Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 21. ágúst, var haldinn 5790. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:01. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Líf Magneudóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Sabine Leskopf og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Dóra Björt Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ágúst Ólafur Ágústsson, Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. ágúst 2025, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 960 m.kr. í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 44 1 á ávöxtunarkröfunni 4,11% en það eru 947 m.kr. að markaðsvirði og samþykki tilboð að nafnvirði 4.645 m.kr. í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1 á ávöxtunarkröfunni 8,71% en það eru 2.233 m.kr. að markaðsvirði. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 20. ágúst 2025.
Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.
- Kl. 9:04 tekur Helga Þórðardóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9:06 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010003
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til borgarráð samþykki að útboð skuldabréfa Reykjavíkurborgar verði á eftirfarandi dagsetningum á seinni hluta árs 2025: 24. september, 22. október, 19. nóvember og 17. desember. Hér eru einungis lagðar til ákveðnar dagsetningar útboða en sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs veitt heimild til útfærslu að öðru leyti, þ.e. hversu háa fjárhæð er stefnt að því að bjóða út í hvert sinn, hvaða aðilar hafa umsjón með útboðum og í hvaða skuldabréfaflokkum er boðið út. Markaðsaðstæður, fjárþörf og sjóðsstaða borgarsjóðs eru breytilegar og því er nauðsynlegt að hafa svigrúm varðandi fyrirkomulag útboða.
Samþykkt.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010003Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni Múlaborgar.
- Kl. 9:58 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum og Alexandra Briem tekur sæti og aftengist fjarfundarbúnaði.
Steinn Jóhannsson, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Elísa Ingólfsdóttir og Kristján Ingi Kristjánsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka sæti á fundinum með rafrænum hætti borgarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Helgi Áss Grétarsson, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Sara Björg Sigurðardóttir, Stefán Pálsson og Þorvaldur Daníelson. MSS25080054
-
Lögð fram tillaga borgarráðs og áheyrnarfulltrúa, dags. 20. ágúst 2025, um að skóla- og frístundasviði verði falið að leggja fram tillögur um aðgerðir til að auka öryggi og faglegt starf á leikskólum Reykjavíkur.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS25080054Fylgigögn
-
Umræðu um málefni tónlistarskóla er frestað. MSS25010040
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. ágúst 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs sama dag á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 1 vegna lóðarinnar nr. 54 við Stefnisvog, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25070041
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar styður fjölgun smærri íbúða en hefur áhyggjur af því að hverfið beri ekki aukið byggingarmagn og að bílastæðavandi aukist. Framsókn samþykkir að hleypa málinu í auglýsingu en leggur áherslu á að hlustað sé á athugasemdir íbúa og þær teknar til greina.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. ágúst 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs sama dag á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Haðarland, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25050357
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjárfestingar Reykjavíkurborgar árið 2025 verða rúmir 24 milljarðar kr. Hluti af þeim fjárfestingum lýtur að sérstöku viðhaldsátaki í leik- og grunnskólum borgarinnar. Vegna þessa hefur umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar lagt til breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis þar sem nú verður skilgreindur byggingarreitur fyrir viðbyggingu sem ætlað er að hýsa matsal Fossvogsskóla. Þetta er löngu tímabær framkvæmd sem samstarfsflokkarnir fagna.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. ágúst, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag við Egilsborg ehf., kt. 520603- 3520, Eik fasteignafélag hf., kt. 590902-3730 og Leiguval ehf., kt. 691294-4209, um uppbyggingu á lóðunum Kleppsmýrarvegi 8 (8, 8A og 8B) og Bátavogi 2 í Reykjavík.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Oddrún Helga Oddsdóttir og Jóhanna Kristrún Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23090118
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum en gera fyrirvara við fyrirliggjandi samkomulag um uppbyggingu og stækkun lóðar, enda felur það í sér margvíslegar íþyngjandi kvaðir á uppbyggingaraðila sem leitt geta af sér hækkun húsnæðisverðs. Sitja fulltrúarnir hjá af þessari ástæðu.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að veita heimild til þess að slíta viðræðum um úthlutun lóðar að Völvufelli 1-15 til teymis Vistbyggðar ehf. Lóða- og samningateymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði falið að útbúa skilmála um úthlutun lóðarinnar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Oddrún Helga Oddsdóttir og Jóhanna Kristrún Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25080029
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. ágúst 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samkomulag við Reiti atvinnuhúsnæði ehf. um uppbyggingu á lóðinni Laugavegi 77.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Oddrún Helga Oddsdóttir og Jóhanna Kristrún Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25060125
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggjast ekki gegn fyrirhuguðum breytingum á fasteigninni að Laugavegi 77. Fulltrúarnir gera hins vegar fyrirvara við fyrirliggjandi samkomulag um uppbyggingu, enda felur það í sér margvíslegar íþyngjandi kvaðir á lóðarhafa sem leitt geta af sér hækkun húsnæðisverðs. Þá hefði verið gagnlegt að sjá samgöngumat fyrir svæðið. Sitja fulltrúarnir hjá af þessari ástæðu.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Framsóknar leggst ekki gegn fjölgun íbúða en saknar þess að gerð sé grein fyrir því hvernig mæta eigi þörfum íbúa um bílastæði á svæðinu og að samgöngumat fylgi tillögunni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 15. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigu á Ármúla 28-30 með það að markmiði að nýta það áfram fyrir leik- og grunnskólastarfsemi, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22010003
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ánægjulegt að samþykkja langtímaleigu á Ármúla 28-30 því reynslan hefur sýnt að húsnæðið nýtist vel fyrir skólastarfsemi. Nú verður ráðist í nauðsynlegar breytingar til að bæta enn frekar aðstöðuna fyrir bæði leik- og grunnskólabörn. Þá fellur nýting þessa húsnæðis einnig afar vel að nýrri þróun í hverfinu þar sem áhersla er lögð á fjölgun íbúða, öruggar göngu- og hjólaleiðir og græn svæði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 18. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki húsaleigusamning um færanlegt húsnæði að Kvistalandi 26, við Kvistaborg leikskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25080013
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 18. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki húsaleigusamning um færanlegt húsnæði að Vesturhlíð 3, við Brúarskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið. FAS25080014
Fylgigögn
-
Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25080041
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf samningateymis um uppbyggingu athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings.
Samþykkt. MSS25080039
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja fyrirliggjandi erindisbréf í trausti þess að farið verði í viðræður við Knattspyrnufélagið Víking um stækkun athafnasvæðis félagsins af alvöru af hálfu borgarinnar. Borgarráð samþykkti samhljóða 10. júlí 2008 að gefa Knattspyrnufélaginu Víkingi fyrirheit um stækkun athafnasvæðis félagsins eftir að þágildandi lóðarleigusamningur vegna Gróðrarstöðvar að Stjörnugróf 18 rynni út í árslok 2016. Jafnframt samþykkti borgarráð að kannaðir yrðu möguleikar á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Reykjavíkurborg ekki enn staðið við áðurnefnt fyrirheit gagnvart Víkingi þrátt fyrir margítrekaðar óskir og eftirrekstur félagsins. Víkingur hefur hins vegar sýnt mikla þolinmæði og samningsvilja i málinu, sem borgin ætti að vera þakklát fyrir. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa oft tekið málið upp á vettvangi borgarstjórnar og lagt til að staðið verði við umrætt fyrirheit gagnvart Víkingi. Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og fylgiflokka hennar hafa hingað til ekki viljað standa við loforðið heldur margoft komið sér undan því með ótrúlegum töfum og undanbrögðum. Nú síðast hefur meirihlutinn tvisvar frestað tillögum Sjálfstæðisflokksins um málið í krafti atkvæða á fundum borgarstjórnar 3. og 24. júní. Vonandi verður ekki um frekari tafir að ræða af hálfu borgarinnar heldur staðið við áðurnefnt loforð enda sautján ár liðin frá því að það var gefið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf samningateymis um framtíðaraðstöðu Gróðrarstöðvarinnar Markar.
Samþykkt. MSS25080042
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að borgin vinni vel með eigendum Gróðrarstöðvarinnar Markar að framtíðaraðstöðu fyrir reksturinn, sem hefur fest sig í sessi sem litrík og gróskumikil starfsemi í borginni um árabil.
Fylgigögn
-
Lögð fram beiðni fjármálastjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2025, um endurupptöku á ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkur á viðbótareiningum fjármálastjóra sviðsins. Einnig lögð fram umsögn kjaranefndar Reykjavíkur, dags. 3. júlí 2025.
Beiðni um endurupptöku er hafnað með vísan til umsagnar kjaranefndar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25040037Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 14. ágúst 2025. MSS25010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 14. ágúst 2025. MSS25010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 25. apríl 2025. MSS25010025
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. ágúst 2025.
13. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls sjö mál (MSS25010042, MSS25080030, MSS25070096, MSS25080034, MSS25070090, MSS25010042, MSS2410050). MSS25070091
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25080023
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar þann 26. mars 2025 var afgreidd tillaga meirihluta borgarstjórnar um að fjarlægja hægribeygju framhjáhlaup á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls. Í bókun sjálfstæðismanna var lýst verulegum áhyggjum af þessari framkvæmd enda myndi hún draga úr umferðarflæði og valda töfum á umferð. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um afkastagetu gatnamótanna (Höfðabakki og Bæjarháls), annars vegar eftir að hægribeygju framhjáhlaup hafa verið fjarlægð og hins vegar áður en framhjáhlaupin voru fjarlægð. MSS25080056
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska yfirlits yfir alla þá styrki og fjárhæðir þeirra, sem Reykjavíkurborg hefur þegið á síðustu 10 árum frá Evrópusambandinu eða eftir atvikum öðrum Evrópustofnunum. MSS25080057
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska þess að tekið verði saman yfirlit yfir fjölda barna sem fengið hefur úthlutað leikskólaplássi innan búsetuhverfis, og fjölda barna sem ekki hefja leikskólagönguna þetta haustið innan búsetuhverfis. MSS25080058
Fundi slitið kl. 11:30
Líf Magneudóttir Alexandra Briem
Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sabine Leskopf
Sanna Magdalena Mörtudottir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 21.8.2025 - prentvæn útgáfa