Borgarstjórn - 15.1.2013

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2013, þriðjudaginn 15. janúar, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Páll Hjalti Hjaltason, Óttarr Ólafur Proppé, Einar Örn Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um aðalskipulag Reykjavíkur.

2. Fram fer umræða um ábyrgð, viðbrögð og aðgerðir Reykjavíkurborgar varðandi kynferðislegt ofbeldi.

- Kl. 16.30 tekur Eva Einarsdóttir sæti á fundinum en Páll Hjalti Hjaltason víkur af fundi.

3. Lagt er til að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir taki sæti sem varamaður í borgarráði í stað Gísla Marteins Baldurssonar.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

4. Lagt er til að Margrét Kristín Blöndal taki sæti Páls Hjalta Hjaltasonar í ferlinefnd fatlaðra.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

5. Lagt er til að Diljá Ámundadóttir taki sæti Páls Hjalta Hjaltasonar sem varamaður í heilbrigðisnefnd.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

6. Lagt er til að Aniko Kolcsar taki sæti Margrétar Kristínar Blöndal í hverfisráði Kjalarness.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

7. Lagt er til að Sigurður Björn Blöndal taki sæti Páls Hjalta Hjaltasonar í innkauparáði og að Elsa Hrafnhildur Yeoman taki sæti Björns sem varamaður í ráðinu.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

8. Lagt er til að Diljá Ámundadóttir taki sæti Karls Sigurðssonar í íþrótta- og tómstundaráði og að Gunnar Lárus Hjálmarsson taki sæti Ragnars Hanssonar sem varamaður í ráðinu.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

9. Lagt er til að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir taki sæti Mörtu Guðjónsdóttur í skóla- og frístundaráði og að Marta taki sæti Rúnu Malmquist sem varamaður í ráðinu.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

10. Lagt er til að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir taki sæti Kjartans Magnússonar sem fyrsti varamaður í stjórn Faxaflóahafna.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

11. Lagt er til að Karl Sigurðsson taki sæti Oddnýjar Sturludóttur í stjórn Sorpu bs. og að Oddný taki sæti Karls sem varamaður í stjórninni.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

12. Lagt er til að Karl Sigurðsson taki sæti Páls Hjalta Hjaltasonar í velferðarráði.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

13. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að taka á dagskrá kosningu í hverfisráð miðborgar.

Samþykkt að Kári Sölmundarson taki sæti Árna Helgasonar í hverfisráði miðborgar og að Ásmundur Sveinsson taki sæti Kára sem varamaður í ráðinu.

14. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 20. desember.

Lögð fram að nýju fyrirspurn borgarfulltrúa Kjartans Magnússonar frá fundi borgarstjórnar þann 4. september sl. Einnig er lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurninni sem lagt var fram á fundi borgarráðs þann 18. október sl.

15. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 10. janúar.

21. liður fundargerðarinnar, tillaga borgarstjóra um breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur er samþykktur með 9 atkvæðum gegn 1.

16. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 11. janúar, íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. og 14. desember, mannréttindaráðs frá 8. janúar, menningar- og ferðamálaráðs frá 17. desember, skipulagsráðs frá 19. desember og 9. janúar, umhverfis- og samgönguráðs frá 12. desember og velferðarráðs frá 6. og 20. desember og 7. janúar.

Fundi slitið kl. 17.41

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Gísli Marteinn Baldursson            Karl Sigurðsson

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 15.01.13