Borgarstjórn - 13.3.2018

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2018, þriðjudaginn 13. mars, var haldinn sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14:06. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Halldór Auðar Svansson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar í ofbeldisvarnarnefnd: Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir og Sigþrúður Guðmundsdóttir, ásamt gestum. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Fundurinn er settur með ávörpum borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, og Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa og formanns ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.

-    Kl. 14:50 víkur Björn Gíslason af fundi og Elísabet Gísladóttir tekur sæti.

2.    Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fjallar um mansal og vændi. 

3.    Ragna Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, fjallar um aðstoð í Bjarkarhlíð við fólk í vændi.

4.    Heiða Björk Vignisdóttir lögmaður fjallar um skipulagða brotastarfsemi, tengsl vændis og mansals.

5.    Fram fara umræður borgarfulltrúa og fundargesta.

Dóra Magnúsdóttir, Halldór Halldórsson, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sigurður Björn Blöndal, Helga Vala Helgadóttir, Snorri Birgisson, Edda Ólafsdóttir, Ragnheiður J. Sverrisdóttir, Eva Dís Þórðardóttir, Dagur B. Eggertsson og Heiða Björg Hilmisdóttir taka til máls undir þessum lið.

-    Kl. 15:40 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundi og Gréta Björg Egilsdóttir tekur sæti. 

6.    Lögð er fram svohljóðandi tillaga borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar:

Borgarstjórn felur ofbeldisvarnarnefnd að fara í árvekniátak til að fá borgarbúa til að vinna gegn vændi og mansali. Mansal fer eðli málsins samkvæmt mjög leynt og er þörf á að virkja almenning til að fylgjast með sínu nærumhverfi og þekkja merki þess að mansal þrífist. Reykjavíkurborg vinni að þessu átaki í samstarfi við þá aðila sem gleggst til þekkja, skoði samstarf við lögreglu og verkalýðsfélög og nýti þá miðla sem borgin hefur yfir að ráða. Sem þátt í þessu átaki felur borgarstjórn ofbeldisvarnarnefnd að halda málþing um mansal og vændi og vekja þannig athygli á þeim vanda sem við er að etja og því ofbeldi sem viðgengst. Samstarf allra aðila verði styrkt og byggð upp þekking á málefninu.

Greinargerð fylgir tillögunni. 

Samþykkt. 

Fundi slitið kl. 16:15

Forseti borgarstjórnar og formaður ofbeldisvarnarnefndar gengu frá fundargerð

Líf Magneudóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 13.3.2018 - prentvæn útgáfa