Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 6. nóvember, var haldinn 5801. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Líf Magneudóttir áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson, Heimir Snær Guðmundsson, Róbert Marshall og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. nóvember 2025, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar þann 4. nóvember 2025. Dóra Björt Guðjónsdóttir var kjörin formaður borgarráðs.
Jafnframt er lagt til að Sanna Magdalena Mörtudóttir verði varaformaður borgarráðs.
Samþykkt. MSS22060043Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. nóvember 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs sama dag, á verklýsingu skipulagsgerðar og drögum að umhverfismati Halla og nágrennis, frekari þróun íbúðabyggðar í Úlfarsárdal, fyrir aðalskipulag Reykjavíkur 2040.
- Kl. 09:13 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25080064
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Við fögnum drögum að breytingum á aðalskipulagi vegna uppbyggingar íbúða í Úlfarsárdal. Fyrirhuguð uppbygging, einkum í svokölluðum Höllum, svarar brýnni þörf á hagkvæmu og vistvænu húsnæði. Mikilvægt er að við skipulag svæðisins verði meginmarkmið aðalskipulags Reykjavíkur höfð að leiðarljósi um félagslega blöndun, vistvænar samgöngur, græn svæði og aðlaðandi göturými auk þeirra atriða sem nefnd eru í nýsamþykktri borgarhönnunarstefnu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna hraðann í fyrirliggjandi máli sem er stórt skipulagsmál sem þarf mikla yfirlegu. Fulltrúarnir styðja frekari uppbyggingu í Úlfarsárdal en lýsa miklum áhyggjum af áformum borgarstjóra, sem staðfest voru í borgarráði í liðinni viku, um uppbyggingu allt að 4.000 íbúða á reit M22 í Úlfarsárdal. Reiturinn er 58,5 hektarar að stærð og almennt talinn rúma 2.000 íbúðir miðað við núverandi þéttleika í nærliggjandi byggð. Fulltrúarnir vekja athygli á því að borgarráð hefur einungis gefið heimild til að hefja samkeppnisviðræður við innviðafélög um uppbyggingu á reit M22, en ekki öðrum svæðum í Úlfarsárdal. Fulltrúarnir lýsa jafnframt áhyggjum af því að ekki verði tryggð nægilega góð félagsleg blöndun í hverfinu enda hafa rannsóknir ítrekað sýnt hvernig einsleit hverfi geta ýtt undir stéttaskiptingu og takmarkað tækifæri fólks til að bæta lífskjör sín. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa jafnframt áhyggjur af því hve lítil áhersla er lögð á séreignastefnu í húsnæðisáætlunum borgarinnar. Um 21% af húsnæðismarkaði eru nú leiguíbúðir en aðeins 8% leigjenda vilja vera á leigumarkaði. Sú áhersla borgaryfirvalda að auka hlut leiguíbúða í Reykjavík er því nokkuð sérkennileg. Telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks mun æskilegra að leggja stóraukna áherslu á séreignastefnu – enda séreign besta leiðin fyrir fjölskyldur að tryggja sér fjárhagslegt öryggi og stöðuga búsetu.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar undrast hvað þetta mál er keyrt áfram af miklum hraða enda er um að ræða afdrifaríka ákvörðun og mikilvægt að málið fái vandaða umfjöllun. Því er furðulegt að meirihlutinn hafi ekki orðið við óskum minnihlutans í umhverfis- og skipulagsráði um frestun málsins um viku. Framsókn styður eindregið að byggt verði íbúðarhúsnæði í Úlfarsárdal en hefur áhyggjur af því að þarna hyggist meirihlutinn byggja afar þétta og einsleita byggð fyrir lágtekjuhópa. Framsókn leggur áherslu á að félagsleg blöndun sé tryggð og byggt með fjölbreyttum hætti mannvænt hverfi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að framlengja tímamörk í samningum um tímabundin lóðavilyrði sem gilda um nýtt afhafnasvæði á Hólmsheiði, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25100462
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. október, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, á breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga á Kringlusvæði á lóðunum Kringlan 1-3 og 5, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060140
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Sem fyrr fagna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins uppbyggingu á reitnum. Það hefur lengi verið sýn Sjálfstæðisflokksins að þarna rísi öflugt samgöngu-, atvinnu-, menningar- og íbúðarsvæði þar sem áhersla er lögð á gæði uppbyggingarinnar bæði fyrir þá sem búa á reitnum og heimsækja hann. Fyrir vikið brýna borgarráðsfulltrúarnir mikilvægi þess að í uppbyggingu hverfisins sé sérstaklega gætt að birtuskilyrðum bæði með tilliti til íbúða og útisvæða, að fjöldi bílastæða endurspegli vænta ásókn á svæðið og að góð samvinna sé milli allra hagsmunaaðila á reitnum. Borgarráðsfulltrúar gera þó athugasemd við að viljayfirlýsing Reita um samstarf við hagsmunaaðila í öllum áföngum reitsins vanti í fyrirliggjandi gögn en sú yfirlýsing lá víst fyrir í umhverfis- og skipulagsráði.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar fagnar því að húsnæðisuppbygging hefjist á Kringlureit eftir að hafa verið í ferli í nærri áratug. Fyrir tveimur árum var málið tekið upp úr þeim hjólförum sem það hafði verið fast í og nýtt samtal við uppbyggingaraðila hafið. Þarna verður þétt byggt en svæðið liggur vel við stofnæðum og almenningssamgöngum. Framsókn hefði stutt að fleiri bílastæði hefðu fylgt þessari uppbyggingu þannig að eitt bílastæði fylgdi hverri íbúð fyrst það er verið að byggja bílakjallara hvort sem er. Þarna verða 376 bílastæði en 418 íbúðir og því fyrirséð að það muni vanta bílastæði bæði fyrir íbúa og gesti.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. september 2025, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda við endurgerð á Hólabrekkuskóla, húsi 3, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25100079
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna húsnæðis við Efstaland 26, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig og Ragnheiði Sigvaldadóttur sem taka sæti með rafrænum hætti. USK25100156
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ánægjulegt er að samþykkja eftirfarandi leigusamning fyrir Mánaberg, vistheimili barna, sem flytur í annað og stærra húsnæði sem hentar starfseminni betur. Með þessu er verið að veita öruggt skjól fyrir þau sem eru í Mánabergi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. október 2025, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja söluferli á eign Reykjavíkurborgar að Keilufelli 5, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig og Ragnheiði Sigvaldadóttur sem taka sæti með rafrænum hætti. USK25100155
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá samkomulagi við ríkið um kaup á eignarhluta Reykjavíkurborgar í Vesturgötu 7, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig og Ragnheiði Sigvaldadóttur sem taka sæti með rafrænum hætti. USK25110009
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Sala þessi er hluti af nauðsynlegri stækkun Heilsugæslustöðvar Miðbæjar. Fyrir liggur að óvissa hefði orðið um heilsugæslustarfsemina á Vesturgötunni ef ekki næðust samningar milli ríkis og borgar vegna stækkunar heilsugæslumiðstöðvar í því rými sem hýsir Þorrasel núna. Í stað þeirrar dagdvalarþjónustu sem boðið hefur verið upp á í Þorraseli kemur dagdvalarþjónusta á Grund með 35 plássum sem 50-60 manns geta nýtt í heild. Áætlað er Grund geti tekið við hluta starfseminnar og mun ekki verða rof á þjónustu. Tryggt verður að sá hópur sem eru fastir dagdvalargestir í reglubundinni þjónustu í Þorraseli fái góða aðlögun að nýrri dagdvöl.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að Heilsugæslan Miðbæ haldi áfram starfsemi sinni í miðbæ Reykjavíkur og að hún hafi aðgang að húsnæði sem hæfir starfseminni. Fulltrúi Framsóknar situr þó hjá við afgreiðslu málsins, þar sem enn er óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst bregðast við þeirri fækkun á 15 dagdvalarrýmum sem breytingin felur í sér. Ekki hafa komið skýr svör frá ráðuneytinu hvað það varðar. Í ljósi hækkandi lífaldurs er brýnt að auka aðgengi að dagþjónustu fyrir eldra fólk. Því er sú þróun að fækka dagdvalarrýmum mikið áhyggjuefni og skref aftur á bak. Nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi aðgengi að dagþjálfun, enda gegnir hún lykilhlutverki í að styðja við sjálfstæða búsetu og viðhalda lífsgæðum eldri borgara. Komi til flutnings á dagdvölinni leggur fulltrúinn áherslu á að þjónusturof verði ekki fyrir þá sem nýta sér þjónustu Þorrasels. Jafnframt telur fulltrúinn mikilvægt að tryggt verði að sambærileg eða betri þjónusta verði veitt á nýjum stað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, 3. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá leigusamningi á færanlegum kennslustofum fyrir Ölduselsskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig og Ragnheiði Sigvaldadóttur sem taka sæti með rafrænum hætti. USK25110005
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að gera húsaleigusamning um leikskólahúsnæði að Laufásvegi 53-55, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Óla Jóni Hertervig og Ragnheiði Sigvaldadóttur sem taka sæti með rafrænum hætti. USK25110015
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktri skýrslu sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga um fýsileika í stafrænu samstarfi ríkis og sveitarfélaga.
Þórdís Sveinsdóttir og Hjálmur Dór Hjálmsson taka sæti á fundinum undir þessum lið auk Óskars Sandholt sem tekur sæti með rafrænum hætti. MSS25100156
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 9. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
Frestað. ÞON25100010 -
Lagt fram leiðrétt afgreiðslubréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. október 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 10. september 2025, sbr. einnig 11. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 7. október 2025, á heimild til að hefja verkefnið framþróun og fjölbreytni á reykjavik.is, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar.Óskar Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25030001
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg taki þátt í úttekt á vegum GRECO (Samtök ríkja gegn spillingu á vegum Evrópuráðsins) sem beinist að sveitarfélögum á Íslandi, sbr. hjálagt erindi frá dómsmálaráðuneytinu.
Frestað. MSS25100145
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að tilnefna Söndru B. Franks sjúkraliða, Janus Arn Guðmundsson, Arnór Heiðar Benónýsson og Sigríði Rögnu Sigurðardóttur sem fulltrúa Reykjavíkurborgar í skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla 2025-2029, sbr. hjálagða beiðni mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þess er óskað að Sandra B. Franks og Janus Arn Guðmundsson verði skipuð sem aðalfulltrúar í nefndinni og að Arnór Heiðar Benónýsson og Sigríður Ragna Sigurðardóttir verði skipuð varafulltrúar í nefndinni.
Samþykkt. MSS25060124
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2025, varðandi styrktarsamning Reykjavíkurborgar, mennta- og barnamálaráðuneytisins og Íþróttabandalags Reykjavíkur um aukningu á þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og frístundastarfi í Efra-Breiðholti, ásamt fylgiskjölum. MSS25100021
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps um hlutverk Reykjavíkurborgar vegna þess að 40 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða.
Samþykkt. MSS25100158
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2025, varðandi erindisbréf starfshóps til að hefja undirbúning að samstarfi við innviðafélag um þróun og uppbygginu nýs íbúðarhverfis í Höllum. MSS25100149
Frestað. -
Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2025, varðandi endurnýjun erindisbréfs persónuverndarteymis Reykjavíkurborgar. MSS24020056
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki áframhaldandi samstarfssamning við KLAK-Icelandic Startups til næstu tveggja ára, þar sem Reykjavíkurborg leggur árlegt fjárframlag til viðskiptahraðals sem sérstaklega miðar að lausnum við samfélagslegum áskorunum og til framkvæmdar frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins. Árlegt fjárframlag verður sem áður 10 m.kr. vegna hraðalsins og 2,5 m.kr. vegna Gulleggsins en samningur er óbreyttur frá fyrri samningi. Kostnaður rúmast innan ramma og greiðist af kostnaðarstað 09510.
Samþykkt. MSS24080034
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. október 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 13. október 2025 á tillögu varðandi breytingu á fyrri samþykkt vegna Tónskóla Sigursveins, samningi vegna neðri stiga tónlistarnáms, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS22050078
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. október 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 13. október 2025, varðandi Vörðuskóla, ásamt fylgiskjölum. Samþykkt.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. SFS22020011Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Skólabyggingin við Barónsstíg 34 í Reykjavík, Vörðuskóli, er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins en bygging hússins hófst árið 1947 og var það fullbyggt 1949. Reykjavíkurborg keypti bygginguna af íslenska ríkinu árið 2020 og frá árinu 2022 hafa framkvæmdir og endurbætur staðið yfir á húsinu. Að meðtöldum kostnaði við kaup á byggingunni hefur Reykjavíkurborg undanfarin fimm ár fjárfest meira en 1.000 milljónum í þessu húsnæði. Ætla má að byggingin gæti í fyrsta lagi nýst sem skólahúsnæði árið 2028. Með þeirri tillögu sem lögð var fram í dag er ætlunin að klára framkvæmdir við Vörðuskóla og nýta svo húsnæðið sem skóla sem tekur við nemendum er hverfa þurfa frá öðrum skólabyggingum, svo sem vegna mygluframkvæmda og annarra viðgerða. Engin kostnaðaráætlun fylgdi tillögunni og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að veita fjárheimild til að fylgja tillögunni eftir. Með hliðsjón af fjárhagslegri framvindu verkefna sem tengjast Vörðuskóla og óvissu um kostnað við að fylgja tillögunni eftir, sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá í málinu.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar hefur miklar áhyggjur af endurgerð Vörðuskóla og kostnaði við hana. Ekki er hægt að samþykkja svona ákvörðun án þess að henni fylgi kostnaðaráætlun og kynning á því hvernig endurgerð er háttað.
Fylgigögn
-
Kynningu á starfsemi Samtakanna ´78 er frestað. MSS25070012
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2026. MSS25110002
Frestað. -
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. október 2025, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um Evrópustyrki, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. ágúst 2025. MSS25080057
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð Strætó bs. frá 10. október 2025. MSS25010029
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. nóvember 2025.
7. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál (MSS25100153, MSS25030078, MSS25100173, MSS25040082, MSS25090093, MSS25090116, MSS25090122, MSS25090091,MSS25100070). MSS25100132
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25110004
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:30.
Dóra Björt Guðjónsdóttir Einar Þorsteinsson
Hildur Björnsdóttir Hjálmar Sveinsson
Sanna Magdalena Mörtudottir Skúli Helgason
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 6.11.2025 - prentvæn útgáfa