Borgarstjórn - 17.10.2002

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2002, fimmtudaginn 17. október, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Helgi Hjörvar, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 8. október. 2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 15. október. - Kl. 15.06 tók Tinna Traustadóttir sæti á fundinum. 3. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 2. október. - Kl. 16.57 vék Kjartan Magnússon af fundi og Jórunn Frímannsdóttir tók þar sæti. 4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 9. október. 5. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 14. október. - Kl. 17.08 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Kolbeinn Óttarsson Proppé tók þar sæti. Jafnframt vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi og Marta Guðjónsdóttir tók þar sæti. 6. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14. október. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

7. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 4. október. 8. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. október. 9. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 1. október. 10. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 11. október. 11. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 7. október.

12. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. október. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum. 13. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 9. október. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

14. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 10. október.

Fundi slitið kl. 17.50.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson

Anna Kristinsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir