Borgarstjórn - 19.11.2013

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2013, þriðjudaginn 19. nóvember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.02. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Margrét Kristín Blöndal, Páll Hjalti Hjaltason, Eva Einarsdóttir, Oddný Sturludóttir, Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. október sl., um stefnu Reykjavíkurborgar í trjáræktarmálum, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. nóvember sl. 

- Kl. 14.25 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum og Björn Gíslason víkur sæti.  

- Kl. 14.42 tekur Áslaug Friðriksdóttir sæti á fundinum. 

Samþykkt. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Í stefnu um trjárækt er ekki vikið einu orði að þeim hag sem Reykjavíkurborg hefur af stamstarfi við frjáls félagasamtök eins og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Ekki er heldur minnst á það mikla frumkvöðla- og framleiðslustarf sem unnið er á garðyrkjustöðvum í einkarekstri á höfuðborgarsvæðinu. Enginn vafi getur leikið á því að árangur í trjárækt verður miklu betri með því að starfa með þeim fyrirtækjum og félagasamtökum sem hafa sérhæft sig á þessu sviði, aflað mikilvægrar reynslu og náð góðum árangri. 

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar:

Borgarstjórn samþykkir að efna til samráðs við íbúa og hagsmunaaðila um tækifærin í Gufunesi. Meðal annars verði fjallað um framtíðarsýn og útivistarsvæðið í grennd við Gufunesbæ, nýtingarmöguleika á svæði gömlu öskuhauganna og svæði Áburðarverksmiðjunnar. Umhverfis- og skipulagssviði, ÍTR (íþrótta- og tómstundaráði), SFS (skóla- og frístundaráði), SEA (skrifstofu eigna og atvinnuþróunar) og hverfisráði Grafarvogs verði falið að útfæra verkefnið undir forystu SEA. Verkefnið verði unnið samhliða vinnu við hverfisskipulag fyrir Grafarvog. 

Greinargerð fylgir tillögunni. 

- Kl. 15.00 tekur Diljá Ámundadóttir sæti á fundinum. 

Samþykkt. 

3. Fram fer umræða um innheimtureglur borgarinnar og grunnþjónustu.

4. Lagt er til að Bjarni Þór Sigurðsson taki sæti í íþrótta- og tómstundaráði í stað Stefáns Benediktssonar og að Guðmundur Vignir Óskarsson taki sæti Bjarna sem varamaður í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Hafrún Kristjánsdóttir taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Óskars Arnar Guðbrandssonar. 

Samþykkt. 

5. Lagt er til að Davíð Stefánsson taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Þórs Steinarssonar sem verður varamaður í ráðinu. 

Samþykkt. 

6. Lagt er til að Halldór Gunnarsson taki sæti í hverfisráði Laugardals í stað Jórunnar Frímannsdóttur og að Lára Óskarsdóttir taki sæti Halldórs sem varamaður í ráðinu. 

Samþykkt. 

7. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 7. og 14. nóvember.

- 17. liður fundargerðarinnar frá 7. nóvember, niðurfelling viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar vegna fullnaðarafgreiðslna menningar- og ferðamálaráðs, samþykktur. 

- 18. liður fundargerðarinnar frá 7. nóvember, breytingar á samþykktum Minjasafns, Listasafns og Ljósmyndasafns Reykjavíkur, samþykktur.

- 26. liður fundargerðarinnar frá 7. nóvember, tillaga borgarlögmanns vegna eignarnáms umferðarkvaðar á lóð nr. 87 við Laugaveg, samþykktur með 10 atkvæðum borgarfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn 5 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði gegn þessum lið þar sem þeir eru á móti eignarnámi á landi eða öðrum eignum og réttindum nema brýn almannaþörf krefji. Þá teljum við meðferð málsins hafa verið ábótavant. 

8. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 15. nóvember, íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. nóvember, mannréttindaráðs frá 12. nóvember, menningar- og ferðamálaráðs frá 11. nóvember, umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. og 13. nóvember og velferðarráðs frá 7. og 13. nóvember.

Fundi slitið kl. 16.52

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Eva Einarsdóttir Áslaug Friðriksdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarstjorn_1911.pdf