Borgarráð
Ár 2026, fimmtudaginn 8. janúar, var haldinn 5808. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:06. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Alexandra Briem, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Þór Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir, Líf Magneudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Heimir Snær Guðmundsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. desember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. desember 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóð Lýsis við Grandaveg vegna lóðarinnar nr. 9 við Boðagranda, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25110303
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. desember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. desember 2025 á tillögu um uppsögn á samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila, gjaldsvæði 4 (P4), ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25090342
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að flækjustig við innheimtu bílastæðagjalda verði einfaldað fyrir íbúa borgarinnar eins og kostur er.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. janúar 2026, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samstarfssamning við mennta- og barnamálaráðuneytið um starfrækslu PMTO miðstöðvar fyrir allt landið, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 1. október 2025. Samningurinn gildir til 31.12.2027. Ráðuneytið greiðir allan kostnað vegna verkefnisins, m.a. vinnu starfsfólks Reykjavíkurborgar sem sinnir verkefninu, þannig að enginn kostnaður fellur á velferðarsvið Reykjavíkurborgar á samningstímanum. Reykjavíkurborg ábyrgist að framlaginu verði einungis varið til þessa verkefnis sem samstarfssamningurinn kveður á um.
Samþykkt. MSS25120001
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Foreldrafærni eða PMTO (e. Parent Management Training – Oregon) á sér 25 ára sögu hér á landi en um er að ræða gagnreynt úrræði fyrir uppalendur til að stuðla að bættri líðan barna. Á síðasta ári sóttu rúmlega 600 foreldrar/forráðamenn PMTO þjónustu í landinu, þar á meðal í Reykjavík. Úrræðið er líka hluti af meðferðarmenntun fagfólks. Reykjavíkurborg setti sjálf á laggirnar árið 2020 eigin þjónustumiðstöð í samstarfi við höfuðstöðvar PMTO í Oregon í Bandaríkjunum. Reykjavíkurborg vill tryggja áframhaldandi þjónustu við viðkvæman hóp barna. Ráðuneytið greiðir allan kostnað vegna verkefnisins, m.a. vinnu starfsfólks Reykjavíkurborgar sem sinnir verkefninu þannig að enginn kostnaður fellur á velferðarsvið Reykjavíkurborgar vegna samningsins. Til lengri tíma litið er æskilegt að finna miðstöðinni varanlegan stað til framtíðar hjá ríkinu.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. janúar 2026, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki samning Reykjavíkurborgar og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins um afnotarétt af vörumerkjunum „Visit Reykjavik“ ásamt tengdum samfélagsmiðlum frá 1. janúar 2026 til og með 31. desember 2028. Í framhaldinu endurnýjast samningurinn sjálfkrafa með mögulegum áframhaldandi samningum Reykjavíkurborgar og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins um þróun og markaðssetningu áfangastaðarins en jafnframt fellur samningurinn niður ef samningurinn milli þessara aðila er ekki framlengdur eða endurnýjaður. Markaðsstofunni er heimilt að nýta vörumerkin í tengslum við markaðssetningu höfuðborgarsvæðisins. Vörumerkið „Visit Reykjavík“ ásamt léni og tengdum samfélagsmiðlum er áfram í eigu Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS25120149Fylgigögn
-
Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25120128
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. janúar 2026, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að veita borgarstjóra heimild til að sækja um og staðfesta áframhaldandi aðild Reykjavíkurborgar að WHO Healthy Cities, fasa VIII sem er til fimm ára, 2026-2030. Aðildina þarf að endurnýja á fimm ára fresti og til þess þarf formlega umsókn frá borgarstjóra. Reykjavíkurborg hefur verið þátttakandi í European Healthy Cities Network hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization) síðan 2020. Árleg þátttökugjöld eru 6.000 bandarískir dollarar (USD) eða um 753 þúsund krónur á núverandi gengi og er gert ráð fyrir því í fjárhagsramma skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS25120137
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. janúar 2026, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að veita borgarstjóra heimild til að undirrita yfirlýsingu vegna umsóknar um aðild að Youth Climate Action Fund fyrir árin 2026 og 2027. Youth Climate Action Fund, eða Loftslagssjóður ungs fólks í Reykjavík, er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Bloomberg Philanthropies. Markmið sjóðsins er að virkja ungt fólk í þróun lausna við loftslagsvandanum. Veittir eru styrkir til verkefna sem eru hönnuð og unnin af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára. Eftirfylgni með umsóknarskrifum verður á vegum umhverfis- og skipulagssviðs. Styrkur Bloomberg Philanthropies til Loftslagssjóðs ungs fólks í Reykjavík getur numið allt að 12,6 m.kr. á ári.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS25120151Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. janúar 2026, varðandi áskorun Unece – Tré í borgum þar sem borgarstjórar eru hvattir til að skrifa undir viljayfirlýsingu um gróðursetningu trjáa, ásamt fylgiskjölum.
MSS25120117Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. janúar 2026, þar sem bréf evrópskra borgarstjórna og svæðisstjórna til Evrópusambandsins um að viðhalda markmiðum um að fasa út bensín- og díselbíla er lagt fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS25120129
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. janúar 2026, þar sem erindisbréf starfshóps um mótun málstefnu Reykjavíkurborgar er lagt fram til kynningar. MSS25050026
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. nóvember 2025, sem samþykkt var á fundi borgarráðs 13. nóvember 2025 og færð í trúnaðarbók ásamt fylgigögnum:
Lagt er til að Reykjavíkurborg gefi öllu starfsfólki sínu gjafakort og að starfsfólk hafi val á milli þriggja gjafakorta í jólagjöf árið 2025. Starfsfólk geti þannig valið gjafakort fyrir tvo á sýningar í Borgarleikhúsinu, gjafakort hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og 6 mánaða kort á Ylströndina Nauthólsvík. Heildarkostnaður við jólagjöfina er 73 m.kr. og færist af liðnum 09126, launa- og starfsmannakostnaður.
MSS25110031
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. janúar 2026, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar 2026-2028. Til að ná fram markmiðum lýðheilsustefnunnar er lögð fram aðgerðaáætlun með reglulegu millibili út frá stöðumati á hverjum tíma til að mæta helstu áskorunum sem snúa að heilsu og líðan borgarbúa.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Harpa Þorsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS26010045
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fyrirkomulag ráðningar í starf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. MSS25090039
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. janúar 2026, þar sem trúnaðarmerkt skýrsla vinnuhóps um Félagsbústaði er lögð fram til kynningar, ásamt trúnaðarmerktu fylgiskjali. Bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók.
- Kl. 11:20 víkur borgarstjóri af fundi og tengist fjarfundabúnaði.
- Kl. 11:21 víkur Líf Magneudóttir af fundi.Vísað til Félagsbústaða til umsagnar.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25110099
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. janúar 2026, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til borgarráð samþykki að útboð skuldabréfa Reykjavíkurborgar verði á eftirfarandi dagsetningum á fyrri hluta árs 2026: 14. janúar, 25. febrúar, 18. mars og 15. apríl. Hér eru einungis lagðar til ákveðnar dagsetningar útboða en sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs veitt heimild til útfærslu að öðru leyti, þ.e. hversu háa fjárhæð er stefnt að því að bjóða út í hvert sinn og í hvaða skuldabréfaflokkum er boðið út. Almennt hafa viðskiptavakar Reykjavíkurborgar haft umsjón með skuldabréfaútboðum en einnig kemur til greina að halda lokuð útboð. Markaðsaðstæður, fjárþörf og sjóðsstaða borgarsjóðs eru breytilegar og því er nauðsynlegt að hafa svigrúm varðandi fyrirkomulag útboða.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. FAS26010004
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. janúar 2026, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 17. desember 2025 á tillögu um hækkun grunnfjárhæða fjárhagsaðstoðar til framfærslu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Rannveig Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. VEL25120029
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir hækka grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu. Hækkunin, sem nemur 5%, tekur gildi 1. janúar 2026, og er umfram það sem fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 8. desember 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. desember 2025 á tillögu um aðgerðir til að auka öryggi og faglegt starf á leikskólum Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum. MSS25080054
- Kl. 11:57 víkur borgarstjóri af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði.
Samþykkt.
Steinn Jóhannsson, Ólafur Brynjar Bjarkason og Ragnheiður E. Stefánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Skóla- og frístundasvið hefur lagt til fjölda aðgerða til að auka öryggi og faglegt starf á leikskólum borgarinnar. Sviðið hefur forgangsraðað verkefnum og leggur nú fram áætlun um innleiðingu þessara aðgerða á árunum 2026-2028. Samstarfsflokkarnir þakka fyrir góða áætlun og skjót viðbrögð sviðsins við beiðni borgarráðs um að auka forvarnir gegn ofbeldi gagnvart börnum og viðbrögð til að efla öryggi á leikskólum borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar þakkar starfsfólki fyrir góða vinnu. Gríðarlega mikilvægt er að tillögum verði fylgt eftir af krafti til þess að koma í veg fyrir að börn séu beitt ofbeldi. Það má aldrei gerast aftur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 29. desember 2025, sbr. samþykkt endurskoðunarnefndar frá 29. desember 2025 á lokadrögum starfskýrslu fyrir starfsárið 2024-2025. IER25080003
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 15., 18. og 29. desember 2025. MSS25010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17. desember 2025. MSS25010022
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 31. október og 21. nóvember 2025. MSS25010025
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, ellefu mál (MSS25010021, MSS25010023, MSS25010023, MSS25120133, MSS25120135, MSS25010177, MSS25120152, MSS25010043, MSS25010045, MSS25020108, MSS25020108). MSS25120150
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 MSS26010048
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrú Viðreisnar leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarfulltrúi Viðreisnar óskar eftir að gerð verði lagaleg rýni á skýrslu vinnuhóps um Félagsbústaði. MSS25110099
Frestað.
Fundi slitið kl. 12:26
Alexandra Briem Dóra Björt Guðjónsdóttir
Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarstjórnar 8.1.2026 - Prentvæn útgáfa