Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 10. júlí, var haldinn 5787. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:02. Viðstödd voru Dóra Björt Guðjónsdóttir, Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon og Sabine Leskopf. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sem tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ágúst Ólafur Ágústsson, Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að auglýsa að nýju tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna breyttrar landnotkunar í Laugardal, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030005
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks harma að skólamál í Laugardal séu komin í það óefni að grunnskólabörn þurfi nú að sinna sínu skyldubundna námi á bílastæði næstu 10-15 árin. Lýsa fulltrúarnir áhyggjum af öryggi skólabarna og leggja ríka áherslu að gætt verði að umferðaröryggi á svæðinu enda ungir og óvarðir vegfarendur á ferð um svæðið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi/hverfisskipulagsuppdrætti við Krummahóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040244
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Uppbyggingarheimildir á lóðinni við Krummahóla voru skilgreindar í hverfisskipulagi Breiðholts sem unnið var í miklu samráði við íbúa. Nýjar tillögur að uppbyggingu á reitnum hafa nú verið felldar betur að nærumhverfinu með vönduðum arkitektúr. M.a. hefur verið létt verulega á byggingarmagni lóðarinnar, grænt yfirbragð hennar skýrt og gæði íbúða útfærð nánar. Í tillögunni eru sex fjölskylduíbúðir með 3-5 herbergjum í raðhúsum og parhúsi og voru breytingar gerðar eftir samtöl við íbúa og greiningu á hverskonar íbúðir vantar í hverfinu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi á Suðurhólum, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040245
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Við vinnu hverfisskipulags Breiðholts, sem unnið var í miklu samráði við íbúa, var reiturinn við Suðurhóla skilgreindur sem þróunarreitur þar sem uppbygging yrði útfærð síðar. Hér er lagt til að byggja 42 íbúðir í raðhúsum og sérhæðum við Suðurhóla með áherslu á vandaðan arkitektúr, grænt yfirbragð og gæði íbúða. Unnið er vel með landslagið og form þess. Byggðin verður aðlögunarhæf þar sem íbúar geta mótað íbúðirnar og stækkað eftir þörfum. Vistgata liðast um svæðið sem skilur eftir grænt og barnvænt umhverfi á meginþorra svæðisins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi /hverfisskipulagsuppdrætti Austurbergs/Hraunbergs 1-3, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25040246
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Uppbyggingarheimildir á lóðinni við Austurberg/Hraunberg voru skilgreindar í hverfisskipulagi Breiðholts sem unnið var í miklu samráði við íbúa. Nýjar tillögur að uppbyggingu á reitnum hafa nú verið felldar betur að nærumhverfinu með vönduðum arkitektúr. M.a. hefur verið létt verulega á byggingarmagni lóðarinnar, grænt yfirbragð hennar skýrt og gæði íbúða útfærð nánar. Í tillögunni eru tveir íbúðakjarnar, annars vegar einn með 4-6 íbúðum og hins vegar annar með 12-16 íbúðum með þjónustu-, verslunar- eða samfélagsrými, ásamt bílastæðum á jarðhæð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skemmtileg tillaga að mörgu leyti og þá má sérstaklega hrósa fyrir myndefni sem notað var við kynningu sem gaf góða mynd af því umhverfi sem mun rísa. Hins vegar gerir fulltrúi Framsóknar athugasemd að því sem snýr að þjónustu- og verslunarrými sem gert er ráð fyrir á jarðhæð. Núverandi þjónusturými sem er í nánasta umhverfi við fyrirhugaða uppbyggingu stendur að einhverju leyti tómt, því vakna upp áhyggjur af því hvort eftirspurn sé eftir þjónusturými á þessu svæði. Það yrði ekki fallegt ásýndar ef jarðhæð myndi standa tóm. Framsókn hvetur borgina til að leita leiða til að tryggja að svo verði ekki.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir 2. áfanga athafnasvæði Hólmsheiði, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. SN210147
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsabyggðar á Hólmsheiði, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060171
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðveitustöð 12 við Trippadal, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060175
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Norðlingaholt, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060172
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá undir þessum lið en gagnrýna að skipulagið fari í kynningu yfir hásumarið enda íbúar og hagaðilar í betri færum að kynna sér fyrirliggjandi skipulagstillögur utan sumarleyfistíma. Gera fulltrúarnir alla hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að auglýsingu lokinni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göturými á nyrðri hluta Nauthólsvegar vegna 1. lotu Borgarlínu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24090203
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks taka undir áhyggjur Háskólans í Reykjavík, ISAVIA og annarra hagaðila varðandi legu Borgarlínu á svæðinu, til dæmis þrengsli sem legan skapar við byggingarreiti á Nauthólsvegi 83-89. Mikilvægt er að lausnir verði verðir fundnar í sátt við hagaðila og unnið verði hratt til að greiða úr þeim umferðarvanda sem er við Háskólann í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göturými efsta hluta Laugavegar vegna 1. lotu Borgarlínu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24090202
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks taka undir áhyggjur hagaðila varðandi legu Borgarlínu við Laugaveg og fækkun á bílastæðum við þjónustufyrirtæki. Þá er ljóst hagaðilar á nærliggjandi svæðum þar sem Laugavegi sleppir og Suðurlandsbraut tekur við hafa miklar áhyggjur af legu og sniði Borgarlínu. Það er mikilvægt að tillit verði tekið til athugasemda íbúa og fyrirtækja á svæðinu þannig að deiliskipulagsbreytingin hafi ekki neikvæð áhrif á starfsemi og rekstur fyrirtækja eða daglegt líf íbúa.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.174.0, Landsbankareit, vegna lóðarinnar nr. 77 við Laugaveg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25020068
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks styðja breytingu á deiliskipulagi að Laugavegi 77 í íbúðabyggð. Þó vissulega komi fram að bílastæði fylgi ekki þessari uppbyggingu sem er alltaf áhyggjuefni þegar kemur að gerð íbúða, þá er það ekki möguleiki í þessu tilfelli.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júlí 2025, varðandi niðurstöðu samkeppnisviðræðna vegna uppbyggingar á nýjum leikskóla við Fossvogsblett 2, ásamt fylgiskjölum.
Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Guðni Guðmundsson og Gréta Þórsdóttir Björnsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25030168
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Uppbygging á Fossvogsbletti er hluti af áætluninni Brúum bilið og vinnu spretthóps um fjölgun leikskólaplássa. Samstarfsflokkarnir leggja mikla áherslu á að fjölga leikskólaplássum hratt og örugglega, tryggja góðar náms- og starfsaðstæður og einfalda barnafjölskyldum lífið. Leikskólinn verður 10 deilda leikskóli og í honum verða pláss fyrir 200 börn. Hann verður smíðaður úr forsmíðuðum timbureiningum og áætluð verklok eru um haustið 2026. Í þessu útboði var notast við samkeppnisútboð sem gengur út á hönnun sem mögulegt verður að notast við og laga að á framtíðarstaðsetningum. Það getur flýtt fyrir og dregið úr kostnaði.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ánægjulegt er að sjá þessa tillögu fæðast en hún grundvallast á þeirri stefnubreytingu sem Framsókn hefur lagt áherslu á – að kaupa frekar forsmíðaðar einingar undir leikskóla og haga útboði þannig að hægt sé að kaupa marga eins leikskóla. Þannig sparist bæði tími og fjármagn við hönnun og byggingu leikskóla. Hægt verður að kaupa fimm leikskóla til viðbótar af þessari gerð ef bygging þeirra gengur vel.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja innkaupaferli vegna verkefna umferðaröryggisáætlunar 2025. Kostnaðaráætlun 2 er 200 m.kr.
Samþykkt.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Guðni Guðmundsson og Gréta Þórsdóttir Björnsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25070038
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að fyrirhugaðar gönguþveranir á Árvaði, Úlfarsbraut, Laugavegi og Langholtsvegi verði merktar sem gangbrautir í samræmi við reglugerð, þ.e. með umferðarmerkinu D02.11 og hvítum samsíða röndum eftir akstursstefnu, í því skyni að tryggja skýlausan rétt gangandi vegfarenda.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda tengdum uppbyggingu í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun vegna ársins 2025 er 140 m.kr.
Samþykkt.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Guðni Guðmundsson og Gréta Þórsdóttir Björnsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25070067
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á trúnaðarmerkti styrkúthlutun frá frá Loftslagssjóði ungs fólks, Bloomberg Philanthropies Youth Climate Action Fund, ásamt fylgiskjölum. Trúnaður ríkir framyfir úthlutun.
Samþykkt.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030270
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á tillögu um reglur um bílastæðakort fyrir deilibíla og deilibílakort, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060327
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á tillögu að gjaldskrá fyrir bílastæðakort á bílastæðum í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25060260
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 23. maí 2025, varðandi svar Samgöngustofu til Reykjavíkurborgar við tímasettri aðgerðaáætlun um trjáfellingar í Öskjuhlið í þágu flugöryggis.
Auðun Helgason og Brynjar Þór Jónasson taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25020219
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir í borgarráði furða sig á svari Samgöngustofu til Reykjavíkurborgar við tímasettri aðgerðaáætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Samstarfsflokkanir vísa því á bug að áætlunin uppfylli ekki þau skilyrði sem sett voru í þágu flugöryggis en beiðnin sneri að aðgerðaáætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíð. Að okkar mati gerir aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar því góð skil hvernig borgin hyggst uppfylla skipulagsreglur Reykjavíkurflugvallar þar sem gengið var svo langt að leggja til að GPS merkja hvert einasta tré og fella þau sem skaga upp í skilgreindan VSS flöt sem geta talist íþyngjandi og umfangsmiklar aðgerðir. Telji Samgöngustofa að áætlunin uppfylli ekki þær kröfur sem lagt var upp með, væri æskilegt að veittar væru leiðbeiningar þess efnis hvað vanti upp á. Ekki er rétt að ekki hafi verið haft samráð við viðeigandi hagaðila en haft var samráð við ISAVIA við vinnslu málsins og þróun aðgerðaáætlunarinnar. Eins er minnt á að ISAVIA er hagaðili málsins og getur það talist sérstakt að eftirlitsaðilinn og stjórnvaldið Samgöngustofa vísi alfarið á hagaðila. Að lokum minna samstarfsflokkanir á mikilvægi þess að þeir samningar sem gerðir hafa verið milli ríkis og borgar sem snúa annars vegar að flugvellinum og hins vegar að uppbyggingu kennslu- og æfingaflugvallar séu uppfylltir.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að Reykjavíkurborg sé í sem bestu samstarfi við flugmálayfirvöld í því skyni að tryggja flugöryggi á og við Reykjavíkurflugvöll. Uppfæra þarf aðgerðaáætlun um trjáfellingar í Öskjujhlíð í þágu flugöryggis. Jafnframt þarf að greiða fyrir afgreiðslu nokkurra smávægilegra skipulagsbreytinga í því skyni að auka öryggi á Reykjavíkurflugvelli. Breytinganna er þörf vegna fyrirhugaðrar uppsetningar nýrra aðflugsljósa við vesturenda flugvallarins, færslu eldsneytisgeyma og uppsetningu á myndavélamastri.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bréf Samgöngustofu vekur furðu því borgarfulltrúi Framsóknar telur ljóst af ferli málsins að aðgerðaáætlunin var unnin í samráði við bæði Isavia og Samgöngustofu í byrjun ársins. Afar mikilvægt er að fá skýrt fram hvaða kröfur Samgöngustofa setur fram gagnvart borginni og væntanlega Kópavogi vegna aðflugs yfir Kársnes. Framsókn telur brýnt að vinna málið í góðri sátt og með það að markmiði að tryggja rekstraröryggi flugvallarins enda gegnir hann afar mikilvægu hlutverki.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. júlí 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Seljahlíðar, heimili aldraðra, um frestun uppsagnar á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilisins að Hjallaseli 55.
Samþykkt. MSS24010165
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. júlí 2025, ásamt fylgiskjölum og trúnaðarmerktum fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samning um rekstrarframlög eigenda, þ.e. íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, til Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss, árin 2026-2030, en samningurinn hefur verið unninn af eigendanefnd Hörpu. Í grunninn er gert ráð fyrir óbreyttu framlagi borgarinnar og ríkis með fyrirvara um samþykkta fjárhagsáætlun borgarinnar og afgreiðslu fjárlaga ríkisins á hverju ári. Heildarrekstrarframlag ársins 2025 frá báðum eigendum nemur samtals 600 milljónum króna (hlutur borgarinnar er 46%) og myndar það grundvöll samnings þessa. Framlagið skal verðbætt árlega frá 1. janúar 2026 með vísitölu neysluverðs. Grunnvísitala samnings þessa er vísitala júnímánaðar 2024 og skal árlega miða við vísitölu júnímánaðar vegna framlaga næsta árs, í fyrsta sinn vísitölu júnímánaðar 2025 vegna framlaga árið 2026.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS25070006Fylgigögn
-
Samþykkt að fresta tilnefningu í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík 2025-2029. MSS25060124
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. júlí 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps til að vinna tillögur að því hvernig skuli vinna heilstætt gegn ofbeldi sem beinist að börnum og ungu fólki.
Samþykkt. MSS25020124
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. júlí 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps um endurskoðun innkaupastefnu og innkaupareglna.
Samþykkt. MSS25070013
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. júlí 2025, þar sem erindisbréf starfshóps samvinnuvettvangs til höfuðs misnotkunar vinnuafls er sent borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS25070028
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir hafa lagt mikla áherslu á virkara samtal við verkalýðshreyfinguna. Það er ánægjulegt að formfesta samstarf Reykjavíkurborgar og verkalýðshreyfingarinnar um betra eftirlit með því að launafólk á almennum markaði sé ekki hlunnfarið í viðskiptum sem borgin er aðili að með þessum hætti. Reykjavíkurborg hefur lagt ríka áherslu á að tryggja að mannréttindi séu ávallt höfð að leiðarljósi og er þetta skref óumdeilanlegur og mikilvægur hluti þess.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. maí 2025, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 15. maí 2025 og færð í trúnaðarbók, ásamt fylgiskjölum:
Boðað hefur verið til aðalfundar Íþrótta- og sýningahallarinnar hf. í samræmi við 12. gr. samþykkta félagsins, þann 21. maí nk. kl. 12:00 í Laugardalshöll við Engjaveg. Í samræmi við lið 4.4 í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á aðalfundi Íþrótta- og sýningahallarinnar hf.: Dagskrárliður 1. Skýrsla stjórnar. Dagskrárliður 2. Lagður fram ársreikningur og endurskoðunarskýrsla fyrir liðið starfsár. Dagskrárliður 3. Kjör stjórnar og endurskoðanda. Dagskrárliður 4. Tekin ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar. Dagskrárliður 5. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna. Dagskrárliður 6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál. Lagt er til að tillögur dagskrárliða 1, 2, 4 og 5 verði samþykktar. Varðandi tillögu dagskrárliðar 3 um kjör stjórnar þá skipa fimm manns stjórn Íþrótta- og sýningahallarinnar hf. Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins tilnefna tvo fulltrúa hvor og sammælast um formann. Á fundi borgarráðs 8. maí sl. var samþykkt tillaga tilnefningarnefndar um fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Íþrótta- og sýningahallarinnar. Þá er lagt til að tillaga um endurskoðanda félagsins verði samþykkt. Varðandi dagskrárlið 6, þá eru lagðar til breytingar á samþykktum félagsins sem hafa verið undirbúnar í samstarfi eigenda. Lagt er til að þær verði samþykktar. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. sem haldinn verður 21. maí 2025. MSS25050039
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. maí 2025, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 15. maí 2025 og færð í trúnaðarbók, ásamt fylgiskjölum:
Boðað hefur verið til aðalfundar Minjaverndar hf. í samræmi við 11. gr. samþykkta félagsins, þann 27. maí nk. kl. 16:00 á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík. Í samræmi við lið 4.4 í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á aðalfundi Minjaverndar hf.: Dagskrárliður 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár. Dagskrárliður 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðanda félagsins. Dagskrárliður 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. Dagskrárliður 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðanda fyrir liðið starfsár. Dagskrárliður 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, ef borist hafa. Dagskrárliður 6. Kosning stjórnar sbr. 17. grein samþykkta. Dagskrárliður 7. Kosning endurskoðanda sbr. 21. grein samþykkta. Lagt er til að tillögur 1, 2, 3, 4, 5 og 7 verði samþykktar. Varðandi dagskrárlið 5, þá eru lagðar til þær breytingar á samþykktum félagsins að stjórnarmönnum verði fækkað úr fimm í þrjá og varamenn verði áfram þrír. Varðandi dagskrárlið 6 þá skipa þrír einstaklingar og tveir til vara stjórn Minjaverndar hf. samkvæmt núverandi samþykktum. Í tillögu að breytingum á samþykktum er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurborg eigi einn aðalfulltrúa og einn til vara. Borgarráð samþykkti tillögu tilnefningarnefndar á fundi sínum 8. maí sl. að tilnefna Guðbrand Benediktsson sem aðalmann og Helenu Rós Sigmarsdóttur sem varamann. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund Minjaverndar sem haldinn verður 27. maí 2025. MSS25050029
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-maí 2025, dags. 10. júlí 2025, ásamt fylgiskjölum.
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25050057
-
Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 8. apríl 2025, varðandi yfirferð eftirlitsnefndarinnar vegna fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. júlí 2025.
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25040102
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 7. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að fela forseta borgarstjórnar að boða til borgaraþings, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Anna Kristinsdóttir, Sigurlaug Anna Jónsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25010177
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 10. júní 2025, sbr. samþykkt mannréttindaráðs frá 5. júní 2025 á tillögu um kortlagningu á vinnu borgarinnar gegn ofbeldi, ásamt fylgiskjölum.
Anna Kristinsdóttir, Sigurlaug Anna Jónsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030128
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 2. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að breyta rekstrarleyfi leikskólans Öskju til að fjölga börnum á leikskólaaldri úr 175 í 185, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannesson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS23030154
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 4. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að gera viðauka við núgildandi þjónustusamning Hjallastefnunnar sem kveði á um að heimilt verði að greiða framlag til Hjallastefnunnar ehf. vegna 185 barna í stað 175 barna á aldrinum 12 mánaða til sex ára, þar af 40 barna á aldrinum 12-18 mánaða, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannesson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS23030154
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 4. júlí 2025, varðandi breytingar sem orðið hafa í tengslum við réttindi barna sem bíða afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, ásamt fylgiskjölum.
Steinn Jóhannesson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS25060085
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð tekur undir áhyggjur af réttindum barna sem bíða afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd. Mikilvægt er að tryggja þessum börnum þau réttindi sem þau hafa s.s. leikskólaþjónustu, aðgengi að frístundaheimilum og íþróttastyrk. Í ljósi þess að samningur Reykjavíkurborgar við Vinnumálastofnun um þessa þjónustu rennur út 31. júlí nk. er mikilvægt að ekki verði þjónustufall hjá þessum börnum. Borgarstjóri mun óska eftir samtali við dómsmálaráðuneytið svo að hægt verði að leysa þessi mál á farsælan máta.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 4. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að breyta rekstrarleyfi Leikskólans Sælukots með þeim hætti að heimilt verði að reka leikskóla í húsnæðinu fyrir allt að 99 börn á aldrinum 12 mánaða til sex ára, þar af 20 börn á aldrinum 12-18 mánaða í stað 72 barna á aldrinum 12 mánaða til sex ára, þar af 20 börn á aldrinum 12-18 mánaða, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannesson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS23060160
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 4. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að gera viðauka við núgildandi þjónustusamning leikskólans Sælukots sem kveði á um að heimilt verði að greiða framlag til leikskólans vegna 99 barna á aldrinum 12 mánaða til sex ára í stað 72 barna, þar af 20 barna á aldrinum 12-18 mánaða, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannesson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS23060160
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 2. júlí 2025, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 25. júní 2025 á tillögu um flutning dagdvalarinnar Þorrasels, ásamt fylgiskjölum. Trúnaður var um málið en búið er að tilkynna íbúum á Vesturgötu 7 um efni tillögunnar sem og starfsfólki og dvalargestum dagdvalarinnar.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Berglind Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
- Kl. 11:00 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundinum og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir tekur sæti með rafrænum hætti. VEL25060026
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Dagdvölin Þorrasel á Vesturgötu 7 hefur verið rekin af Reykjavíkurborg en rekstur slíkra dagdvala á að vera á könnu ríkisins. Að jafnaði hafa 50 aldraðir einstaklingar notið þjónustunnar í Þorraseli og hefur það verið til hagsbóta fyrir starfsemina að í sama húsi hafi verið starfrækt heilsugæsla. Fyrir liggur hins vegar að heilsugæslustarfsemin myndi leggjast af á Vesturgötunni ef ekki næðust samningar milli ríkis og borgar um að heilsugæslustarfsemi hæfist í því rými sem hýsir Þorrasel núna. Mikilvægt er að í jafn fjölmennu hverfi og í miðbæ og Vesturbæ sé starfrækt nægjanlega stór heilsugæsla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa hins vegar áhyggjum af því hvort tilfærsla á dagdvölinni að Þorraseli muni leiða til óhagræðis fyrir þjónustuþega.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að Heilsugæslan Miðbæ haldi áfram starfsemi sinni í miðbæ Reykjavíkur og að hún hafi aðgang að húsnæði sem hæfir starfseminni. Fulltrúi Framsóknar situr þó hjá við afgreiðslu málsins, þar sem enn er óljóst hvernig heilbrigðisráðherra hyggst bregðast við þeirri fækkun á 15 dagdvalarrýmum sem breytingin felur í sér. Ekki hafa komið skýr svör frá ráðuneytinu hvað það varðar. Í ljósi hækkandi lífaldurs er brýnt að auka aðgengi að dagþjónustu fyrir eldra fólk. Því er sú þróun að fækka dagdvalarrýmum mikið áhyggjuefni og skref aftur á bak. Nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi aðgengi að dagþjálfun, enda gegnir hún lykilhlutverki í að styðja við sjálfstæða búsetu og viðhalda lífsgæðum eldri borgara. Komi til flutnings á dagdvölinni leggur Framsókn áherslu á að þjónusturof verði ekki fyrir þá sem nýta sér þjónustu Þorrasels. Jafnframt telur Framsókn mikilvægt að tryggt verði að sambærileg eða betri þjónusta verði veitt á nýjum stað.
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað borgarlögmanns, dags. 7. júlí 2025, um máleferli Reykjavíkurborgar. MSS25010172
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. nóvember 2024, sbr. vísun borgarstjórnar frá 19. nóvember 2024 á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um 2.000 íbúða bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði til meðferðar borgarráðs, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. júlí 2025.
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjáfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. MSS24110120Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir í borgarráði taka undir markmið tillöguflytjenda um mikilvægi þess að bregðast við brýnni húsnæðisþörf og stuðla þannig að auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði. Hins vegar er minnt á að Reykjavíkurborg hefur þegar sett sér metnaðarfull markmið um uppbyggingu allt að 16.000 nýrra íbúða á næstu 10 árum og tekur undir mikilvægi þess að hraða uppbyggingu. Áherslur borgarinnar í húsnæðismálum fela í sér sjálfbæra borgarþróun þar sem vistvænar samgöngur meðfram borgarlínuás, blöndun byggðar og vönduð hönnun eru í forgrunni. Þá er horft til húsnæðisþarfa ungs fólks, fyrstu kaupenda og tekjulægri hópa með auknu framboði á leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í eigu óhagnaðardrifinna aðila. Mikilvægt er að ákvarðanir taki mið af þessari heildarstefnu. Reykjavíkurborg er í samstarfi við ríki, lífeyrissjóði, verkalýðshreyfingu og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög og mun áfram vinna að lausnum sem byggja á vönduðum áætlanagrunni. Yfir stendur sérstakt húsnæðisátak og verið er að leggja grunn að frekari uppbyggingu til lengri tíma. Þá er verið að umbylta skipulagsferlum borgarinnar til að hraða uppbyggingu, tryggja gæði og stuðla að skilvirkni og bættri þjónustu í samræmi við meginstef húsnæðisáætlunar Reykjavíkur 2025-2034. Því er þegar verið að bregðast við þeirri brýnu þörf sem fyrir liggur á húsnæðismarkaði með fjölbreyttum aðgerðum og því er tillögunni vísað frá.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 8. júlí 2025, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fjölda starfshópa og stýrihópa, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2024. MSS24110087
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 23. júní 2025. MSS25010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 26. júní 2025. MSS25010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 23. júní 2025. MSS25010024
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13. júní 2025. MSS25010029
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál (MSS25010023, MSS25010005, MSS25010005, MSS25020032, MSS25060101, MSS25010045, MSS25040082, MSS25070022, MSS25010042, MSS25070001, MSS24030088, USK25060406, MSS25070012). MSS25070004
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25070025
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að gera breytingar á ákvæði 11 gr. málsmeðferðarreglna borgarráðs um veitinga- og gististaði með þeim hætti að áfengisveitingar verði heimilar í íþróttamannvirkjum í tengslum við íþróttaviðburði fullorðinna að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þess verði gætt að áfengisveitingar verði eingöngu veittar á afmörkuðum svæðum og að aðgengi barna og ungmenna verði hindrað. Borgarráð samþykkir að ákvæði 11. gr. verði svohljóðandi: 11. gr. Áfengisveitingar í tengslum við íþróttaviðburði: Áfengisveitingar í íþróttamannvirkjum í tengslum við íþróttaviðburði fullorðinna eru heimilar. Áfengisveitingar skulu einungis veittar á afmörkuðum svæðum og skal þess gætt að börn og ungmenni hafi ekki aðgengi að slíkum veitingum. Undir þetta ákvæði falla áfengisveitingar fyrir eða eftir íþróttaviðburði eða á meðan á þeim stendur.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað. MIR24070001Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð beinir því til stjórnar Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss, að trúnaði verði aflétt af fylgiskjölum með samningi um rekstrarframlög eigenda til hússins 2026-2030. Um er að ræða skjölin „Rekstrarreikningur samstæðu 2023 til 2029“, „Efnahagsreikningur samstæðu 31. desember 2023 til 2029“ og „Starfsþáttagreining janúar-desember 2024“. Eðlilegt er að sem mest gagnsæi ríki um rekstur Hörpu enda er um umfangsmikinn rekstur að ræða og húsið í eigu allra landsmanna.
Frestað. MSS25070006
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa áhyggjum af ítrekuðum ábendingum og athugasemdum Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) vegna stjórnsýslu og stjórnkerfis Reykjavíkurborgar. Fulltrúarnir óskar þess að IER framkvæmi eftirfylgnikannanir vegna skýrslna (a) IER1810002 – Nauthólsvegur 100 (Bragginn), gefin út í desember 2018 og (b) IER14060001 – Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, gefin út í maí 2015. Dregið verði fram hvort ábendingum hafi verið fylgt nægjanlega eftir og viðeigandi úrbætur framkvæmdar. Jafnframt er óskað minnisblaðs frá Innri endurskoðun Reykjavíkur um þær ábendingar sem fram komu í IER25050009 – Hönnun og framkvæmdir við leikskólann Brákarborg, gefin út í júní 2025 og hvort þær samræmist að einhverju leyti þeim ábendingum sem jafnframt komu fram í ofanrituðum skýrslum frá desember 2018 og maí 2015.
Frestað. MSS25070047
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um nýlega uppsetningu æfingatækja á opnum svæðum í Grafarvogi. Í svarinu komi fram upplýsingar um fjölda tækja, hvaðan hugmyndin kom og hvar ákvörðun um málið var tekin. Þá komi fram upplýsingar um sundurliðaðan kostnað við tækjakaup og uppsetningu og hvaða fyrirtæki áttu í hlut. Var efnt til útboðs eða verðkönnunar vegna umræddrar framkvæmdar? MSS25070043
Fundi slitið kl. 11:17
Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem
Andrea Helgadóttir Einar Þorsteinsson
Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon
Sabine Leskopf
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 10.07.2025 - Prentvæn útgáfa