Borgarstjórn - 18.6.2013

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2013, þriðjudaginn 18. júní, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.05. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Páll Hjalti Hjaltason, Eva Einarsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Einar Örn Benediktsson, Oddný Sturludóttir, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna:
Borgarstjórn samþykkir að fela Bílastæðasjóði og Strætó að útfæra samkomulag um að viðskiptavinir bílastæðahúsa geti ferðast með strætó án endurgjalds á meðan bifreiðunum er lagt í bílastæðahúsum.
Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til borgarráðs.
2. Fram fer umræða um jarðhita á Hengilssvæðinu.
3. Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta.
Forseti er kosinn Elsa Hrafnhildur Yeoman með 9 samhljóða atkvæðum.
1. varaforseti er kosinn Björk Vilhelmsdóttir með 9 samhljóða atkvæðum.
2. varaforseti er kosinn Karl Sigurðsson með 9 samhljóða atkvæðum.
4. Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara.
Kosnar eru án atkvæðagreiðslu Eva Einarsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Varaskrifarar eru kosnir með sama hætti Einar Örn Benediktsson og Áslaug María Friðriksdóttir.
5. Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara.
Kosin eru án atkvæðagreiðslu:
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Einar Örn Benediktsson
Dagur B. Eggertsson
Oddný Sturludóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon
Sóley Tómasdóttir
Varamenn eru kosnir með sama hætti:
Eva Einarsdóttir
Karl Sigurðsson
Björk Vilhelmsdóttir
Hjálmar Sveinsson
Gísli Marteinn Baldursson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson
6. Kosning fimm manna í stjórn Faxaflóahafna sf. til eins árs og fimm til vara; formannskjör.
Kosin eru án atkvæðagreiðslu:
Hjálmar Sveinsson
Oddný Sturludóttir
Páll Hjalti Hjaltason
Júlíus Vífill Ingvarsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Varamenn eru kosnir með sama hætti:
S. Björn Blöndal
Arna Garðarsdóttir
Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson
Kjartan Magnússon
Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Hjálmar Sveinsson.
7. Kosning fimm manna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sf. til eins árs og fimm til vara; formanns- og varaformannskjör.
Kosin eru án atkvæðagreiðslu:
Haraldur Flosi Tryggvason
Brynhildur Davíðsdóttir
Gylfi Magnússon
Kjartan Magnússon
Sóley Tómasdóttir
Varamenn eru kosnir með sama hætti:
Auður Hermannsdóttir
Elín Blöndal
Regin Freyr Mogensen
Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson
Formaður er kjörinn án atkvæðagreiðslu Haraldur Flosi Tryggvason. Varaformaður er kosinn með sama hætti Brynhildur Davíðsdóttir.
8. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að Ragnar Hansson taki sæti Óttarrs Proppé í skóla- og frístundaráði.
9. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að Freyja Steingrímsdóttir taki sæti Guðrúnar Jónu Jónsdóttur sem varamaður í menningar- og ferðamálaráði og að Guðni Rúnar Jónasson taki sæti Óskar Vilhjálmsdóttur sem varamaður í ráðinu.
10. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að Guðrún Lilja Magnúsdóttir taki sæti Lárusar R. Haraldssonar í hverfisráði Breiðholts og verði jafnframt formaður ráðsins.
11. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að Diljá Ámundadóttir taki sæti Óttarrs Proppé sem varamaður í hverfisráði Miðborgar.
12. Borgarstjórn samþykkir að fella niður borgarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 3. mgr. 5. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007, með síðari breytingum. Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn hefur ella, sbr. þó ákvæði 5. mgr. 51. gr. samþykktarinnar.
Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.
13. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 6. júní.
23. liður fundargerðarinnar, samþykkt fyrir heilbrigðisnefnd, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
28. liður fundargerðarinnar, sumarstörf fyrir 17 ára ungmenni samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
- Kl. 15.25 tekur Óttarr Proppé sæti á fundinum og Diljá Ámundadóttir víkur sæti.
14. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 13. júní.
8. liður fundargerðarinnar, tillaga um sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða, felldur með 10 atkvæðum gegn 5.
11. liður fundargerðarinnar, aukafjárveiting vegna fjölgunar barna í leikskólum, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
15. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 13. júní, mannréttindaráðs frá 28. maí og 11. júní, menningar- og ferðamálaráðs frá 27. maí og 10. júní, skóla- og frístundasviðs frá 5. júní, umhverfis- og skipulagsráðs frá 3., 5. og 12. júní, og velferðarráðs frá 6. júní.
16. Borgarfulltrúi Hanna Birna Kristjánsdóttir kveður sér hljóðs og gerir grein fyrir lausnarbeiðni sinni í framhaldi af kosningum til Alþingis í apríl sl.
Forseti f.h. borgarstjórnar færir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þakkir fyrir störf hennar í þágu borgarbúa og óskar henni velfarnaðar í nýjum störfum.
17. Borgarfulltrúi Óttarr Proppé kveður sér hljóðs og gerir grein fyrir lausnarbeiðni sinni í framhaldi af kosningum til Alþingis í apríl sl.
Forseti f.h. borgarstjórnar færir Óttarri Proppé þakkir fyrir störf hans í þágu borgarbúa og óskar honum velfarnaðar í nýjum störfum.
Fundi slitið kl. 15.47
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.
Björk Vilhelmsdóttir
Eva Einarsdóttir    Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 18.06.13 - prentvæn útgáfa