Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 11. desember, var haldinn 5806. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:02. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Alexandra Briem, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir, Stefán Pálsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. desember 2025 á tillögu um friðlýsingu Grafarvogs, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 09:07 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til ráðist verði í að færa út mörk þess verndarsvæðis, sem fyrirhugað er að friðlýsa í Grafarvogi, í samræmi við tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins frá 20. júní 2023. Samkvæmt umræddri tillögu ráðuneytisins myndi verndarsvæðið fylgja göngustíg í norðanverðum Grafarvogi en teygja sig jafnframt inn á skógræktarsvæði við Funaborg. Þaðan fylgdu mörkin göngustíg í átt að Stórhöfða en síðan lóðamörkum meðfram götunni til og með Stórhöfða 45. Þaðan með Stórhöfða að Grafarlæk, síðan meðfram læknum (50-100 metra), og síðan með göngustíg.
Breytingartillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Upphafleg tillaga er samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23080213
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Loks er verið að klára friðlýsingu Grafarvogs sem farið var af stað með að frumkvæði Reykjavíkurborgar. Friðlýstar verða mikilvægar leirur og dýrmætt fuglasvæði þar sem finna má merka fuglafjöru, auk áhugaverðra menningarminja upp að stígum sem þarna eru í kring. Með samþykktri tillögu er byggt á mati fagfólks og Náttúrufræðistofnunnar um ytri mörk svæðisins sem endurspegla megintilgang friðlýsingarinnar sem snýr að fuglalífi. Stærra svæði er svo hverfisverndað og stendur til að skoða frekari vernd eða friðlýsingu á Grafarlæknum í skipulagsvinnu við Keldnalandið. Þetta er gott og mikilvægt mál í þágu náttúruverndar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja friðlýsinguna en harma þó að fulltrúar meirihlutans hafi fellt tillögu Sjálfstæðisflokksins um að rýmka mörk þess verndarsvæðis, sem fyrirhugað er að friðlýsa í Grafarvogi. Í fyrirliggjandi tillögu vinstri meirihlutans er miðað við mun þrengri mörk. Um er að ræða afar stórt skipulagsmál, sem snertir íbúa í Grafarvogi og nærliggjandi hverfum enda er vogurinn afar vinsælt útivistarsvæði. Þessi afstaða meirihlutans gengur í berhögg við afstöðu íbúaráðs Grafarvogs, Íbúasamtaka Grafarvogs sem og afstöðu flestra þeirra Grafarvogsbúa sem hafa tjáð sig um málið. Afgreiðsla málsins sýnir að háleitar yfirlýsingar vinstri flokkanna um umhverfisvernd og íbúasamráð eru innantómar og merkingarlausar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Því ber að halda til haga að þessi friðlýsing, sem Reykjavíkurborg hafði frumkvæði að, hefur verið útvíkkuð frá fyrstu tillögum. Þessi afmörkun er í takt við álit fagfólks og Náttúrufræðistofnunar. Stærra svæði er þegar hverfisverndað af borginni og til stendur að auka verndun Grafarlækjar í skipulagsvinnuferli Keldnalandsins. Það skiptir máli að Náttúrufræðistofnun mælir ekki með því að svæðið sé stækkað með þeim hætti sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til. Sú tillaga er stór og ómarkviss, gengur lengra en álit fagfólks, og myndi jafnframt setja aðkomu Borgarlínu að Keldnalandi í uppnám. Sú tillaga er því hvorki skynsamleg né æskileg.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. desember 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Norðlingaholts fyrir atvinnuhúsnæði A3-01 á lóð nr. 4-12 við Norðlingabraut, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25110243
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. desember 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags Norðlingaholts fyrir tvíbýlishús T2 á lóðunum við Kólguvað, Krókavað, Lindarvað og Lækjarvað, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25110242
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. desember 2025 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar vegna lóðanna nr. 47A við Laugarnesveg og nr. 47 við Hrísateig, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030163
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. nóvember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. nóvember 2025 á ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar ásamt aðgerðaáætlun 2025-2030, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25090023
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fyrirliggjandi ljósvistarstefnu en telja það þó verulegan galla á stefnunni að í henni er lítið sem ekkert fjallað um viðhaldsmál. Það er óheppilegt því viðhaldi gatnalýsingar í Reykjavík hefur verið mjög ábótavant undanfarin ár og eitt brýnasta verkefnið í ljósvistarmálum borgarinnar hlýtur að vera að bæta þar úr með myndarlegum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna LED-væðingar og endurnýjunar gatnalýsingar fyrir árið 2026, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun er 325 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Guðna Guðmundssyni og Ársæli Jóhannssyni sem taka sæti með rafrænum hætti. USK25120112
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
LED-væðing er afar jákvætt og þýðingarmikið mál til að bæta lýsingu í borginni. Það skiptir máli upp á að draga úr orkunotkun sem er umhverfislega mikilvægt skref og það skiptir máli upp á að að gera rekstur borgarinnar hagkvæmari, en einnig til að bæta lýsingu í borginni. Sú LED-væðing sem hér er til umræðu er áætluð 250 m.kr. og endurnýjun gatnalýsingar er áætluð 75 m.kr. á árinu 2026. Þessi fjárfesting er talin muni borga sig upp á 4-5 árum vegna lægri kostnaðar við rekstur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka um leigusamning vegna Hólmaslóðar 2, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25120108
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Viðreisn hefur stutt að Reykjavíkurborg styðji við tónlistaruppeldi og tækifæri barna og unglinga. Þess vegna hefur Viðreisn stutt stuðning við rekstur og leigu Tónhyls í Árbæ og við Tónlistarþróunarmiðstöð á Granda. Viðreisn óskar í fyrirspurn til borgarráðs eftir yfirliti og samantekt yfir alla samninga og reglulegan stuðning við fólk í tónlist um alla borg. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig þessi úrræði hafa þróast og hvaða kostnaður liggur þar á bak við. Einnig er óskað eftir umsögn um það hvort borgin gæti að jafnræðisreglu og hvort hætta sé á að borgin sé komin inn í samkeppnisrekstur við tónlistarfyrirtæki.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning um Rafstöðvarveg 7-9, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25120111
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. desember 2025, þar sem erindisbréf hússtjórnar Ráðhúss Reykjavíkur er sent borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS25110032
- Kl. 09:39 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. desember 2025, þar sem erindisbréf starfshóps vegna aðstöðumála Ungmennafélagsins Fjölnis er sent borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS25120005
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 9. desember 2025, að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna fjárfestingaráætlunar A-hluta.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir, Bjarki Rafn Eiríksson, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Hróðný Njarðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010013
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 11. desember 2025, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025. Greinargerðir fylgja tillögunum.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir, Bjarki Rafn Eiríksson og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010024
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. desember 2025:
Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði veitt heimild til að draga allt að EUR 20.000.000 (þ.e. 20 milljónir evra) á lán nr. LD2188 hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins (e. Council of Europe Developement Bank, CEB) á árinu 2025. Lántaka hjá CEB fellur undir lántökuáætlun ársins sem samkvæmt útkomuspá fyrir árið 2025 er áætluð 15.500 m.kr. Einnig er lagt til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði veitt heimild til að semja við innlend fjármálafyrirtæki um gjaldeyrisvarnir vegna lántökunnar að hluta eða öllu leyti.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir, Bjarki Rafn Eiríksson og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24020034
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Brúar lífeyrissjóðs, dags. 23. september 2025, varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. desember 2025.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir, Bjarki Rafn Eiríksson og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24110113
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 8. desember 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. desember 2025 á tillögu um rekstrarleyfi leikskólans Laufásborgar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24100147
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 8. desember 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 27. nóvember 2025 á tillögu um þjónustusamning um framlag vegna reksturs leikskólans Laufásborgar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24100147
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að gerður sé þjónustusamningur við Laufásborg en ítreka þá afstöðu sína að jöfn opinber framlög skuli fylgja hverju barni í skólakerfinu óháð rekstrarformi þeirra skóla sem þau sækja. Fyrirliggjandi samningur gerir ráð fyrir skertu rekstrarframlagi sem leiðir til þess að sjálfstætt starfandi leikskólar þurfa að innheimta hærri leikskólagjöld af fjölskyldum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að sækja þá fjölbreyttu skóla sem starfræktir eru í Reykjavík, óháð efnahag foreldra.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. desember 2025, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 19. mars 2025 á drögum að samstarfsyfirlýsingu um EXIT, samráðsvettvang um leið út úr afbrotum, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram lokadrög að samstarfsyfirlýsingu um EXIT, dags. 25. nóvember 2025.
Samþykkt.Rannveig Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Eygló Harðardóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. VEL25030003
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir fagna þeirri vinnu sem hefur átt sér stað í undirbúningsteymi EXIT – leið út úr afbrotum. Markmið EXIT er að draga úr ítrekunartíðni brota með samhæfðum úrræðum og stuðningi við einstaklinga sem hafa framið afbrot. Afbrot hafa djúpstæð áhrif á einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild sinni. Endurkomur einstaklinga í fangelsi vegna ítrekaðra afbrota sýna fram á nauðsyn þess að þróa árangursríkar leiðir til að styðja þá sem vilja komast út úr vítahring afbrota. Rannsóknir hafa sýnt að þyngri refsingar duga oft ekki til að draga úr ítrekunartíðni brota. Þvert á móti eru það einstaklingsbundin og samhæfð úrræði sem auka líkurnar á árangursríkri endurhæfingu, félagslegri aðlögun og lífsgæðum, sem að sama skapi stuðla að auknu öryggi í samfélaginu. EXIT verkefnið er svar við þessari áskorun, þar sem unnið er að nýstárlegri nálgun með þverfaglegri samvinnu og samþættingu þjónustu. Þess vegna er það okkur sönn ánægja að skrifað sé undir þessa samstarfsyfirlýsingu til að stuðla að fækkun afbrota og faglegri og farsælli þjónustu við manneskjur sem þurfa þess.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Viðreisnar fagnar verkefninu EXIT – leið út úr afbrotum. Afbrot geta haft mikil áhrif á þann sem brýtur lög og reglur samfélagsins, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild sinni. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir hvatningu og brýningu um samræmda vinnu og ferla alls kerfisins hvort heldur það er sveitarfélaga eða annarra opinberra stofnanna hvað varðar að fækka endurkomum í fangelsi. EXIT-verkefnið er svar við þeirri hvatningu, þar sem unnið er með nýstárlegri nálgun, þ.e. þverfaglegri samvinnu og samþættingu þjónustu. Það er ánægjulegt að Reykjavíkurborg skrifi undir þessa samstarfsyfirlýsingu til að stuðla að fækkun afbrota og faglegri og farsælli þjónustu við manneskjur sem þurfa þess.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. desember 2025, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 8. desember 2025 á viðauka við þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Rannveig Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. VEL25110076
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Markmið samnings um samræmda móttöku flóttafólks er að tryggja flóttafólki jafna þjónustu óháð því hvernig það kemur til landsins en áður fyrr var verulegur munur á þjónustunni. Samstarfsflokkar Reykjavíkurborgar fagna því að ekki eigi að hætta með samninginn líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Vinna þarf að því að bæta samninginn. Sem dæmi eru athugasemdir gerðar við það að búseta í húsnæði Vinnumálastofnunar sé stytt úr átta vikum í fjórar. Þetta skapar óraunhæfan þrýsting á þá sem eru í leit að húsnæði sem og á það starfsfólk sveitarfélagsins sem aðstoðar við slíka leit. Reykjavíkurborg telur að endurskoða þurfi greiðslur vegna einstaklinga sem hafa fengið þjónustu lengur en í tvö ár þar sem um er að ræða einstaklinga með umfangsmiklar stuðningsþarfir. Kostnaðarlíkan samningsins kemur ekki til móts við þennan hóp að fullu. Til að tryggja framkvæmd laga um farsæld barna, svo sem vegna stuðnings til íþrótta og tómstunda þeirra, til að fyrirbyggja jaðarsetningu, kallar Reykjavíkurborg eftir auknu fjármagni sem fer í að þjónusta börnin. Reykjavíkurborg hvetur eindregið til þess að unnið verði í nánu samstarfi við sveitarfélög og að ríkið tryggi fjármagn til að uppfylla markmið samræmdrar móttöku og þar með samfélagslega þátttöku.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að vel sé staðið að samræmdri móttöku flóttafólks í Reykjavík. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa þó áhyggjum af samþykkt fyrirliggjandi viðauka um viðbótarþjónustu enda veltir hann auknum kostnaði yfir á sveitarfélögin. Gögn málsins sýna að kostnaðarlíkan ríkisins endurspeglar ekki raunverulegan kostnað Reykjavíkurborgar við móttökuna, sérstaklega þegar kemur að börnum sem hafa upplifað áföll, rofna skólagöngu og sérstakar stuðningsþarfir. Ítrekað hefur verið bent á að þessi börn þurfi umfangsmikla og sérhæfða þjónustu - en stuðningur ríkisins mætir hvergi nærri þeim kostnaði sem fellur á sveitarfélagið í reynd. Það er óásættanlegt að ríkið leggi til breytingar á samningum við Reykjavíkurborg sem auka fjárhagslegar byrðar á sveitarfélagið. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg gæti betur hagsmuna sinna íbúa og skattgreiðenda og undirgangist ekki samninga við ríkið eða taki á sig verkefni frá ríkinu, án þess að tryggt sé að verkefnin séu fullfjármögnuð.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Framsóknar gagnrýnir óvönduð vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í samskiptum við sveitarfélög vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Í sumar var Reykjavíkurborg tilkynnt um uppsögn samningsins og umsagnartími vegna þessa var í júlí þegar sumarleyfi standa yfir. Síðar var ákveðið að falla frá eða fresta uppsögn og í staðinn lagður fram viðauki við samninginn. Borginni var gefin óeðlilega skammur frestur til að undirrita viðaukann, fyrst til 8. desember með viðvörun um stöðvun greiðslna ef hann yrði ekki undirritaður. Fresturinn var síðar framlengdur til 12. desember eftir athugasemdir velferðarráðs. Slík stjórnsýsla er óásættanleg. Um er að ræða viðkvæman hóp sem þarfnast aukinnar þjónustu til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu. Samningurinn er sveitarfélögunum óhagstæður og veltir kostnaði yfir á þau vegna verkefna sem ríkið hyggst taka yfir. Sérstaklega vekur áhyggjur að tími til að útvega húsnæði, samkvæmt viðauka, er styttur úr átta vikum í fjórar, þrátt fyrir mikinn húsnæðisskort. Fulltrúi Framsóknar leggur áherslu á að börn fái nauðsynlega þjónustu sem fjármagna þarf betur af hálfu ríkisins og bendir á stöðu eldra fólks sem einungis á rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga en ekki ellilífeyrisgreiðslna vegna þess að þau hafa ekki verið nægjanlega lengi í landinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 8. desember 2025, varðandi kynningu á flutningi Vesturmiðstöðvar á fundi velferðarráðs þann 3. desember 2025.
Rannveig Einarsdóttir og Styrmir Erlingsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. VEL25080049
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu langtímaáhættumats Veðurstofu Íslands vegna hraunaváar.
Jón Viðar Matthíasson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Ingvar Sverrisson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Borgarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir, Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns og Sara Björg Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25120045
- Kl. 11:40 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundi.
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 1. desember 2025. MSS25010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 19. nóvember 2025. MSS25010022
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. og 10. desember 2025.
4. liður fundargerðarinnar frá 3. desember og 3. liður fundargerðarinnar frá 10. desember eru samþykktir. MSS25010030Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. (MSS25010023, MSS25120030, MSS25010042, MSS25040082, MSS25120043). MSS25120002
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25120003
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma.
Samþykkt að veita Vonarhönd styrk að fjárhæð 400.000 kr. vegna útgáfu bókarinnar Þegar pabbi fór í fangelsi.
Samþykkt að veita Stríði og friði styrk að fjárhæð 750.000 kr. vegna vinnu við heimildarþætti um leiðtogafundinn í Reykjavík árið 1986. MSS25020031 -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóði Reykjavíkurborgar.
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í hverfissjóð Árbæjar og Norðlingaholts.
Samþykkt að veita Elsu Þorbjörgu Árnadóttur styrk að fjárhæð kr. 264.000 vegna verkefnisins rennibekkur fyrir smíðaverkstæði Félagsmiðstöðvarinnar Hraunbæ 105.
Samþykkt að veita Reiðhjólabændum styrk að fjárhæð kr. 154.000 vegna verkefnisins opið verkstæði.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í hverfissjóð Breiðholts.
Samþykkt að veita Hildi Oddsdóttur styrk að fjárhæð kr. 40.000 vegna verkefnisins jóla samverustund og jólaföndur.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Ölduselsskóla styrk að fjárhæð kr. 40.000 vegna verkefnisins jólaföndur Ölduselsskóla.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í hverfissjóð Grafarholts og Úlfarsárdals.
Samþykkt að veita foreldrafélagi Dalskóla styrk að fjárhæð kr. 120.000 vegna verkefnisins jólastund í Dalskóla.
Samþykkt að veita Orra Ólafssyni styrk að fjárhæð kr. 75.000 vegna verkefnisins jólaskemmtun í Sæmundarseli.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í hverfissjóð Grafarvogs.
Samþykkt að veita Ólöfu Sigríði Björnsdóttur styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna verkefnisins félagsstarf skemmtinefndar Korpúlfa – haust/vetur 2025 og vor/sumar 2026.
Samþykkt að veita Ólöfu Sigríði Björnsdóttur styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna verkefnisins jóla- og vortónleikar H2025-V2026 Kórs Korpúlfa og laun kórstjóra.
Samþykkt að veita Hjalta Hannessyni styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna verkefnisins upplýsing á gönguleið.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í hverfissjóð Háaleiti og Bústaða.
Samþykkt að veita foreldrafélagi Réttarholtsskóla styrk að fjárhæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Litahlaup Réttó.
Samþykkt að veita Ingibjörgu Elfu Bjarnadóttur styrk að fjárhæð kr. 60.000 vegna verkefnisins gleði og grill í Hvassó.
Samþykkt að veita Theodóri Carl Steinþórssyni styrk að fjárhæð kr. 150.000 vegna verkefnisins sumar og sól í hverjum tón.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í hverfissjóð Hlíða.
Samþykkt að veita Jóni Bjarna Friðrikssyni styrk að fjárhæð kr. 190.000 vegna verkefnisins stökkpallar í Hlíðum.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í hverfissjóð Kjalarness.
Samþykkt að veita foreldrafélagi Klébergsskóla styrk að fjárhæð kr. 130.000 vegna verkefnisins betri svefn.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í hverfissjóð Miðborgar.
Samþykkt að veita Íbúasamtökum Miðborgar styrk að fjárhæð kr. 140.000 vegna verkefnisins vetrarhátíð í miðborg.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í hverfissjóð Vesturbæjar.
Samþykkt að veita Guðrúnu Veru Hjartardóttur styrk að fjárhæð kr. 135.000 vegna verkefnisins aðventusýning.
Samþykkt að veita Halldóri Kristjáni Júlíussyni styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna verkefnisins útskurður og tálgun í Aflagranda.
Samþykkt að veita Elínu Hrefnu Ólafsdóttur styrk að fjárhæð kr. 75.000 vegna verkefnisins Brúðubíllinn á vetrarhátíð Barnaheimilisins Óss.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.MSS25020096
-
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir yfirliti og samantekt yfir alla samninga og reglulegan stuðning við fólk í tónlist um alla borg. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig þessi úrræði hafa þróast og hvaða kostnaður liggur þar á bak við. Einnig er óskað eftir umsögn um það hvort borgin gæti að jafnræðisreglu og hvort hætta sé á að borgin sé komin inn í samkeppnisrekstur við tónlistarfyrirtæki.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS25120053
- Kl. 11:53 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:54.
Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem
Einar Þorsteinsson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Sanna Magdalena Mörtudottir Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarstjórnar 11.12.2025 - Prentvæn útgáfa