Borgarstjórn
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2020, þriðjudaginn 15. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 10:06. Voru þá eftirtaldir borgarfulltrúar komnir til fundar, auk borgarstjóra, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sabine Leskopf, Björn Gíslason, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Eyþór Laxdal Arnalds, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Katrín Atladóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Líf Magneudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragna Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Alexandra Briem, Skúli Helgason, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Örn Þórðarson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 1. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 1. desember 2020. Einnig er lagður fram 7. liður fundargerðar borgarráðs frá. 1. desember 2020; breytingartillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna merktar SCPV1-SCPV7. Einnig eru lagðar fram breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merktar D1-D23, breytingartillögur borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands merktar J1-J8, breytingartillögur borgarfulltrúa Miðflokksins merktar M1-M5 og breytingartillögur borgarfulltrúa Flokks fólksins merktar F1-F7. R20010203
- Kl. 19:00 víkja Hildur Björnsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir og Egill Þór Jónsson af fundinum og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Ellen Jacqueline Calmon og Ólafur Kr. Guðmundsson taka sæti.
Er þá gengið til atkvæða um þær breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2021 sem fyrir liggja:
SCPV-1, tillaga vegna innkaupa. Lagt er til að fjárheimildir fjármála- og áhættustýringarsviðs verði hækkaðar um 20.000 þ.kr. til að efla utanumhald og hagræðingu í innkaupum Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðu innkaupastjóra Reykjavíkurborgar sem hefur það hlutverk að samræma innkaup á vegum borgarinnar, með það að markmiði að auka hagkvæmni, bæta samningsstjórnun og eftirlit. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-2, tillaga vegna innleiðingar á græna planinu. Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar sjórnsýslu (RHS) verði hækkaðar um 25.000 þ.kr. vegna innleiðingar á græna planinu sem felur í sér sóknaráætlun til næstu tíu ára um efnahagslega endurreisn. Fjármagnið verði nýtt til þess að tryggja skipulegt utanumhald um verkefni og aðgerðaráætlun græna plansins, frekari stefnumótun og gagnsæja upplýsingagjöf til borgarbúa um stöðu þess á hverjum tíma. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-3, tillaga vegna innleiðingar á matarstefnu Reykjavíkurborgar. Lagt er til að fjárheimildir miðlægrar sjórnsýslu (RHS) verði hækkaðar um 10.000 þ.kr. vegna innleiðingar á matarstefnu Reykjavíkurborgar. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-4, tillaga vegna kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 143.000 þ.kr. vegna kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Tillagan felur í sér að tryggt verði að fjármagn sem ráðstafað er í málaflokkinn nemi að jafnaði 150 þ.kr. pr. barn af erlendum uppruna í grunnskóla. Jafnframt felur tillagan í sér að 10 m.kr. verði varið til aukinnar sérhæfðar kennsluráðgjafar í leikskólum. Fjármagninu er að mestu skipt á milli skóla í samræmi við viðeigandi barnafjölda en hluta þess varið í miðlægan stuðning við framkvæmdina. Nánari útfærsla verði lögð fyrir skóla- og frístundaráð og borgarráð til staðfestingar. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Samþykkt.
SCPV-5, tillaga vegna fjárfestingaátaks Reykjavíkurborgar. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviðs fái heimild til þess að efla skrifstofu mannvirkja og viðhalda tímabundið til að halda utan um fjárfestingaátak Reykjavíkurborgar til næstu þriggja ára. Tillagan felur í sér kostnaðarauka skrifstofunnar alls upp á 56.000 þ.kr. sem verður fjármagnaður með gjaldfærslu á fjárfestingu. Tillagan rúmast innan fjárfestingaáætlunar en felur í sér hækkun gjalda og hækkun tekna í rekstri sviðsins.
Samþykkt með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
SCPV-6, tillaga um aðgerðir vegna sárafátæktar. Lagt er til að fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 67.000 þ.kr. vegna aðgerða gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Tillagan felur í sér að viðmiðunarfjárhæðir í reglum fjárhagsaðstoðar verði endurskoðaðar, m.a. stuðningur vegna náms- og fæðisgjalda á leikskólum og hjá dagforeldrum, gjald vegna frístundaþjónustu, greiðsla sérfræðiaðstoðar svo sem vegna tannlækninga og sálfræðikostnaðar, auk útfararstyrks. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205. Samhliða verði ráðstafað 24 m.kr. af fjármagni á fjárfestingaáætlun til hugbúnaðarþróunar til þróunar á rafrænu umsóknar- og greiðsluferli vegna þjónustunnar. Auk þess sem ráðstafað verði 20 m.kr. af áætluðu fjármagni til fjárhagsaðstoðar til virkni- og vinnumarkaðsaðgerða fyrir ungmenni sem eru hvorki í námi, starfi né starfsþjálfun (NEET, Not in Education, Employment og Training). Þessi útgjöld fela ekki í sér breytingar á fjárhagsáætlun. Tillaga um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð og aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra hefur verið kynnt í velferðarráði og er í umsagnarferli hjá hagsmunaaðilum.
Samþykkt.
SCPV-7, framkvæmd. Lagt er til að sviðstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs verði falið að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á, í samráði við hlutaðeigandi svið.
Samþykkt. R20010203
D-1 tillaga um að gera fólki kleift að eignast félagslegt húsnæði Félagsbústaða. Borgarstjórn samþykkir að gera áætlun til þriggja ára sem geri leigjendum Félagsbústaða hf. mögulegt að eignast húsnæði sem það leigir nú. Gert er ráð fyrir að 100 íbúðir verði seldar árlega eða allt að 300 íbúðir. Gert er ráð fyrir því að Reykjavíkurborg láni fyrir útborgun í félagslegu húsnæði til handa núverandi leigjenda með sérstöku eiginfjárláni til þriggja ára sem gerir þeim sem eru eignaminni auðveldara að greiða útborgun. Fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar verði falið að vinna að útfærslu tillögunnar í samráði við Félagsbústaði hf.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
D-2 tillaga um frestun fasteignaskatta á fyrirtæki. Samþykkt verði að taka hugmyndir og erindi SAF sem snúa að því að fresta greiðslu fasteignagjalda með útgáfu skuldabréfa til útfærslu og úrvinnslu. Jafnframt beiti borgin sér fyrir því að lögum um lögveð verði breytt þannig að farið verði í lengingu í lögveði fasteignaskatta með hliðstæðri lagasetningu og gripið var til eftir efnahagshrunið. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að vinna að frekari útfærslu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-3, tillaga um að lækka kostnað í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar um 5% á árinu 2021. Borgarstjórn samþykkir að lækka kostnað í miðlægri stjórnsýslu um 5% á árinu 2021. Hér er átt við miðlæga stjórnsýslu eins og hún var skilgreind árið 2019, sjá nánari sundurliðun í greinargerð. Kostnaðarlækkun vegna tillögunnar nemur um 280.000 þ.kr. og er lagt til að fjárheimildir miðlægrar stjórnsýslu; fjármála- og áhættustýringarsviðs, mannauðs- og starfsþróunarsviðs, þjónustu- og nýsköpunarsviðs og skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu lækki samtals um sömu fjárhæð. Kostnaðarlækkun verði skilað inn á liðinn ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-4, tillaga um að Malbikunarstöðin Höfði verði seld. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að Malbikunarstöðin Höfði sem er að fullu í eigu Reykjavíkurborgar verði sett í söluferli. Eignarhald borgarinnar á Malbikunarstöðinni skekkir samkeppnisstöðu fyrirtækja á sama markaði og samræmist ekki sjónarmiðum um heilbrigða samkeppni og hagkvæma opinbera þjónustu. Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
D-5, tillaga um að rekstur sorphirðu í borginni verði boðinn út. Borgarstjórn samþykkir að kannað verði hvort hægt sé að ná hagkvæmni í rekstri sorphirðu í borginni með því að bjóða framkvæmd hennar út. Miðað skuli við að breytingin yrði gerð í áföngum, að byrjað væri í völdum hverfum, og reynslan metin áður en lengra yrði haldið. Skilyrða þyrfti að núverandi starfsfólk héldi störfum sínum og starfstengd réttindi þeirra fylgdu með. Með könnuninni mætti áætla sparnað og í framhaldinu kanna hvort draga mætti úr gjaldtöku í málaflokknum, og/eða draga úr umhverfisáhrifum sorphirðu í borginni.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-6, tillaga um að Gagnaveita Reykjavíkur ehf. verði seld. Lagt er til að Gagnaveita Reykjavíkur ehf. verði seld. Sala á nettengingum er hvorki hluti af grunnrekstri Reykjavíkurborgar né hefðbundnum grunnrekstri Orkuveitunnar. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað í samstæðu Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-7, tillaga um jöfn fjárframlög úr borgarsjóði með börnum í grunnskóla, óháð rekstrarformi. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 256.700 þ.kr. svo unnt verði að veita jöfn fjárframlög úr borgarsjóði með hverjum nemanda sem lögheimili á í Reykjavík, og sækir þar grunnskóla. Þannig fylgi sama upphæð opinbers fjár hverju barni í skólakerfinu, óháð rekstrarformi viðkomandi grunnskóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins.
D-8, tillaga um jöfn framlög úr borgarsjóði með börnum í leikskóla, óháð rekstrarformi. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 111.800 þ.kr. svo unnt verði að veita jöfn rekstrarframlög úr borgarsjóði með hverju barni sem lögheimili á í Reykjavík og sækir þar leikskóla. Þannig fylgi sama upphæð opinbers fjár hverju barni inn í leikskóla, óháð rekstrarformi viðkomandi skóla. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins.
D-9, tillaga um hækkun niðurgreiðslu til dagforeldra með börnum 18 mánaða og eldri. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 110.400 þ.kr. svo unnt verði að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra vegna barna 18 mánaða og eldri svo kostnaður foreldra verði til samræmis við þau gjöld sem foreldrar greiða í leikskólum borgarinnar. Þetta á við um þau börn sem dvelja hjá dagforeldrum og eru orðin 18 mánaða gömul hið minnsta. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-10, tillaga fyrir byggingariðnað. Lagt er til að ráðist verði í markvissar aðgerðir til stuðnings húsnæðisuppbyggingu og byggingariðnaði í Reykjavík: a) Fjármálaskrifstofu verði falið að móta almennar reglur um tímabundna greiðsludreifingu og/eða greiðslufresti byggingarréttargjalda. b) Gatnagerðargjöld verði lækkuð með eftirfarandi hætti, til samræmis við lægstu gjöld í nágrannasveitarfélögum. a. Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu 34.785 kr./fm (óbreytt) b. Raðhús, parhús, tvíbýlishús og keðjuhús 23.886 kr./fm (lækkun) c. Fjölbýlishús 11.363 kr./fm (lækkun) d. Annað húsnæði 19.712 kr./fm (lækkun) c) Veittir verði eftirfarandi afslættir af gatnagerðargjöldum og byggingarréttargjöldum vegna Svansvottaðra eða BREEAM vottaðra bygginga: a. Svansvottun 20% afsláttur b. BREEAM einkunn 55% (“Very good”) 20% afsláttur c. BREEAM einkunn 70% (“Excellent”) 30% afsláttur. Tillagan felur í sér að áætlaðar tekjur af gatnagerðargjöldum skv. b-lið, lækka um 9,1% eða 282.100 þ.kr. Tekjulækkun verði fjármögnuð með lækkun á handbæru fé. Ekki liggur fyrir mat á kostnaði við c-lið.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
D-11, tillaga um að fallið verði frá fjárfestingu í Grófarhúsinu. Borgarstjórn samþykkir að fallið verði frá endurbyggingu Grófarhússins við Tryggvagötu sem áætlað er að kosti á fimmta milljarð króna, enda liggja ekki fyrir framtíðaráform um notkun á húsnæðinu. Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-12, tillaga um eflingu listnáms í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Borgarstjórn samþykkir að verja 450 milljónum króna á þriggja ára tímabili, 2021-2023, í þróunarverkefni til eflingar listnáms í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Þróunarverkefnið hafi það markmið að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að leita hæfileika sinna í skólakerfinu, þroska fjölbreytta færniþætti og skapa úr hæfileikum sínum tækifæri. Leitað verði samstarfs við fagaðila og sérfræðinga á sviði menningar og lista. Skóla- og frístundasviði, í samstarfi við framtíðarhóp SFS, verði falin nánari útfærsla þróunarverkefnisins. Útfærslur verði lagðar fyrir skóla- og frístundaráð til samþykkis. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með hluta þess sem fellur til þegar hætt verður við framkvæmdir við Grófarhús.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-13, tillaga um eflingu verknáms í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Borgarstjórn samþykkir að verja 450 milljónum króna á þriggja ára tímabili, 2021-2023, í þróunarverkefni til eflingar verknáms í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Þróunarverkefnið hafi það markmið að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að leita hæfileika sinna í skólakerfinu, þroska fjölbreytta færniþætti og skapa úr hæfileikum sínum tækifæri. Leitað verði samstarfs við Tækniskólann auk annarra fagaðila eða sérfræðinga á sviði verkmennta. Skóla- og frístundasviði, í samstarfi við framtíðarhóp SFS, verði falin nánari útfærsla þróunarverkefnisins. Útfærslur verði lagðar fyrir skóla- og frístundaráð til samþykkis. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með hluta þess sem fellur til þegar hætt verður við framkvæmdir við Grófarhús.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-14, tillaga um ráðningabann í Reykjavík. Borgarstjórn samþykkir að setja ráðningabann á miðlæga stjórnsýslu og skrifstofur fagsviða Reykjavíkurborgar. Aðgerðin feli í sér bann við nýráðningum sem taka mun gildi í ársbyrjun 2021 og ljúka við árslok 2022. Aðgerðin taki ekki til grunnþjónustu á sviði velferðar, skóla, frístundar og íþrótta. Mannauðs- og starfsumhverfissviði verði falin nánari útfærsla sem að endingu verði lögð undir borgarráð til samþykkis.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-15, tillaga um að breyta forgangsröðun í helstu fjárfestingaverkefnum til að mæta uppsafnaðri viðhaldsþörf í skóla- og frístundahúsnæði Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn samþykkir að breyta forgangsröð í helstu fjárfestingaverkefnum, t.d. dæmis Grófarhúsi, á næstu 3 árum, þannig að aðstaða í skóla- og frístundastarfi verði sett fremst í forgang. Það verði gert til að vinna á langri uppsafnaðri viðhaldsþörf á húsnæði og aðstöðu skóla- og frístundasviðs. Lagt er til að öðrum og ekki eins brýnum verkefnum verði frestað á meðan unnin er niður uppsöfnuð viðhaldsþörf. Nauðsynlegt er að húsnæði og búnaður auðveldi starfsfólki og nemendum að vinna að framgangi menntastefnu Reykjavíkurborgar, aðalnámskrá leikskóla og grunnskóla og frístundastefnu. Aðstaða til skóla- og frístundastarfs þarf að ýta undir vellíðan og heilbrigði barna og starfsfólks. Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tíu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-16, tillaga um að bæta aðstöðu á leikvöllum í borgarlandinu. Borgarstjórn samþykkir að farið verði í framkvæmdir við þrjátíu opin leiksvæði í öllum hverfum borgarinnar. Settar verði 600 milljónir króna í verkefnið. Lagt er til að tillagan verði fjármögnuð með litlum hluta þeirra fjármuna sem áætlaðir eru í breytingar á Grófarhúsinu, en ráðgert er að setja á fimmta milljarð króna í verkefnið.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-17, tillaga um fækkun borgarfulltrúa. Í 5. tölulið 11. greinar sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn skuli vera 23-31 í sveitarfélagi með fleiri en 100.000 íbúa. Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að endurskoða umrætt lagaákvæði í því skyni að borgarstjórn hafi sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa.
Tillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
D-18, tillaga um úthlutun atvinnulóða fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Borgarstjórn samþykkir að fjölga lóðum undir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs til næstu ára. Á undanförnum árum hafa reykvísk fyrirtæki af margvíslegum toga ekki séð sér annað fært en að flytja starfsemi sína úr höfuðborginni. Stefna borgaryfirvalda um þéttingu byggðar hefur þrengt að rótgrónum atvinnusvæðum og ýtt undir brottflutning. Kostir á uppbyggingu innan Reykjavíkur hafa hins vegar verið takmarkaðir og fáar atvinnulóðir eru í boði. Markmið tillögunnar er því einnig að snúa þeirri þróun við. Hlutverk höfuðborgar er m.a. að skapa fyrirtækjum aðstöðu og laða til sín með því ný fyrirtæki svo atvinnulíf í borginni geti blómstrað. Borgarstjórn felur skipulags- og samgöngusviði í samvinnu við skipulags- og samgönguráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem stefna að þessu markmiði. Fjárhagsáætlun verði breytt til samræmis verði tillagan samþykkt.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
D-19, tillaga um fjölgun lóðaúthlutana undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis. Borgarstjórn samþykkir að styrkja tekjuáætlun 5 ára fjárhagsáætlunar með því að fjölga lóðum undir fjölbreyttar gerðir íbúðarhúsnæðis í borgarlandinu. Tilgangurinn er að auka tekjustreymi A-hluta borgarsjóðs en þó ekki síður að gefa borgarbúum áhugaverðara val á búsetukostum á hagstæðu verði. Borgarstjórn felur skipulags- og samgöngusviði í samvinnu við skipulags- og samgönguráð að gera tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagsáætlunum, eins og við á, sem vinna að þessu markmiði. Horft verði í fyrstu atrennu til fjölgunar lóða í Úlfarsárdal og skipulagsvinnu við Keldnaland verði flýtt. Í framhaldi verði lögð drög að íbúðahverfi, m.a. í Geldinganesi. D-20 Tillaga um að styrkja þau íþróttafélög í Reykjavík sem hafa komið á fót rafíþróttadeildum Borgarstjórn samþykkir að standa við þá einróma samþykkt sína frá 2. apríl 2019 að styrkja og styðja þau íþróttafélög í Reykjavík sem komu á fót rafíþróttadeildum í kjölfarið. Lagt er til að samtals kr. 20.000.000,- verði varið til þeirra íþróttafélaga sem starfrækja rafíþróttadeildir. Skiptist sú fjárhæð jafnt milli félaganna. Tillagan verði fjármögnuð af liðnum ófyrirséð í fjárhagsáætlun borgarinnar og sá liður lækkaður sem þeirri upphæð nemur. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar verði falin nánari útfærsla á stuðningi borgarinnar við íþróttafélögin.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með tólf atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
D-20, um að styrkja þau íþróttafélög í Reykjavík sem hafa komið á fót rafíþróttadeildum, Borgarstjórn samþykkir að standa við þá einróma samþykkt sína frá 2. apríl 2019 að styrkja og styðja þau íþróttafélög í Reykjavík sem komu á fót rafíþróttadeildum í kjölfarið. Lagt er til að samtals kr. 20.000.000,- verði varið til þeirra íþróttafélaga sem starfrækja rafíþróttadeildir. Skiptist sú fjárhæð jafnt milli félaganna. Tillagan verði fjármögnuð af liðnum ófyrirséð í fjárhagsáætlun borgarinnar og sá liður lækkaður sem þeirri upphæð nemur. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar verði falin nánari útfærsla á stuðningi borgarinnar við íþróttafélögin.
Greinargerð fylgir tillögunni,
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins.
D-21, tillaga um að hafist verði handa við undirbúning við gerð gatnamóta Bústaðavegar og Reykjanesbrautar eins og samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga kveður á um. Borgarstjórn samþykkir að þegar verði hafist handa við undirbúning við gerð gatnamóta Bústaðavegar og Reykjanesbrautar eins og samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins frá 2019 og framkvæmdaáætlun kveður á um. Gert er ráð fyrir í viðauka 1, framkvæmda- og fjárstreymisáætlun samningsins, að gatnamótin séu á áætlun 2021. Í samkomulaginu eru aðilar sammála um að flýta tilteknum framkvæmdum og falla gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar þar undir. Þá segir í samkomulaginu að sveitarstjórnir viðkomandi sveitarfélaga muni vinna að því að tryggja að skipulagsáætlanir þeirra séu í samræmi við framkvæmdaáætlun og vinna jafnframt að öðru leyti að því að tryggja framgang samkomulagsins. Hraða þarf undirbúningi og skipulagsáætlunum vegna verkefnisins eins og kostur er því framkvæmdir þola ekki bið ef samningar skulu standa. Fjárhagsáætlun endurspegli þessar auknu áherslur og verði breytt til samræmis við það.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
D-22, tillaga um fullfjármögnun hjólreiðastíga sem tilbúnir eru til framkvæmda árið 2021. Borgarstjórn samþykkir að fullfjármagna alla þá hjólreiðastíga sem tilbúnir eru til framkvæmda árið 2021 og getið er í neðanrituðum töflum. Fjárhagsáætlun 2021 tryggir nú þegar 700 milljóna fjármögnun. Viðbótarfjármögnun nemur þá 710 milljónum. Útgjaldaauki verði fjármagnaður með eftirfarandi hætti: a) 610 milljónir komi af hluta þess sem fellur til þegar hætt verður við framkvæmdir við Grófarhús og b) 100 milljónir komi úr því sem annars hefði farið í stækkun selalaugar í Húsdýragarði.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
D-23, breytingartillaga Sjálfstæðisflokksins um að tvöfalda fjölda hleðslustöðva fyrir rafbíla á næsta ári. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að tvöfalda fjölda hleðslustöðva fyrir rafbíla á næsta ári í borgarlandinu þannig að þær verði 40 í stað 20 eins og gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Mikilvægt er að hvati sé til staðar fyrir neytendur að velja vistvænni ökutæki en fjölgun rafhleðslustöðva í borgarlandinu og gott aðgengi að þeim gæti orðið mikilvægur liður í því að hraða orkuskiptum í samgöngum. Uppsetning og rekstur hleðslubúnaðarins verði boðinn út. Jafnframt þarf að huga að uppsetningu hleðslustöðva við fjölbýlishús í samráði við húsfélög þar sem því verður við komið.
Tillagan er felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
J-1, tillaga um niðurfellingu leigu hjá leigjendum Félagsbústaða á krepputímum. Lagt er til að fella niður leigu hjá leigjendum Félagsbústaða í einn mánuð, janúarmánuð 2021, og að borgarsjóður bæti Félagsbústöðum tekjutap vegna þessa. Tekjutapið nemur 368.000 þ.kr. en á móti kemur að sérstakar húsnæðisbætur um 50.000 þ.kr. myndu falla niður. Kostnaðarauki vegna tillögunnar nemur því samtals 318.000 þ.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 21 atkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Miðflokksins og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
J-2, tillaga um að gera allt skólastarf á vegum borgarinnar gjaldfrjálst með öllu, þ.m.t. frístundaheimilin og máltíðir. Lagt er til að gera öll skólastig á vegum borgarinnar gjaldfrjáls með öllu. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru eftirfarandi; tekjur skóla- og frístundasviðs lækka um samtals 2.978.000 þ.kr. og útgjöld aukast um 489.000 þ.kr. Nettóáhrifin nema því samtals 3.467.000 þ.kr. og skiptast sem hér segir milli þjónustuþátta; leikskólar 1.733.000 þ.kr., grunnskólar 1.383.000 þ.kr og frístund 351.000 þ.kr. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs hækki um 3.467.000 þ.kr. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af handbæru fé.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-3, tillaga um að taka upp árskort fyrir notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks. Lagt er til að taka upp árskort fyrir notendur akstursþjónustu fatlaðs fólk líkt og á við um fyrir öryrkja og eldri borgara þar sem árskort kosta 23.200 kr. Fyrirkomulag varðandi akstursþjónustu fyrir fatlaða er að greitt er fyrir hverja ferð 240 kr. Meðalfjöldi ferða einstakra notenda á ári eru 176, fjöldi notenda á árinu 2019 var 1.321. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru því um 35.000 þ.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins
J-4, tillaga um hækkun fjárhagsaðstoðar. Fjárhagsaðstoð borgarinnar er veitt þeim sem ekki geta séð sér farborða án aðstoðar og er ekki veitt nema að allar aðrar leiðir hafi verið kannaðar til hlítar. Fjárhagsaðstoð til framfærslu er því síðasta úrræðið sem stendur einstaklingum til boða og er oft hugsuð sem öryggisnet til skemmri tíma en sumir þurfa að lifa á þessari upphæð til lengri tíma. Grunnupphæð fjárhagsaðstoðarinnar nemur allt að 207.709 krónum á mánuði fyrir einstakling sem rekur eigið heimili en upphæðin fer lækkandi ef slíkt á ekki við. Upphæðir fjárhagsaðstoðarinnar eru því ekki til þess fallnar að bæta viðkvæma stöðu þeirra sem framfleyta sér á henni. Því er lagt til að grunnupphæð fjárhagsaðstoðar til framfærslu verði bundin við upphæð lágmarkstekna fyrir fullt starf, sem verkalýðsfélögin hafa sett við 351.000 krónur á mánuði frá og með 1. janúar 2021. Kostnaðarauki tillögunnar sé tekið mið af fjölskyldugerð og búsetuformi þess hóps sem fékk fjárhagsaðstoð í október 2020 og áætlaðrar fjölgunar á komandi ári, nemur um 3.405.000 þ.kr. Einnig er lagt til að fjárhagsaðstoðin þróist í takt við hækkun lágmarkstekna. Útgjaldaauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð. Mikilvægt er að litið sé á fjárhagsaðstoð til framfærslu sem rétt einstaklingsins sem er ófær um að sjá sér farborða án aðstoðar en ekki sem þáttur sem stuðli að því að letja fólk til atvinnuþátttöku. Einstaklingar sem þurfa að treysta á fjárhagsaðstoð ættu ekki að þurfa að lifa á upphæð sem dugar vart til framfærslu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins
J-5, tillaga um desemberuppbót til allra á fjárhagsaðstoð. Lagt er til að allir sem fá nú fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót. Hingað til hefur það bara náð til þeirra sem hafa fengið fulla fjárhagsaðstoð undangengna þrjá mánuði samfellt. Desemberuppbótin er núna 25% af grunnfjárhæð. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru um 14.000 þ.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.
J-6, tillaga um greiðslu NPA-samninga. Reykjavíkurborg samþykkir að allir sem hafi fengið samþykkta umsókn um NPA hjá Reykjavíkurborg, fái samninginn veittan. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi bera ríki og hlutaðeigandi sveitarfélag sameiginlega ábyrgð á því að fjármagna NPA-samning (samning um notendastýrða persónulega aðstoð). Fjármögnunin skiptist þannig að sveitarfélag greiðir 75% af umsaminni samningsfjárhæð og ríkið 25% af fjárhæðinni. Í greinargerð velferðarsviðs með frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021 kemur fram að NPA-samningum muni fjölga í samræmi við fjármálaáætlun ríkisins. Fjöldi samþykktra umsókna á bið á árinu 2020 eru 19 talsins. Lagt er til að Reykjavíkurborg leggi út fyrir öllum kostnaði þeirra samninga sem eru á bið og þeirra sem eiga rétt á þjónustunni, svo að enginn þurfi að bíða eftir samningnum sem viðkomandi á rétt á. Reykjavíkurborg sendi síðan rukkun á ríkið. Einstaklingur á ekki að þurfa að bíða eftir þjónustu sem hann á rétt á og það á ekki að vera kvóti á mannréttindi. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra efni tillögunar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
J-7, tillaga um fjárfestingu gegn húsnæðiskreppu. Reykjavíkurborg samþykkir að fara í fjárfestingu til að útvega húsnæði fyrir fólk sem nú bíður eftir húsnæði hjá borginni. Yfir 900 manneskjur eru á biðlista eftir húsnæði hjá borginni sé litið til félagslegs leiguhúsnæðis, húsnæðis fyrir fatlað fólk, húsnæðis fyrir heimilislausa einstaklinga og þjónustuíbúða aldaðra. Miklu fleiri eru að bíða eftir húsnæði sem hentar þeirra þörfum ef börn þessara einstaklinga eru talin með. Samkvæmt grófri áætlun myndi það kosta um 21.500.000 þ.kr. að vinna upp biðlista vegna húsnæðis í Reykjavík, fyrir lok kjörtímabilsins. Það er nauðsynlegt að útrýma biðlistum eftir húsnæði og vinna gegn húsnæðiseklunni sem bitnar harðast á þeim sem verst standa í samfélaginu. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra efni tillögunnar í samráð við velferðarsvið og Félagsbústaði.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins
J-8, tillaga um útsvar á fjármagnstekjur sem fjármagni félagsleg verkefni sveitarfélaga. Lagt er til að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir því að leita til hinna sveitarfélaganna í landinu með það að markmiði að mynda samstöðu um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Þar að auki er lagt til að fjármagnið fari í sérstakan jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að mæta félagsþjónustu við þá hópa sem verst verða úti vegna óréttlætisins af völdum ójafnaðar. Efnahagskreppan í samfélaginu sem er afleiðing af kórónuveirunni, dregur skýrt fram þann mikla ójöfnuð sem fyrir var. Afleiðingar kreppunnar koma harðast niður á þeim sem minnst hafa en hefur lítil sem engin áhrif á aðra sem standa vel efnahagslega séð og því hefur verið talað um mikla ójafnaðarkreppu. Tillagan kveður bæði á um að koma á útsvari á fjármagnstekjur sem og að stofnaður verði sérstakur félagslegur jöfnunarsjóður sem sveitarfélögin fái greitt úr í hlutfalli við útgjöld sín til félagsþjónustu, óháð stærð þeirra. T.a.m. má nefna að Reykjavíkurborg greiðir hærri kostnað en nágrannasveitarfélög í félagslega þjónustu (sjá nánar í greinargerð). Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði falin nánari útfærsla tillögunnar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 22 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Miðflokksins, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn atkvæði borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.
M-1, tillaga um hækkun á upphæð frístundakorts. Borgarstjórn samþykkir að hækka upphæð frístundakorts Reykjavíkurborgar miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2017.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.
M-2, tillaga um endurgreiðslu inntaksgjalds vegna ljósleiðaravæðingar á Kjalarnesi. Borgarstjórn samþykkir að Reykjavíkurborg endurgreiði íbúum í dreifbýli á Kjalarnesi 124.000 kr. pr. inntak vegna ljósleiðaravæðingar á Kjalarnesi.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands Miðflokksins og Flokks fólksins.
M-3, tillaga um hagræðingu og forgangsröðun í þágu lögbundinna verkefna. Borgarstjórn samþykkir að: 1. Farið verði tafarlaust í að skilgreina lögbundið hlutverk Reykjavíkur og fjármagni forgangsraðað í lögbundna og grunnþjónustu. 2. Farið verði tafarlaust í kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og í annarri stjórnsýslu borgarinnar. 3. Tekið verði tafarlaust upp ráðningastopp í stjórnsýslu Reykjavíkur en lögbundinni þjónustu og grunnstoðum verði hlíft. 4. Dregið verði úr utanferðum kjörinna fulltrúa og embættismanna borgarinnar og skilagrein gerð fyrir hvers vegna ferð var farin. 5. Farið verði í bestun í öllum innkaupum borgarinnar og að a.m.k. 10% hagræðingu verði náð. 6. Stofnaður verði vinnuhópur allra flokka í borgarstjórn sem hefur það hlutverk að fara í saumana á áætlanagerð borgarinnar í verkum sem hafa farið fram úr áætlunum og geri tillögur um nýtt verklag. Allar þessar aðgerðir nái fram að ganga fyrir 1. september 2021.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
M-4, tillaga um úttekt á starfsemi æðstu stjórnar Reykjavíkur. Borgarstjórn samþykkir að ráða óháðan/utanaðkomandi aðili til að gera úttekt á starfsemi æðstu stjórnar Reykjavíkur. Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
M-5, um niðurfellingu fasteignagjalda. Borgarstjórn samþykkir að fella niður fasteignagjöld á Hörpu, Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið á árinu 2021.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins gegn 9 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
F-1, tillaga um afnám hagræðingarkröfu á skóla- og frístundasviði og velferðarsviði árið 2021. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarstjórn samþykki að afnema hagræðingarkröfu 0,50% á skóla- og frístundasvið og velferðarsvið árið 2021 vegna slæmrar afkomu þessara sviða á tímum COVID-19. Tillagan felur í sér að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 235.196 þ.kr. og fjárheimildir velferðarsviðs verði hækkaðar um 142.385 þ.kr. Samanlagt felur tillagan í sér aukin útgjöld sem nemur 377.581 þ.kr. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-2, tillaga um hækkun á úthlutun fjárhæðar fyrir íslenskukennslu barna af erlendum uppruna sem eru verst sett í íslensku. Lagt er til að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 43.800 þ.kr. sem felur í sér að úthlutað verði sem nemur 130 þ.kr. vegna barna sem falla undir rautt og gult viðmið skv. milli mála málkönnunarprófi. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205. Fjármagni er sérstaklega úthlutað til skólanna vegna kennslu barna sem hafa annað móðurmál en íslensku. Milli mála málkönnunarprófinu er ætlað að greina þörf fyrir stuðning við nám á íslensku. Niðurstöður eru flokkaðar í þrjá flokka, grænan, gulan og rauðan, og metið er að þau börn sem fá gula eða rauða niðurstöðu úr prófinu þurfi aðstoð. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að úthlutað verði að lágmarki 130 þús.kr. fyrir hvert barn sem fær rauða og gula niðurstöðu. Báðir hópar eru illa staddir. Börn með gula niðurstöðu geta fengið rauða ári seinna. Árið 2018 tóku málkönnunarprófið 2.294 nemendur. Rauða niðurstöðu fengu 1.997 og gula 327. Niðurstöður fyrir 2020 liggja ekki fyrir. Um 45% af börnunum sem fengu rauða niðurstöðu 2018 eru fædd á Íslandi af erlendum foreldrum. Ef tekin eru með börnin sem fengu gula niðurstöðu er líklegt að milli 50 og 60% barnanna séu fædd á Íslandi.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan kemur ekki til atkvæðagreiðslu.
F-3, tillaga um afnám tekjutengingar við húsnæðisstuðning. Flokkur fólksins leggur til að Reykjavíkurborg setji inn bráðabirgðaákvæði í reglur um sérstakan húsnæðisstuðning þess efnis að tekjur vegna eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega í desember 2020, desemberuppbótar TR til örorku- og ellilífeyrisþega og desemberuppbótar Vinnumálastofnunar til atvinnulausra leiði ekki til skerðinga á sérstökum húsnæðisstuðningi. Jólin eru erfiður tími fyrir fátæka. Jólin leiða óumflýjanlega til aukinna útgjalda. Launafólk fær greidda desemberuppbót og sú greiðsla er endanleg og hjálpar fólki að halda jólin án þess að hafa áhyggjur af auknum útgjöldum. Lífeyrisþegar og atvinnulausir fá einnig greidda desemberuppbót. Það sem skilur að er að lífeyrisþegar og atvinnulausir þurfa ekki aðeins að greiða skatta af sinni uppbót heldur getur hún einnig leitt til skerðinga á réttindum. Þeir sem eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi frá Reykjavíkurborg og jafnframt rétt á desemberuppbót mega því búast við því að sú eingreiðsla leiði til þess að Reykjavíkurborg skerði sérstakan húsnæðisstuðning til þeirra. Þetta fengu margir að upplifa þegar lögum um félagslega aðstoð var breytt árið 2019. Þá fengu öryrkjar loksins nauðsynlega kjarabót. Sú kjarabót leiddi þá til víxlverkunar vegna reglna Reykjavíkurborgar sem leiddi til lækkunar á sérstökum húsnæðisstuðningi til þeirra. Kostnaðarauki vegna tillögunnar nemur 15.000 þ.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 11 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.
F-4, tillaga um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins vegna COVID færist yfir á næsta ár, 2021. Eins og vitað er lagðist um tíma allt frístundastarf niður í fyrstu bylgju COVID. Einnig var heilmikil röskun á öllu frístundastarfi: íþróttir og tómstundir í 3. bylgju COVID og aftur um tíma í 3. bylgju var hluti frístunda/tómstunda með öllu aflagður. Þetta leiddi til þess að börn sem voru í miðju íþrótta- og tómstundstarfi sem frístundakortið var notað til að greiða að hluta eða öllu leyti náðu ekki að fullnýta kortið. Einhver hópur barna var um það bil að hefja iðkun með frístundakortinu þegar starfinu var raskað vegna COVID. Vegna þessa leggur fulltrúi Flokks fólksins til að allar vannýttar fjárheimildir ÍTR vegna frístundakortsins árið 2020 færist yfir á árið 2021. Samkvæmt upplýsingum ÍTR er nýting kortsins nú undir fjárhagsáætlun ársins 2020. Kostnaðarauki vegna tillögunnar nemur 16.000 þ.kr. og er lagt til að fjárheimildir íþrótta- og tómstundasviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-5, tillaga um að stöðugildum talmeinafræðinga hjá leik- og grunnskólum Reykjavíkur verði fjölgað um tvö með það að markmiði að stytta biðlista barna til talmeinafræðinga. Gert er ráð fyrir að kostnaður nemi 28.100 þ.kr. og verði fjárheimildir skóla- og frístundasviðs hækkaðar samhliða samþykkt tillögunnar. Fjölgun stöðugilda um tvo talmeinafræðinga verði fjármagnað með tilfærslu af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205. Í svari við fyrirspurn Flokks fólksins fyrir skemmstu um biðlista í úrræði og þjónustu á vegum borgarinnar kom fram að 210 börn bíða eftir talmeinafræðingi. Bið eftir þjónustu fagfólks er slæm fyrir öll börn og sérstaklega geta verið alvarlegar langtíma afleiðingar ef börn með málþroskaröskun fá ekki nauðsynlega sérfræðiþjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að börn og unglingar með málþroskaröskun eru líklegri til að upplifa erfiðleika í félagslegum aðstæðum og eru þau einnig berskjaldaðri fyrir tilfinningalegum erfiðleikum. Á unglingsárunum eykst þörf einstaklinga fyrir náin félagsleg samskipti við jafningja. Slök máltjáning og slakur orðaforði er ein aðalástæða þess að unglingar með málþroskaröskun eru líklegri til að upplifa erfiðleika í tengslamyndun við félaga sína. Tímabil unglingsára er afar krefjandi og barn með málþroskaröskun sem ekki hefur fengið viðhlítandi sérfræðiaðstoð á leik- og í grunnskóla er útsettara fyrir að upplifa félags- og tilfinningalega vanlíðan.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-6, tillaga um að stöðugildum sálfræðinga hjá leik- og grunnskólum Reykjavíkur verði fjölgað um þrjú með það að markmiði að stytta biðlista barna til skólasálfræðinga. Gert er ráð fyrir að kostnaður fyrir þessi þrjú stöðugildi nemi um 42.000 þ.kr. og verði fjárheimildir skóla- og frístundasviðs hækkaðar samhliða samþykkt tillögunnar. Fjölgun stöðugilda um þrjú verði fjármögnuð með tilfærslu af liðnum ófyrirséð, kostn.st. 09205. Með því að ráða fleiri sálfræðinga til skólaþjónustunnar er hægt að ná niður biðlistanum og með hagræðingu og breyttu skipulagi á vinnu og aðsetri sálfræðinga er hægt að gera enn betur. Tilvísanir til skólasálfræðinga og annars fagfólks skóla eru um 2.165 og þar af hafa um 1.000 börn fengið einhverja þjónustu. Restin bíður eftir að fá fyrstu þjónustu, ýmist viðtöl eða frumgreiningu en slík greining þarf að liggja fyrir ef barn þarf enn ítarlegri þjónustu á barna- og unglingageðdeild, Þroska- og hegðunarstöð eða á Greiningarstöð ríkisins. Myndast hefur flöskuháls inn á þessar stofnanir vegna þess að skólasálfræðingar anna ekki biðlistum. Heilsugæslan sinnir ekki formlegum greiningum en á þeim er sálfræðiþjónusta barna frí. Á heilsugæslustöðvum er því miður einnig biðlisti.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
F-7, tillaga um greiðslu aðstöðustyrks til dagforeldra. Flokkur fólksins leggur til að styrkir til dagforeldra verði hækkaðir um 15%. Um er að ræða leigustyrk, styrk vegna ákveðins fjölda barna og aðstöðustyrk. Tillagan felur í sér að fjárheimildir skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar um 61,4 m.kr. Viðbótarútgjöld verði fjármögnuð með lækkun á fjárheimildum til menningar- og ferðamálasviðs um sömu fjárhæð, nánar tiltekið verði fjárheimildir til annarrar menningarstarfsemi kostn.st. 03550, lækkaðar um 25 m.kr., til landnámssýningar, kostn.st. 03710, lækkaðar um 25 m.kr. og fjárheimildir til listaverka á opnum svæðum, kostn.st. 03350, lækkaðar um 12,1 m.kr. Síðustu misseri hafa verið erfið dagforeldrum. Ekki ná allir að fylla plássin sín. Þeir vita ekki endilega hversu mörg börn eru hjá þeim í næsta mánuði. Stundum bjóða leikskólarnir pláss með stuttum fyrirvara. Dagforeldrar geta því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem þeir gerðu ráð fyrir að hafa. Þeir dagforeldrar sem eru ekki með laus pláss geta síðan ekki tekið við nýjum börnum fyrr en eldri börnin komast inn á leikskóla. Leikskólar Reykjavíkurborgar innrita börn yfirleitt einungis að hausti og því er mjög erfitt að fá laust pláss hjá dagforeldri eða á ungbarnaleikskóla á öðrum tíma ársins en á haustin.
Tillagan er felld með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, og Vinstri grænna gegn 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 með áorðnum breytingum.
Mynd sjá fylgiskjal I
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 með áorðnum breytingum er samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna samþykkir nú sína þriðju fjárhagsáætlun, fimm ára áætlun til 2025, fjármálastefnu til 2030 og áætlun um efnahagslega endurreisn, græna planið, sem byggir á hugmyndafræði sjálfbærni. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sett mark sitt á samfélagið á árinu sem er að líða. Samdráttur í hagkerfinu og atvinnuleysi hefur sjaldan verið meira. Rétt viðbrögð við þessar aðstæður geta ráðið úrslitum um lengd og dýpt kreppunnar. Í fjárhagsáætluninni og græna planinu notar borgin styrk sinn til að mæta högginu og fjárfesta fyrir 28 milljarða á næsta ári og tryggja um leið fjölda starfa. Á næstu þremur árum munu borgin og fyrirtæki hennar nota styrk sinn til að tryggja öfluga viðspyrnu næstu þrjú ár með alls 175 milljarða fjárfestingu. Lágt skuldahlutfall og mikil geta til fjárfestinga gera borginni kleift að ráðast í framkvæmdir sem tryggja fjölda starfa.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Skuldir Reykjavíkurborgar jukust verulega í góðærinu og nú þegar tekjur fara minnkandi er engin tilraun gerð til þess að minnka útgjöld þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað í sáttmála meirihlutans. Fyrirséð er að skuldir borgarinnar munu fara vaxandi og á endanum verða fyrir ofan viðmiðunarmörk, enda beinlínis ráðgert í fimm ára áætluninni að skuldir samstæðunnar fari yfir núgildandi skuldaviðmið sem eru 150%. Það eru ekki góðar fréttir. Við myndum vilja sjá hagræðingu í miðlægri stjórnsýslu og munum leggja til 5% hagræðingarkröfu. Miðlæg stjórnsýsla borgarinnar kostar hátt í sex milljarða á ári þrátt fyrir tilraunir meirihlutans með stjórnkerfisbreytingar sem áttu að ná fram hagræðingu. Staðreyndin er sú að miðlægri stjórnsýslu var eingöngu dreift víðar um stjórnkerfið í stað þess að draga úr henni. Við viljum auka viðhald á eignum borgarinnar, bæta samgöngur í borginni með skynsamlegum og sjálfbærum hætti og tryggja leikskólapláss sem löngu hefur verið lofað. Þá viljum við losa um fjármuni borgarinnar með því að selja Gagnaveitu Reykjavíkur enda skýtur skökku við að fjárvana borgin skuli liggja með tugi milljarða fast í fjarskiptakerfum hjá Gagnaveitunni, sem er á samkeppnismarkaði. Við leggjum til að hún verði seld hið fyrsta. Skynsamlegt væri að auðvelda fólki í félagslega kerfinu að eignast húsnæðið sem það býr í, fremur en þenja út félagslega kerfið sem minnkar möguleika fólks á að komast út úr kerfinu. Kerfið á ekki að þenjast út með ósjálfbærum vexti heldur þvert á móti á kerfið að vera fyrir fólkið sjálft.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi sósíalista bókar hér um afstöðu til breytingartillagna, sósíalistar taka undir meginsjónarmið græna plansins en óttast plön um hagræðingu í launakostnaði sem eru þar boðuð. Varðandi tillögur Sjálfstæðisflokksins þá tala sósíalistar gegn öllu sem snýr að sölu á félögum borgarinnar, einkavæðingu og útboði á grunnþjónustu borgarinnar. Ýmsar tillögur eru jákvæðar en ekki hægt að styðja þar sem lagt er til að það sé gert á kostnað almannarýma. Það á að vera rými til að gera bæði. Sósíalistar eru alfarið á móti hugmyndum um sölu á eignum úr Félagsbústöðum. Þegar kemur að framlögum til skóla óháð rekstrarformi, geta sósíalistar stutt það svo lengi sem þeir eru reknir án hagnaðarsjónarmiða. Vegna hækkunar til niðurgreiðslu til dagforeldra með börnum 18 mánaða og eldri styðja sósíalistar slíkt til að mæta þeim foreldrum sem ekki fá inn á leikskóla fyrir börnin sín en taki leikskólaplássi þegar það býðst. Varðandi tillögu Miðflokks um forgangsröðun í þágu lögbundinna verkefna, þá taka sósíalistar undir mikilvægi þess að forgangsraða en geta ekki tekið undir kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og í annarri stjórnsýslu borgarinnar. Allar breytingartillögur sósíalista voru felldar en þó var stuðningur við tillögurnar úr ólíkum áttum.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Miðflokksins lýsir yfir miklum áhyggjum af fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Heildarskuldir samstæðunnar eru tvær núvirtar Kárahnjúkavirkjanir. Við erum að tala um skuldir eins sveitarfélags. Fara á í enn frekari skuldaaukningu á árinu 2021. Hið svokallaða græna plan boðar 52 milljarða nýja skuldsetningu. Samt býr borgin yfir versnandi lánakjörum samkvæmt síðasta útboði á grænum skuldabréfum. Borgarstjóri er með væntingar um að Seðlabankinn komi inn á skuldabréfamarkað sveitarfélaganna. Ekkert er fast í hendi með það. Borgarstjóri hefur óskað eftir því við fjármálaráðherra að ríkið komi að rekstri borgarinnar árið 2020 og 2021 með 32 milljarða. Því hefur fjármálaráðherra neitað staðfastlega. Borgarstjóri er líka með væntingar um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga reiði fram 9 milljarða inn í borgarsjóð. Sveitastjórnarráðherra þvertekur fyrir að sú krafa sé réttmæt og á rökum reist. Strætó er með 900 milljóna betlistaf til ríkisins vegna dapurs reksturs á árinu. Ekkert er fast í hendi hvort fjárlaganefnd Alþingis taki þá kröfu til greina. Samtals nemur kröfugerð Reykjavíkurborgar á hendur ríkinu 94 milljörðum sem er um það bil á pari við útsvarsstofn Reykjavíkur fyrir árið 2021.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins lagði til breytingatillögur sem hafa verið felldar, þær eru: Að afnema skuli hagræðingarkröfu á skóla- og frístundasviði og velferðarsviði árið 2021. Sviðin eru nú þegar að sligast fjárhagslega. Kostn.: 377.581 þ.kr. Að sett verði inn bráðabirgðaákvæði í reglugerð um sérstakan húsnæðisstuðning til að sporna við að eingreiðslur til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega leiði ekki til skerðingar á sérstökum húsnæðisstuðningi og þar með hækkun húsaleigu hjá Félagsbústöðum. Kost: 15.000 þ.kr. Að vannýttar fjárhæðir Frístundakortsins vegna COVID færist yfir á næsta ár, 2021, vegna niðurfellingar/skerðingar frístundastarfs. Kostn. 16.000 þ.kr. milljónir. Að stöðugildum talmeinafræðinga hjá borginni verði fjölgað um tvö en 210 börn eru á biðlista eftir þjónustu þeirra. Kostn.: 28.100 þ.kr. Að stöðugildum sálfræðinga hjá borginni verði fjölgað um þrjú en um 800 börn eru á biðlista eftir skólaþjónustu, flest sálfræðiþjónustu. Kostn.: 42.000 þ.kr. Að styrkir til dagforeldra verði hækkaðir um 15% en dagforeldrar berjast fyrir lífi stéttar sinnar. Kostn.: 61,4 m.kr. Að hækka skuli úthlutun fjárhæðar í 130 þ.kr. á barn af erlendum uppruna, en yfir 2000 grunnskólabörn af erlendum uppruna fædd á Íslandi eru afar illa stödd í íslensku samkvæmt mælingum. Kostn.: 43.800 þ.kr. Tillagan felld en samskonar tillaga lögð fram af meirihlutanum.
- Lagt fram til síðari umræðu frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2021-2025, sbr. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 1. desember.
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í fjárhagsáætlun setjum við línurnar til næstu fimm ára hjá Reykjavíkurborg. Þar er mikilvægt að skoða tekjustofna og hvernig eigi að koma með fjármagn inn í borgarsjóð, svo að áætlunin gangi upp til langtíma. Á síðustu áratugum hefur skattbyrðinni verði létt af fyrirtækjum og fjármagnseigendum og hún færð yfir á lág- og millitekjuhópa. Við getum ekki ætlast til þess að hinir tekjulægstu í samfélaginu beri kostnaðinn af því að félagslegri uppbyggingu sé mætt og þurfum að sækja fjármagnið til þeirra sem eru aflögufærir. Tillögur sósíalista snéru að því að fella niður leigu í einn mánuð hjá leigjendum Félagsbústaða, bjóða upp á gjaldfrjálst skólastarf og frístundaheimili, árskort fyrir notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks, hækkun fjárhagsaðstoðar, desemberuppbót til allra á fjárhagsaðstoð, greiðslu NPA-samninga svo enginn þurfi að bíða eftir því sem þau eiga rétt á, fjárfestingu gegn húsnæðiskreppu og tillögu um útsvar á fjármagnstekjur sem fjármagni félagsleg verkefni sveitarfélaga. Allar tillögurnar voru felldar. Fulltrúi sósíalista hefur lagt fram viðamiklar fjármögnunarleiðir sem fara mætti til að leitast við að styrkja tekjustofna borgarinnar og framlagðar tillögur nú, snéru að því að mæta þeim sem áætlun Reykjavíkurborgar gerir ekki ráð fyrir.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Miðflokksins lýsir yfir miklum áhyggjum af fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Heildarskuldir samstæðunnar eru tvær núvirtar Kárahnjúkavirkjanir. Við erum að tala um skuldir eins sveitarfélags. Fara á í enn frekari skuldaaukningu á árinu 2021. Hið svokallaða græna plan boðar 52 milljarða nýja skuldsetningu. Samt býr borgin yfir versnandi lánakjörum samkvæmt síðasta útboði á grænum skuldabréfum. Borgarstjóri er með væntingar um að Seðlabankinn komi inn á skuldabréfamarkað sveitarfélaganna. Ekkert er fast í hendi með það. Borgarstjóri hefur óskað eftir því við fjármálaráðherra að ríkið komi að rekstri borgarinnar árið 2020 og 2021 með 32 milljarða. Því hefur fjármálaráðherra neitað staðfastlega. Borgarstjóri er líka með væntingar um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga reiði fram 9 milljarða inn í borgarsjóð. Sveitastjórnarráðherra þvertekur fyrir að sú krafa sé réttmæt og á rökum reist. Strætó er með 900 milljóna betlistaf til ríkissins vegna dapurs reksturs á árinu. Ekkert er fast í hendi hvort fjárlaganefnd Alþingis taki þá kröfu til greina. Samtals nemur kröfugerð Reykjavíkurborgar á hendur ríkinu 94 milljörðum sem er um það bil á pari við útsvarsstofn Reykjavíkur fyrir árið 2021.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekkert í fimm ára áætlun sýnir að taka eigi á biðlistavanda barna sem fá þjónustu á vegum borgarinnar t.d. hjá talmeinafræðingum eða sálfræðingunum. Biðlistar eru í sögulegu hámarki og hafa lengst í tengslum við COVID. Samfylkingin sem segist jafnaðarflokkur hefur stjórnað borginni í mörg ár. Formaður Samfylkingarinnar sýndi það í auglýsingu þegar hann fer inn úr kuldanum og fær sér heitan drykk að hann hefur áttað sig á því að slíkur munaður stendur ekki öllum til boða. Engu að síður, á vakt Samfylkingarinnar, eru um 5000 börn sem búa við fátækt í Reykjavík og sum við sára fátækt. Foreldrar þeirra eiga ekki fyrir mat. Borgarstjóri er í Samfylkingunni en hann studdi ekki tillögu Flokks fólksins um fríar skólamáltíðir í leik-og grunnskólum Reykjavíkur og var einnig gegn tekjutengingu gjalda vegna skólamáltíða og frístundaheimila. Endurskoða á viðmiðunarfjárhæðir í reglum fjárhagsaðstoðar og er það gott. Hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar er hins vegar skammarlega lág. Allir vita að enginn lifir sómasamlegu lífi á þessum fjárhæðum. Til dæmis hækka grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu vegna barna í 16 gr. a úr 16.671 kr. á mánuði í 17.071 kr. á mánuði. Þessi hækkun nær ekki þúsund krónum. Hér má gera betur ef vilji væri til.
- Lögð fram að nýju tillaga að græna planinu – sóknaráætlun Reykjavíkurborgar til 2030 sbr. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 1. desember.
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Vegna heimsfaraldurs COVID-19 er nú met samdráttur í hagkerfinu og atvinnuleysi hefur sjaldan verið meira. Rétt viðbrögð við þessar aðstæður geta ráðið úrslitum um lengd og dýpt kreppunnar. Græna planið er sóknaráætlun til skamms tíma en um leið ábyrg græn sýn um sjálfbærni á öllum sviðum til lengri tíma. Græna planið er efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg sóknaráætlun út úr kórónuveirukreppunni en þannig er hægt að standa bæði vörð um störfin, skapað ný störf og búið til samfélag þar sem allir geta verið virkir þátttakendur.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Græna planið, sem á að vera víðtæk áætlun um sjálfbærar fjárfestingar, framkvæmdir og atvinnusköpun í Reykjavík er ósjálfbært. Málshátturinn „allt er vænt sem vel er grænt“ á því miður ekki við um græna skuldaplanið. Þótt sumt í planinu sé vissulega skynsamlegt er annað óarðbært og óþarft. Sem dæmi má nefna þá fimm milljarða sem eiga að fara í endurbætur á Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Þeim fjármunum er ráðstafað þrátt fyrir að enn liggi ekki fyrir hver endanleg starfsemi á að vera í húsnæðinu. Slík ráðstöfun er óábyrg svo ekki sé meira sagt. Þá liggur fyrir að nær eingöngu á að byggja upp á rándýrum þéttingarreitum og hagstæða byggingarreiti skortir. Við viljum ganga lengra í orkuskiptum og nýta rafmagn og hreina orkugjafa í meira mæli en nú er gert og planið gerir ráð fyrir. Tryggja þannig bætt loftgæði og minni losun gróðurhúsalofttegunda. Við myndum vilja ganga lengra í að bæta hjólreiðastíga og vernda útivistarsvæði eins og Elliðaárdalinn, Laugardalinn og strandlengjuna. Þá myndum við vilja losa borgina úr samkeppnisrekstri, s.s. fjarskiptum Gagnaveitunnar og rekstri malbikunarstöðvar sem er allt annað en græn. Borgin hefur ekkert með það að gera að vera að vasast í slíkum rekstri á 21. öldinni. Hvað þá að fjárfesta enn frekar fyrir milljarða fyrir flutningi og nýrri staðsetningu Malbikunarstöðvarinnar Höfða eins og gert er ráð fyrir í planinu.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi sósíalista styður við meginstefnu græna plansins sem byggir á þremur lykilvíddum sem snúa að efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum. Vakin er athygli á því að undir aðgerðum í fjármálum er talað um að ná fram 1% hagræðingu á ári á launakostnað í gegnum aðhaldsaðgerðir, endurskipulagningu og stafræna umbreytingu. Eðlilegt er að skoða hagræðingu þar sem það á við og endurskipuleggja það sem hægt er en á sumum sviðum er alls ekki hægt að hagræða og mikilvægt að skera ekki niður þannig að það bitni illa á fólki. Þá er mikilvægt að hagræðing bitni ekki á starfsfólki sem nú starfar fyrir Reykjavíkurborg og sinnir mikilvægum störfum. Við þurfum að verja störf. Fulltrúi sósíalista vonar að stefnan „enginn skilinn eftir“ verði ekki innantóm orð. Fjölmargir hafa verið skildir eftir sem bíða eftir þjónustu frá Reykjavíkurborg. Í tillögu að grænu plani telur fulltrúi sósíalista mikilvægt að ávarpa afleiðingar þess kapítalíska markaðshagkerfis sem við búum við og hvernig Reykjavíkurborg ætlar að takast á við það. Við verðum að beina sjónum okkar að þeim sem menga mest, stórfyrirtækjum sem standa að baki mestu menguninni. Á þeirri vegferð er mikilvægt að grænn kapítalismi verði aldrei leiðin gegn hamfarahlýnun enda mun slíkt ekki virka.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Miðflokksins lýsir yfir miklum áhyggjum af fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Heildarskuldir samstæðunnar eru tvær núvirtar Kárahnjúkavirkjanir. Við erum að tala um skuldir eins sveitarfélags. Fara á í enn frekari skuldaaukningu á árinu 2021. Hið svokallaða græna plan boðar 52 milljarða nýja skuldsetningu. Samt býr borgin yfir versnandi lánakjörum samkvæmt síðasta útboði á grænum skuldabréfum. Borgarstjóri er með væntingar um að Seðlabankinn komi inn á skuldabréfamarkað sveitarfélaganna. Ekkert er fast í hendi með það. Borgarstjóri hefur óskað eftir því við fjármálaráðherra að ríkið komi að rekstri borgarinnar árið 2020 og 2021 með 32 milljarða. Því hefur fjármálaráðherra neitað staðfastlega. Borgarstjóri er líka með væntingar um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga reiði fram 9 milljarða inn í borgarsjóð. Sveitastjórnarráðherra þvertekur fyrir að sú krafa sé réttmæt og á rökum reist. Strætó er með 900 milljóna betlistaf til ríkissins vegna dapurs reksturs á árinu. Ekkert er fast í hendi hvort fjárlaganefnd Alþingis taki þá kröfu til greina. Samtals nemur kröfugerð Reykjavíkurborgar á hendur ríkinu 94 milljörðum sem er um það bil á pari við útsvarsstofn Reykjavíkur fyrir árið 2021.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins situr hjá við afgreiðslu græna plansins af þeirri einföldu ástæðu að borgarstjórnarmeirihlutinn notar hugtakið „grænt“ of frjálslega. Orð og athæfi fara ekki saman. Sagt er að standa eigi vörð um störf en á sama tíma er fólk rekið úr störfum. Það samræmist ekki hinni svokölluðu „samfélagslegu vídd græna plansins“. Sagt er að útvista eigi verkum í hagræðingarskyni. Það fær varla staðist. Verktakakaup borgarinnar eru löngu komin út yfir eðlileg mörk sem er alvarlegt mál og efni í aðra bókun. Fulltrúar borgarmeirihlutans segjast vera náttúruunnendur en hafa engu að síður samþykkt að leggja þriðja áfanga Arnarnesvegar þannig að vegurinn mun kljúfa Vatnsendahvarfið eftir endilöngu og takmarka framtíðarmöguleika væntanlegs Vetrargarðs. Ekki liggur fyrir hvernig mengunarmál verða leyst þegar stór gatnamót verða alveg upp við leik- og útivistarsvæði sem er að mjög miklu leyti notað af börnum. Miklir möguleikar eru á að byggja þarna upp gott útivistarsvæði enda hæsti punktur borgarinnar. Fleira mætti telja til sem ekki er í neinu samræmi við græna planið sem er í grunninn hin ágætasta hugmynd. Ef grænt plan á að vera trúverðugt og sannfærandi nálgun þurfa að felast í því samkvæmni og heilindi.
- Lögð fram að nýju tillaga að fjármála- og fjárfestingastefnu Reykjavíkurborgar, sbr. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 1. desember.
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavík ætlar að vinna sig út úr COVID-kreppunni með kraftmiklum grænum vexti. Viðspyrnan verður fjármögnuð með lántökum en síðan réttist reksturinn við. Gera má ráð fyrir að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs verði neikvæð á fyrstu tveimur árunum en rekstur verði síðan jákvæður. Tekjufalli verður ekki mætt með stórfelldum niðurskurði. Áfram verður 1% hagræðingarkrafa á flesta málaflokka. Hagræðingarkrafa á velferðar- og skólamál verður tímabundið lækkuð í 0,5%. Hagræðingarkrafan verður endurskoðuð árlega. Á árunum 2021-2025 skulu skuldaviðmið samstæðu ekki fara yfir 200% af árlegum tekjum. Í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fara skuldir A-hluta fari ekki yfir 110% og verði komnar niður fyrir 100% í lok tímabilsins. Fjárfestingar á árunum 2021-2025 grundvallast á græna planinu. Forgangsraðað verður í þágu grænna og samfélagslegra innviða með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Fjárfestingum skal forgangsraðað þannig að þær sem auka tekjur og stuðla að rekstrarhagræðingu í framtíðinni fái aukið vægi. Fjárfesting í stafrænni umbreytingu skal skila rekstrarhagræðingu þegar fram í sækir og áhersla verður lögð á aukna hagkvæmni í innkaupum. Það er samfélagslega mikilvægt að borgin láti ekki þá óvissu sem ríkir í COVID draga úr viðnámi borgarinnar við vandanum sem að steðjar. Staðan verður metin reglulega með ársfjórðungslegum áhættuskýrslum fjármála- og áhættusviðs til borgarráðs.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Undir þessum lið er lagt til að borgarstjórn samþykki liðinn ásamt bókun sem fylgir með í gögnum fjármála- og fjárfestingastefnu. Fulltrúi sósíalista getur tekið undir mikilvægi þess sem fram kemur um að vinna sig úr COVID kreppunni með kraftmiklum grænum vexti og að fjármagna viðspyrnu með lántökum. Fulltrúinnn tekur einnig undir mikilvægi þess að fara ekki í niðurskurð. Fulltrúi sósíalista getur ekki tekið undir hagræðingarkröfur sem settar eru á svið Reykjavíkurborgar en áfram verður 1% hagræðingarkrafa á flesta málaflokka. Hagræðingarkrafa á velferðar- og skólamál verður tímabundið lækkuð í 0,5%. Sviðin sinna gríðarlega mikilvægri þjónustu og á sumum stöðum er alls ekki hægt að hagræða. Fulltrúi sósíalista telur gott að verið sé að setja fram fjármála- og fjárfestingarstefnu til langs tíma þó hún sé ekki endilega sammála öllu sem þar komi fram.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Miðflokksins lýsir yfir miklum áhyggjum af fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Heildarskuldir samstæðunnar eru tvær núvirtar Kárahnjúkavirkjanir. Við erum að tala um skuldir eins sveitarfélags. Fara á í enn frekari skuldaaukningu á árinu 2021. Hið svokallaða græna plan boðar 52 milljarða nýja skuldsetningu. Samt býr borgin yfir versnandi lánakjörum samkvæmt síðasta útboði á grænum skuldabréfum. Borgarstjóri er með væntingar um að Seðlabankinn komi inn á skuldabréfamarkað sveitarfélaganna. Ekkert er fast í hendi með það. Borgarstjóri hefur óskað eftir því við fjármálaráðherra að ríkið komi að rekstri borgarinnar árið 2020 og 2021 með 32 milljarða. Því hefur fjármálaráðherra neitað staðfastlega. Borgarstjóri er líka með væntingar um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga reiði fram 9 milljarða inn í borgarsjóð. Sveitastjórnarráðherra þvertekur fyrir að sú krafa sé réttmæt og á rökum reist. Strætó er með 900 milljóna betlistaf til ríkissins vegna dapurs reksturs á árinu. Ekkert er fast í hendi hvort fjárlaganefnd Alþingis taki þá kröfu til greina. Samtals nemur kröfugerð Reykjavíkurborgar á hendur ríkinu 94 milljörðum sem er um það bil á pari við útsvarsstofn Reykjavíkur fyrir árið 2021.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Óvenjulegar aðstæður ríkja nú. Áhersla borgarstjórnar ætti að vera á að fólkið komi fyrst. Ef fólk heldur ekki heilsu, líkamlegri og andlegri, getur það ekki stundað vinnu eða notið lífsins að neinu leyti. Í þeirri fjárhagsáætlun sem nú er lögð fram er talað um endurreisn og græna planið. Atvinnuleysi er meira en 10% í Reykjavík og fer vaxandi. Nú ríður á að taka skynsamleg skref, tryggja fullnægjandi grunnþjónustu og leggja alla áherslu á að sinna þeim verst settu svo fólk geti komið út úr veirukreppunni með von í hjarta. Tryggja þarf störf við skynsamlegar fjárfestingar. Ekki allir eiga heilt og gott heimili sem er hvorki heilsuspillandi né óleyfishúsnæði. Byggja þarf fleiri hagkvæmar íbúðir, hjúkrunarheimili, húsnæði fyrir fatlað fólk og gera átak í viðhaldi á rakaskemmdu húsnæði borgarinnar, ekki síst skólabyggingum. Fleira spilar inn í sem gera málin flóknari. Ávöxtunarkrafa á nýjum grænum skuldabréfaflokki borgarinnar er 4,5%. Þetta eru verri kjör en borgin fékk í útboði í maí en þá var tilboð að nafnvirði 2.6 milljarðar króna með ávöxtunarkröfunni 2,99%. Álag á skuldir borgarinnar hefur því hækkað á þessu ári og vaxtakjör versnað um meira en 50%. Fjármögnun hins svokallaða græna plans á næsta ári er orðin dýr.
- Lagt fram bréf SORPU bs., dags. 27. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarstjórn veiti samþykki fyrir lántökum vegna rekstraráætlunar 2021-2025 sbr. samþykkt stjórnar SORPU bs. frá 22. október 2020 á rekstraáætlun samlagsins fyrir árin 2021-2025 og fjármögnun samlagsins fyrir árið 2021. Um er að ræða framlengingu á yfirdráttarheimild að upphæð 1.100 m.kr. hjá Íslandsbanka hf. fram til 31.desember 2021, ásamt nýrri lántöku að upphæð allt að 300 m.kr. til 10 ára.
Samþykkt með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða hefðbundna ábyrgð á framlengingu á eldri lánalínu sem öll sveitarfélög sem aðild eiga að SORPU hafa samþykkt. Lánið tengist ekki fjárfestingunni í GAJA.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þrátt fyrir stórfellda hækkun gjaldskrár SORPU þarf nú enn frekari ábyrgð skattgreiðenda í Reykjavík fyrir nýjum lánum sem sýnir að reksturinn er ekki sjálfbær. Þá liggur fyrir að væntanleg fjárfesting í endurvinnslustöðvum SORPU upp á milljarða króna er ófjármögnuð. Bent er á að sorphirðugjöld hækka verulega á árinu 2021 á heimili og fyrirtæki. Ástæður þess eru mikil framúrkeyrsla hjá SORPU bs. og miklar launahækkanir hjá borginni. Dæmi eru um yfir 30% hækkanir á algengum liðum sem er algjört stílbrot þegar almennt er miðað við að gjaldskrár hækki ekki meira en um 2,4%, sbr. lífskjarasamninginn.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
SORPA bs. er sokkin í skuldir eins og Reykjavíkurborg. Nú er verið að sækja samþykki fyrir lántökum vegna rekstraráætlunar 2021-2025 til borgarstjórnar. Um er að ræða framlengingu á yfirdráttarheimild að upphæð 1.100 m.kr. hjá Íslandsbanka hf. fram til 31. desember 2021 ásamt nýrri lántöku allt að upphæð 300 m.kr. til 10 ára. Sama uppskrift – sama fólk. Borgarstjóri og meirihlutinn í Reykjavík eiga ekki að koma nálægt fjármálum. Þau koma öllu á hausinn sem þau koma nálægt.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Erindi frá SORPU hefur borist þar sem óskað er samþykkis fyrir lántökum vegna rekstraráætlunar samlagsins fram til 2025. SORPA er það byggðasamlag sem farið hefur verst með Reykjavík af öllum byggðasamlögum. Gjaldskrá SORPU hækkar nú um 24% að jafnaði og grundvallast á þeirri reglu að sá sem afhendir SORPU úrgang greiðir fyrir meðhöndlun hans. Loksins er einhver hreyfing á metansölu sem þakka má öflugum markaðsstjóra. Aldrei datt stjórn áður í hug að reyna að gera eitthvað í markaðssetningu metans. Nú á að framlengja yfirdráttarheimild að upphæð 1.100 m.kr. og jafnframt að fá nýtt lán allt að 300 m.kr. til 10 ára. Bs. kerfið er í eðli sínu stórgallað kerfi og það ætti að stefna að því að leggja slíkt kerfi niður. Til að bæta það þarf að auka áhrif kjósenda og minnihlutaflokka, ekki aðeins með því að bjóða þeim meiri aðkomu, það þurfa að vera alvöru áhrif. Leiðir sem mætti skoða eru: Fulltrúafjöldi í samræmi við íbúafjölda í þeim sveitarfélögum sem eiga félagið. Fulltrúar í samræmi við styrk flokka í sveitarstjórnum. Í stað byggðasamlagskerfis gætu komið samningar um einstök verkefni, ef það er hagkvæmt.
- Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar:
Forsætisnefnd leggur til að borgarstjórn samþykki að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar sem halda skal þann 5. janúar 2021 með vísan til heimildar í 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 139/2011.
Samþykkt.
- Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 3. og 10. desember.
1. liður fundargerðarinnar frá 3. desember; Elliðaárdalur, borgargarður – deiliskipulag er samþykktur með 12 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.
Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
9. liður fundargerðarinnar frá 10. desember; viðaukar við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020, er samþykktur með 14 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
10. liður fundargerðarinnar frá 10. desember; tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 – COVID -19, er samþykktur.
11. liður fundargerðarinnar frá 10. desember; viðaukar við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 – millifærslur milli eininga, er samþykktur.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokksins og Flokks fólksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
14. liður fundargerðarinnar frá 10. desember; gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. er samþykktur.
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar frá 3. desember:
Tillagan myndar ramma utan um heildarskipulag dalsins. Stígakerfi er bætt og gert er ráð fyrir nýjum brúartengingum fyrir gangandi og hjólandi, hverfisvernd er aukin og rammi settur utan um starfsemi í dalnum. Eftir umsagnarferli eru gerðar ýmsar minnháttar breytingar til að koma til móts við athugasemdir og endurspegla í skipulagi þá starfsemi sem þegar er í dalnum (skíðabrekka, frísbígolfvöllur) eða er þar fyrirhuguð (OR-sýning). Breytingar vegna mögulegra útfærslna gatnamóta í Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar eru ekki hluti af þessari tillögu en kunna að vera nauðsynlegar í framhaldinu.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar frá 3. desember:
Mikilvægt er að Elliðaárdalurinn njóti verndar í heild, en lengi hefur staðið til að auka hana. Sú deiliskipulagstillaga sem hér er til samþykktar er útvötnuð útgáfa af því svæði sem sátt hefur verið um. Best væri að Elliðaárdalurinn nyti friðlýsingar að lögum, en verndarsvæðið þarf að vera mun stærra eins og sátt var um í starfshópi um „sjálfbæran Elliðaárdal“. Með þessu deiliskipulagi er verið að ganga gegn þeirri sátt sem náðist í starfshópnum sem skilaði ítarlegri skýrslu í ágúst 2016. Ljóst er að íbúar vilja að Elliðaárdalurinn njóti aukinnar verndar og svæðið sé stærra, en nýlega skrifuðu meira en níu þúsund undir áskorun um íbúakosningu vegna áforma um atvinnusvæði í jaðri dalsins, en það svæði er undanskilið vernd í þessu plaggi. Það vekur þó athygli að í þessu deiliskipulagi er engu að síður gert ráð fyrir að Árbæjarlón sé óskert áfram og því óheimilt að tæma það varanlega miðað við þetta deiliskipulag.
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar frá 3. desember:
Vegna Elliðarárdals þá vilja sósíalistar koma þessu á framfæri: Áheyrnarfulltrúi sósíalista fagnar aukinni vernd Elliðaárdalsins og bættum tengingum fyrir hjólandi og gangandi en hefði viljað sjá þróunarsvæðin við Stekkjarbakka og Suðurfell inni í skipulaginu. Einnig hefði fulltrúinn viljað sjá allan dalinn friðaðan en ekki bara svæðin á milli stíganna. Vegna 9. liðar í fundargerð; viðaukar við fjárhagsáætlun kemur fulltrúi sósíalista þessu á framfæri; undir þessum lið er m.a. verið að leggja til að fjárheimildir á skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu verði hækkaðar um 22.000 þ.kr. vegna aukins launakostnaðar kjörinna fulltrúa. Til samræmis við 3. gr. samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg fylgja laun borgarfulltrúa þróun launavísitölu. Kostnaðarauki vegna hækkunar launavísitölu á árinu 2020 nemur 25 m.kr. og er hann að hluta, eða sem nemur 3 m.kr., fjármagnaður með tilfærslu fjárheimilda af kostn.st. 01030, aðrar nefndir. Fulltrúi sósíalista bíður enn eftir afgreiðslu á tillögu um að grunnlaun borgarfulltrúa og 1. varaborgarfullrúa taki ekki hækkunum á tímum COVID. Sú tilllaga var lögð fram í apríl á þessu ári.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar frá 3. desember:
Það er kaldhæðnislegt að ræða ekki nýlega tæmingu Árbæjarlóns í umræðu um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals, en stíflan er friðuð og þar með lónið. Það er mjög sláandi að sjá að skipulagið taki skarpa beygju fram hjá þróunarreit Stekkjarbakka Þ73, þar sem fyrirhuguð gróðurhvelfing/Bio Dome á að rísa. Fyrri hugmyndir gengu út á að reiturinn væri innan þessa mikilvæga útivistar- og náttúrusvæðis sem Elliðaárdalurinn er. Mörk deiliskipulags á öðrum stöðum miðast við útlínur dalsins. Elliðaárdalurinn býr yfir afar fjölbreyttu lífríki. Það er mat borgarfulltrúa Miðflokksins að svæðið innan deiliskipulagsins ætti allt að njóta hverfisverndar í stað þess að marka það innan þeirra stíga sem liggja meðfram ánni á báða bóga. Ríkið verður að grípa inn í þessa atburðarás og friðlýsa svæðið strax eins og gert var með Akurey í Kollafirði 2019. Með friðun er tryggður réttur komandi kynslóða til að njóta náttúrugæðanna sem dalurinn býður uppá. Náttúra innan borgarmarka er takmörkuð auðlind. Elliðaárdalurinn er ein af stærstu auðlindum Reykvíkinga.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar frá 3. desember og 10. lið fundargerðarinnar frá 10. desember:
Fulltrúi Flokks fólksins styður viðauka sem lúta að aukinni og bættri þjónustu við borgarbúa og vegna COVID. Ekki er hægt að samþykkja deiliskipulag Elliðaárdalsins enda sumt fyrirkomulag þar ekki í nógu mikilli almennri sátt. Elliðaárdalurinn er mörgum afar kær jafnvel þótt varla sé hægt að tala um hann sem ósnortna náttúru lengur. Hann er manngerð náttúra. Þar með er þó ekki sagt að gildi hans sé ekki mikið, þvert á móti. Skort hefur á samráð við borgarbúa varðandi deiliskipulagið. Það hefði verið hægt að vinna þessa borgarperlu miklu meira með fólkinu, með notendum dalsins og aðdáendum hans.
- Lagðar fram fundargerðir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 26. nóvember, menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. nóvember, skipulags- og samgönguráðs frá 2. desember, skóla- og frístundaráðs frá desember, umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 9. desember og velferðarráðs frá 2. desember.
Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðar skipulags- og samgönguráðs:
Hér er komin skýrsla um ekki neitt annað en að fjölga opinberum starfsmönnum, skipa upplýsingafulltrúa um umferðarlýsingarmál og sækja peninga í sjóði ESB. Fulltrúar SWECO komu ekki til landsins til að kynna sér málin áður en skýrslan var gerð. Á þeim grunni er ljóst að skýrslan er gagnslaus. Nú hefur komið í ljós að skýrsla með niðurstöðum úttektar SWECO á umferðarljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu var skilað 7. júní sl. Það sætir mikilli furðu að kjörnir fulltrúar fái að bera skýrsluna augum fyrst nú því búið er að bíða eftir þessari skýrslu lengi. Ekki nóg með það heldur er búið að skipa starfshóp sem þegar hefur hafið störf við úrvinnslu skýrslunnar og í honum sitja eingöngu embættismenn. Minnt er á að í samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu voru umferðarljósastýringarmál sett í forgang og gera átti þarfagreiningu á hvernig hægt væri að auka umferðarflæði með réttri ljósastýringu. Þessi skýrsla fjallar ekki um það verkefni. Einn túrinn enn sitja kjörnir fulltrúar minnihlutans uppi með orðinn hlut og hafa ekkert til málana að leggja.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið og 10. lið fundargerðar umhverfis- og heilbrigðisráðs:
Umsögn vegna Arnarnesvegar: Þessi umsögn tekur ekki á einum mikilvægasta þættinum í tengslum við lagningu 3. áfanga Arnarnesvegar. Með framkvæmdinni er lokað fyrir frekari nýtingu svæðisins, lokað fyrir framtíðarmöguleika! Þegar er komin hugmynd um Vetrargarð, en hægt er að gera miklu meira í kringum hann ef rými er til staðar. Þetta er hæsti punktur borgarinnar. Þarna má setja upp lágan útsýnispall sem hefur afþreyingargildi. Ef Vetrargarðurinn verður vinsæll þarf hann einhverja möguleika á þróun, stækkun, útisvæði, gönguleiðir o.fl. Vegagerð þarna mun hindra annað sem hefði mun meira jákvætt í för með sér, en að fólk úr austurhluta Kópavogs geti ekið hratt frá Kópavoginum. Listi yfir samþykkt hundaleyfi: Það er afar undarlegt að sjá svona lista lagðan fram í ljósi tillögu stýrihóps um endurskoðun gæludýrareglna að fella niður hundaleyfisskyldu. Ef leggja á niður hundaleyfisskyldu er ekkert sem réttlætir lengur hundaeftirlitsgjald. Samt á að halda áfram að innheimta eftirlitsgjald þ.e. af þeim sem láta skrá hunda sína hjá Reykjavíkurborg sem eru í mesta lagi eigendur 2.000 hunda af áætluðum 9.000 hundum í borginni. Loksins voru vinnuskýrslur birtar sem staðfesta að hundaeftirlitið hafði nánast ekkert að gera. Allt árið í fyrra voru málin aðeins 21 fyrir utan desember, þetta er ein eftirlitsferð á viku fyrir hvorn hundaeftirlitsmann.
Fundi slitið kl. 00:31
Pawel Bartoszek
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 15.12.2020 - Prentvæn útgáfa