Borgarstjórn - 12.5.2020

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2020, þriðjudaginn 12. maí, var haldinn sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Reykjavíkurráðs ungmenna. Fundurinn var haldinn í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hófst kl. 16:15. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Pawel Bartoszek, Diljá Ámundadóttir Zoega, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir, Sabine Leskopf, Skúli Helgason, Vigdís Hauksdóttir, Alexandra Briem og Örn Þórðarson. . Eftirtaldir borgarfulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Elín Oddný Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Þór Elís Pálsson og Valgerður Sigurðardóttir. Jafnframt voru komnir til fundar eftirtaldir fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna: Embla María Möller Atladóttir, Saga María Sæþórsdóttir, Nadia Lóa Atladóttir, Aldís Lóa Benediktsdóttir, Karin Guttesen, Brynjar Bragi Einarsson, Bára Katrín Jóhannsdóttir og Regína Bergmann Guðmundsdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Emblu Maríu Möller Atladóttur frá ungmennaráði Grafarvogs:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að hefja vinnu við innleiðingu skyldunáms í fjármálalæsi í samstarfi við grunnskóla Reykjavíkurborgar. Miða skal við að kennsla hefjist í öllum grunnskólum eigi síðar en á haustmisseri 2021.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20050125

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

2.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Sögu Maríu Sæþórsdóttur frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða: 

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að veita auknu fjármagni til grunnskóla og félagsmiðstöðva til þess að hægt sé að auðvelda aðgengi barna og ungmenna að fríum tíðavörum frá og með hausti 2020.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20050126

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

3.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Nadiu Lóu Atladóttur frá ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að bjóða nemendum í grunnskólum Reykjavíkur aukna fræðslu um fólk á flótta og stöðu þeirra í íslensku samfélagi, eigi síðar en haustið 2020.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20050127

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs.

4.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Aldísar Lóu Benediktsdóttur frá ungmennaráði Breiðholts:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að tryggja fjármagn til skóla- og frístundasviðs til að allar frístundamiðstöðvar í Reykjavík geti haft að lágmarki eitt ungmennahús í hverju hverfi fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára eigi síðar en á fjárhagsárinu 2021.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20050128

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarfulltrúi Flokk fólksins fagnar tillögu ungmennaráðs Breiðholts um að starfrækt verði ungmennahús í öllum hverfum borgarinnar og þannig að efla og styrkja menningu ungmenna. Ungt fólk í borginni hefur sýnt og sannað að sköpunarkraftur þeirra er mikill og hjá þeim kemur oft fram ný sýn á samfélagið, sem er nauðsynleg viðbót hverju sinni. Ekkert er meira gefandi en að vinna með ungu fólk, því styður Flokkur fólksins að leitað verði leiða til að efla menningarstarf ungs fólk í öllum hverfum borgarinnar. Vænlegast til árangurs er að leita leiða með hvaða hætti væri best að framkvæma slíka starfsemi án mikils tilkostnaðar, þá sérstaklega varðandi húsnæði heldur að fé nýtist starfseminni sjálfri, þ.e. að ungt fólk fái fjármagn og vettvang til sköpunar.

5.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Karin Guttesen frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að beina því til skóla- og frístundaráðs að tryggja aðgengi félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar að íþróttahúsi í hverfi þeirrar félagsmiðstöðvar sem um ræðir. Lagt er til að breytingin taki gildi í byrjun skólaárs 2020-2021.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20050129

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

6.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Brynjars Braga Einarssonar frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að stofna starfshóp sem samanstendur af fagmönnum og ungmennum sem vinnur að því að fræða kennara í grunnskólum Reykjavíkur um loftlagsmál með það markmið að þeir muni nýta þá vitneskju í eigin kennslu. Í hópnum skulu m.a. eiga sæti fulltrúar skóla- og frístundasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar en lagt er til að fræðsla verði hafin á skólaárinu 2020-2021.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20050130

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

7.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Báru Katrínar Jóhannsdóttur frá ungmennaráði Árbæjar og Holta:

Lagt er til að borgarstjórn feli skóla- og frístundaráði að sjá til þess að börn og ungmenni fái jafnréttisfræðslu við hæfi og að slík fræðsla fari fram í öllum skólum frá og með hausti 2020

Greinargerð fylgir tillögunni. R20050131

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar mannréttinda,- nýsköpunar- og lýðræðisráðs.

8.    Lögð fram svohljóðandi tillaga Regínu Bergmann Guðmundsdóttur frá ungmennaráði Kjalarness:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki að fela skóla- og frístundasviði að innleiða sjálfsvarnarkennslu í alla grunnskóla Reykjavíkur, annað hvort sem sér kennslugrein eða sem hluta af íþróttakennslu, eigi síðar en á haustönn 2021.

Greinargerð fylgir tillögunni. R20050132

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar ofbeldisvarnarnefndar.

Fundi slitið kl. 18:25

Forseti borgarstjórnar gekk frá fundargerðinni.

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn og Reykjavíkurráð ungmenna 12.5.2020 - Prentvæn útgáfa