Borgarstjórn - 15.3.2001

Borgarstjórn

3

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2001, fimmtudaginn 15. mars, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 17.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Pétur Jónsson, Helgi Pétursson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Kristín Blöndal, Kjartan Magnússon, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Guðrún Pétursdóttir og Ólafur F. Magnússon. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal, Kristbjörg Stephensen og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 6. mars.

- Kl. 17.05 tók Eyþór Arnalds sæti á fundinum. - Kl. 17.20 tók Guðlaugur Þór Þórðarson sæti á fundinum og Eyþór Arnalds vék af fundi. - Kl. 18.21 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Rúnar Geirmundsson tók þar sæti. - Kl. 18.54 vék Helgi Hjörvar af fundi og Óskar Bergsson tók þar sæti.

- Kl. 19.26 var gert fundarhlé. - Kl. 19.56 var fundi fram haldið. Inga Jóna Þórðardóttir vék af fundi og Snorri Hjaltason tók þar sæti. Þá vék Jóna Gróa Sigurðardóttir af fundi og Helga Jóhannsdóttir tók þar sæti. Jafnframt vék Guðrún Pétursdóttir af fundi og Pétur Friðriksson tók þar sæti. Þá vék borgarstjóri af fundi og Guðrún Ögmundsdóttir tók þar sæti, auk þess sem borgarritari tók þar sæti.

- Kl. 20.02 tók Árni Þór Sigurðsson sæti á fundinum og Rúnar Geirmundsson vék af fundi.

- Kl. 21.15 tók Anna Geirsdóttir sæti á fundinum og Pétur Jónsson vék af fundi. - Kl. 21.28 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Rúnar Geirmundsson tók þar sæti. - Kl. 21.49 tók borgarstjóri sæti á fundinum og Anna Geirsdóttir vék af fundi. Jafnframt vék borgarritari af fundi. - Kl. 21.56 tók Inga Jóna Þórðardóttir sæti á fundinum og Pétur Friðriksson vék af fundi.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 13. mars.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu varðandi 27. lið:

Í tilefni af skýrslu Borgarendurskoðunar um framkvæmdir við tengibyggingu Borgarleikhúss og Kringlu og Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi vill borgarstjórn taka eftirfarandi fram:

1. Borgarstjóra ber að fylgjast með að fjárreiður séu í góðu horfi hjá einstökum stofnunum borgarinnar og að samræmi sé á milli fjárhagsáætlunar og heildarútgjalda. Borgarstjóri skal með sama hætti fylgjast með stórverkefnum á vegum borgarinnar.

2. Komi í ljós að heildarútgjöld víkja meira en 4% frá áætlun stofnunar skal forstöðumaður skýra viðkomandi nefnd eða stjórn hennar og borgarstjóra tafarlaust viðkomandi frávik og ástæður þess ásamt tillögum til að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn. Borgarstjóri skal þá án tafar leggja viðkomandi upplýsingar fyrir borgarráð sem leggur síðan sjálfstætt mat á framkomnar skýringar og tillögur til úrbóta. Komi í ljós að framkvæmdir víkja verulega frá upphaflegri kostnaðaráætlun skal borgarstjóri án tafar taka málið til umfjöllunar í borgarráði með sama hætti og kveðið er á um hér að ofan.

Greinargerð fylgir tillögunni.

- Kl. 22.55 vék Kjartan Magnússon af fundi og Pétur Friðriksson tók þar sæti.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu varðandi 36. lið:

Um þessar mundir er verið að flytja íþróttahús ÍR af grunni við Túngötu. Húsið á að flytja og geyma þar til ný og endanleg staðsetning þess er fundin. Þegar húsið var byggt var það fyrsta kaþólska kirkjan á Íslandi eftir siðaskipti. Saga þess tengd íþróttum er þó betur þekkt en í því var vagga svonefndrar gullaldar íslenskra frjálsíþrótta á miðri 20. öld. Verði húsið flutt til geymslu mun það tvímælalaust fara illa og nauðsynlegt viðhald þess ekki vera framkvæmt. Lagt er til að skoðað verði að flytja íþróttahús ÍR syðst í Hljómskálagarðinn, nærri gatnamótum Njarðargötu og Sóleyjargötu.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að taka tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi 27. lið á dagskrá. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til vinnuhóps um eftirlit og endurskoðun hjá Reykjavíkurborg.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að taka tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi 36. lið á dagskrá. Samþykkt með samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til borgarráðs.

3. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 28. febrúar.

4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 7. mars.

5. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 12. mars.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 28. febrúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. mars. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með samhljóða atkvæðum.

8. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26. febrúar. Samþykkt með samhljóða atkvæðum.

9. Kosning tveggja fulltrúa í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, til eins árs. Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:

Af R-lista: Árni Þór Sigurðsson Af D-lista: Árni Sigfússon

10. Kosning tveggja fulltrúa í stjórn Sparisjóðs vélstjóra, til eins árs. Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:

Af R-lista: Alfreð Þorsteinsson Af D-lista: Guðmundur Jónsson

11. Kosning þriggja fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar til eins árs og þriggja til vara. Kosnir voru af tveiur listum án atkvæðagreiðslu:

Af R-lista: Pétur Jónsson Helgi Hjörvar Af D-lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Varamenn voru kosnir með sama hætti:

Af R-lista: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sigríður Hjartar Af D-lista: Júlíus Vífill Ingvarson

Fundi slitið kl. 23.55.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Hrannar Björn Arnarsson Ólafur F. Magnússon