Borgarstjórn - 10.9.2019

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2019, þriðjudaginn 10. september, var haldinn sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og ofbeldisvarnarnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16:30. Voru þá komin til fundar auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Pawel Bartoszek, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Aron Leví Beck, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Katrín Atladóttir, Egill Þór Jónsson, Marta Guðjónsdóttir, Örn Þórðarson og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar í ofbeldisvarnarnefnd: Sigríður Björk Guðjónsdóttir, I. Jenný Ingudóttir og Diljá Ámundadóttir Zoega.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1.    Fundurinn er settur með ávarpi borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar. 

-    Kl. 16.38 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.  

2.    Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður ofbeldisvarnarnefndar fjallar um aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í ofbeldisvarnarmálum. 

-    Kl. 16.38 víkur Pawel Bartoszek af fundinum og Diljá Ámundadóttir tekur sæti hans.

3.    Tómas Ingi Adolfsson, sérfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar fjallar um Örugga skemmtistaði, samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,  Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. 

-    Kl. 17.10 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum.

-    Kl. 17.15 tekur Ellen Jacqueline Calmon sæti á fundinum og Aron Leví Beck víkur af fundi. 

4.    Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka aðila í ferðaþjónustu fjallar um raunverulegar stjörnur sem er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Samtaka aðila í ferðaþjónustu sem beinist að því að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 

5.    Fram fara umræður borgarfulltrúa og fundargesta.

Fundi slitið kl. 18:03

Forseti borgarstjórnar og formaður ofbeldisvarnarnefndar gengu frá fundargerð.

Pawel Bartoszek    Heiða Björg Hilmisdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
borgarstjorn_1009.pdf