No translated content text
Borgarráð
Miðborgarstjórn Ár 2002, mánudaginn 3. júní, var haldinn 58. fundur miðborgarstjórnar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:30. Viðstaddir voru auk borgarstjóra: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson og Edda Sverrisdóttir. Jafnframt sátu fundinn Jóhannes Kjarval, Kristín Einarsdóttir og Kristbjörg Stephensen, sem ritaði fundargerð. Þetta gerðist: 1. Kristín Einarsdóttir fór yfir helstu verkefni framkvæmdastjóra miðborgar frá síðasta fundi, sem var 4. febrúar s.l. Nokkrar umræður urðu um einstök verkefni. 2. Deiliskipulag í miðborg, staðan í maí 2002. Jóhannes Kjarval dreifði yfirliti yfir stöðu deiliskipulagsvinnu í miðborg í maí 2002 og fór yfir stöðu einstakra reita. 3. Rætt um framhald miðborgarstjórnar og í hvaða mynd slíkt framhald eigi að vera. Fundi slitið kl. 12.00. Ingibjörg Sólrún Gísldóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir Þorkell Sigurlaugsson Edda Sverrisdóttir