Borgarráð - Fundur nr.4773

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2003, þriðjudaginn 7. janúar, var haldinn 4773. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björn Bjarnason, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon fundinn. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 11. desember.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Höfuðborgarstofu frá 6. desember.

3. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 19. desember.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 19. desember.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 20. desember.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál.

7. Lagður fram frælisti Grasagarðs Reykjavíkur 2002-2003, Hortus Botanicus Reykjavicensis.

8. Lagður fram kjarasamningur Læknafélag Íslands og Reykjavíkurborgar, dags. 20. desember 2002. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

9. Lögð fram greinargerð nefndar sem eigendur Landsvirkjunar skipuðu til að skila áliti um mat Landsvirkjunar á arðsemi og fjárhagslegri áhættu Kárahnjúkavirkjunar og sölu raforku til Fjarðaáls, en svo nefnist fyrirhugað álver Alcoa, dags. 7. þ.m.

Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:

1. Nú hefur álverð lækkað um rúmlega 1% árlega síðan 1960. Samkvæmt því má búast við að upphafsverð frá Kárahnjúkavirkjun verði 1350-1400 dollarar á tonn. Hvert er það upphafsverð sem gert er ráð fyrir í skýrslunni og hver er árleg lækkun sem reiknað er með? Hverjar eru líkurnar á því að þróun undanfarinna ára haldi áfram? Sé gengið út frá öðru verði og annarri lækkunarforsendu, hvaða röksemdir liggja þar að baki? Hvernig hafa skammtíma (4-10 ára) spár CRU staðist?

2. Hver eru líkindin til þess að 5.3% meðalarðsemi náist af verkefninu, miðað við 100 milljarða stofnkostnað, 1400 $ upphafsverð og 1% árlega lækkun verðs frá því?

3. Hver verður arðsemi verkefnisins, fari stofnkostnaður 20% fram úr áætlun, að gefnum sömu forsendum og í spurningu 2? Í skýrslu Sumitomo Mitsui vegna fyrri áforma var gert ráð fyrir að verkefnið þyldi 20% hærri stofnkostnað.

4. Sú ávöxtunarkrafa (raungildi) sem norska fjármálaráðuneytið gerir til sambærilegra verkefna er 8-9%. Reykjavíkurborg gerði 7-8% ávöxtunarkröfu til Nesjavallavirkjunar. Alcoa gerir um 8-9% raunávöxtunarkröfu til álversins, en eins og vitað er fylgja tekjur virkjunarinnar álverði með sama hætti og tekjur álversins. Hver er núvirt arðsemi framkvæmdarinnar þegar miðað er við 8% raunávöxtunarkröfu, 100 milljarða stofnkostnað, 1370 $ upphafsverð og 1% árlega lækkun verðs frá því?

5. Hvað er gert ráð fyrir að Landsvirkjun selji Alcoa mikla raforku á ári? Alcoa segir að í nýjum álverum þurfi ekki meira en 13.000 kWst til að framleiða tonn af áli. Hámarks framleiðsla álversins er 322.000 tonn á ári þ.a. skv. upplýsingum Alcoa verður hámarks orkunotkun álversins innan við 4186 GWst á ári.

6. Hvers vegna er gert ráð fyrir svo lágum rekstrarkostnaði við Kárahnjúkavirkjun sem er tæknilega flókin, með miklu meiri aurburði en við aðrar virkjanir og með umtalsverðum kostnaði vegna mótvægisaðgerða svo sem árlegri heftingu sandfoks á a.m.k. 9 ferkílómetrum? Árlegur rekstrarkostnaður Landsvirkjunar undanfarin ár hefur verið 1.1 til 1.3% af stofnvirði raforkumannvirkja (rannsóknarkostnaður ekki meðtalinn).

Frestað.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Mjóstræti 4. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um breytingu á deiliskipulagi reits, sem markast af Breiðagerði, lóð Breiðagerðisskóla, Hæðargarði að hluta og Grensásvegi. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 19. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 18. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits, sem markast af Þórsgötu, Týsgötu, Lokastíg og Baldursgötu. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 28. nóvember s.l., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 27. s.m. um breytingu á deiliskipulagi Ölgerðarreits, milli Grettisgötu, Njálsgötu og Frakkastígs. Samþykkt að leita álits borgarlögmanns á lögformlegri stöðu málsins.

14. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Hverfisbarnum verði veitt áminning vegna hljóðstigs á grundvelli 1. mgr. 25. gr. áfengislaga, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt lagt fram bréf forsvarsmanna Hverfisbarsins ehf. frá 6. þ.m. vegna málsins. Borgarráð samþykkir að veita áminningu.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 2. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 28. nóvember s.l. um gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavík. Borgarráð samþykkir gjaldskrána með 4 samhljóða atkvæðum.

16. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 2. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 28. nóvember s.l. um gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík. Borgarráð samþykkir gjaldskrána með 4 samhljóða atkvæðum.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Umhverfis- og heilbrigðisstofu frá 16. f.m., sbr. umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar 12. s.m. um samþykkt um takmörkun búfjárhalds og bann við lausagöngu búfjár í Reykjavík. Frestað.

18. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 3. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 19. f.m. varðandi heimild til samningsgerðar við Suðurverk ehf. um gröft efnisskiptaskurðar fyrir Skarfabakka. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 2. þ.m. um athugasemdir dóms- og kirkjumálaráðuneytisins við samþykkt borgarstjórnar á samþykkt fyrir Kirkjubyggingasjóð ásamt tillögu að breyttri samþykkt fyrir sjóðinn. Samþykkt.

20. Borgarráð samþykkir að kjósa Alfreð Þorsteinsson og Björn Bjarnason í samstarfsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis til loka kjörtímabilsins.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Þursaborg ehf., Dalhúsum 54, verði lóðarhafi lóðar nr. 32 við Gylfaflöt í stað Aleflis ehf., með öllum sömu skilmálum og giltu gagnvart fyrri lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að Formaco ehf. verði seldur byggingarréttur á lóð nr. 8 við Fossaleyni. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 3. þ.m. um breytingar á lóðum vegna endurskoðunar deiliskipulags Skeifu og Fenjasvæðisins. Samþykkt.

24. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 9. f.m. ásamt samningi um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut Garðabæjar í Orkuveitunni, dags. 28. nóvember 2002. Samþykkt að óska eftir áliti borgarlögmanns á stöðu samninga Orkuveitu Reykjavíkur við önnur sveitarfélög.

Fundi slitið kl. 14.25.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Alfreð Þorsteinsson Björn Bjarnason
Árni Þór Sigurðsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Stefán Jón Hafstein Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson