Borgarstjórn - 15.11.2016

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2016, þriðjudaginn 15. nóvember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í hátíðarsal Hagaskóla og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Skúli Helgason, Magnús Már Guðmundsson, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eva Einarsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Halldór Auðar Svansson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:

Borgarstjórn beinir því til forsætisnefndar að ákveða að tímabundið nemi laun borgarfulltrúa 77,82% af þingfararkaupi eins og það var 28. október sl. eða fyrir uppkvaðningu úrskurðar kjararáðs nr. 2016.3.001. Hið sama gildi um launagreiðslur annarra kjörinna fulltrúa sem taka mið af þingfararkaupi. Þessi tímabundna ráðstöfun skal standa yfir þar til Alþingi hefur haft tækifæri til að bregðast við úrskurði kjararáðs eða eigi síðar en til 31. desember nk. Bregðist Alþingi ekki við úrskurðinum er því beint til forsætisnefndar að gera breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

- Kl. 14.02 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

Samþykkt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn samþykkja tillögu þessa þar sem þeir telja að ákvörðun kjararáðs hafi falið í sér of bratta hækkun á kjörum kjörinna fulltrúa. Þeir telja skynsamlegt að næstu skref verði skoðuð af mikilli yfirvegun og varkárni í forsætisnefnd þar sem það verður ávallt að hafa í huga að það eru margir og flóknir annmarkar á því að eftirláta stjórnmálamönnum vald yfir eigin kjörum.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Úrskurður kjararáðs um kjör æðstu ráðamanna þjóðarinnar er eins og sprengja inn í viðkvæma stöðu á almennum vinnumarkaði og samrýmist hvorki launastefnu sem ríkið og sveitarfélög hafa markað til næstu ára né ákvæðum laga um kjararáð sem kveða á um að ráðið skuli ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. Nærri 45% hækkun launa ráðherra og þingmanna á einu bretti er langt umfram þær launahækkanir sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Meirihlutinn skorar á Alþingi að koma þegar saman til að vinda ofan af úrskurði kjararáðs.

2. Samþykkt að taka á dagskrá svohljóðandi tillögu borgarstjórnar:

Borgarstjórn samþykkir að móta og hefja aðgerðir gegn notkun einnota umbúða í borginni. Horft verði til þess hvernig auðvelda megi borgarbúum að komast hjá einnota umbúðum og velja annað en t.d. plastpoka og annars konar einnota umbúðir. Skal aðgerðaáætlunin unnin í samstarfi við grasrótarsamtök, samtök um verslun og þjónustu, starfsmenn borgarinnar og íbúa. Þá verði skoðað hvernig megi standa að fræðslu til að ná þessum markmiðum. Rýna skal í aðra markaða stefnu borgarinnar sem kann að skipta máli fyrir verkefnið og hafa þær stefnur til hliðsjónar sem þegar hafa verið samþykktar í umhverfis-, auðlinda- og úrgangsmálum.

Samþykkt.

Vísað til meðferðar borgarráðs.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Reykjavíkurborg geri átak í að hreinsa veggjakrot og leita allra leiða til að stemma stigu við því og gera borgina veggjakrotslausa í samstarfi við hagsmunaaðila s.s. íbúasamtök, ungmennaráð og rekstaraðila.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

4. Fram fer umræða um NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) í Reykjavík.

5. Fram fer umræða um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavík.

6. Lagt er til að Ragnar Hansson taki sæti í stjórnkerfis- og lýðræðisráði í stað Kára Sævarssonar.

Samþykkt.

7. Lagt er til að Gréta Björg Egilsdóttir taki sæti í velferðarráði í stað Rakelar Daggar Óskarsdóttur sem verður varamaður í ráðinu í stað Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur.

Samþykkt.

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

8. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 3. og 10. nóvember.

-  22. liður fundargerðarinnar frá 10. nóvember, viðauki við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2016 vegna stofnframlaga, samþykktur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

-  23. liður fundargerðarinnar frá 10. nóvember, kaup á byggingarrétti Hverfisgötu 41, samþykktur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

- 24. liður fundargerðarinnar frá 10. nóvember, viðauki við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2016 vegna kaupa á byggingarrétti við Hverfisgötu 41, samþykktur. Borgarsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

6. Lagðar fram fundargerðir mannréttindaráðs frá 6. og 27. september og 8. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 28. september og 9. nóvember, umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. og 9. nóvember og velferðarráðs frá 3. nóvember.

Fundi slitið kl. 17.06

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Elsa H. Yeoman

Skúli Helgason Áslaug Friðriksdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 15.11.2016 - prentvæn útgáfa