Borgarstjórn - 17.1.2002

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2002, fimmtudaginn 17. janúar, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Steinunn Valdís Óskarssdóttir, Kristín Blöndal, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Guðrún Pétursdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal, Ólafur Kr. Hjörleifsson og Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

Í upphafi fundar minntist forseti Sigurjóns Péturssonar, fyrrverandi forseta borgarstjórnar, sem lést 10. janúar sl.

1. Kosning varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að taka kosningu varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á dagskrá. Fram kom ein tillaga. Helgi Hjörvar kosinn varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur til næsta aðalfundar, án atkvæðagreiðslu.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 8. janúar.

Bogarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu undir 7. lið fundargerðarinnar:

Fyrir borgarráði liggur nú tillaga um framkvæmd, sem gerir ráð fyrir viðamiklum inngangi frá Víkurkirkjugarði og undir Aðalstræti. Tillagan gerir ráð fyrir miklu raski í Víkurkirkjugarði, sem vitað er að geymir mikilsverðar fornminjar, m.a. elstu kirkju í borginni. Í tillögunni er ekkert tillit tekið til þessara minja eða hvernig þær verða varðveittar og sýndar í framtíðinni. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á mikilvægi þess að vel verði staðið að uppgreftri, varðveislu og sýningu forminja við Aðalstræti og Víkurkirkjugarði. Óviðunandi er að aðeins skuli vera boðinn einn valkostur í þessu mikilvæga máli. Sjálfstæðismenn leggja til að fleiri hugmynda verði leitað um hvernig að varðveislu og sýningu fornminjanna í Aðalstræti verður staðið. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að fela ekki minjarnar, heldur verði þær gerðar hluti af götumynd Aðalstrætis, öllum sýnilegar sem þar eiga leið um. Einnig skal litið til þess að hægt verði að mynda samstæða heild á svæðinu, bæði fyrir minjarnar um landnámsbæinn og í Víkurkirkjugarði.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Sex borgarfulltrúar greiddu því atkvæði að taka tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks á dagskrá, en tveir voru á móti. Tillagan var því ekki tekin á dagskrá, sbr. 2. mgr. 20. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

- Kl. 14.57 tók Hrannar Björn Arnarsson sæti á fundinum og Helgi Pétursson vék af fundi.

3. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 15. janúar.

- Kl. 15.45 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Pétur Jónsson tók þar sæti. - Kl. 15.50 vék Kjartan Magnússon af fundi og Snorri Hjaltason tók þar sæti. - Kl. 16.03 var gert hlé á fundi. - Kl. 16.27 var fundi fram haldið og vék þá Guðrún Pétursdóttir af fundi og Eyþór Arnalds tók þar sæti. Jafnframt vék Ólafur F. Magnússon af fundi og Helga Jóhannsdóttir tók þar sæti. - Kl. 17.10 tók Anna Geirsdóttir sæti á fundinum og Kristín Blöndal vék af fundi. - Kl. 17.17 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Sólveig Jónasdóttir tók þar sæti. - Kl. 17.18 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Kjartan Magnússon tók þar sæti.

3. liður fundargerðar borgarráðs, kosning skrifara og varaskrifara í borgarstjórn og varamanns í borgarráð til loka kjörtímabilsins, samþykktur með samhljóða atkvæðum.

4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 19. desember.

5. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 9. janúar.

6. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 14. janúar.

7. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14. janúar. Samþykkt með samhljóða atkvæðum.

8. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 9. janúar.

9. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 9. janúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 10. janúar.

- Kl. 17.21 vék Sigrún Magnúsdóttir af fundi og Óskar Bergsson tók þar sæti.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks endurfluttu svohljóðandi tillögu undir 4. lið fundargerðarinnar um endurskoðun göngustígaframkvæmda í Víðidal:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að endurskoðaðar verði strax göngustígaframkvæmdir í nálægð við hesthúsabyggð í Víðidal með það að markmiði að skilja í sundur eins og kostur er umferð hesta og fótgangandi/hjólandi. Við endurskoðun skal hafa samráð við Hestamannafélagið Fák og Íslenska fjallahjólaklúbbinn.

Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans endurfluttu svohljóðanda frávísunartillögu:

Eins og fram kemur í greinargerð gatnamálastjóra eru framkvæmdir við göngu- og hjólreiðarstíga í nálægð við hesthúsabyggð í Víðidal að mestu um garð gengnar og þær unnar í samræmi við samþykkt Aðalskipulags Reykjavíkur. Tillögu fulltrúa D-lista um tafarlausa endurskoðun framkvæmdanna er því vísað frá, en því beint til gatnamálastjóra að öllum öryggisráðstöfunum sem fram koma í greinargerð hans verði fylgt fast eftir og fullt samráð verði haft við hagsmunaaðila á svæðinu um mat á árangri þeirra og hugsanlegar betrumbætur. Hestamenn, göngu- og hjólreiðafólk verður að geta ferðast um stígana þannig að fyllsta öryggis sé gætt.

Frávísunartillagan samþykkt með 8 atkv. gegn 7.

Fundi slitið kl. 17.59.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Helgi Hjörvar

Hrannar Björn Arnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson