Borgarráð - Fundur nr. 5811
Borgarráð
Ár 2026, fimmtudaginn 29. janúar, var haldinn 5811. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:01. Viðstödd voru Alexandra Briem, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason, Róbert Marshall og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. janúar 2026, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. janúar 2026 á aðalskipulagsbreytingu að Laugardal, breyttri landnotkun – skilgreining samfélagsþjónustu við Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030005
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. janúar 2026, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. janúar 2026 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna skólaþorps við Reykjaveg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða í 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100252
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ráðast þarf í viðgerðir og endurbætur á grunnskólunum í Laugardal: Langholtsskóla, Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla. Vel ætti að vera unnt að ráðast í þær framkvæmdir í umræddum skólum án svo mikillar röskunar á skólastarfi, sem fyrirliggjandi tillaga felur í sér, t.d. með notkun færanlegra skólastofa. Var sá kostur talinn vera vel raunhæfur árið 2022 þegar samkomulag náðist milli borgarinnar og foreldrafélaga skólanna um lausn á húsnæðisvanda þeirra samkvæmt svonefndri sviðsmynd 1. Nú hefur meirihluti borgarstjórnar hins vegar rofið það samkomulag og hyggst fara aðra leið, sem mætt hefur mikilli andstöðu meðal foreldra og annarra íbúa í Laugardal. Taka fulltrúarnir undir áhyggjur foreldra af öryggi barna þeirra á leið til skóla og mikilvægt að borgaryfirvöld tryggi öruggar göngutengingar fyrir skólabörn. Jafnframt er ljóst að enn frekari fækkun bílastæða við Laugardalsvöll getur leitt til þess að vallargestir og hallargestir leggi bifreiðum sínum í ríkari mæli en þegar er raunin, í nálægu íbúahverfi. Þá er ekki ljóst hvernig aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að Laugardalsvelli verður tryggt miðað við fyrirliggjandi tillögu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. janúar 2026, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. janúar 2026 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 8-14 við Austurstræti, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 09:11 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24070045
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. janúar 2026, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um húsnæði fyrir velferðarsvið að Höfðabakka 9a, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25120114
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra um flöggun á fána Grænlands við Ráðhús Reykjavíkur, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. janúar 2026.
Frestað. -
Lagt fram minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. janúar 2026, um álagningu fasteignagjalda 2026, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 09:30 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Halldóra Káradóttir og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25070002
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar bendir á að fasteignagjöld skila Reykjavíkurborg rúmlega tveimur milljörðum meira en í fyrra. Framsókn minnir á að meirihlutinn felldi tillögu Framsóknar um lækkun fasteignagjalda við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir 2026. Hefði meirihlutinn samþykkt tillöguna hefðu þessir rúmir tveir milljarðar setið eftir hjá íbúum og fyrirtækjunum í borginni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. janúar 2026, varðandi tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2027-2031, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 10:03 tekur Helga Þórðardóttir sæti á fundinum.
Halldóra Káradóttir og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS26010019
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. janúar 2026, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki nýjar reglur um gerð og framkvæmd fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS26010046
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. janúar 2026, til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um reikningsskil, ásamt fylgiskjölum.
Halldóra Káradóttir og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24120011
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. janúar 2026, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 21. janúar 2026 á tillögu um flutningsframleiðslueldhúss velferðarsviðs innan Vitatorgs, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Rannveig Einarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. VEL26010035
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir taka undir nauðsyn þess að grípa til aðgerða vegna stöðu framleiðslueldhúss velferðarsviðs á Vitatorgi, með hliðsjón af niðurstöðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og þeim kröfum sem gerðar eru til matvælaöryggis þegar þjónusta er veitt viðkvæmum hópum. Ljóst er að tryggja þarf örugga og samfellda matarþjónustu til íbúa þjónustuíbúða, íbúa sem þurfa að fá heimsendan mat og gesta félagsmiðstöðva. Mikilvægt er að gæði þjónustunnar skerðist ekki og boðið verði upp á góða matarþjónustu, bæði á framkvæmdatímanum og eins eftir að framkvæmdum er lokið. Samstarfsflokkarnir undirstrika mikilvægi þess að íbúar og aðrir notendur þjónustunnar fái skýrar upplýsingar um breytingarnar og að tekið sé tillit til félagslegra þátta, svo sem samveru íbúa og aðgengis að heitum máltíðum, eftir því sem unnt er á meðan á framkvæmdum stendur og eftir að framkvæmdum lýkur. Einnig er lögð áhersla á að framvinda hönnunar, kostnaðaráætlunar og framkvæmdar verði kynnt reglulega fyrir velferðarráði, þannig að tryggt sé gagnsæi og ábyrg eftirfylgni verkefnisins.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. janúar 2026, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 21. janúar 2026 á tillögu um breytingar á leigutíma leigusamninga í reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Rannveig Einarsdóttir og Kristín Ösp Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. VEL26010080
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á mikilvægi þess að tryggja aukið húsnæðisöryggi og fyrirsjáanleika leigjenda í félagslegu leiguhúsnæði í kjölfar breytinga á húsaleigulögum sem tóku gildi 1. janúar 2026. Mikilvægt er að tryggja langtímaleigu og stöðugleika fyrir leigjendur. Samstarfsflokkarnir taka undir mikilvægi þess að tillit sé tekið til sérstöðu leigufélaga félagslegs leiguhúsnæðis þar sem hluti tímabundinna leigusamninga er liður í stuðningi og endurhæfingu leigutaka. Þannig gera Félagsbústaðir tímabundna leigusamninga samkvæmt tilmælum velferðarsviðs með hliðsjón af reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði. Með samþykkt þessarar tillögu eru reglur Reykjavíkurborgar lagaðar að lagabreytingum. Breytingarnar fela í sér að að jafnaði verði gerður ótímabundinn leigusamningur við leigjendur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Vegna breytinga á húsaleigulögum er hér lögð fram breyting á reglum Félagsbústaða hvað varðar tímabundna leigusamninga, þannig að eingöngu verði gerðir ótímabundnir leigusamningar. Þessar lagabreytingar munu hafa áhrif á leiguverð tímabundinna samninga Félagsbústaða eins og fram kemur í erindi frá félaginu. Hinsvegar vantar allar tölulegar upplýsingar sem varpa skýrara ljósi á þessi áhrif. Mikilvægt er að upplýsingar um fjárhagsleg áhrif breytinganna á rekstur Félagsbústaða séu lagðar fyrir velferðarráð áður en lengra er haldið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. janúar 2026, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 21. janúar 2026 á tillögu um styrkveitingar velferðarráðs úr borgarsjóði til verkefna á sviði félags- og velferðarmála 2026, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Rannveig Einarsdóttir og Guðný Maja Riba taka sæti á fundinum undir þessum lið. VEL25080057
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjölmargar styrkumsóknir bárust vegna verkefna á sviði félags- og velferðamála eða 41 umsókn þar sem sótt var um styrki fyrir rúmlega 318 m.kr. Heildarfjárheimild á árinu 2026 vegna styrkja úr borgarsjóði nam 135.534.276 kr. en þar af er kostnaður við gildandi þjónustusamninga til þriggja ára rúmlega 94 m.kr. Til ráðstöfunar var því 41.331.525 kr. Í tillögunni er gert ráð fyrir almennum styrkjum að upphæð samtals 900.000 kr., þjónustusamningum til eins árs að upphæð samtals 15.400.000 kr. og þjónustusamningum til þriggja ára að upphæð samtals 25.000.000 kr. eða samtals 41.300.000 kr.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn gagnrýnir harðlega niðurskurð á styrkveitingum til opna leikskólans Memmm Play, sem sinnir afar mikilvægu starfi fyrir foreldra og ung börn í hverfum borgarinnar. Memmm Play heldur úti gjaldfrjálsu, framsæknu og faglegu starfi í samfélagshúsum borgarinnar. Í gegnum opna leikskólann fá börn sem ekki eru komin í leikskóla tækifæri til að kynnast öðrum börnum og taka þátt í faglegu starfi undir leiðsögn umsjónarmanna Memmm Play. Jafnframt hefur í kringum starfið myndast öflugt tengslanet foreldra í hverfum borgarinnar sem eflir félagsauð og stuðning á milli fjölskyldna. Slíkt foreldrasamstarf gegnir lykilhlutverki í forvarnarstarfi til framtíðar og dregur úr félagslegri einangrun sem getur myndast í fæðingarorlofi. Viðvera opna leikskólans í samfélagshúsum borgarinnar hefur einnig haft jákvæð áhrif á samfélagshús borgarinnar, aukið vitneskju um þau og kynslóðablöndun í þeim. Aðsóknin í opna leikskólann er mikil og umsjónarfólk hefur verið tilbúið til að auka opnunartímann til að mæta eftirspurn. Meirihlutinn virðist þó ekki vilja bregðast við þeirri þörf og leggur til að styrkur borgarinnar til starfsins verði lækkaður. Þannig sker vinstri meirihlutinn niður í velferðarmálum. Styrkurinn er sambærilegur við Hafnarfjörð, þrátt fyrir að íbúar borgarinnar séu um fimmfalt fleiri. Einnig er gagnrýnt að styrkveitingar til Foreldrahúss hækki ekki á milli ára.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. janúar 2026, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar 2026-2035 sem byggir á vinnu og tillögu frá mannauðs- og starfsumhverfissviði.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ásta Bjarnadóttir, Elín Blöndal og Lóa Birna Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MOS25120003
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. janúar 2026, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki stjórnendastefnu Reykjavíkurborgar 2026-2035 sem byggir á vinnu og tillögu frá mannauðs- og starfsumhverfissviði.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ásta Bjarnadóttir, Elín Blöndal og Lóa Birna Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MOS25120002
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á gjaldskrárhækkunum Veitna.
- Kl. 11:40 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi og Friðjón R. Friðjónsson tekur þar sæti.
Anna Gunnlaug Friðriksdóttir, Brynja Ragnarsdóttir, Pétur Krogh Ólafsson og Sólrún Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS26010144
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Gjaldskrárhækkanir Veitna vekja áhyggjur í ljósi þróunar verðbólgu undanfarna mánuði. Það er hins vegar ljóst að upplýsingaóreiða hefur einkennt opinbera umræðu um málið og fréttir um 50% hækkun hitaveitugjalds eru klárlega úr lausu lofti gripnar. Meðalhækkun heimilanna verður á bilinu 9-19% sem er vel umfram verðbólgu. Það skýrist hins vegar af því að Veitur hafa á undanförnum tæpum áratug haldið hitaveitugjöldum undir verðbólgumörkum og lengra verður ekki gengið í þeim efnum nema það komi niður á rekstri fyrirtækisins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera alvarlegar athugasemdir við mjög ríflega hækkun á hitaveitugjaldi Veitna sem er ekkert annað en dulbúin skattheimta. Gríðarlegar hækkanir hafa orðið á gjaldskrám Veitna undanfarna mánuði. Skatttekjur borgarinnar hafa ekki dugað fyrir stöðugum útgjaldavexti síðastliðin ár – og hafa borgaryfirvöld því kallað eftir ríflegum arðgreiðslum frá Orkuveitunni svo stoppa megi í gatið í rekstrinum. Ætla má að arðgreiðslur frá Veitum til móðurfélagsins nálgist nú 20 milljarða fyrir tímabilið 2017 til 2025, en um 30 milljarða ef skoðaðar eru arðgreiðslur Orkuveitu Reykjavíkur til Reykjavíkurborgar fyrir sama tímabil. Veitur segja gjaldskrárhækkanir stafa af mikilli fjárfestingaþörf til framtíðar – öðruvísi verði ekki hægt að tryggja íbúum og fyrirtækjum aðgang að heitu vatni. Samkvæmt fjárhagsspá ætlar Orkuveitan að verja ríflega 110 milljörðum króna til þessara fjárfestinga næstu fimm ár, sem verði fjármagnaðar með lántökum og fyrirliggjandi gjaldskrárhækkunum. Borgarbúar hafa búið við þann veruleika um langa hríð að greiða sífellt hærri skatta og gjöld fyrir sífellt lakari þjónustu – allt svo fjármagna megi óstjórnina í rekstri Reykjavíkurborgar. Mun eðlilegra væri að taka til í rekstri borgarinnar, slaka á arðgreiðslukröfum og gera Veitum kleift að nýta rekstrarafgang til að tryggja fólki og fyrirtækjum öruggan aðgang að heitu vatni á sanngjörnu verði.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn þakkar fyrir ágæta kynningu frá Veitum en telur miklar verðhækkanir að undanförnu ekki réttlætanlegar. Hækkanir hafa verið mismunandi miklar eftir stærð heimila en eru á bilinu 10-19% undanfarið ár. Það er langt umfram verðlag. Orkuveitan og Veitur ættu frekar að ráðast í aðhaldsaðgerðir í eigin rekstri og forgangsraða fjárfestingum heldur en að auka álögur á íbúa. Sér í lagi nú þegar heimilin búa við þráláta verðbólgu.
-
Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað borgarlögmanns, dags. 26. janúar 2026, um málaferli Reykjavíkurborgar. MSS26010143
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 22. janúar 2026. MSS26010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 22. janúar 2026. MSS26010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. janúar 2026.
3. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS26010020Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem hafa borist borgarráði, alls sjö mál (MSS26010013, MSS22030266, MSS26010013, MSS24100050, MSS26010029, MSS26010028, MSS26010031). MSS25120150
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS26010048
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að ganga til viðræðna við lóðarhafa á Ártúnshöfða sem ekki njóta uppkaupsákvæða í sínum lóðarleigusamningum, með það að markmiði að tryggja jafnræði meðal lóðarhafa á svæðinu sem gert er að víkja í þágu uppbyggingar. Ósamræmi ríkir í lóðarleigusamningum á svæðinu þar sem sumir lóðarhafa njóta uppkaupsákvæði en aðrir ekki, einhverjir lóðarhafar fá uppbyggingarheimildir en aðrir ekki. Þeir lóðarhafar sem ekki njóta uppkaupsákvæða munu þurfa að víkja af eigin lóðum, rífa húsnæði á eigin kostnað og skila lóðum í upprunalegu ástandi. Er ljóst að fyrirkomulagið mun valda fjölda atvinnurekenda á svæðinu verulegu fjártjóni.
Frestað. MSS26010158
-
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur til að málefni Félagsbústaða verði sett á dagskrá á næsta fundi borgarráðs. Boðaður verði allur starfshópurinn sem vann skýrsluna „Frá skuldsettum vexti til sjálfbærni: Fjármögnun og uppbygging Félagsbústaða – Nýtt viðskiptalíkan“.
Frestað. MSS25110099
-
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur til að fjármála- og áhættustýringarsvið geri formlega umsögn við tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um uppbyggingu félagslegs húsnæðis sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar í síðustu viku. Þess er óskað að sú umsögn verði kynnt á næsta fundi borgarráðs.
Frestað. MSS26010116
Fundi slitið kl. 13:08
Alexandra Briem Dóra Björt Guðjónsdóttir
Einar Þorsteinsson Friðjón R. Friðjónsson
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 29.01.2025 - Prentvæn útgáfa