Borgarstjórn - 19.09.02

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2002, fimmtudaginn 19. september, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 10. september.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 17. september. Sú leiðrétting var gerð við 6. lið fundargerðarinnar að Jóhanna María Kristjánsdóttir var jafnframt kosin í skólanefnd Skóla Ísaks Jónssonar og Andrés Andrésson til vara.

- Kl. 15.36 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi og Kolbeinn Óttarsson Proppé tók þar sæti. - Kl. 15.49 tók Steinunn Valdís Óskarsdóttir sæti á fundinum og Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi.

11. liður fundargerðarinnar, breyting deiluskipulags vegna fyrirhugaðrar stækkunar Grand Hótels, Sigtúni 38, samþykktur með 13 atkvæðum gegn 1.

3. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 4. september.

4. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 12. september.

5. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 2. september.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. september.

- Kl. 15.53 vék Björk Vilhelmsdóttir af fundi og Kolbeinn Óttarsson Proppé tók þar sæti. - Kl. 17.00 vék Kjartan Magnússon af fundi og Gísli Marteinn Baldursson tók þar sæti.

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 9. september.

8. Samþykkt um takmörkun búfjárhalds og bann við lausagöngu búfjár; síðari umræða. Samþykktin samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 17.43.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson

Anna Kristinsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson