Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 30. október, var haldinn 5799. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:07. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Líf Magneudóttir, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir og Einar Þorsteinsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson, Róbert Marshall og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. október 2025:
Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem verði falið að hefja undirbúning að samstarfi við innviðafélag um þróun og uppbyggingu nýs íbúðahverfis í Höllum. Val á samstarfsaðilum fari fram skv. 37. gr. laga nr. 120/2016 um samkeppnisviðræður. Valinn samstarfsaðili taki þátt í þróun nýs íbúðarhverfis samkvæmt settum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda, byggi tiltekna grunninnviði og samfélagslegar stofnanir, gegn sölu á tilteknu magni byggingarréttar í opnu og gagnsæju ferli til byggingaraðila á almennum markaði. Undirbúningur fari fram samhliða gerð aðalskipulagsbreytingar og frumdraga rammaskipulags. Sjá nánar í meðfylgjandi skýrslu starfshóps, Aðgerðir til að auka framboð húsnæðis og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Tillögur og samantekt, október 2025. Í fyrsta áfanga uppbyggingar er gert ráð fyrir allt að fjögur þúsund íbúðum og að þeim fjölgi í áföngum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
- Kl. 08:15 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggja til að málinu verði frestað.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25100149Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er að fara nýja leið í húsnæðis- og innviðauppbyggingu. Unnið verður með samstarfsaðila í innviðafélagi þar sem markmiðið er að byggja upp innviði í nýju hverfi hraðar en hefur þekkst, þannig að íbúðir og hverfi rísi hratt en örugglega upp. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulága og unga íbúa sem þarf að byggja fyrir. Vinna þessi hófst með áherslum í samstarfssáttmála þar sem framkemur að: Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra. Tillagan sem var samþykkt í dag felur í sér að skipaður verði starfshópur sem verði falið að hefja undirbúning að samstarfi við innviðafélag um þróun og uppbyggingu nýs íbúðarhverfis í Höllum. Val á samstarfsaðilum fari fram skv. 37. gr. laga nr. 120/2016 um samkeppnisviðræður. Valinn samstarfsaðili taki þátt í þróun nýs íbúðarhverfis samkvæmt settum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda, byggi tiltekna grunninnviði og samfélagslegar stofnanir, gegn sölu á tilteknu magni byggingarréttar í opnu og gagnsæu ferli til byggingaraðila á almennum markaði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir afgreiðslu málsins enda málið lagt fram í flýti og án hefðbundinnar kynningar. Telja fulltrúarnir verulega skorta á vandaða stjórnsýslu hvað afgreiðslu málsins varðar, sem vekur furðu, ekki síst í kjölfar skýrslu IER um lóðasamninga borgarinnar við olíufélögin. Þar undirstrikaði IER mikilvægi þess að viðamikil mál sem varða skipulag og landnotkun innan borgarinnar og unnið er að í starfs- og stýrihópum eða vinnuhópum fái kynningu í viðeigandi fagráði, þ.e. í umhverfis- og skipulagsráði, áður en þau eru tekin til afgreiðslu í borgarráði. Slík vinnubrögð hafa misfarist í þessu máli. Fulltrúarnir undirstrika þó ánægju með að fyrirhuguð sé frekari uppbygging á M22 í Úlfarsárdal en lýsa miklum efasemdum um þann mikla þéttleika sem ráðgerður er á svæðinu. Gögn málsins undirstrika að miðað við þéttleika í fullbyggðum núverandi hverfum (35 íbúðir á hektara), gætu rúmast innan svæðis M22 yfir 2.000 íbúðir sem gæti verið hæfileg stærð fyrir eitt grunnskólahverfi, ásamt tveimur leikskólum. Ef litið væri til meðalþéttleika við Leirtjörn og við Skyggnisbraut (50 íbúðir á hektara), mætti gera ráð fyrir rúmlega 2.900 íbúðum. Hér gerir borgarstjóri hins vegar ráð fyrir 4.000 íbúðum á svæðinu sem verður að teljast verulega þétt miðað við núverandi byggð í hverfinu.
Borgarráðsfulltrúi Framsónarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar gagnrýnir harðlega stjórnsýslu meirihlutans í þessu máli. Það er vanvirðing við borgarráð að kynna svona ákvörðun í fjölmiðlum áður en borgarráði hefur gefist tækifæri til að fjalla um málið. Borgarstjóri er þannig umboðslaus á blaðamannafundi í gær að kynna áætlun sem varðar hagsmuni borgarbúa sem nema milljörðum. Borgarfulltrúi Framsóknar gagnrýnir einnig að þessi tæplega 200 blaðsíðna skýrsla skuli ekki vera formlega kynnt í borgarráði. Eðlilegast hefði verið að fulltrúar frá fjármála- og áhættustýringarsviði, áhættustjóri borgarinnar, borgarlögmaður auk fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs hefðu kynnt ólíkar sviðsmyndir og gert borgarráði ítarlega grein fyrir því hvers vegna meirihlutinn ákveður að velja eina sviðsmynd umfram aðra. Þá gerir Framsókn athugasemd við að gögnin eru óskýr og ósamræmi um stærð uppbyggingarsvæðis og fjölda íbúða. Fyrir skömmu var til umfjöllunar hörð gagnrýni embættis innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar varðandi sleifarlag í undirbúningi samninga um bensínstöðvalóðir. Ljóst er að meirihlutinn tekur ekkert mið af alvarlegum ábendingum embættisins í því máli.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er forkastanlegt að risamáli eins og húsnæðisuppbyggingu, mögulegu innviðafyrirtæki og nýjum leiðum í uppbyggingarmálum sé kastað inn í borgarráð með litlum sem engum fyrirvara. Stóru uppbyggingarmáli laumað inn í borgarráð undir sakleysislegu yfirbragði starfshóps en er í raun stefnumiðandi ákvörðun um leiðir og aðferðir í dýrri húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal. Borgarfulltrúi Viðreisnar fór fram á að málinu sé frestað og borgarráð fái góða kynningu á málinu og hafi tækifæri til að ræða leiðir sem fara á í þessu annars spennandi verkefni. Borgarfulltrúi mótmælir harðlega svona hraðvirknis vinnubrögðum samstarfsflokkanna.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Framboð húsnæðis fyrir ungt og efnaminna fólk er eitt brýnasta úrlausnarefni samtímans. Samstarfsflokkarnir hafa enda lagt á það alla áherslu að flýta eins og mögulegt er að kynna raunverulegar aðgerðir sem flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal. Það verkefni að tryggja efnaminni fjölskyldum öruggt þak yfir höfuðið þolir ekki frekari bið. Ákveðið var í borgarráði þann 24. mars sl. að kanna hvort hægt væri, með aðkomu innviðasjóðs, að hraða uppbyggingu á landi því sem nefnt hefur verið M22 í Úlfarsárdal. Það skref sem hér er stigið á ekki að koma neinum á óvart og er rökrétt framhald vinnu sem hófst síðastliðið vor. Í ljósi þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir, þeirra gagna sem fylgja málinu í dag og ekki síst í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem uppi er í húsnæðismálum fátæks fólks, þá er mikilvægt að hraða húsnæðisuppbyggingu þar sem núverandi staða bitnar harðast á því fólki sem getur síst borið þær byrðar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samning Reykjavíkurborgar og Knattspyrnufélags Reykjavíkur um fjárstyrk vegna endurbyggingar keppnisvallar í Frostaskjóli.
Samþykkt. MSS25100069
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað borgarlögmanns, dags. 27. október 2025, um málaferli Reykjavíkurborgar. MSS25010172
-
Lagður fram dómur Landsréttar, dags. 16. október 2025, í máli nr. 553/2024. MSS25100114
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 15. október 2025, í máli nr. E-835/2025.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. október 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu matsnefndar um stofnframlag frá Reykjavíkurborg til Félagsbústaða hf. vegna: 8 leiguíbúða; Nauthólsvegur 83D 2025, áætlað stofnvirði 645.195.247 kr. og 12% stofnframlag 77.723.430 kr. Ofangreind tillaga var samþykkt af matsnefnd vegna veitingar stofnframlaga 25. september 2025.
-Kl. 09:01 tekur Einar Þorsteinsson sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Samþykkt.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Hörður Hilmarsson og Anna Guðmunda Andrésdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS25060026
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 ásamt greinargerðum. Einnig er lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs vegna trúnaðar á framlögðum gögnum, dags. 27. október 2025.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 4. nóvember 2025, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. október 2025. FAS25010023
-
Lagt fram trúnaðarmerkt frumvarp að fimm ára áætlun 2026-2030, ásamt greinargerðum.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 4. nóvember 2025, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. október 2025. FAS25010023
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2025, um lántökur á árinu 2026.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 4. nóvember 2025, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. október 2025. FAS25100017
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2025, um álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2026.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 4. nóvember 2025, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. október 2025. FAS25100036
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2025, um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2026.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 4. nóvember 2025, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. október 2025. FAS25100015
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2025, um gjalddagaskiptingu fasteignagjalda fyrir árið 2026.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 4. nóvember 2025, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. október 2025. FAS25100015
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2025, um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2026.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 4. nóvember 2025, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. október 2025. FAS25100015
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2025, um gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, ásamt fylgiskjölum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 4. nóvember 2025, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. október 2025. FAS25010023
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 30. október 2025, um niðurfellingu á yfirfærslu fjárheimilda ársins 2024 til ársins 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 4. nóvember 2025, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 27. október 2025. FAS25100016
-
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. september 2025, varðandi starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2026, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 27. október 2025.
Frestað. MSS25090100 -
Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 30. september 2025, varðandi fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2026-2030, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 30. október 2025.
Frestað. MSS25100003 -
Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 25. september 2025, varðandi gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 30. október 2025.
Frestað. MSS24100168 -
Fram fer kynning á starfs- og fjárhagsáætlunum skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs, miðlægrar stjórnsýslu, mannréttindaskrifstofu, mannauðs- og starfsumhverfissviðs, menningar- og íþróttasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, þjónustu- og nýsköpunarsviðs og fjármála- og áhættustýringarsviðs. Einnig fer fram kynning á fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Hörður Hilmarsson, Anna Guðmunda Andrésdóttir, Steinn Jóhannsson, Frans Páll Sigurðsson, Rannveig Einarsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Sabine Leskopf, Lóa Birna Birgisdóttir, Steinþór Einarsson, Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Guðni Guðmundsson, Hróðný Njarðardóttir, Óskar Jörgen Sandholt, María Björk Hermannsdóttir og Alexandra Briem taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Andrés Bögebjerg Andreasen sem tók sæti með rafrænum hætti. FAS25010023
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. október 2025.
9. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 13. október 2025. MSS25010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 23. október 2025. MSS25010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 15. október 2025. MSS25010022
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem hafa borist borgarráði, alls 14 mál (MSS25010023, MSS25010021, MSS25100130, MSS25100166, MSS25100155, MSS22100214, MSS24100050, MSS25100153, MSS25020136, MSS25100168, MSS25100159). MSS25090126
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25090127
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Viðreisnar:
Borgarfulltrúi Viðreisnar óskar eftir eftirfarandi upplýsingum varðandi gögn sem stýrihópur um reglur um leikskólastarf hefur aflað sér og byggir tillögudrög á sem lögð voru fyrir borgarráð 2. október sl. Óskað er eftir eftirfarandi upplýsingum og gögnum: 1. Gögnum um mönnunarvanda á leikskólum: hvert er umfang vandans, á hvaða leikskólum er mönnunarvandi og hvað einkennir leikskóla þar sem slíkur vandi er ekki fyrir hendi? 2. Gögnum um raunverulegan tímafjölda barna á leikskólum annars vegar og keyptum tímafjölda hins vegar. 3. Gögnum um þróun vistunartíma barna 2022-2025. 4. Gögnum um áhrif breytinga sem hafa orðið á starfsumhverfi síðastliðin ár með styttingu vinnuvikunnar, einu leyfisbréfi, fækkun barna á starfsmann og hækkun launa, lengdan undirbúningstíma, styttri opnunartíma í leikskólum borgarinnar og lækkuðum fjölda barna á hvern starfsmann og á hvern fermetra leikskólahúsnæðis. 5. Gögnum um fjárhagsleg áhrif á fullvinnandi foreldra nái tillögudrög fram að ganga 6. Samanburði á leikskólagjöldum í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum (og jafnvel á Norðurlöndunum) nái breytingarnar fram að ganga. 7. Upplýsingum um hvaða önnur úrræði/leiðir hafa verið skoðuð. 8. Könnunum sem hafa verið lagðar fyrir starfsfólk og foreldra. 9. Mati stýrihópsins á Kópavogsmódelinu og áhrifum breytinga á önnur sveitarfélög. 10. Upplýsingum um hvernig til stendur að nýta skráningardaga, á starfsfólk að taka út sumarleyfi eða styttingu á þeim dögum? 11. Hvernig voru tillögur á hækkanir á gjaldskrám ákvarðaðar? 12. Hversu mikið er gert ráð fyrir að dvalartími barna þurfi að styttast svo ná megi árangri í að takast á við mönnunarvandann?
Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs. MSS25100177
Fundi slitið kl. 15:52.
Líf Magneudóttir Einar Þorsteinsson
Dóra Björt Guðjónsdóttir Hildur Björnsdóttir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 30.10.2025 - prentvæn útgáfa