Borgarráð - Fundur nr.4684

Borgarráð

3

Leiðrétt B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 8. maí, var haldinn 4684. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir félagsmálaráðs frá 25. og 30. apríl.

2. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 30. apríl.

3. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 23. apríl.

4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 3. maí.

5. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 2. maí.

6. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 2. maí.

7. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 3. maí.

8. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 2. maí.

9. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Innkaupastofnunar frá 30. apríl og 7. maí.

10. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 24. apríl.

11. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 5. og 26. apríl.

12. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 3. þ.m., sbr. tillögu menningarmálanefndar frá 2. s.m. um að Eiríkur Þorláksson verði endurráðinn í starf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur. Samþykkt.

13. Lögð fram samantekt jafnréttisnefndar um fund í borgarstjórnarsal 10. f.m., “Dæturnar með í vinnuna”.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 2. s.m. um akstursæfingasvæði í Gufunesi. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 25. s.m. um breytingu á deiliskipulagi vegna Borgartúns 24. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 4. þ.m. varðandi rekstrarkostnað vegna heilsugæslu í grunnskólum. Inga Jóna Þórðardóttir vék af fundi við meðferð málsins.

17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarritara frá 7. þ.m. um styrkumsóknir sem borist hafa. Samþykkt að veita Sagnfræðistofnun H.Í. fjárstuðning, kr. 100.000. Aðrar umsóknir hljóta ekki stuðning.

18. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 7. þ.m. um fjárstuðning til Sjálfsbjargar vegna menningarviku. Samþykktur fjárstuðningur, kr. 300.000, enda verði sýnt fram á að umsækjandi hafi fjárhagslega getu til að ljúka verkefninu.

19. Lagðar fram umsagnir fjármáladeildar frá 2. þ.m. um fjárstuðning vegna greiðslu fasteignaskatta árið 2001 til eftirtalinna aðila: Húsnæðisfélagsins S.E.M., kr. 1.105.000, Félagsstofnunar stúdenta, kr. 7.730.000 og Húsbyggingarsjóðs Landssamtakanna Þroskahjálpar, kr. 345.000. Samþykkt.

20. Lagðar fram athugasemdir borgarverkfræðings frá 8. þ.m. við frumvarp til laga um úrvinnslugjald.

21. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 2. þ.m. til samgöngunefndar Alþingis ásamt umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar s.d. um frumvarp til laga um leigubifreiðar.

22. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 30. f.m., þar sem fallist er á tillögu að matsáætlun vegna færslu Hringbrautar.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 30. f.m. um tilboð í endurnýjun gangstétta og veitukerfa, 3. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, R.B.G. vélaleigu/verktaka ehf.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 30. f.m. um tilboð í endurnýjun gangstétta og veitukerfa, 4. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Gröfunnar ehf.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 7. þ.m. um tilboð í yfirborðsfrágang við heitavatnsgeyma á Grafarholti. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ásbergs ehf.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 30. f.m. um kaup á tengiskápum. Samþykkt að taka tilboði ABB Kabeldon/Johan Rönning hf.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 3. þ.m. um tilboð í fullnaðarfrágang D-álmu Árbæjarskóla. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Íbyggðar ehf.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 3. þ.m. um tilboð í fullnaðarfrágang í viðbyggingu Álftamýrarskóla. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Íbyggðar ehf.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 30. f.m. um tilboð í rafbúnað fyrir Aðveitustöð 4. Samþykkt að taka tilboði Orkuvirkis ehf.

30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 7. þ.m. varðandi samninga um kaup á hellum og steinum í 30 km hverfi. Samþykkt að ganga til samninga við BM Vallá ehf.

31. Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 7. þ.m. um tillögu félagsmálastjóra frá 6. mars s.l. varðandi þjónustu við íbúa Bryggjuhverfis og Kjalarness. Borgarráð samþykkir.

32. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar frá 7. þ.m. um viðbyggingu við leikskólann Jöklaborg ásamt teikningum. Samþykkt.

33. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 3. þ.m., sbr. bókum menningarmálanefndar 2. s.m. um útibú Borgarbókasafns í Árbæ, sbr. einnig greinargerð vinnuhóps um málið frá 10. f.m. Samþykkt að kannaður verði kostnaður þeirra tillagna sem fyrir liggja.

34. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 3. þ.m. um endurskoðun á reglum um styrki vegna hljóðvistar. Vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

35. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m. um kaup á Hverfisgötu 60A. Samþykkt.

36. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m. um úthlutunarskilmála vegna lóða fyrir leiguíbúðir í Grafarholti. Frestað.

37. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 7. þ.m. um úthlutunarskilmála lóða á Kjalarnesi. Samþykkt.

38. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að Hrannar Björn Arnarsson taki sæti í stjórn Alþjóðahúss og Snjólaug Stefánsdóttir til vara.

39. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. f.m. um breytta lóðaraðild að Ólafsgeisla 1-11 og höfnun forkaupsréttar. Samþykkt.

40. Lögð fram greinargerð fjármáladeildar frá 7. þ.m. um rekstur og framkvæmdir borgarsjóðs 1. janúar til 31. mars s.l. ásamt tillögum um breytingar á fjárhagsáætlun. Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

41. Inga Jóna Þórðardóttir spurðist fyrir um hvers vegna upplýsingar um Irju ehf. sem til umfjöllunar var á síðasta borgarstjórnarfundi væru ekki lagðar fram og óskaði jafnframt bókað:

Á síðasta fundi borgarstjórnar kom fram m.a. í máli forseta borgarstjórnar að fyrir lægi mat á verðmæti Irju ehf., unnið af óháðum aðila. Lögð var áhersla á að mat þetta yrði kynnt á næsta fundi borgarráðs. Það sætir furðu að meirihlutinn skuli ekki treysta sér til að standa við það.

Borgarstjóri óskaði bókað:

Framkvæmdastjóri Línunets ehf. gat því miður ekki komið á þennan fund borgarráðs til að kynna umbeðnar upplýsingar. Þær verða hins vegar lagðar fram að viku liðinni.

Fundi slitið kl. 15.00.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Magnúsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hrannar Björn Arnarsson