Borgarstjórn
BORGARSTJÓRN
Ár 2004, fimmtudaginn 1. apríl, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Björn Bjarnason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Margrét Einarsdóttir. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
Í upphafi fundar var samþykkt með 12 samhljóða atkvæðum að taka á dagskrá kosningu fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar.
1. Kosning þriggja manna og þriggja til vara í stjórn Landsvirkjunar til eins árs.
Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:
Af R-lista: Helgi Hjörvar Álfheiður Ingadóttir Af D-lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Varamenn voru kosnir með sama hætti:
Af R-lista: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Árni Þór Sigurðsson Af D-lista: Hanna Birna Kristjánsdóttir
2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 23. mars.
3. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 30. mars.
- Kl. 14.08 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum. - Kl. 14.31 tók Guðlaugur Þór Þórðarson sæti á fundinum og Margrét Einarsdóttir vék af fundi. Jafnframt tók Þorlákur Björnsson sæti á fundinum.
Samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum að vísa tillögu um veitingu áfengisveitingaleyfis í 18. lið fundargerðarinnar til frekari meðferðar borgarráðs.
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað:
Yfirgnæfandi rök mæla gegn því að áfengisveitingar fari fram í Egilshöll, en í húsinu fara fram íþróttir æskufólks m.a. á vegum grunnskólans. Svo virðist sem a.m.k. einhverjir borgarráðsfulltrúar hafi talið að stuðningur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og formanns íþróttafélags í Grafarvogi væri ekki þvert á afstöðu forystu íþróttahreyfingarinnar í þessu máli. Annað hefur nú komið í ljós. Stuðningur meirihluta borgarráðs við áfengisveitingaleyfi virðist því að einhverju leyti byggður á röngum forsendum. Fyrir liggur samþykkt borgarráðs um að fela íþrótta- og tómstundaráði og félagsmálaráði að meta í samráði við íþróttahreyfinguna hvort endurskoða þurfi málsmeðferðarreglur borgarráðs m.t.t. áfengisveitinga í og við íþróttamannvirki. Borgarstjórn er því ekkert að vanbúnaði að samþykkja þá málsmeðferð en fella samþykkt borgarráðs um áfengisveitingaleyfi úr gildi. Ég sit því hjá við atkvæðagreiðslu um að vísa málinu aftur til borgarráðs.
4. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 24. mars.
5. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 16. mars.
6. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22. mars. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.
7. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. mars.
- Kl. 18.35 var gert hlé á fundi. - Kl. 19.10 var fundi fram haldið og vék þá Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi og Marta Guðjónsdóttir tók þar sæti.
8. Lögð fram leiðrétt fundargerð leikskólaráðs frá 26. mars.
9. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 22. mars.
10. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 16. mars.
11. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. mars. - Kl. 19.13 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Dagur B. Eggertsson tók þar sæti. - Kl. 19.20 tók Benedikt Geirsson sæti á fundinum og Marta Guðjónsdóttir vék af fundi. - Kl. 19.45 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Guðlaugur Þór Þórðarson tók þar sæti.
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
12. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 24. mars. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.
13. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 25. mars.
Fundi slitið kl. 20.45.
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.
Alfreð Þorsteinsson
Björk Vilhelmsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson