Borgarstjórn - 15.4.2004

Borgarstjórn

BORGARSTJÓRN

Ár 2004, fimmtudaginn 15. apríl, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Jóhannes Bárðarson, Dagur B. Eggertsson, Helgi Hjörvar, Gísli Helgason, Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 13. apríl.

Sú leiðrétting er gerð á 20. lið fundargerðarinnar að í niðurlagi bókunar borgarráðs komi orðið ,,byggðasamlögum” í stað ,,byggðasamlaginu”

- Kl. 14.20 tók Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum og Margrét Einarsdóttir vék af fundi.

- Kl. 15.20 vék Sigrún Elsa Smáradóttir af fundi og Katrín Jakobsdóttir tók þar sæti.

- Kl. 15.47 vék borgarstjóri af fundi og skrifstofustjóri borgarstjórnar tók þar sæti.

- Kl. 16.10 tók Þorlákur Björnsson sæti á fundinum og Jóhannes Bárðarson vék af fundi.

11. liður fundargerðarinnar, samkomulag ríkis og borgar um uppgjör lífeyrisskuldbindinga, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

2. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 31. mars.

3. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 30. mars.

4. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 30. mars.

5. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. apríl.

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 17.05.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Árni Þór Sigurðsson

Björk Vilhelmsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson