Borgarstjórn
Ár 2023, þriðjudaginn 14. febrúar, var haldinn sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Reykjavíkurráðs ungmenna. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Alexandra Briem, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Egill Þór Jónsson, Einar Þorsteinsson, Guðný Maja Riba, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Sabine Leskopf, Sandra Hlíf Ocares, Stefán Pálsson, Trausti Breiðfjörð Magnússon og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna: Alex Dóra Björg Brynjudóttir, Ástrós Eva Einarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Embla María Möller Atladóttir, Emilía Nótt Starradóttir, Oskars Zelmenis og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram svohljóðandi tillaga Alex Dóru Bjargar Brynjudóttur, fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:
Lagt er til að borgarstjórn feli skóla- og frístundaráði að vinna að því að hraða innleiðingu á tilraunaverkefni starfshóps um bætta kynfræðslu í grunnskólum Reykjavíkur og að innleiðing verði hafin í öllum grunnskólum eigi síðar en haustið 2024.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS23020089
2. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ástrósar Evu Einarsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:
Lagt er til að borgarstjórn feli skóla- og frístundaráði og velferðarráði að finna leiðir til að bæta aðgengi grunnskólanema að viðtalsmeðferðum innan grunnskólanna í Reykjavík og að tillaga um úrbætur liggi fyrir eigi síðar en haustið 2023.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar velferðarráðs. MSS23020090
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga Emilíu Nætur Starradóttur, fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta:
Lagt er til að borgarstjórn hætti við að stytta opnunartíma í félagsmiðstöðvum og sé í samskiptum við ungmennaráð borgarinnar áður en teknar eru ákvarðanir um frístundastarf unglinga.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS23020091
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga Oskars Zelmenis, fulltrúa í ungmennaráði Breiðholts:
Lagt er til að borgarstjórn feli skóla- og frístundaráði að beita sér fyrir því að ákveðnu fjármagni verði veitt til nemendaráða árlega í hverjum grunnskóla frá árinu 2024 og að það verði notað til að lífga upp á skólaumhverfið.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS23020092
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga Emblu Maríu Möller Atladóttur, fulltrúa í ungmennaráði Grafarvogs:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði að hefja vinnu við innleiðingu skyldunáms í fjármálalæsi í samstarfi við grunnskóla Reykjavíkurborgar. Miða skal við að kennsla hefjist í öllum grunnskólum eigi síðar en á haustmisseri 2024.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS23020093
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga Elísabetar Gunnarsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að veita auknu fjármagni til að bæta hjólastólaaðgengi að félagsmiðstöðvum og skólum og að úrbætur hefjist í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks eigi síðar en haustið 2024.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. MSS23020094
7. Lögð fram svohljóðandi tillaga Úlfhildar Elísu Hróbjartsdóttur, fulltrúa í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundaráði að sjá til þess að nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar fái fræðslu í skyndihjálp annað hvert ár, tvo klukkutíma í senn, frá og með vorönn 2024.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS23020095
Fundi slitið kl. 17:27
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir