Borgarráð - Fundur nr. 5797

Borgarráð

Ár 2025, fimmtudaginn 9. október var haldinn 5797. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Alexandra Briem, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir og Stefán Pálsson. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson, Heimir Snær Guðmundsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Dís Sigurgeirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning um sölu á stakri húseiningu við Maríubaug 3, ásamt fylgiskjölum.

    -    Kl. 09:04 taka Kjartan Magnússon og Skúli Helgason sæti á fundinum.

    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig, Daniela Katarzyna Zbikowska og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25100042

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki stækkun lóðar og afsal lóðarleiguréttinda vegna Einimels 22, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Kjartan Magnússon situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Hildur Björnsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið.

    Óli Jón Hertervig, Daniela Katarzyna Zbikowska og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25100065

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Kjartan Magnússon leggur fram svohljóðandi bókun:

    Með samþykkt fyrirliggjandi tillögu halda borgarfulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna áfram á þeirri braut að selja skika úr sundlaugartúninu við Vesturbæjarlaug til einkaaðila. Almenningssvæðið minnkar sem því nemur, nú um 79 fermetra. Sundlaugartúnið er vinsælt leiksvæði barna og unglinga en skortur er á grænum svæðum í Vesturbænum og hefur þeim farið fækkandi á undanförnum árum. Athyglisvert er að oddviti Sósíalistaflokks Íslands skuli nú flytja tillögu um sölu á landi úr almenningsgarði til einkaaðila og fara fram á að hún verði samþykkt. Árið 2023 mótmælti sami borgarfulltrúi sams konar einkavæðingu harðlega og bókaði meðal annars að um slæmt fordæmi væri að ræða. Borgarfulltrúi Flokks fólksins tók einnig einarða afstöðu gegn málinu en styður það nú. Stuðningur borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins við sölu umrædds lands til einkaaðila nú, felur í sér umsnúning og vekur athygli í ljósi harðrar andstöðu þessara sömu flokka við sams konar sölu á árinu 2023.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um hluta af húsnæði við Gnoðarvog 1, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig, Daniela Katarzyna Zbikowska og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25100073

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna hluta af húsnæði við Hagasel 40, Seljakirkju, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig, Daniela Katarzyna Zbikowska og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25100074

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna hluta af húsnæði við Knarrarvog 2, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig, Daniela Katarzyna Zbikowska og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25100075

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning á færanlegum kennslustofum fyrir Fossvogsskóla, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig, Daniela Katarzyna Zbikowska og Guðni Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25100081

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna afnota á húsnæði á 1. hæð vestur í Borgartúni 8-16 fyrir þjónustu- og nýsköpunarsvið, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig, Guðni Guðmundsson, Daniela Katarzyna Zbikowska, Rannveig Einarsdóttir og Styrmir Erlingsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25100077

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna afnota á húsnæði á 1. hæð austur í Borgartúni 8-16 fyrir Vesturmiðstöð, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig, Daniela Katarzyna Zbikowska, Guðni Guðmundsson, Rannveig Einarsdóttir og Styrmir Erlingsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25100078

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vesturmiðstöð er ein af miðstöðvum borgarinnar þar sem íbúar Reykjavíkurborgar geta nálgast fjölbreytta þjónustu, stuðning, upplýsingar og ráðgjöf. Mikilvægt er að viðeigandi húsnæði sé til staðar fyrir starfsemina með góðu aðgengi. Núverandi húsnæði hefur reynst óhentugt, leigusamningur rennur út um áramót og leit að hentugu húsnæði í hverfinu hefur ekki borið árangur. Í þessari tilfærslu felst að auki tækifæri til að bæta þjónustuna, stytta boðleiðir og nýta betur tíma, fermetra og mannafla. En þessi breyting mun skila sér í töluvert lægri húsnæðiskostnaði. Borgarráð leggur áherslu á að hönnun nýrrar móttöku tryggi hlýlegt og öruggt umhverfi fyrir íbúa og starfsfólk og að breytingin verði unnin út frá þörfum notenda. Miðstöðin verður í nálægð við almenningssamgöngur og mun auka samlegð með annarri þjónustu. Borgarráð leggur áherslu á að í breytingarferlinu verði vel haldið utan um starfsfólk og notendur og óskar ráðið eftir reglulegum upplýsingum um framvindu verkefnisins.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 6. október 2025, sbr. samþykkt velferðarráðs á tillögu um breytt fyrirkomulag á skráningu heimilisþrifa og gjaldtöku vegna innleiðingar á dala.care.
    Samþykkt.

    Rannveig Einarsdóttir, Auður Guðmundsdóttir og Þórhildur G. Egilsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. VEL25090093

    Fylgigögn

  10. Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 7. október 2025, um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2026, mál nr. 1/157.
    Samþykkt.

    Halldóra Káradóttir, Ólöf Marín Úlfarsdóttir og Rannveig Einarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25090090

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Framsóknar þakkar fyrir góða umsögn fjármálasviðs en bendir á að á sama tíma og ríkisstjórnin heykist á því að fjármagna þjónustu við fólk á flótta er lagður til niðurskurður á framlögum til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Það er mikil skammsýni af hálfu ríkisins og hefur bein áhrif á fjárhag borgarinnar. Þörf fyrir túlkaþjónustu eykst mjög og möguleikar borgarinnar til þess að veita íbúum af erlendum uppruna þjónustu með hagkvæmum og skilvirkum hætti verða minni.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf regluvarðar Reykjavíkurborgar, dags. 6. október 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tillögu að uppfærðum reglum Reykjavíkurborgar um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti starfsfólks með fjármálagerninga og tillögu um viðmið um hverjir skuli skilgreindir innherjar hjá Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Halldóra Káradóttir og Ólöf Marín Úlfarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22020050

    Fylgigögn

  12. Lagt fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 3. október 2025, um kröfulýsingu Reykjavíkurborgar fyrir óbyggðanefnd, svæði 12, eyjar og sker, ásamt fylgiskjölum. MSS24020070

    Fylgigögn

  13. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. október 2025.
    3. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030

    Fylgigögn

  14. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 3. og 6. október 2025. MSS25010004

    Fylgigögn

  15. Lagðar fram fundargerðir samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12. júní, 17. september og 1. október 2025. MSS25010022

    Fylgigögn

  16. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. MSS25090126

    Fylgigögn

  17. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25090127

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf borgastjóra, dags. 7. október 2025, varðandi fyrirhugaða ferð staðgengils borgarstjóra, Lífar Magneudóttur, til Berlínar vegna undirritunar Náttúruborgarsamnings Berlínar, ásamt fylgiskjölum. MSS25100031

    Fylgigögn

  19. Tilnefningu í skólanefnd Borgarholtsskóla 2025-2029 er frestað. MSS25060124

  20. Tilnefningu í skólanefnd Menntaskólans við Hamrahlíð 2025-2029 er frestað. MSS25060124

  21. Tilnefningu í skólanefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti 2025-2029 er frestað. MSS25060124

  22. Tilnefningu í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík 2025-2029 er frestað. MSS25060124

  23. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska skýringa á því hvers vegna ekki var óskað heimildar borgarráðs áður en boðnar voru út framkvæmdir við að fjarlægja hægribeygjuframhjáhlaup á gatnamótum Höfðabakka við Bæjarháls. Á fundi borgarráðs 27. mars sl. var einungis samþykkt heimild til að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar á umferðarljósum, meðal annars á þessum tilteknu gatnamótum, en ekki óskað heimildar samhliða til að bjóða út framkvæmdir vegna framhjáhlaupanna. Var breyting á hægribeygjuframhjáhlaupum raunar aldrei kynnt fulltrúum í borgarráði og virðist framkvæmdin hafa farið fram án fjárheimildar frá borgarráði. Óska fulltrúarnir álits borgarlögmanns á afleiðingum þess að farið sé af stað í framkvæmdir án fjárheimildar borgarráðs. Óska fulltrúarnir jafnframt upplýsinga um sundurliðaðan kostnað vegna framkvæmdarinnar, annars vegar vegna endurnýjunar umferðarljósa á gatnamótunum og hins vegar vegna breytinga á hægribeygjuframhjáhlaupum. MSS25100046

  24. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Í reglum Reykjavíkurborgar um leikskólaþjónustu er þess getið að börn sem eigi systkini í umsóknarleikskóla skuli njóta systkinatillits í viðkomandi leikskóla svo framarlega sem þeim börnum sem eru fyrir framan þau á biðlista bjóðist rými í öðrum þeim leikskóla sem forsjármenn setja til vara. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um það með hvaða hætti skóla- og frístundasvið hefur tryggt að fjölskyldur njóti þessa systkinatillits og hversu oft reglunni hefur verið beitt í þágu fjölskyldna með fleiri en eitt barn á leikskólum borgarinnar frá gildistöku reglunnar. MSS25100047

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska þess að borgarlögmaður taki saman minnisblað fyrir borgarráð um þær leiðir sem borginni eru færar til að sækja rétt sinn eða tryggja stöðu sína gagnvart íslenska ríkinu vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðs fólks og vanfjármögnunar á öðrum þeim málaflokkum sem getið er í umsögn Reykjavíkurborgar við fjárlög 2026. MSS25100048

    Frestað. 

Fundi slitið kl. 10:20

Sanna Magdalena Mörtudottir Alexandra Briem

Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir

Kjartan Magnússon Skúli Helgason

Stefán Pálsson

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 9. október 2025 - Prentvæn útgáfa