Borgarstjórn - 19.4.2016

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2016, þriðjudaginn 19. apríl, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Borgum, Spönginni 43, og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Auðar Svansson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Jóna Björg Sætran, Halldór Halldórsson, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Borgarstjórn samþykkir að komið verði á auknu samstarfi milli Reykjavíkurborgar og frjálsra félagssamtaka í því skyni að efla hreinsunarstarf í borginni og draga úr óþrifnaði. Skoðaðar verði leiðir til að semja við íþrótta- og æskulýðsfélög, eða einstakar deildir/flokka innan þessara félaga, um hreinsun á opnum svæðum gegn greiðslu.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs. 

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina: 

Borgarstjórn beinir því til grunnskóla borgarinnar að auka fræðslu um mikilvægi þess að halda borginni hreinni. Skólastjórar eru hvattir til að virkja nemendur í að sinna hreinsun í kringum skólana og nágrenni þeirra enda hefur slíkt ótvírætt fræðslu- og uppeldisgildi.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs. 

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina: 

Í ljósi fornleifauppgraftar við Landsímahúsið samþykkir borgarstjórn að byggingaráform á reitnum verði endurskoðuð með það að markmiði að horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurkirkjugarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda er nú komið í ljós að kirkjugarðurinn nær inn á byggingarreitinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón með því að vernda kirkjugarðinn, setja þar upp minningarmörk um hina framliðnu og gefa almenningi kost á útivist í garðinum eftir því sem kostur er.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar borgarráðs. 

4. Fram fer umræða um jafnrétti í sveitarfélögum. 

- Kl. 16.43 víkur Jóna Björg Sætran af fundi og Trausti Harðarson tekur sæti. 

5. Fram fer umræða um skóla- og frístundamál í Grafarvogi. 

6. Samþykkt að taka kosningu í svæðisskipulagsnefnd SSH á dagskrá. Lagt er til að Halldór Halldórsson taki sæti Júlíusar Vífils Ingvarssonar í nefndinni. 

Samþykkt. 

7. Lagt er til að Kjartan Magnússon taki sæti í borgarráði í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar og að Hildur Sverrisdóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Kjartans. 

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins. 

8. Lagt er til að Halldór Halldórsson taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Einnig er lagt til að Marta Guðjónsdóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Ólafs Kr. Guðmundssonar. 

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

9. Lagt er til að Lára Óskarsdóttir og Börkur Gunnarsson taki sæti sem varamenn í stjórnkerfis- og lýðræðisráði í stað Áslaugar Friðriksdóttur og Kjartans Magnússonar.

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

10. Lagt er til að Lára Óskarsdóttir taki sæti sem varamaður í mannréttindaráði í stað Mörtu Guðjónsdóttur. 

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

11. Lagt er til að Áslaug Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Mörtu Guðjónsdóttur. Einnig er lagt til að Björn Gíslason taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Barkar. 

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

12. Lagt er til að Björn Gíslason taki sæti í heilbrigðisnefnd í stað Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og að Herdís Anna Þorvaldsdóttir taki sæti varamanns í nefndinni í stað Björns.

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

13. Lagt er til að Börkur Gunnarsson taki sæti í hverfisráði Vesturbæjar í stað Kjartans Magnússonar. Jafnframt er lagt til að Jóhannes Stefánsson taki sæti varamanns í ráðinu í stað Barkar. 

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

14. Lagt er til að Rafn Steingrímsson taki sæti í hverfisráði Miðborgar í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar. 

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

15. Lagt er til að Hildur Sverrisdóttir taki sæti í stjórn Faxaflóahafna í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Jafnframt er lagt til að Halldór Halldórsson taki sæti sem varamaður í stjórninni í stað Hildar. 

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

16. Lagt er til að Marta Guðjónsdóttir taki sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar í stað Hildar Sverrisdóttur. Jafnframt er lagt til að Hildur Sverrisdóttur taki sæti sem varamaður í stjórninni í stað Júlíusar Vífils Ingvarssonar.

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

17. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 7. og 14. apríl 2016.

8. liður fundargerðarinnar frá 14. apríl, erindi skrifstofu borgarstjórnar vegna staðsetningar kjörstaða, þóknun fyrir störf í kjörstjórnum, verkefni yfirkjörstjórna og umboð borgarráðs vegna forsetakosninganna 2016, samþykktur.

20. lið fundargerðarinnar frá 14. apríl, reglur um innritun og útskrift nemenda úr Klettaskóla, er vísað til síðari umræðu í borgarstjórn.

21. lið fundargerðarinnar frá 14. apríl, reglur um innritun og útskrift nemenda úr einhverfudeildum í grunnskólum Reykjavíkurborgar, er vísað til síðari umræðu í borgarstjórn. 

22. lið fundargerðarinnar frá 14. apríl, reglur um innritun og útskrift nemenda úr Brúarskóla, er vísað til síðari umræðu í borgarstjórn. 

30. liður fundargerðarinnar frá 14. apríl, viðauki vegna kjarasamninga, samþykktur með 9 atkvæðum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

38. liður fundargerðarinnar frá 14. apríl, endurgerð Gröndalshúss, samþykktur með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 4 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

45. liður fundargerðarinnar, kosning í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, samþykktur með 13 atkvæðum. Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

18. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 15. apríl, íþrótta- og tómstundaráðs frá 31. mars, menningar- og ferðamálaráðs frá 11. apríl, skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl, umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. og 13. apríl og velferðarráðs frá 3. og 17. mars og 7. apríl. 

Fundi slitið kl. 17.50

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð

Sóley Tómasdóttir

Halldór Halldórsson Skúli Helgason

 

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 19.4.2016 - prentvæn útgáfa