Borgarstjórn - 1.12.2015

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2015, þriðjudaginn 1. desember, var haldinn fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.10. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Sóley Tómasdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, S. Björn Blöndal, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Jóna Björg Sætran, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir. 

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2016; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 ásamt greinargerð og starfsáætlunum. Jafnframt er lagður fram til samþykktar 29. liður fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember: aðgerðaráætlun 2016-2018 vegna fjárhagsáætlunar 2016. Einnig er lagður fram 1. liður a. í fundargerð forsætisnefndar frá 27. nóvember: breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merktar D01-D04. 

- Kl. 19.00 víkur Halldór Halldórsson af fundinum og Hildur Sverrisdóttir tekur þar sæti.

- Kl. 19.55 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum og Ilmur Kristjánsdóttir víkur sæti. 

Samþykkt með 15 atkvæðum að taka svohljóðandi breytingartillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata á dagskrá:

SÆVÞ-01 Breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna hagræðingar.

Lagt er til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á fjárheimildum fagsviða til lækkunar vegna hagræðingar á útgjöldum um 1.780.001 þ.kr. Skipting hagræðingar 2016, íþrótta- og tómstundasvið, -127.384, menningar- og ferðamálasvið, -72.861, skóla- og frístundasvið, -669.760, umhverfis- og skipulagssvið, -172.459, velferðarsvið, - 412.418, Ráðhús – miðlæg stjórnsýsla, 

-325.119.

SÆVÞ-02 Breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna þjónustutekna. 

Lagt er til að fjárheimildir fagsviða verði hækkaðar um 55.318 þ.kr. vegna lægri þjónustutekna en frumvarpið gerði ráð fyrir, í samræmi við breyttar verðlagsforsendur. Breytingar á fjárheimildum fagsviða verði eftirfarandi: Lækkun þjónustutekna, íþrótta- og tómstundasvið 12.532, menningar- og ferðamálasvið 2.651, skóla- og frístundasvið 25.728, umhverfis- og skipulagssvið (AS+ES) 2.365, velferðarsvið 12.042.

SÆVÞ-03 Breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna vísitölubundinna samninga.

Lagt er til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna lækkunar á útgjöldum um 188.058 þ.kr. vegna lægri verðlagsáhrifa á vísitölubundna samninga. Breyting (bæting) samninga, íþrótta- og tómstundasvið 

-38.684, menningar- og ferðamálasvið -17.597, miðlæg stjórnsýsla -6.541, skóla- og frístundasvið -18.225, umhverfis- og skipulagssvið (AS+ES) -33.224, velferðarsvið -40.096, önnur útgjöld -9.337, eignasjóður (SEA) -24.354.

SÆVÞ-04 Breytingar á fjárheimildum velferðarsviðs vegna framfærslustyrks.

Lagt er til að gerð verði breyting á fjárheimildum velferðarsviðs vegna lækkunar á útgjöldum um 44.258 þ.kr. vegna lækkunar verðbóta á framfærslustyrk. Breytingin kemur til frádráttar á bundnum liðum sviðsins.

SÆVÞ-05 Breytingar á fjárheimildum vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar.

Lagt er til gerð verði breyting á fjárheimildum A-hluta vegna hækkunar á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar um 1.000.000 þ.kr. vegna breytinga á verðlagsforsendum.

SÆVÞ-06 Tilfærslur innan áætlunar hjá velferðarsviði.

Lagt er til að gerðar verði eftirfarandi tilfærslur milli liða í fjárhagsáætlun velferðarsviðs. Tilfærslur þessar hafa ekki áhrif á útkomu fjárhagsáætlunar.

a. Vegna breytinga á áætlunum þriggja búsetukjarna. Um er að ræða tilfærslur á milli launa og annars rekstrarkostnaðar sem ekki hafa áhrif á útkomu fjárhagsáætlunar.

b. Vegna heimahjúkrunar. Um er að ræða hækkun tekna og annars rekstrarkostnaðar og hefur breytingin ekki áhrif á útkomu fjárhagsáætlunar.

c. Vegna hjúkrunarheimila. Um er að ræða hækkun tekna og annars rekstrarkostnaðar og hefur breytingin ekki áhrif á útkomu fjárhagsáætlunar.

d. Tilfærslur á fjárheimildum á skrifstofu. Um er að ræða tilfærslur á milli launa og annars rekstarkostnaðar sem ekki hafa áhrif á útkomu fjárhagsáætlunar.

e. Tilfærslur milli þjónustuþátta. Lagt er til að gerðar verði eftirfarandi tilfærslur á fjárheimildum milli þjónustuþátta hjá velferðarsviði: Að fjárheimildir skammtímavistunar (V144) að fjárhæð 474.977 þ.kr. sem nú tilheyra búsetuúrræðum (VÞ033) færist undir liðinn stuðningsfjölskyldur, stuðningsþjónusta og frekari liðveisla (VÞ087). Tilfærslurnar hafa ekki áhrif á útkomu fjárhagsáætlunar.

SÆVÞ-07 Breyting á áætlun aðalsjóðs.

Lagt er til að fjárhagsáætlun aðalsjóðs verði breytt með eftirfarandi hætti vegna samantekinna áhrifa breytinga á verðlagsforsendum og tilfærslum milli liða:

Rekstartekjur hækki um 24.136 þ.kr., rekstrargjöld hækka um 871.492 þ.kr., fjármagnstekjur lækki um 1.004.087 þ.kr., liðir sem ekki hafa áhrif á sjóðsstreymi hækki um 1.961.625 þ.kr. og fjárfestingahreyfingar lækki um 106.516 þ.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé aðalsjóðs hækki um 3.666 þ.kr. miðað við frumvarpið.

SÆVÞ-08 Breyting á áætlun eignasjóðs.

Lagt er til að fjárhagsáætlun eignasjóðs verði breytt með eftirfarandi hætti vegna áhrifa af breyttum verðlagsforsendum: Rekstargjöld lækki um 24.354 þ.kr., fjármagnsgjöld lækki um 1.604.667 þ.kr., liðir sem ekki hafa áhrif á sjóðsstreymi lækki um 1.548.670 þ.kr. og fjármögnunarhreyfingar hækki um 150.420 þ.kr.. Gert er ráð fyrir að handbært fé eignasjóðs hækki um 230.770 þ.kr. miðað við frumvarpið.

SÆVÞ-09 Breyting á áætlun A-hluta.

Lagt er til að fjárhagsáætlun A-hluta verði breytt með eftirfarandi hætti vegna breytinga áhrifa á milliviðskipti: Liðir sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymi lækki um 15.971 þ.kr., fjárfestingahreyfingar hækki um 91.646 þ.kr., fjármögnunarhreyfingar lækki um 91.646 þ.kr. og handbært fé lækki um 15.971 þ.kr.

SÆVÞ-10 Strætó bs.

Lagt er til að fjárhagsáætlun samstæðu Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á fjárhagsáætlun Strætó bs. sem samþykktar voru af stjórn þess þann 13. nóv. sl. Breytingarnar fela í sér að tekjur félagsins lækki um 100.273 þ.kr., útgjöld lækki um 126.501 þ.kr. og fjármagnsgjöld hækki um 1.275 þ.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé Strætó hækki um 24.952 þ.kr. 

SÆVÞ-11 Félagsbústaðir hf.

Lagt er til að fjárhagsáætlun samstæðu Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun Félagsbústaða hf. Breytingarnar fela í sér að tekjur félagsins lækki um 92.000 þ.kr, útgjöld lækki um 77.000 þ.kr., fjármagnsliðir hækki um 670.196 þ.kr., liðir sem ekki hafa áhrif á sjóðsstreymi lækki um 622.196 þ.kr., breytingar á skammtímaliðum hækki um 4.000 þ.kr., fjárfestingahreyfingar hækki um 49.000 þ.kr. og fjármögnunarhreyfingar lækki um 80.000 þ.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé Félagsbústaða hækki um 6.000 þ.kr. miðað við frumvarpið.

SÆVÞ-12 Orkuveita Reykjavíkur.

Lagt er til að fjárhagsáætlun samstæðu Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Breytingarnar fela í sér að tekjur félagsins lækki um 596.515 þ.kr., útgjöld lækki um 428.064 þ.kr., fjármagnsgjöld lækki um 4.523.058 þ.kr., tekjuskattur hækki um 1.362.572 þ.kr., liðir sem ekki hafa áhrif á sjóðsstreymi lækki um 3.301.538 þ.kr., breytingar á skammtímaliðum lækki um 85.539 þ.kr., fjárfestingahreyfingar lækki um 483.290 þ.kr. og fjármögnunarhreyfingar lækki um 961.347 þ.kr. Gert ráð fyrir að handbært fé Orkuveitu Reykjavíkur hækki um 87.092 þ.kr. miðað við frumvarpið.

SÆVÞ-13 Innri leiga.

Lagt er til að fjárheimildir sviða vegna innri leigu verði lækkaðar á árinu 2016 í samræmi við breyttar verðlagsforsendur. Ekki liggja fyrir nákvæm áhrif þessa á einstaka kostnaðarstaði en breytingin mun fela það í sér að tekjur eignasjóðs munu lækka um sömu fjárhæð og útgjöld fagsviða í aðalsjóði. Áhrifin á A-hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu verða því engin.

SÆVÞ-14 Framkvæmd.

Lagt er til að fjármálastjóri fái heimild til að útfæra ofangreindar breytingar á kostnaðarstaði í A-hluta eftir því sem við á í samráði við hlutaðeigandi svið. 

Lagðar eru fram svohljóðandi breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. 1. lið a. í fundargerð forsætisnefndar frá 27. nóvember:

D-01: Lagt er til að eftirtalin fjárveiting til byggingaframkvæmda verði felld brott úr frumvarpi að fjárhagsáætlun 2016: kostnaðarstaður 1103, Grófarhús, viðbygging, 230 milljónir króna. 

D-02: Lagt er til að eftirtalin fjárveiting verði felld brott úr frumvarpi að fjárhagsáætlun 2016: kostnaðarstaður 1108, Gröndalshús, 50 milljónir króna. 

D-03: Lagt er til að eftirtalin fjárveiting verði felld brott úr frumvarpi að fjárhagsáætlun 2016: kostnaðarstaður 1108, Ráðhús, 50 milljónir króna. 

D-04: Lagt er til að eftirtalin fjárveiting verði felld brott úr frumvarpi að fjárhagsáætlun 2016: kostnaðarstaður 1108, Nauthólsvegur 100, 82 milljónir króna.

Samþykkt með 15 atkvæðum að taka svohljóðandi breytingartillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á dagskrá:

D-05: Borgarstjórn samþykkir sérstaka fjárveitingu til endurbóta á gervigrasvöllum í borginni að upphæð 151 milljón króna. Fjárveitinguna skal nota til að endurnýja velli, sem eru nú með kurl úr úrgangsdekkjum sem yfirborðs-fylliefni, en setja þess í stað viðurkennt gæðagras og efni, sem stenst ýtrustu umhverfis- og heilbrigðiskröfur. Ýmsir aðilar, t.d. Læknafélag Íslands, hafa ítrekað varað við notkun úrgangsdekkjakurls sem fylliefni á umrædda velli og bent á að í því séu efni sem geti verið skaðleg heilsu manna, ekki síst barna og ungmenna.

Svohljóðandi greinargerð fylgir tillögum D01-D05: Ofangreindar breytingar þýða bætta stöðu og hækkun handbærs fjár um 261 milljónir króna.

D-06: Borgarstjórn samþykkir að endurskoða hlutverk þjónustumiðstöðva borgarinnar með það að markmiði að draga úr rekstrarkostnaði, samræma þjónustustig milli hverfa og viðhalda góðu þjónustustigi til allra borgarbúa.

D-07: Borgarstjórn samþykkir að styrkja tekjuáætlun 5 ára áætlunar með því að úthluta fleiri lóðum undir fjölbreyttar húsagerðir í borgarlandinu. Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar (SEA) og fjármálaskrifstofu er falið að reikna út væntan tekjuauka og mögulega aukningu.

D-08: Borgarstjórn samþykkir að gerð verði úttekt á hagkvæmni þess að bjóða út sorphirðu í Reykjavík. Í þeirri úttekt skal miðað við að slík breyting á fyrirkomulagi verði gerð í áföngum, t.d. með því að sorphirða verði í upphafi boðin út í 1-2 hverfum og reynslan metin áður en lengra verður haldið. Einnig skal tryggt að núverandi starfsmenn sorphirðunnar hjá Reykjavíkurborg haldi störfum sínum og réttindum með þeim hætti að vænt hagræðing verði gerð í samræmi við starfsmannaveltu viðkomandi deildar eða með því að þeim bjóðist annað sambærilegt starf hjá borginni.

D-09: Ekki er samræmi í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjórn samþykkir að fjárhagsaðstoð í Reykjavík verði endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagsaðstoð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. 

Er þá gengið til atkvæða um þær breytingartillögur við frumvarp að fjárhagsáætlun ársins 2016 sem fyrir liggja: 

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-01, varðandi breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna hagræðingar, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-02, varðandi breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna þjónustutekna, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-03, varðandi breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna vísitölubundinna samninga, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-04, varðandi breytingar á fjárheimildum velferðarsviðs vegna framfærslustyrks, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-05, breytingar á fjárheimildum vegna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-06, tilfærslur innan áætlunar hjá velferðarsviði, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-07, breytingar á áætlun aðalsjóðs, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-08, breytingar á áætlun eignasjóðs, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-09, breytingar á áætlun A-hluta, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-10, vegna Strætó bs., samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-11, vegna Félagsbústaða, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-12, vegna Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-13, vegna innri leigu, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-14, heimild fjármálastjóra til útfærslu breytinga, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-01, varðandi Grófarhús, felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-02, varðandi Gröndalshús, felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-03, varðandi Ráðhús, felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-04, varðandi Nauthólsveg, felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-05, varðandi endurbætur á gervigrasvöllum í borginni, felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Samþykkt að vísa breytingartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-06, varðandi endurskoðun á  hlutverki þjónustumiðstöðva, til meðferðar borgarráðs. 

Samþykkt að vísa breytingartillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-07, varðandi úthlutun fleiri lóða, til meðferðar borgarráðs.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-08, varðandi úttekt á útboði sorphirðu, felld með 7 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Borgarfulltrúarnir S. Björn Blöndal og Halldór Auðar Svansson sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Breytingartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins merkt D-09, varðandi endurskoðun á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, felld með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 6 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina.

Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 með áorðnum breytingum.

Hér á að vera mynd af atkvæðagreiðsluskrá. Hægt er að sjá hana í pdf-útgáfu fundargerðarinnar hér hægra megin á síðunni.

Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016 með áorðnum breytingum er samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.   

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata: 

Fjárhagsáætlun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata einkennist öðru fremur af því markmiði að reka Reykjavíkurborg með sem hagkvæmustum hætti til framtíðar. Meirihlutinn leggur áherslu á sjálfbæran rekstur borgarsjóðs þar sem tekjur eru í samræmi við útgjöld. Hófstillt hagræðingarkrafa er leiðarljós borgarráðs í þeirri útfærslu á hagræðingu sem framundan er. Þar verður staðinn vörður um grunnþjónustu og barnafjölskyldur auk þess að leitast verður við að minnka húsnæðiskostnað, ná fram hagstæðari innkaupum og gæta aðhalds í starfsmannamálum. Við gerum ráð fyrir jákvæðum viðsnúningi í rekstri borgarinnar á næsta ári og fyrir árið 2018 verði markmiðum um sjálfbæran rekstur náð. Á næsta ári er gert ráð fyrir að lækka leikskólagjöld enn frekar, fullnýta laus leikskólapláss fyrir yngri börn og tryggja að þegar allt er lagt saman verði áfram ódýrast fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík og borgarbúar búi við góða grunnþjónustu í mannvænu samfélagi.

Lögð fram svohljóðandi bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Forgangsröðun er alvarlega ábótavant hjá meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar. Meirihluta þessara fjögurra flokka gengur lítið að taka ákvarðanir sem skipta raunverulegu máli en á gott með að taka ákvarðanir um hin ýmsu gæluverkefni. Nauðsynlegri vinnu við að taka á rekstri borgarinnar árið 2015 hefur verið ýtt yfir á næsta ár þrátt fyrir að fyrir löngu væri ljóst að reksturinn árið 2015 væri í alvarlegri stöðu. Þjónustu við aldraða, fatlaða og börn er ógnað vegna sinnuleysis meirihlutans. Ekkert er fjárfest í breytingum og nauðsynlegum umbótaverkefnum sem fagfólk hefur í nokkur ár bent á að nauðsynleg séu. Undir stjórn þessa meirihluta belgist kerfið út og það eina sem sést frá meirihlutanum eru óútfærðar niðurskurðarhugmyndir sem samræmast illa þörfum framtíðar. Engin pólitísk stefnumörkun fylgir þessum tillögum heldur er embættismannakerfinu falið að framfylgja þeim. Þó má lesa út úr greinargerð með 5 ára áætlun að meirihlutinn muni ganga svo langt þegar borgarsjóði þrýtur fé muni fjármögnunin byggast á arðgreiðslum frá fyrirtækjum í B-hluta og þá fyrst og fremst Orkuveitu Reykjavíkur.  

2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2016-2020; síðari umræða.

Lagt fram að nýju frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2016-2020.

Samþykkt með 15 atkvæðum að taka svohljóðandi breytingartillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata við frumvarp að fimm ára áætlun á dagskrá:

SÆVÞ-01 A-hluti. Lagt er til að fimm ára áætlun A-hluta Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun vegna breyttra verðlagsforsendna. 

SÆVÞ-02 Strætó bs. Lagt er til að fimm ára áætlun samstæðu Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á fjárhagsáætlun Strætó bs. sem samþykktar voru af stjórn þess þann 13. nóv. sl. 

SÆVÞ-03 Félagsbústaðir hf. Lagt er til að fimm ára áætlun samstæðu Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun Félagsbústaða. 

SÆVÞ-04 Orkuveita Reykjavíkur. Lagt er til að fimm ára áætlun samstæðu Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur. 

SÆVÞ-05 Lífeyrisskuldbindingar og greiddur lífeyrir. Lagt er til að fimm ára áætlun samstæðu Reykjavíkurborgar verði breytt í samræmi við breytingar á frumvarpi á fjárhagsáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar. Um er að ræða breytingu á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar A-hluta og breytingu á greiddum lífeyri A-hluta. 

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-01, varðandi A-hluta, samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-02, varðandi Strætó bs., samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-03, varðandi Félagsbústaði hf., samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-04, varðandi Orkuveitu Reykjavíkur , samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Breytingartillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata, merkt SÆVÞ-05, varðandi lífeyrisskuldbindingar o.fl., samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Þá er gengið til atkvæða um frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2016-2020 með áorðnum breytingum: 

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.   

3. Lagt er til að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir taki sæti Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur í borgarráði. Jafnframt er lagt til að Greta Björg Egilsdóttir verði varamaður í ráðinu í stað Guðfinnu. 

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins.

4. Lagt er til að Sóley Tómasdóttir taki sæti Lífar Magneudóttur í mannréttindaráði og verði jafnframt formaður ráðsins. 

Samþykkt með 9 atkvæðum.

Halldór Auðar Svansson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Jóna Björg Sætran sitja hjá við afgreiðslu málsins.  

5. Lagt er til að Stefán Björnsson taki sæti Jónu Bjargar Sætran í mannréttindaráði.

Samþykkt. 

Halldór Auðar Svansson situr hjá við afgreiðslu málsins. 

6. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 19. nóvember. 

7. Lögð fram fundargerð borgarráðs frá 26. nóvember.

29. liður fundargerðarinnar, aðgerðaráætlun 2016-2018 vegna fjárhagsáætlunar 2016, samþykktur með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. .    

31. liður fundargerðarinnar, viðauki við fjárhagsáætlun 2015, samþykktur með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.    

32. liður fundargerðarinnar, endurskoðun reglna um gerð fjárhagsáætlunar, samþykktur með 9 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins. .    

8. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 27. nóvember, íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. nóvember, mannréttindaráðs frá 24. nóvember, menningar- og ferðamálaráðs frá 24. nóvember, skóla- og frístundaráðs frá 25. nóvember, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 16. nóvember, umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. og 25. nóvember og velferðarráðs frá 15. október og 19. nóvember.

Fundi slitið kl. 21.15

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Sóley Tómasdóttir

Áslaug Friðriksdóttir Skúli Helgason

 

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarstjórn 1.12.2015 - prentvæn útgáfa