Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 13. nóvember, var haldinn 5802. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9:04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir, Líf Magneudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson, Heimir Snær Guðmundsson, Róbert Marshall og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. nóvember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. nóvember 2025 á borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur.
Vísað til borgarstjórnar.- Kl. 9:11 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Rebekku Guðmundsdóttur og Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur sem taka sæti með rafrænum hætti.
USK22100027Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það eru tímamót að kynna loksins fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur. Stefnan er sett fram til að bæta gæði í uppbyggingu og stuðla að grænna og heilnæmara umhverfi fyrir íbúa Reykjavíkur. Lögð er rík áhersla á hvernig byggingar mæta umhverfi sínu og skapa þar með ramma í kringum almenningsrýmin í borginni. Sömuleiðis á birtu, hljóðvist og áhrif borgarhönnunar á umhverfi sitt. Markmiðið er að setja vellíðan og lífsgæði íbúa í forgrunn. Í kjölfarið verður unninn skýr matskvarði til skilvirkrar innleiðingar stefnunnar og við næstu aðalskipulagsbreytingu verður stefnan innleidd sem ein af lykilstefnum borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Vinna við borgarhönnunarstefnu var sett í gang snemma á kjörtímabilinu enda höfðu á umliðnum árum risið hús þar sem gæði uppbyggingar höfðu ekki verið tryggð hvað varðar birtuskilyrði í íbúðum, hljóðvist og fleira. Þessi stefna á að hafa það að markmiði að tryggja og auka gæði í húsnæðisuppbyggingu. Leggja átti áherslu á að tryggja betri birtuskilyrði í íbúðum, vanda betur samspil húsnæðis og grænna svæða og bæta hljóðvist og aðra umgjörð í hverfum borgarinnar. Borgarhönnunarstefna á að vera leiðarljós fyrir uppbyggingaraðila og hraða skipulagsferlinu enda séu sjónarmið borgarinnar um fallega og heilnæma byggð skýr frá upphafi. Framsókn styður stefnuna þó benda megi á eitt og annað sem getur orkað tvímælis. Sér í lagi það sem snýr að bílastæðum og hönnun gatna. Stefnan þarf að vera raunhæf og taka mið af raunverulegum þörfum íbúa, aðgengi snjómoksturstækja og sorphirðu svo fátt eitt sé nefnt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki skilmála um fyrirhugaðar úthlutanir og sölu byggingarréttar á athafnasvæði á Hólmsheiði, ásamt fylgiskjölum.
Frestað. USK25110109 -
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. október 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. október 2025 á tillögu um götunafnið Kristínargata, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25020274
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa til skóla- og frístundaráðs meðfylgjandi tillögum í minnisblaði skóla- og frístundasviðs um úrbætur sem lúta að auknu innra og ytra eftirliti í leikskólum Reykjavíkur, aðgerðum til að styrkja starfsemi og starfsumhverfi og auka forvarnir. Kostnaðarmetnar tillögur fari jafnframt til nánari greiningar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
Greinargerð fylgir tillögunni.
- Kl. 9:48 víkur borgarstjóri af fundinum.
Samþykkt.
Steinn Jóhannsson, Ólafur Brynjar Bjarkason og Ragnheiður E. Stefánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25080054
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir þakka fyrir góðar tillögur um aðgerðir til að auka öryggi og velferð barna í leikskólum Reykjavíkur. Um er að ræða víðtækar umbótatillögur sem miða að því að auka stuðning og eftirlit með leikskólum og bæta innra mat leikskólanna. Lagt er til að farið verði í auknar forvarnir gegn ofbeldi gagnvart börnum og umbætur á atvikaskráningum. Aðgerðirnar verði gaumgæfðar og kostnaðargreindar með það að markmiði að auka gæði, bæta starfsumhverfi og gera ferla skilvirkari. Mest um vert er að styðja við faglega forystu í þeim tilgangi að auka öryggi innan leikskólasamfélagins.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa til borgarstjórnar hjálagðri stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík 2026-2030. Jafnframt að stefnan verði sett í samráðsgátt.
- Kl. 10:34 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.
Samþykkt.
Sabine Leskopf tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25110035
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er fjölmenningarborg og gegnir þar mikilvægum hlutverkum sem stjórnvald, atvinnurekandi, þjónustuveitandi og samstarfsaðili. Inngildandi nálgun og fjölmenningarleg gildi þurfa þess vegna að endurspeglast í allri stefnumótun sem og þjónustu borgarinnar til að tryggja virka þátttöku íbúa með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn í borgarsamfélaginu.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa samþykkt velferðarráðs frá 1. október sl. á hjálagðri tillögu sviðsstjóra velferðarsviðs frá 29. september sl. um hækkun hámarks samanlagðra húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings til borgarstjórnar.
- Kl. 10:53 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi og Sabine Leskopf tekur sæti.
Vísað til borgarstjórnar.
Sigþrúður Erla Arnardóttir og Inga Borg taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25110033
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 10. nóvember 2025, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 5. nóvember 2025, um breytingu á gildistíma reglna Reykjavíkurborgar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk (NPA), ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Sigþrúður Erla Arnardóttir og Inga Borg taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. VEL25100072
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkar borgarstjórnar styðja að gildistími NPA-reglnanna verði gerður ótímabundinn til að tryggja réttindi og samfellu í þjónustu fyrir notendur en gildistíminn hefði að óbreyttu runnið út í árslok.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 9. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á úthlutunarreglum hverfissjóðs Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Sandholt og Agnes Guðjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25100010
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 11. nóvember 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025, á heimild til að hefja fasa tvö vegna fundaumsjónarkerfis borgarstjórnar, ásamt fylgiskjölum og trúnaðarmerktum fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Sandholt og Agnes Guðjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON22120023
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. nóvember 2025, varðandi áskorun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til Alþingis vegna frumvarps til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, ásamt fylgiskjali. MSS25110034
Fylgigögn
-
Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25110024
-
Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25110031
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. nóvember 2025, varðandi fyrirhugaða ferð staðgengils borgarstjóra til Þórshafnar. MSS25110023
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki uppfært erindisbréf stýrihóps um samgöngumiðstöð.
Samþykkt. MSS24080093
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki uppfært erindisbréf samráðshóps um Sundabraut þar sem að Líf Magneudóttir tekur við formennsku hópsins í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur.
Samþykkt. MSS23100110
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki uppfært erindisbréf stýrihóps um Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir árið 2030 þar sem Líf Magneudóttir er formaður.
Samþykkt. MSS21120238
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að tilnefna Dóru Björt Guðjónsdóttur sem varamann í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. í stað Lífar Magneudóttur.
Samþykkt. MSS22060155Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að tilnefna Dóru Björt Guðjónsdóttur sem varamann í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í stað Lífar Magneudóttur.
Samþykkt. MSS23110125Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. nóvember 2025, varðandi umsókn um nýtt lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Ármúla 9, 108 Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. MSS25100155Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 6. nóvember 2025. MSS25010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 3. nóvember 2025. MSS25010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. nóvember 2025. MSS25010030
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls fimm mál (MSS25010023, MSS25010021, MSS25110005, MSS25110030, MSS25110037). MSS25100132
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25110004
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. nóvember 2025, varðandi tillögu styrkjahóps borgarráðs um úthlutun styrkja vegna ársins 2026, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt að veita Paulina Koltan-Janowska styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna verkefnisins Velkomin í leikskóla.
Samþykkt að veita Slow Food í Reykjavík, félagasamtökum, styrk að fjárhæð 400.000 kr. vegna verkefnisins BragðaGarður, tveggja daga Slow Food hátíð í Grasagarði Reykjavíkur.
Samþykkt að veita Golfklúbbi borgarstarfsmanna styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna starfsemi klúbbsins.
Samþykkt að veita Hannesarholti ses. styrk að fjárhæð 750.000 kr. vegna fundarraðar Heimilis heimsmarkmiðanna.
Samþykkt að veita Marco Mancini styrk að fjárhæð 250.000 kr. vegna verkefnisins Ants in action.
Samþykkt að veita Ngoc Anh Bui styrk að fjárhæð 150.000 kr. vegna verkefnisins STEM fyrir framtíðina.
Samþykkt að veita Samtökum um TEDxReykjavík styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna verkefnisins TEDx Reykjavík Women.
Samþykkt að veita Kjarnasamfélagi Reykjavíkur styrk að fjárhæð 700.000 kr. vegna verkefnisins Hönnum okkur hús.
Samþykkt að veita Landssamtökum íslenskra stúdenta styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna verkefnisins Student Refugees.
Samþykkt að veita WomenTechIceland, félagasamtökum, styrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna verkefnisins STEMming: Celebrating Iceland Tech on International Women's Day.
Samþykkt að veita ELSA-Ísland styrk að fjárhæð kr. 150.000 vegna Norræna fulltrúaráðsfundarins ELSA 2025.
Samþykkt að veita Bangsafélaginu styrk að fjárhæð kr. 150.000 vegna Reykjavík Bear 2026.
Samþykkt að veita Skrautás ehf. styrk að fjárhæð 1.950.000 vegna útgáfu hverfablaðanna Grafarvogs-, Grafarholts- og Árbæjarblaðsins.
Samþykkt að veita Borgarkórnum styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna starfsemi klúbbsins.
Samþykkt að veita Snorrasjóði, sjálfseignarstofnun, styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna Snorraverkefnisins.
Samþykkt að veita Félagi Horizon styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna stærðfræðikeppninnar Pangea 2026.
Samþykkt að veita Vatnaverum Íslands styrk að fjárhæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Laxar í skólastofunni.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Friðjón R. Friðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25110002
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að ráðast strax í frekari úrbætur á gangbraut á gatnamótum Reykjavegs og Kirkjuteigs til þess að tryggja öryggi skólabarna sem þurfa að fara yfir götuna á hverjum degi. Þá verði skóla- og frístundasviði falið að tryggja að gangbrautarvörður sé við gatnamótin á þeim tímum sem börn fara í og úr skóla á meðan unnið er að endurbótum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað. MSS25110058Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:45
Dóra Björt Guðjónsdóttir Einar Þorsteinsson
Hildur Björnsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Sabine Leskopf Sanna Magdalena Mörtudottir
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 13.11.2025 - prentvæn útgáfa