Borgarstjórn - 1.4.2003

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2003, fimmtudaginn 3. apríl, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Þorlákur Björnsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Helgi Hjörvar, Ólafur F. Magnússon, Kjartan Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 25. mars.

2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 1. apríl.

- Kl. 16.45 vék Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Margrét Einarsdóttir tók þar sæti. - Kl. 18.04 var gert hlé á fundi. - Kl. 18.30 var fundi fram haldið og tók þá Marsibil Sæmundsdóttir sæti á fundinum og Þorlákur Björnsson vék af fundi. - Kl. 19.05 vék Stefán Jón Hafstein af fundi og Stefán Jóhann Stefánsson tók þar sæti. Jafnframt vék Margrét Einarsdóttir af fundi og Benedikt Geirsson tók þar sæti. - Kl. 19.40 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi og Þorbjörg Vigfúsdóttir tók þar sæti.

10. liður fundargerðarinnar, nýting lóðar að Sóleyjarrima 1, samþykktur með 8 atkvæðum gegn 7.

Kosning þriggja manna og þriggja til vara í stjórn Landsvirkjunar til eins árs, sbr. 13. lið fundargerðarinnar. Kosnir voru af tveimur listum án atkvæðagreiðslu:

Af R-lista: Helgi Hjörvar Álfheiður Ingadóttir Af D-lista: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Varamenn voru kosnir með sama hætti:

Af R-lista: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Árni Þór Sigurðsson Af D-lista: Guðrún Ebba Ólafsdóttir

15. liður fundargerðarinnar, umboð til borgarráðs vegna alþingiskosninga, samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

3. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 31. mars.

4. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24. febrúar. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

5. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 24. mars. Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum.

6. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs fá 24. mars.

7. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 21. mars.

8. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 28. mars.

9. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 27. mars.

10. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 17. mars.

11. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 19. mars. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 21.27.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð

Árni Þór Sigurðsson

Anna Kristinsdóttir Kjartan Magnússon