilnefninga.  Í þessu tilviki bárust tilnefningar frá minnihluta borgarstjórnar ekki fyrr en kvöldið fyrir borgarstjórnarfund og voru því ekki birtar á vef borgarstjórnar eins og önnur fundargögn.   Venju samkvæmt ríkir ekki trúnaður um þessar upplýsingar og undir venjulegum kringumstæðum hefðu listar með öllum tilnefningum, jafnt meirihluta sem minnihluta verið birtir á vef borgarinnar.  Vonandi tekst að koma á því ágæta vinnulagi í kjölfarið.

8.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: 

Borgarstjórn samþykkir að stofna umhverfis- og heilbrigðisráð. Ráðið fari með loftslagsmál, loftgæði, úrgangsmál og sorphirðu, ásamt verkefnum heilbrigðisnefndar. Ráðið verður í flokki I skv. samþykkt um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Forsætisnefnd er falið að vinna samþykkt fyrir ráðið í samráði við umhverfis- og skipulagssvið sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í september. Ráðið starfar samkvæmt samþykkt um heilbrigðisnefnd þar til ný samþykkt liggur fyrir. R18060088

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

Stjórnarandstaðan (flokkar D, M, J og F) telur að eðlilegra væri að fella niður núverandi ráð áður en farið er í að stofna ný ráð með sambærileg hlutverk.

9.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna: 

Borgarstjórn samþykkir að fresta kosningum í öll hverfisráð Reykjavíkurborgar til áramóta 2018-2019 og jafnframt leysa sitjandi hverfisráð frá störfum. Skýrsla um framtíðarsýn fyrir hverfisráðin hefur verið í vinnslu á vettvangi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, til umsagnar hjá hverfisráðum og fagráðum og til umræðu í borgarstjórn. Endanlegar tillögur verða unnar á vettvangi mannréttinda- og lýðræðisráðs og lagðar fyrir borgarstjórn í lok þessa árs. R18060128

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sem leggja fram svohljóðandi bókun:

Í fyrsta lagi brýtur tillagan í bága við 63. grein við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Það er ekki góð byrjun á fyrsta fundi borgarstjórnar að fara gegn samþykktum borgarstjórnar. Í annan stað vekur það furðu að hverfisráðin eigi ekki að vera virk út þetta ár, þrátt fyrir ítrekanir um mikilvægi ráðanna. Sérstaklega með hliðsjón af því að fjöldi verkefna liggur fyrir hjá ráðunum s.s. betri Reykjavík sem eru þá í uppnámi og úthlutanir úr sjóðum.  Í þriðja lagi er tillagan ekki til þess fallinn að auka íbúalýðræði, þvert á fögur fyrirheit nýrrar borgarstjórnar. Í fjórða og síðasta lagi þá liggur fyrir skýrsla eftir fjögurra ára vinnu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs sem lauk áður en endanlegar tillögur lágu fyrir. Og nú er óskað eftir 6 mánaða fresti til að ljúka vinnunni. Þetta samræmast ekki fyrirheitum meirihlutans um aukið íbúalýðræði.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

 

Skipun í hverfisráð er frestað vegna breytinga sem unnið er að og er ætlað að efla ráðin. Þær geta meðal annars orðið til þesss að ráðunum verði fækkað eða fjölgað. Mikilvægt er að vanda til verka eins og gert hefur verið en hraða samt vinnunni eins og hægt er. Ekkert rof verður á framkvæmdum góðra mála í hverfunum. Íbúar allra hverfa munu eftir sem áður eiga þess kost að taka þátt kosningunni Hverfið mitt í haust. 

10.    Fram fer fyrri umræða um tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013 vegna breytinga á skipan fagráða og tillögu að breytingu á viðaukum við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar þess efnis að fullnaðarafgreiðsluheimildir skóla- og frístundaráðs verði felldar niður. R18060129

Samþykkt að vísa tillögunni til síðari umræðu. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

11.    Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara, formannskjör. R18060082

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Líf Magneudóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir

Kosin eru af D- lista án atkvæðagreiðslu: 

    

Eyþór Arnalds

Hildur Björnsdóttir

Marta Guðjónsdóttir

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Pawel Bartoszek

Elín Oddný Sigurðardóttir

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Skúli Helgason

Kosin eru af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

    

Valgerður Sigurðardóttir

Egill Þór Jónsson

Katrín Atladóttir

12.    Kosning sjö fulltrúar í mannréttinda- og lýðræðisráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. R18060083

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Diljá Ámundadóttir

Skúli Helgason

Guðrún Ögmundsdóttir

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Daníel Örn Arnarsson

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Katrín Atladóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir er kjörin formaður með 12 atkvæðum 

Daníel Örn Arnarson hlaut 11 atkvæði.

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Alexandra Briem

Gunnlaugur Bragi Björnsson

Þorkell Heiðarsson

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Kolbrún Baldursdóttir

Jórunn Pála Jónasdóttir

13.    Kosning sjö fulltrúa í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. R18060085

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Pawel Bartoszek

Hjálmar Sveinsson

Elín Oddný Sigurðardóttir

Sabine Leskopf

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Katrín Atladóttir

Baldur Borgþórsson

Björn Gíslason

Formaður er kjörinn með 12 atkvæðum Pawel Bartoszek.

Katrín Atladóttir hlaut 11 atkvæði.

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Diljá Ámundadóttir

Aron Leví Beck

Líf Magneudóttir

Ellen Jacqueline Calmon

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Örn Þórðarson

Vigdís Hauksdóttir

Egill Þór Jónsson

14.    Kosning sjö fulltrúa í skipulags- og samgönguráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. R18060086

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Pawel Bartoszek

Hjálmar Sveinsson

Kristín Soffía Jónsdóttir

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Eyþór Arnalds

Hildur Björnsdóttir

Valgerður Sigurðardóttir

Formaður er kjörin Sigurborg Ósk Haraldsdóttir með 12 atkvæðum.

Eyþór Arnalds hlaut 11 atkvæði

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Alexandra Briem

Gunnlaugur Bragi Björnsson

Aron Leví Beck

Ellen Jacqueline Calmon

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Marta Guðjónsdóttir

Katrín Atladóttir

Ólafur Kr. Guðmundsson

15.    Kosning sjö fulltrúa í skóla- og frístundaráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. R18060087

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Skúli Helgason

Pawel Bartoszek

Líf Magneudóttir

Alexandra Briem

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Valgerður Sigurðardóttir

Katrín Atladóttir

Örn Þórðarson

Formaður er kjörinn Skúli Helgason með 12 atkvæðum.

Valgerður Sigurðardóttir hlaut 11 atkvæði.

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir

Diljá Ámundadóttir

Elín Oddný Sigurðardóttir

Rannveig Ernudóttir

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Marta Guðjónsdóttir

Kolbrún Baldursdóttir

Sanna Magdalena Mörtudóttir

16.    Kosning sjö fulltrúa í umhverfis- og heilbrigðisráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. R18060088

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Líf Magneudóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir

Magnús Már Guðmundsson

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Egill Þór Jónsson

Marta Guðjónsdóttir

Vigdís Hauksdóttir

Formaður er kjörin með 12 atkvæðum Líf Magneudóttir.

Vigdís Hauksdóttir hlaut 11 atkvæði

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Ellen Jacqueline Calmon

Dóra Magnúsdóttir

Þorkell Heiðarsson

Rannveig Ernudóttir

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Jórunn Pála Jónasdóttir

Inga María Thorsteinsson

Baldur Borgþórsson

17.    Kosning sjö fulltrúa í velferðarráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör. R18060089

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Heiða Björg Hilmisdóttir

Elín Oddný Sigurðardóttir

Alexandra Briem

Magnús Már Guðmundsson

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Egill Þór Jónsson

Kolbrún Baldursdóttir

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Formaður er kjörin Heiða Björg Hilmisdóttir með 12 atkvæðum.

Kolbrún Baldursdóttir hlaut 11 atkvæði.

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Dóra Magnúsdóttir

Líf Magneudóttir

Rannveig Ernudóttir

Ragna Sigurðardóttir

Kosin eru af DFJM-lista án atkvæðagreiðslu: 

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir

Vigdís Hauksdóttir

Daníel Örn Arnarsson

18.    Kosning eins fulltrúa í almannavarnarnefnd til fjögurra ára og tveggja til vara. R18060090

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Varamaður er kosinn með sama hætti:

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Eyþór Arnalds

19.    Kosning fimm fulltrúa í barnaverndarnefnd og fimm til vara; formannskjör. R18060091

Frestað. 

Vísað til borgarráðs. 

20.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Árbæjar til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060092

Frestað.

21.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Breiðholts til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060093

Frestað.

22.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060094

Frestað.

23.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Grafarvogs til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060095

Frestað.

24.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Háaleitis og Bústaða til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060096

Frestað.

25.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Hlíða til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060097

Frestað.

26.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Kjalarness til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060098

Frestað.

27.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Laugardals til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060099

Frestað.

28.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Miðborgar til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060100

Frestað.

29.    Kosning fimm fulltrúa í hverfisráð Vesturbæjar til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör. R18060101

Frestað.

30.    Kosning þriggja fulltrúar í endurskoðunarnefnd til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör. R18060102

Frestað.

Vísað til borgarráðs.

31.    Kosning tveggja fulltrúa í ferlinefnd fatlaðs fólks til fjögurra ára og tveggja til vara; formannskjör. R18060103

Kosinn er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Magnús Már Guðmundsson

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Egill Þór Jónsson

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Ellen Jacqueline Calmon

Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Þórdís Pálsdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Magnús Már Guðmundsson.

32.    Kosning tveggja fulltrúa í fjölmenningarráð til fjögurra ára og tveggja til vara; formannskjör. R18060104

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Sabine Leskopf

Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Hildur Björnsdóttir

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Ellen Jacqueline Calmon

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Alexander Witold Bogdanski

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Sabine Leskopf.

33.    Kosning þriggja fulltrúa í innkauparáð til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör. R18060105

Kosnar eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Sabine Leskopf

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Björn Gíslason

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Þorkell Heiðarson

Rannveig Ernudóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Örn Þórðarson

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Sabine Leskopf.

34.    Kosning þriggja fulltrúa í ofbeldisvarnarnefnd til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör. R18060106

Kosnar eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Heiða Björg Hilmisdóttir

Dilja Ámundadóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Örn Þórðarson

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Ragna Sigurðardóttir

Gunnlaugur Bragi Björnsson

Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Jórunn Pála Jónasdóttir

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Heiða Björg Hilmisdóttir.

35.    Kosning tveggja fulltrúa í öldungaráð til fjögurra ára og tveggja til vara; formannskjör. R18060107

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Guðrún Ögmundsdóttir

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Björn Gíslason

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir

Kosinn eru af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Ólafur Kr. Guðmundsson

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Guðrún Ögmundsdóttir.

36.    Kosning fimm fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. til eins árs og fimm til vara; formannskjör. R18060108

Kosin eru af SCPV-lista:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Skúli Helgason

Kosin eru af D-lista

Valgerður Sigurðardóttir

Örn Þórðarson

Varamenn eru kosnir með sama hætti. 

Kosin eru af SCPV-lista 

Sabine Leskopf

Pawel Bartoszek

Magnús Már Guðmundsson

Kosin eru af D-lista

Marta Guðjónsdóttir

Hildur Björnsdóttir

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Kristín Soffía Jónsdóttir.

37.    Kosning fimm fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sf. til eins árs og fimm til vara; formanns- og varaformannskjör. R18060109

Kosin eru af SCPV-lista:

Brynhildur Davíðsdóttir

Gylfi Magnússon

Sigríður Rut Júlíusdóttir

Kosin eru af D-lista:

Hildur Björnsdóttir

Kjartan Magnússon

Varamenn eru kosnir með sama hætti. 

Kosin eru af SCPV-lista:

    

Auður Hermannsdóttir

Margrét Björnsdóttir

Páll Gestsson

Kosin eru af D-lista:

Katrín Atladóttir

Björn Gíslason

Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Brynhildur Davíðsdóttir og varaformaður Gylfi Magnússon.

38.    Kosning þriggja fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör. R18060110

Kosnar eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Alexandra Briem

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Janus Arn Guðmundsson

Varamenn eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Heiða Björg Hilmisdóttir

Rannveig Ernudóttir

Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu: 

Valgerður Sigurðardóttir

Formaður er kjörin án atkvæðagreiðslu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

39.    Kosning eins fulltrúar í stjórn Sorpu bs. til tveggja ára og eins til vara. R18060111

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Líf Magneudóttir

Varafulltrúi eru kosinn með sama hætti.

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Stjórnarandstaðan (flokkar D, M, J og F) telur nauðsynlegt aðhald og eftirlit með byggðasamlögunum vera of lítið þar sem engin aðkoma minnihluta er að starfseminni. Þessi lýðræðishalli stingur sérstaklega í augu þar sem áætlanir og markmið byggðasamlaga hafa oft ekki náð fram að ganga og um er að ræða rekstur upp á milljarða og fjárfestingar upp á milljarðatugi.

40.    Kosning eins fulltrúa í stjórn Strætó bs. til tveggja ára og eins til vara. R18060112

Kosinn er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Hjálmar Sveinsson

Varafulltrúi er kosinn með sama hætti.

Kosin er af SCPV-lista án atkvæðagreiðslu:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Stjórnarandstaðan (flokkar D, M, J og F) telur nauðsynlegt aðhald og eftirlit með byggðasamlögunum vera of lítið þar sem engin aðkoma minnihluta er að starfseminni. Þessi lýðræðishalli stingur sérstaklega í augu þar sem áætlanir og markmið byggðasamlaga hafa oft ekki náð fram að ganga og um er að ræða rekstur upp á milljarða og fjárfestingar upp á milljarðatugi.

41.    Kosning þriggja fulltrúa í yfirkjörstjórn Reykjavíkur og þriggja til vara. R18060113

Kosin eru af SCV-lista án atkvæðagreiðslu:

Eva B. Helgadóttir

Tómas Hrafn Sveinsson

Kosinn er af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Ari Karlsson

Varafulltrúar eru kosnir með sama hætti.

Kosnar eru af SCV-lista án atkvæðagreiðslu:

Dóra Sif Tynes

Þóra Hallgrímsdóttir

Kosin er af D-lista án atkvæðagreiðslu:

Katrín Helga Hallgrímsdóttir

42.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins: 

Borgarstjórn samþykkir að fela innri endurskoðanda Reykjavíkur að gera rekstrarúttekt á Félagsbústöðum. Einnig úttekt á öryggi leigutaka og formi leigusamninga með tilliti til stöðu leigutaka. Úttektin skal liggja fyrir eigi síðar en á fyrsta borgarstjórnarfundi í september.

Samþykkt að taka svohljóðandi breytta tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins á dagskrá: 

Borgarstjórn samþykkir að fela óháðum aðila að gera rekstrarúttekt á Félagsbústöðum. Einnig úttekt á öryggi leigutaka og formi leigusamninga með tilliti til stöðu leigutaka. Úttektin skal liggja fyrir eigi síðar en á fyrsta borgarstjórnarfundi í september.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060131

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.

43.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

Lagt er til að borgarstjórn beiti sér fyrir stofnun félags strætisvagnafarþega og tryggi fulltrúum þess áheyrnarsetu í stjórn Strætó bs.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060132

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni til meðferðar stjórnar Strætó.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Stjórnarandstaðan (flokkar D, M, F og J) lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tekin afstaða til mála sem lögð eru fram í borgarstjórn Reykjavíkur. Sú leið að vísa málinu frá borgarstjórn lýsir ákveðnu hugleysi þeirra sem stjórna í tæpum meirihluta.  Þetta er dæmi um ólýðræðisleg vinnubrögð.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

Farþegar Strætó eru af öllum stærðum, gerðum og bakgrunni og alls ekki valdalausir.  Þessi tillaga lýsir því skilningsleysi á eðli almenningssamgangna og þeim farþegagrunni sem Strætó þjónustar alla daga, sem eru allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Farþegar strætó eru yfir 30% allra íbúa á annatímum á morgnana og síðdegis, um 45.000 ferðir eru farnar með Strætó á hverjum virkum degi. Samráð við notendur þjónustunnar er mikilvægt en ekki einungis á vettvangi Reykjavíkurborgar.

44.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

Lagt er til að borgarstjórn beiti sér fyrir stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs Reykjavíkur og tryggi fulltrúum þess áheyrnarsetu í velferðarráði.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060133

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni til meðferðar velferðarráðs. 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun : 

Nú þegar á sér stað afar umfangsmikið samráð við notendur velferðarþjónustunnar í borginni.  Hlutfallsleg framlög til velferðarþjónustu í Reykjavík eru mun hærri en í öllum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þjónustan í Reykjavík er því betri, umfangsmeiri og víðari en í öðrum sveitarfélögum. Þó má alltaf gera betur og mikilvægt að nýta tækifæri til enn meira samráðs við notendur þjónustunnar ef velferðarráð telur þörf á því.

45.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að skipuleggja lóðir á hagkvæmum svæðum, s.s. Örfirisey, BSÍ reitnum, Keldum og Úlfarsársdal. Gert verði ráð fyrir 6.000 íbúðum á þessum svæðum. Borgin beiti sér fyrir því að byggingarskilmálar verði með þeim hætti að kostnaður við byggingarnar verði í lágmarki. Þá beiti hún sér enn fremur fyrir því að afgreiðslutími skipulagssviðs og byggingarfulltrúa verði styttur umtalsvert frá því sem verið hefur. Á þessar lóðir verður ekki lagt sérstakt innviðagjald.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060134

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Skipulagsmál taka tíma og þess vegna er rétti tímapunkturinn að taka þessar ákvarðanir á fyrsta fundi borgarstjórnar. Húsnæðiskreppan hefur leitt til þess að nú kostar leiga á 50 fermetra íbúð um 300.000 kr. á mánuði. Flokkar D, M og F lýsa enn og aftur yfir vonbrigðum með að ekki sé tekin afstaða til mála sem lögð eru fram í borgarstjórn Reykjavíkur. Sú leið að vísa málinu frá borgarstjórn lýsir ákveðnu hugleysi þeirra sem stjórna í tæpum meirihluta.  Þetta er dæmi um ólýðræðisleg vinnubrögð. 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði er að aukast hröðum skrefum og framboð að stóraukast og húsnæðismarkaðurinn er að ná jafnvægi. Til marks um það þá er raunhækkun húsnæðisverðs síðustu 12 mánuði 2,5% á meðan hann var meira en 20% árinu áður. Á kjörtímabilinu 2014-2018 var slegið met í nýsmíði íbúða. Uppbygging á BSÍ reitnum er mikilvæg fyrir samgöngumiðstöð, uppbygging í Örfirisey hefur fallið á samgöngumálunum, Keldnalandið er í eigu ríkisins og hefur ríkið ekki tekið það í mál að selja borginni það nema á hæsta mögulega markaðsverði. Hvað varðar Úlfarsárdalinn, þá á sér stað afar umgangsmikil uppbygging þar. Á sama tíma var haldið útboð á lóðum í dalnum og gengu þær ekki allar út.

46.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

Lagt er til að borgarstjórn beiti sér fyrir stofnun félags leigjenda hjá Félagsbústöðum og tryggi fulltrúum þess áheyrnarsetu í stjórn Félagsbústaða.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060135

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni til meðferðar velferðarráðs. 

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Samtök leigjenda gæta hagsmuna leigjenda á Íslandi, þar á meðal leigjendum Félagsbústaða. Á sama tíma á sér þó afar umfangsmikið samráð og samtal sér stað milli Félagsbústaða og leigjenda þeirra. Nú þegar eiga Félagsbústaðir íbúðir í um það bil hverjum einasta stigagangi í Reykjavík eða um 5% allra íbúða, hæsta hlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að fjölga þeim íbúðum enn frekar. Þjónusta Félagsbústaða er góð en um leið má alltaf gera betur og mikilvægt að nýta tækifæri til meira samráðs við notendur þjónustunnar ef velferðarráð telur þörf á því.

47.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

Lagt er til að kjörnir fulltrúar og annað starfsfólk Reykjavíkurborgar fái ekki greitt fyrir stjórnar- og nefndarsetu á vegum borgarinnar og stofnunum og fyrirtækjum á hennar vegum ef fundir og undirbúningur undir þá fer fram á vinnutíma aðalstarfs viðkomandi starfsfólks.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060136

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Það er sjálfsagt og eðlilegt að skoða heildstætt laun kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og bera þau saman við starfskjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu og jafnvel löndum sem við berum okkur saman við.  Hér er mikilvægt að hafa í huga að laun borgarfulltrúa hafa hækkað mun minna en bæði laun alþingismanna og reyndar líka almennra launamanna á undanförnum árum.  Nánar tiltekið hafa laun þingmanna hækkað um 127% frá 2006 meðan laun á almennum markaði hafa hækkað um 115% að meðaltali.  Laun borgarfulltrúa hækkuðu mun minna eða um 80% á þessu tímabili vegna þeirrar ákvörðunar meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili að aftengja laun borgarfulltrúa við laun þingmanna í kjölfar fordæmalausrar ákvörðunar Kjararáðs um nærri 45% hækkun á einu bretti.  Á sama hátt tók borgarstjóri ákvörðun um að þiggja ekki umrædda hækkun sem þingmenn og ráðherrar tóku til sín.  Sú ákvörðun stendur og gildir líka á því kjörtímabili sem nú er hafið.

48.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

Lagt er til að borgarstjórn láti framkvæma könnun á umfangi útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060137

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillagan er metnaðarfull og krefst afar umfangsmikillar rannsóknarvinnu. Ekki er hefð fyrir því að fara í slíka rannsóknarvinnu á vegum borgarinnar. Tillögunni er því vísað til Borgarráð í þeim tilgangi að kanna hvernig mögulegt er að ná fram réttum upplýsingum innan úr kerfinu svo hægt sé að ná niðurstöðu sem fangar anda tillögunnar.

49.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins: 

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að afnema skuli byggingarréttargjöld og skal ákvörðunin vera afturvirk til þess dags er gjöldin voru álögð í fyrsta sinn.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060138

Tillagan er dregin tilbaka af tillöguflytjanda og kemur því ekki til atkvæðagreiðslu. 

Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Á borgarstjórnarfundi í dag birtist grímulaust að lýðræðið er af skornum skammti á þeim vettvangi. Skipti engu máli hvaða tillögur stjórnarandstaðan lagði fram til efnislegrar afgreiðslu, var þeim ýmist vísað inn í borgarráð eða til nefnda borgarinnar á grunni málsmeðferðartillagna til þess eins að koma þeim undir trúnað, leynd og ekki síður til að gera út um þær. Á þessum grunni dreg ég þessa tillögu til baka til að hún sofni ekki inn í borgarráði eins og aðrar tillögur sem þangað hefur vísað í dag og á undanförnum árum.

50.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

Lagt er til að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds af byggingu félagslegra íbúða og íbúða sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum með því að hækka stofnframlag sitt til þessara félaga sem nemur álagningu byggingarréttargjaldsins.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060139

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Þegar stofnframlögum er úthlutað er tekið tillit til byggingarréttargjalds og veittur styrkur á móti byggingarréttargjaldinu. Stofnframlög sveitarfélagsins nema 12% af andvirði íbúðar en stofnframlög frá ríki eru 18%. Ef Reykjavíkurborg myndi gefa eftir byggingarréttargjaldið væri stofnframlag borgarinnar orðið í reynd 24% af andvirði íbúðar og jafnvel meira og þar með talsvert hærra en framlög ríkisins. Stofnframlög borgarsjóðs hafa numið yfir milljarði á ári frá fyrsta heila ári eftir gildistöku laganna um almennar íbúðir eða alls um 3,5 milljarðar. Ef byggingarréttargjaldið yrði gefið eftir þyrfti að fjármagna það með lántöku.

51.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

Lagt er til að 68. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar breytist þannig að 1. mgr. verði svohljóðandi: Fulltrúum flokka í borgarstjórn sem ekki fá fulltrúa kjörinn í fastanefnd er heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa til þátttöku í fundum nefnda með málfrelsi og tillögurétt. Þessi heimild gildir ekki um fulltrúa í barnaverndarnefnd.

Greinargerð fylgir tillögunni. R18060129

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins að vísa tillögunni til meðferðar forsætisnefndar.

52.    Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjórnar: 

Borgarstjórn samþykkir að fella niður reglulega borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella. 

Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins. R18060140

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

Kjörnir borgarfulltrúar voru kosnir í vor til að taka á ýmsum mikilvægum málefnum er varða hag borgarbúanna og rætt var um í kosningabaráttunni. Þar vegur húsnæðiskreppan stórt, margir búa við óöryggi á leigumarkaði eða skortir búsetuúrræði og grefur slíkt úr lífskjörum almennings. Við vorum hingað kosin inn til að taka á málunum og vinna fyrir fólkið sem kaus okkur og því er óásættanlegt að sumarleyfi hefjist strax eftir fyrsta fund borgarstjórnar, áður en að okkur gefst færi á að ræða þau málefni sem kjósendur beindu að okkur í kosningabaráttunni. Mikilvægt er að marka stefnu í þeim málum sem þola enga bið og því óverjandi að fundir borgarstjórnar séu felldir niður það sem eftir lifir af júlí og ágúst. Ef þessi tilllaga er samþykkt er borgarstjórn að taka sér sumarleyfi frá því á morgun, 20. júní og fram að byrjun september. Sem er óásættanlegt, sérstaklega að taka sér launað frí eftir einn fund, það þykir mér ekki ásættanlegt. Hvar tíðkast það að fá langt launað frí eftir eina vakt?

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Tillaga Sósíalista er byggð á misskilningi enda mun borgarráð starfa í allt sumar 

og fer þar með umboð borgarstjórnar. Borgarfulltrúar eru því alls ekki að fara í sumarfrí.

53.    Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. R18060141

Frestað.

54.    Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 7. júní 2018. R18010002

55.    Lagt fram yfirlit yfir tilnefningar áheyrnafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins. R18010004

Fundi slitið kl. 22:53

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Vigdís Hauksdóttir    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

-

 

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 19.6.2018 - Prentvæn útgáfa