Borgarstjórn
2
B O R G A R S T J Ó R N
Ár 2001, fimmtudaginn 1. febrúar, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 17.00. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Alfreð Þorsteinsson, Kjartan Magnússon, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Ólafur F. Magnússon. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 23. janúar.
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað vegna 28. liðar:
Þegar og ef fyrirhugaður flutningur Reykjavíkurflugvallar kemur til framkvæmda eftir a.m.k. 15 ár má vænta þess að sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu hafi borið gæfu til þess að sameinast í eitt sveitarfélag. Sterk fjárhagsleg og skipulagsleg rök mæla með slíkri sameiningu og að látið verði af þeim hrepparíg sem stendur í vegi fyrir framgangi ýmissa góðra mála á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel því sjálfsagt og eðlilegt að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í atkvæðagreiðslu um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkur-flugvallar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu undir 19. lið:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fela Bílastæðasjóði að leita eftir samþykki hafnaryfirvalda fyrir því að þak Faxaskála verði nýtt sem almenn bílastæði fyrir miðborgina.
- Kl. 17.35 vék Guðrún Erla Geirsdóttir af fundi og Árni Þór Sigurðsson tók þar sæti. - Kl. 17.41 vék Kristján Guðmundsson af fundi og Júlíus Vífill Ingvarsson tók þar sæti. - Kl. 18.05 vék Ólafur F. Magnússon af fundi og Helga Jóhannsdóttir tók þar sæti. - Kl. 18.36 vék Alfreð Þorsteinsson af fundi og Anna Geirsdóttir tók þar sæti. - Kl. 19.05 var gert fundarhlé. - Kl. 19.35 var fundi fram haldið og vék þá Jóna Gróa Sigurðardóttir af fundi og Snorri Hjaltason tók þar sæti. - Kl. 21.00 tók Kristbjörg Stephensen við fundarritun af Gunnari Eydal.
Samþykkt með samhlj. atkv. að taka tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks á dagskrá. Samþykkt með 15 samhlj. atkv. að vísa tillögunni til borgarráðs. Samþykkt með 15 samhlj. atkv. að vísa 13. lið fundargerðarinnar, reglugerð fyrir Hitaveitu Þorlákshafnar, til síðari umræðu. Samþykkt með 15 samhlj. atkv. að vísa 14. lið fundargerðarinnar, gjaldskrá fyrir Hitaveitu Þorlákshafnar, til síðari umræðu.
2. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 30. janúar.
- Kl. 21.58 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Kristján Guðmundsson tók þar sæti. - Kl. 22.07 vék Sigrún Magnúsdóttir af fundi og Óskar Bergsson tók þar sæti. - Kl. 23.10 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og Pétur Jónsson tók þar sæti. - Kl. 23.12 tók Gunnar Eydal við fundarritun af Kristbjörgu Stephensen.
3. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 17. janúar.
4. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 29. janúar.
5. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhlj. atkv.
6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 24. janúar. B-hluti fundargerðarinnar samþykktur með 15 samhlj. atkv.
7. Lögð fram þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar 2002-2004; síðari umræða.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu þriggja ára áætlunar, þar sem það frumvarp er fyrir liggur tekur ekki tillit til þess útgjaldaauka sem nýgerðir kjarasamningar við grunnskólakennara og leikskólakennara hafa í för með sér.
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks felld með 8 atkv. gegn 7.
Borgarstjóri óskaði bókað:
3ja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar er leiðbeinandi í eðli sínu en ekki skuldbindandi með sama hætti og fjárhagsáætlun. Í áætluninni er skýrt tekið fram, að fram að úthlutun fjárhagsramma, sem verður í apríl/maí, geti forsendur breyst og þar með fjárhæðin m.a. vegna þeirra kjarasamninga sem nú eru í burðarliðnum. Þeir samningar munu bæði hafa áhrif á tekna- og útgjaldahlið áætlunarinnar, en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu mikil þau áhrif munu verða, enda hafa kjarasamingar ýmist ekki verið samþykktir eða gerðir. Það eru því engin rök fyrir því að fresta áætluninni enda beinlínis gert ráð fyrir því í sveitarstjórnarlögum að 3ja ára áætlunin sé samþykkt innan mánaðar frá samþykkt fjárhagsáætlunar. Þá er rétt að geta þess að þær forsendur sem Reykjavíkurborg miðar við eru í engu frábrugðnar þeim forsendum sem aðrar sveitar- og bæjarstjórnir miða við í sínum 3ja ára áætlunum.
Áætlunin samþykkt með 8 samhlj. atkv.
Fundi slitið kl. 00.51.
Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.
Helgi Hjörvar
Hrannar Björn Arnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson