Borgarráð - Fundur nr.5242

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 22. nóvember, var haldinn 5245. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Breiðholts frá 13. september og 8. nóvember
2012. R12010010

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 15. október 2012. R12010013

3. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Laugardals frá 24. september og 29. október 2012. R12010016

4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. nóvember 2012. R12010018

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 21. nóvember 2012. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R12100399

7. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs, dags. 22. nóvember 2012. R12010038
Frestað.

8. Lagt fram yfirlit eignasjóðs yfir innkaup í september 2012. R12010071

9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. nóvember 2012, sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 7. nóvember sl. um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðanna nr. 2-34 við Ísleifsgötu. R12010116
Samþykkt.

10. Lagt fram að nýju bréf sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 2. nóvember 2012, sbr. samþykkt velferðarsviðs þann 1. nóvember sl. um drög að samningi velferðarráðs og Hjúkrunarheimilisins Eirar um framkvæmd félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Eirarhúsum. R12110018
Samþykkt.

11. Lagt fram erindi Jórunnar Frímannsdóttur þar sem óskað er lausnar úr fulltrúaráði Eirar. R12110032
Samþykkt.

- Kl. 9.12 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

12. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra, dags. 12. nóvember 2012, þar sem lagt er til að borgarráð heimili að gengið verði til samninga um kaup á Perlunni af Orkuveitu Reykjavíkur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R12110049
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að söluferli vegna Perlunnar. Tilraun til að selja Perluna á almennum markaði á síðasta ári mistókst algjörlega vegna óskýrra forsendna og undirbúnings. Nú er ákveðið að stefna að því að Reykjavíkurborg kaupi Perluna og aftur er undirbúningur án skýrra forsenda, þar sem hvorki er búið að skýra aðkomu ríkisins að ferlinu né liggur fyrir hvaða markmið Reykjavíkurborg hyggst setja sér varðandi kaupverð og rekstur. Takist að styrkja rekstrargrunn Perlunnar með því að leigja hluta hússins undir minjasafn eru það góð tíðindi. Engin rök hníga þó að því að tengja leigu Perlunnar við kaup borgarinnar á fasteigninni afOrkuveituReykjavíkur. Hafa ber í huga að borgin á 93#PR í Orkuveitu Reykjavíkur.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSH, dags. 20. nóvember 2012, varðandi beiðni um umsögn um drög að eigendastefnu fyrir Strætó bs. annars vegar og Sorpu bs. hins vegar. Jafnframt lögð fram drög að eigendastefnu fyrir Strætó bs. annars vegar og Sorpu bs. hins vegar. R12040059
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs, fjármálaskrifstofu og skrifstofu borgarritara og borgarstjóra.

- Kl. 9.58 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.

14. Lögð fram tillaga fjármálastjóra og fjárstýringarhóps til borgarráðs, dags. 22. nóvember 2012, um skuldabréfaútboð.
R11060068
Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu málsins.

15. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. nóvember 2012, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg gangi til samninga við ríkið um þátttöku borgarinnar í verkefninu Vinna og virkni – átak til atvinnu 2013. Jafnframt lögð fram tillaga frá 13. nóvember sl. og umsögn um tillöguna Vinna og virkni - átak til vinnu 2013, dags. 21. nóvember 2012. R12110069
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna samþykkir tillöguna og bindur vonir við að verkefnið skili árangri bæði fyrir einstaklinga og samfélag. Þó er gerður fyrirvari við lið 5 sem kveður á um skýrari heimildir sveitarfélaga til að skilyrða fjárhagsaðstoð við virkni. Sveitarfélögum ber að aðstoða fólk sem ekki á annarra kosta völ. Sú skylda á að vera skilyrðislaus og Vinstri græn munu ekki samþykkja breytingar þar á.

- Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

16. Fram fer kynning á viðskiptaáætlun fyrir Sorpu bs. vegna gasgerðarstöðvar. R11030042
Vísað til kynningar hjá umhverfis- og samgönguráði.

- Björn H. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 10.49
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Óttarr Ólafur Proppé
Oddný Sturludóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Sóley Tómasdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir