Borgarráð - Fundur nr. 5789

Borgarráð

Ár 2025, fimmtudaginn 14. ágúst var haldinn 5789. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru: Líf Magneudóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason.  Borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ágúst Ólafur Ágústsson, Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.

    -    Kl. 9.14 tekur borgarstjóri sæti á fundinum og aftengist fjarfundabúnaði.

    Inga Hlín Pálsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Borgarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson og Sara Björg Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25010040

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi Ljósleiðarans.

    Einar Þórarinsson, Elín Smáradóttir og Sævar Freyr Þráinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Þórði Ólafi Þórðarsyni sem tekur sæti með rafrænum hætti. MSS25070027

  3. Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25050052

  4. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir að bogarráð samþykki leigusamning um hagabeit í landi Varmadals við Norðurgrafarveg, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25060031

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. águst 2025, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á tveimur leigusamningum um Tryggvagötu 19, annars vegar við húseiganda þar sem Reykjavíkurborg er leigutaki og hins vegar við framleigutaka sem mun leigja húsnæðið af Reykjavíkurborg og reka þar almenningsmarkað, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010050

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Kolaportið hefur löngu sannað sig sem miðstöð félagslífs, viðskipta og menningar í hjarta Reykjavíkurborgar. Það hefur veitt borgarbúum og aðkomufólki gleði í áratugi og er sjálfstætt aðdráttarafl með fjölbreytni sinni og viðburðum. Það er því sérlega ánægjulegt að tekist hafi að ná nýjum samningum til að tryggja rekstur Kolaportins enda er það orðið fastur punktur í dægurmenningu í höfuðborginni.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dagas. 12. ágúst 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki breytingar á stofnskjölum Almenningssamgangna ohf. og veiti borgarstjóra heimild til undirritunar, til samræmis við hjálagt erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarráðs frá 8. ágúst sl. þar sem lagðar eru til breytingar á stofnskjölum.

    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksns sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25030143

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við að í samþykktum þessum hefur ekki verið hugað að hlutverki og skyldum kjörinna fulltrúa. Til dæmis hafa samþykktirnar þann ágalla að fulltrúar minnihluta borgar- og bæjarstjórnar eiga enga leið til að koma á framfæri bókunum, tillögum eða upplýsingum til stjórnar hlutafélagsins um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu nema með sérstöku samþykki bæjar- eða borgarstjórnarmeirihlutans hverju sinni. Kjörnir fulltrúar standa því ekki allir jöfnum fæti gagnvart félaginu og hafa hvorki aðkomu né getu til að hafa eftirlit með ákvörðunum í félaginu sem kunna hafa veruleg áhrif á íbúa. Í öðrum dótturfélögum borgarinnar hefur verið gætt að þessu en hér hefur það farið á mis.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. ágúst 2025, þar sem erindisbréf starfshops um framtíðarfyrirkomulag akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og aldrað fólk er lagt fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS25070080

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vegna fyrirhugaðra breytingar á rekstrarformi Strætó bs. er mikilvægt að endurskoða akstursþjónustu fyrir fatlað og eldra fólk með það fyrir augum að breyta henni í takt við aðrar framfarir í samgöngumálum, tryggja samnýtingu við sambærilega þjónustu og skoða framtíðarfyrirkomulag um samstarf hennar við önnur sveitarfélög.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. ágúst 2025 þar sem erindisbréf starfshóps um félagslegt landslag í Reykjavík er lagt fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS25080018

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. ágúst 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Á fundi borgarráðs þann 20. mars 2025, sbr. 17. lið fundargerðar, var lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. júní 2024, varðandi endurskoðun málsmeðferðarreglna borgarráðs um veitinga- og gististaði, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt var lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 14. mars 2025, sbr. samþykkt menningar- og íþróttaráðs sama dag varðandi umsögn menningar- og íþróttaráðs um endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði, ásamt fylgiskjölum. Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps um endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði.

    Samþykkt. MIR24070001

    Fylgigögn

  10. Lagt fram að nýju bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 27. mars 2025, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. apríl 2025. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. ágúst 2025.
    Frestað. MIR24120009

  11. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. ágúst 2025, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um leigusamning vegna Perlunnar, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. september 2023. FAS23090001

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 24. júlí 2025. MSS25010008

    Fylgigögn

  13. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2025.
    7. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030

    Fylgigögn

  14. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls þrjú mál (MSS25070057, MSS25070096) MSS25070091

    Fylgigögn

  15. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25080023

    Fylgigögn

  16. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Borgarráð samþykkir að fara þess á leit við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) að framkvæma úttekt á veikindaréttindum borgarstarfsmanna, veikindahlutföllum og þeim kostnaði sem af veikindum hlýst. IER verði falið að kortleggja stöðuna á hverju sviði fyrir sig og kynna leiðir til úrbóta.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Frestað. MSS25080034

    -    Kl. 11.20 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11.25

Líf Magneudóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 14.08.2025 - prentvæn útgáfa