Borgarráð - Fundur nr. 5785
Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 26. júní, var haldinn 5785. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Einar Þorsteinsson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson sem sat fundinn með rafrænum hætti.
Fundarritari var Ívar Vincent Smárason.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. júní 2025, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar þann 24. júní 2025. Líf Magneudóttir var kjörinn formaður borgarráðs.
Lagt er til að Dóra Björt Guðjónsdóttir verði kjörin varaformaður borgarráðs.
Samþykkt. MSS22060043Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. júní 2025, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 24. júní 2025 á tillögu um að fella niður reglulega fundi borgarstjórnar í júlí og ágúst nk. og að borgarráð fari með heimildir borgarstjórnar á þeim tíma. MSS23010287
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. júní 2025 á breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 13A við Ármúla, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 9:02 taka Kjartan Magnússon og Ebba Schram sæti á fundinum.
- Kl. 9:04 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum.Samþykkt.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24020149
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 18. júní 2025 á nýju deiliskipulagi fyrir Ártúnshöfða, svæði 7A sem er staðsett við Breiðhöfða 3-5, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 9:10 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.
Samþykkt.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24120060
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. júní 2025 á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24100004
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. júní 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 16 við Skógarhlíð, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24120124
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja, með hefðbundnum fyrirvara um endanlega afstöðu, að fyrirliggjandi tillaga um breytingu á deiliskipulagi við Skógarhlíð, verði auglýst.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. júní 2025 á breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðar nr. 4 við Rafstöðvarveg, Toppstöðvarinnar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25030204
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. júní 2025 á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar, frá vegamótum við Bæjarháls að sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ nálægt Hólmsá, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23060119
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 18. júní 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja innkaupaferli vegna áframhaldandi framkvæmda vegna uppbyggingar í Vogabyggð, ásamt fylgiskjölum.
Áætlaður kostnaður ársins 2025 er 315 m.kr.
Samþykkt.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, Ámundi V. Brynjólfsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25060240
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins minna á fyrri tillögur sínar og ábendingar í þágu aukins umferðaröryggis í Vogabyggð. Leggja þarf sérmerktar hjólareinar milli götu og gangstéttar þar sem aðstæður leyfa. Við skipulag hverfisins hefur í mörgum tilvikum farist fyrir að hanna og leggja slíkar hjólareinar milli götu og gangstéttar. Slíkt hefði þó verið hægðarleikur enda eru gangstéttir í hverfinu flestar breiðar og rúmgóðar. Jafnframt þarf að auka umferðaröryggi á fjölförnum gatnamótum í hverfinu með snjallstýringu gangbrautarljósa. Um er að ræða gatnamót Sæbrautar-Kleppsmýrarvegar-Skeiðarvogs, Sæbrautar-Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar-Dugguvogs-Skútuvogs. Þá þarf að ráðast í úrbætur á gatnamótum Súðarvogs og Knarrarvogs í þágu óvarinna vegfarenda. Þar er slysahætta vegna mikillar umferðar um gatnamótin af ökutækjum, sem eru á leið til eða frá bílastæðum fjölsóttra atvinnufyrirtækja við Knarrarvog. Setja þarf upp skýrar varúðarmerkingar þar sem Knarrarvogur þverar fjölfarinn hjólastíg Kelduleiðar, t.d. með uppsetningu merkis um hjóla- og göngustíg og með því að lita hjólareinina á þessum stað. Þá þarf að taka upp stöðvunarskyldu á gatnamótunum gagnvart umferð frá Knarrarvogi í stað biðskyldu. Síðast en ekki síst er óskað eftir því að ráðist verði í viðgerð á hraðahindrun við horn Súðarvogs og Dugguvogs nú í sumar. Umrædd hraðahindrun er afar illa farin og veldur óþægindum og jafnvel hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. júní 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að sagt verði upp samningi um kaupauka við sorphreinsun hjá Reykjavíkurborg. Uppsögnin taki gildi áramótin 2025/2026, en unnið verði að nýjum samningi fram að því sem taki gildi um áramótin.
Frestað.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25060241
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. júní 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. júní 2025 á forkynningu í skipulagsgátt á drögum að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Keldna og nágrennis, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. Borgarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Sara Björg Sigurðardóttir taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK24080321
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja að hafin verði uppbygging íbúðahverfis að Keldum en gera margvíslega fyrirvara við skipulagsáform meirihluta borgarstjórnar á svæðinu. Þá gera fulltrúarnir athugasemdir við að málið fari í auglýsingu yfir hásumar en almennt er farsælla að setja aðalskipulagsbreytingar í forkynningu á öðrum tímum ársins þegar almenningur og hagaðilar eru í betri færum til að kynna sér svo viðamiklar breytingar. Af þeim ástæðum sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokks hjá við afgreiðsluna.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður uppbyggingu á Keldum enda afar brýnt að hraða húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Framsókn samþykkir því að hleypa málinu í kynningu gagnvart íbúum en telur afar mikilvægt að málið sé unnið í sátt við íbúa. Í því samhengi er mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða íbúa í Grafarvogi sem búa næst Keldum. Sumartíminn er ekki ákjósanlegur tími til þess að auglýsa svona umfangsmikla tillögu og hvetur Framsókn því samskiptasvið borgarinnar til þess að kynna málið með umfangsmeiri hætti en almennt tíðkast.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. júní 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi markmið sem verði lögð til grundvallar í viðræðum Reykjavíkurborgar við Betri samgöngur ohf. og íslenska ríkið um þróun byggðar í landi Keldna og nágrennis. Sjá skjalið Samningsmarkmið Reykjavíkurborgar vegna viðræðna við Betri samgöngur ohf. og íslenska ríkið um þróun byggðar í landi Keldna og nágrennis, dagsett 23. júní, 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. Borgarfulltrúarnir Andrea Helgadóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Sara Björg Sigurðardóttir taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. MSS25060120
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Keldnasvæðið er mikilvægt uppbyggingarsvæði fyrir borgina. Hér eru drög samþykkt til kynningar og horft verður til þeirra athugasemda sem fram koma við endanlega útfærslu tillögunnar. Hlutföll milli skipulagssvæða hafa breyst frá fyrri útfærslu, en til að mynda hefur fótspor þéttbýlis verið minnkað og sérstök opin svæði stækkuð. Því er náð fram með því að minnka miðsvæði en íbúðabyggð, samfélagsþjónusta og svæði verslunar og þjónustu stækka lítillega. Ákjósanlegt væri að fá tengingu fyrir gangandi og hjólandi yfir eða undir Vesturlandsveg nær miðju hverfisins. Málið fer í forkynningu áður en endanleg tillaga er lögð fram til afgreiðslu.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 23. júní 2025, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðinni Helgugrund 12, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Oddrún Helga Oddsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030079
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 23. júní 2025, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðinni Búagrund 16, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Oddrún Helga Oddsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030079
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. júní 2025, ásamt fylgiskjölum:
Félagsfundur Jafnlaunastofu sf. verður haldinn þann 27. júní 2025 kl. 13:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Fyrir liggur tillaga nefndar um tilnefningar og kosningar til stjórnar fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar að borgarráð samþykki að skipa Lóu Birnu Birgisdóttur, sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs, og Einar Geir Þorsteinsson, lögfræðing, í stjórn Jafnlaunastofu sf., ásamt því að skipa Halldóru Gunnarsdóttur, jafnréttisráðgjafa á mannréttindaskrifstofu, sem varamann í stjórn til eins árs, í samræmi við 7. gr. sameignarfélagssamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt er til við borgarráð að tillagan verði samþykkt.
Samþykkt. MSS25060089
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. júní 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að viðhalda starfsemi Svanna – Lánatryggingasjóðs kvenna til næstu fjögurra ára. Ekki er gert ráð fyrir að eigendur sjóðsins leggi til aukið fjármagn á tímabilinu.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS25060088Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. júní 2025, ásamt fylgiskjölum:
Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf. verður haldinn 30. júní nk. kl. 13:30 í fundarsal stjórnsýsluhúss Hvalfjarðarsveitar. Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa Líf Magneudóttur borgarfulltrúa sem aðalmann í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf. ásamt því að skipa Sönnu Magdalenu Mörtudóttur sem varamann í stjórn til eins árs. Eigandastefna Reykjavíkurborgar gildir ekki um Þróunarfélags Grundartanga ehf. þar sem félagið uppfyllir ekki skilyrði 2. gr. eigendastefnunnar um bókfært virði eignarhlutar.
Samþykkt. MSS25060109
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. júní 2025, þar sem erindisbréf starfshóps til að vinna tillögur um umbætur í kjölfar heildarúttektar á leikskólanum Brákarborg er lagt fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS25060015
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. júní 2025, þar sem erindisbréf starfshóps um rekstur stjórnsýsluhúsa Reykjavíkurborgar er lagt fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS25060103
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 10. júní 2025, sbr. samþykkt mannréttindaráðs frá 5. júní 2025 á tillögu um kortlagningu á vinnu borgarinnar gegn ofbeldi, ásamt fylgiskjölum.
Frestað. MSS25030128 -
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. júni 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps til að vinna tillögur að því hvernig skuli vinna heilstætt gegn ofbeldi sem beinist að börnum og ungu fólki.
Frestað. MSS25020124
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. júní 2025, ásamt fylgiskjölum:
Boðað hefur verið til aðalfundar Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fimmtudaginn 26. júní 2025 að Sævarhöfða 6-10 í samræmi við 10. til 14. gr. samþykkta félagsins. Í samræmi við lið 4.4 í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi dagskrá liggur fyrir aðalfundi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.: 1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. 2. Ársreikningur og skýrsla endurskoðanda. 3. Tillaga stjórnar um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs. Stjórnin leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa, fyrir árið 2024. 4. Tillaga stjórnar um stefnu og framtíðarsýn og helstu mælikvarða. Sjá meðfylgjandi tillögu. 5. Tillaga stjórnar um fjárhags- og starfsáætlun. Sjá meðfylgjandi tillögu. 6. Tillaga stjórnar um stefnu um fjármagnsskipan og arðgreiðslustefnu. Sjá meðfylgjandi tillögu. 7. Tillaga stjórnar um fjárfestingaráætlun. Sjá meðfylgjandi tillögu. 8. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu. Sjá meðfylgjandi tillögu. 9. Aðrar stefnur sem stjórn skal bera undir hluthafafund skv. 3. mgr. 17. gr. Engar tillögur liggja fyrir. 10. Kosning endurskoðunarfélags. Stjórnin leggur til að fyrir reikningsárið 2025 verði löggiltur endurskoðandi kjörinn Grant Thornton endurskoðun ehf. í samræmi við samning sem undirritaður var í maí 2023. 11. Tillögur stjórnar um skipan undirnefndar skv. 20. gr., ef við á. Engar tillögur liggja fyrir. 12. Tillaga stjórnar um greiðslu þóknunar til undirnefndar, ef við á. Engar tillögur liggja fyrir. 13. Kosið í stjórn félagsins, ef við á skv. ákvæði 2. mgr. 14. gr. 14. Tillaga stjórnar um greiðslu þóknunar til stjórnar. Stjórnin leggur til að stjórnarlaun skulu samsvara flokki II í launakerfi fastra nefnda hjá Reykjavíkurborg. Formaður fái tvöföld stjórnarlaun. 15. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Engar tillögur liggja fyrir. Lagt er til við borgarráð að tillögur 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10 og 14 verði samþykktar. Varðandi tillögu nr. 13 þá liggur fyrir tillaga nefndar um tilnefningar og kosningar til stjórnar fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar, að Helgi Þór Ingason verði stjórnarformaður. Aðrir stjórnarmenn verði Sigurður Ágúst Sigurðsson, Kristín Vala Matthíasdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Sabine Leskopf. Lagt er til við borgarráð að tillagan verði samþykkt. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund Malbikunarstöðvarinnar Höfða sem haldinn verður 26. júní 2025.
Samþykkt. MSS25060102
Fylgigögn
-
Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25060110
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 23. júní 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki þrjár neðangreindar tillögur um útfærslu á flutningi lýðræðisverkefna og frekari útfærslu verkefna mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, í samræmi við samþykkt borgarstjórnar 21. febrúar 2025 um að leysa sitjandi íbúaráð frá störfum og í samræmi við samþykkt borgarstjórnar 1. apríl 2025 um nýjar samþykktir fyrir stafrænt ráð. Tillögurnar felast í því í fyrsta lagi að fjárheimildir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu vegna íbúaráða 74.098.114 m.kr. á ársgrundvelli verði færðar til hækkunar á ófyrirséðum kostnaði. Í öðru lagi að fjárheimildir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu vegna lýðræðismála, samtals 17,5 m.kr., verði færðar af ársgrundvelli til þjónustu- og nýsköpunarsviðs en um er að ræða flutning á fjármagni vegna stöðugildis sérfræðings í lýðræðismálum 13 m.kr. auk launatengds kostnaðar og fjármagns til innleiðingar lýðræðisstefnu 4,2 m.kr. Í þriðja lagi að fjárheimildir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu vegna auglýsingarkostnaðar hverfisins míns 20 m.kr. á ársgrundvelli verði færðar til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til útfærslu á hverfið mitt verkefnum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25050075Fylgigögn
-
Lagt fram mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-mars 2025, dags. í dag, ásamt fylgiskjölum.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25050057Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þriggja mánaða uppgjör A hluta borgarsjóðs endurspeglar að mestu leyti áhrif kjarasamninga sem samþykktir voru á fyrsta ársfjórðungi og skiluðu m.a. mikilvægum leiðréttingum á kjörum kennara, sem féllu vel að stefnumótun samstarfsflokkanna um forgangsröðun fjármagns í þágu málefna barna. Nýir kjarasamningar valda sjálfkrafa mikilli hækkun á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga sem metnar eru á 2,5 milljarða sem er meginskýringin á því að rekstrarniðurstaðan er tæpum milljarði lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Það er jákvætt að flestar kennitölur líta betur út í uppgjörinu en á sama tíma í fyrra að undanskilinni rekstrarniðurstöðunni en mikilvægt er að hafa í huga að horfurnar eru betri þegar líða tekur á árið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ítreka áhyggjur af óráðsíu í rekstri Reykjavíkurborgar. Skattheimta af fólki og fyrirtækjum hefur hækkað gríðarlega síðastliðinn áratug (á föstu verðlagi) og útgjöld blása út á áður óþekktum hraða. Fyrirliggjandi árshlutauppgjör sýnir að grunnreksturinn var neikvæður sem nemur 592 milljónum króna sem er tæplega 2,2 milljörðum lakari niðurstaða en á sama tímabili fyrir ári, jafnvel þó útsvarstekjur hafi verið 2 milljörðum yfir áætlun. Þá var EBIDTA um 1,2 milljörðum lægri en gert var ráð fyrir í áætlun. Mikilvægt er að draga úr útgjöldum í rekstri borgarinnar, minnka yfirbygginguna og fækka verkefnum. Jafnframt þarf að ráðast í eignasölu og skipulega niðurgreiðslu skulda. Einungis þannig hreyfum við nálina í rekstri borgarinnar og sköpum svigrúm til að lækka skatta í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 26. júní 2025, að úthlutun fjárheimilda fyrir svið borgarinnar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010023
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. júní 2025, varðandi forsendur fjárhagsáætlunar 2026 og fimm ára áætlunar 2026-2030.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010023
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 20. júní 2025, að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 vegna fjárfestingaáætlunar.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig og Hróðný Njarðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010013
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. júní 2025, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja söluferli á íbúð 114 við Hallgerðargötu 11A á almennum markaði, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25060027
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. júní 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við húsaleigusamning um 1. hæð í Ármúla 28-30, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22010003
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 23. júní 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um hagabeit í landi Heiðarbæjar og Fögrubrekku, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25060028
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 23. júní 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um hagabeit í Heiðmerkurlandi sunnan Suðurlandsvegar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25060029
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 23. júní 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um hagabeit í Úlfarfellslandi sunnan Úlfarsfellsvegar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25060030
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf samninganefndar Reykjavíkurborgar, dags. 23. júní 2025, varðandi kjarasamninga við Verkfræðingafélag Íslands, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. MOS25030005Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. júní 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. júní 2025 á framlengingu samnings við Tónlistarskóla Árbæjar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS22030264
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir í borgarráði fagna framlengingu á samningi við Tónlistarskóla Árbæjar vegna hópakennslu í hljóðfæraleik í Árbæjarskóla. Um er að ræða fría hópakennslu í hljóðfæraleik í Árbæjarskóla. Innleiðingaráætlun um stefnu framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030 kveður á um að auka aðgengi barna í borginni að tónlistarnámi. Verkefnið snertir á öllum þessum þáttum og hefur heppnast einstaklega vel. Ávinningur verkefnisins felst í því að eitt stöðugildi tónlistarkennara gefur öllum börnum í tveimur árgöngum færi á að kynnast hljóðfæranámi. Verkefnið hefur einnig haft margvísleg jákvæð áhrif innan skólans. Það hefur aukið möguleika nemenda til þátttöku í tónlistarsköpun óháð efnahag þar sem áhersla er lögð á að allir fái tækifæri til að kynnast hljóðfæraleik og söng án endurgjalds.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. júní 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. júní 2025 á breytingum á reglum um Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga við tónlistarskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS22060110
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Afar mikilvægt er að hlúa almennt betur að tónlistarskólum borgarinnar. Framsókn styður þá breytingu sem hér er lögð til um að auka samráð og upplýsingagjöf á milli tónlistarskólanna og borgarinnar þegar kemur að óvæntum útgjöldum vegna afleysinga og langtímaveikinda enda getur skóla- og frístundasvið illa búið við mikla óvissu um aukin fjárútlát rétt eins og tónlistarskólarnir sjálfir. Framsókn hvetur borgina ennfremur til þess að móta samningsmarkmið um endurnýjun þjónustusamninga við tónlistarskólana í borginni þannig að hægt sé að efla þá og bæta.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. júní 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. júní 2025 á endurnýjun og framlengingu þjónustusamninga vegna neðri stiga tónlistarnáms og endurnýjun þjónustusamninga vegna efri stiga tónlistarnáms, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS22050078
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. júní 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. júní 2025 á breytingum á rekstrarleyfum Sólgarðs og Mánagarðs, leikskólum Félagsstofnunar stúdenta, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS25040139
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. júní 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. júní 2025 á framlengingu þjónustusamnings við leikskólann Lund, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24100141
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 23. júní 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. júní 2025 á viðmiðum um hámarksfjölda reykvískra grunnskólanemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til sjálfstætt starfandi grunnskóla utan Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS22040100
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs, dags. 23. júní 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs frá 18. júní 2025 á tillögu um úrbætur í skólaþjónustu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Steinn Jóhannsson og Rannveig Einarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24030028
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir í borgarráði þakka starfshópnum fyrir ítarlega og faglega vinnu við úttekt á skólaþjónustu og tillögugerð um úrbætur. Við tökum undir alvarleika þess að börn bíði eftir aðstoð sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skortur á snemmtækri íhlutun getur haft víðtæk neikvæð áhrif á líðan og námsframvindu barna. Við fögnum þeim tillögum sem lagðar eru fram um fjölgun sérfræðinga og aukna viðveru í skólum. Það er brýnt að byggja upp samfellda og aðgengilega þjónustu þar sem snemmtækri íhlutun og stuðningi er beitt í samræmi við markmið Betri borgar fyrir börn og farsældarlögin. Unnið verði að samræmingu verklags milli miðstöðva, tryggt verði að ráðstöfun stöðugilda taki mið af lýðfræðilegum og staðbundnum aðstæðum. Með markvissum aðgerðum, aukinni fræðslu og skýrri forgangsröðun getum við dregið úr biðlistum og veitt börnum betri þjónustu. Við leggjum áherslu á að fylgst verði grannt með framgangi aðgerðanna, unnið verði áfram af festu og ábyrgð að umbótum í þágu allra barna í borginni. Í ljósi þess telja samstarflokkarnir mikilvægt að hugað verði að markvissari samvinnu og samþættingu skipulegs íþrótta- og tómstundastarfs í farsæld barnsins inn í verklag farsældar þannig að sá þáttur í lífi barnsins verði unninn samhliða öðrum þáttum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er stytta biðlista barna eftir þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga. Af þeim ástæðum styðja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á sameiginlegum fundi skóla- og frístundaráðs og velferðarráðs að fjármagn verði aukið til að bæta þessa sérfræðiþjónustu við börn. Fyrir liggur að töluverður skortur er á talmeinafræðingum og sálfræðingum. Fyrir borgina kæmi það sennilega sterkt út að bjóða út þjónustu af þessu tagi í formi rammasamninga við viðeigandi sérfræðinga. Á þann hátt fengist væntanlega fjölbreyttara úrval sérfræðinga sem sinna þjónustunni ásamt því að auðveldara yrði að stýra þjónustustigi eftir þörfum á hverjum tíma.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður úrbætur í skólaþjónustu enda byggir tillagan á vinnu sem hófst í tíð síðasta meirihluta. Afar mikilvægt er að stytta biðlista eftir þjónustu talmeinafræðinga og sálfræðinga enda hefur það gríðarlega neikvæð áhrif á börn að bíða eftir þessari þjónustu.
Fylgigögn
-
Lagður fram dómur Landsréttar dags. 5. júní 2025 í máli nr. 184/2024. MSS22080191
-
Lagður fram dómur Landsréttar í máli nr. 468/2024 dags. 19. júní 2025. MSS23070071
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 10. júní 2025 í máli nr. E-6939/2024. MSS24110123
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7644/2023. MSS23110173
-
Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 2. júní 2025, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ráðningar sviðsstjóra, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. apríl 2025. MSS25040019
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. október 2024, sbr. afgreiðslu borgarstjórnar frá 30. september 2024 á tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um samvinnuvettvang til höfuðs misnotkunar vinnuafls. Einnig lagðar fram umsagnir mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 25. nóvember 2024 og innkaupa- og framkvæmdaráðs, dags. 19. júní 2025.
Vísað til meðferðar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. MSS24090173Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 12. júní 2025. MSS25010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 12. júní 2025. MSS25010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 25. apríl 2025. MSS25010025
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 2. og 23. apríl og 14. maí 2025. MSS25010026
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. og 25. júní 2025.
15. liður fundargerðarinnar frá 18. júní og 12. liður fundargerðarinnar frá 25. júní eru samþykktir. MSS25010030Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 24 mál (MSS25010023, MSS25010005, MSS25010021, MSS25010042, MSS23050042, MSS25060037, MSS24070017, MSS25060016, MSS25060056, MSS25040082, MSS25060073, MSS25060074, MSS25060076, MSS25060063, MSS25010042, MSS25060072, MSS24100050, MSS25060101, USK25060300, MSS25010042, MSS25030116, MSS25020033). MSS25050121
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25060006
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 23. júní 2025, varðandi verkefnaval í stafrænni þjónustu.
Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON20060042
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins styðja heimildarbeiðnir verkefnaráðs þjónustu- og nýsköpunarsviðs til þeirra tíu verkefna sem stafrænt ráð fjallaði um og samþykkti í fyrsta forgang. Um er að ræða verulegar fjárhæðir en verkefnin fela flest í sér sparnað á tíma og fjármunum borgarbúa. Verkefnin lúta að sameiningu kerfa, sjálfvirknivæðingu, greiðslulausnum, nýjum vefum og innleiðingu gagnaflæðis sem á að skila sér í aukinni yfirsýn, einfaldari þjónustuferlum og mælanlegum sparnaði. Samanlagður áætlaður tímasparnaður og fjárhagslegur ábati nemur tugum stöðugilda og getur skilað sér í sparnaði hundraða milljóna króna yfir næstu ár. Við ítrekum þó að borgin fylgi eftir því sem sett er fram í ábatamötum. Það er grundvallaratriði að mælingar, árangursviðmið og raunávinningur komi fram með gagnsæjum hætti og verði hluti af reglubundinni eftirfylgni. Stafvæðing er ekki aðeins tækniverkefni í sjálfu sér, hún verður að standa undir væntingum um betri og hagkvæmari þjónustu við borgarbúa.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025, á heimild til að hefja vinnu við tengingar á milli Búa og Minna síðna, ásamt fylgiskjölum og trúnaðarmerktum fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON21070024
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025 á heimild til að hefja vinnu við framþróun SkólaBúa, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25040036
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025, á heimild til að hefja þrjú ný verkefni innan Minna síðna, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25050003
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025 á heimild til að hefja verkefnið korta- og boðgreiðslur á Mínum síðum, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25050004
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025 á heimild til að hefja áframhaldandi vinnu við Ráðgjafann, ásamt fylgiskjölum og trúnaðarmerktum fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON21070024
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025 á heimild til að hefja verkefnið sameining Veitu, ásamt fylgskjölum.
Samþykkt.Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24060037
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025 á heimild til að hefja innleiðingu á rafrænum beiðnabókum, ásamt fylgiskjölum og trúnaðarmerktum fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25030018
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025 á heimild til að þróa nýjan vef fyrir Borgarbókasafn, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25040009
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025 á heimild til að hefja verkefnið framþróun og fjölbreytni á reykjavik.is, ásamt fylgiskjölum.
Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
- Kl. 11:30 víkur Þorsteinn Gunnarsson af fundi. ÞON25030001
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18, júní 2025, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 13. júní 2025 á aukinni ráðstöfunarheimild fyrir stuðningskerfi velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum og trúnaðarmerktum fylgiskjölum.
Samþykkt.Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON21120037
Fylgigögn
-
Afgreiðsla og bókanir undir þessu máli er færðar í trúnaðarbók. MSS23110111
-
Afgreiðsla undir þessu máli er færð í trúnaðarbók. MSS23110111
-
Afgreiðsla undir þessu máli er færð í trúnaðarbók. MSS23110111
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að Reykjavíkurborg láti hanna og framleiða sérstakan friðarfána Reykjavíkurborgar sem dreginn verði að húni daglega utan við Ráðhús Reykjavíkur. Undanskildir verði þó þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga. Friðarfáninn verði táknmynd þess að Reykjavíkurborg er yfirlýst friðarborg enda starfrækir höfuðborgin Höfða friðarsetur og heimili Friðarsúlunnar er í borginni. Með friðarfánanum verði ástæðulaust að draga erlenda þjóðfána að húni við Ráðhúsið í stríðsátökum erlendis enda standi höfuðborgin ávallt með friði.
Vísað til meðferðar forsætisnefndar. MSS25060145
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur alla daga ársins. Undanskildir verði þó þeir átta rauðu dagar sem ekki eru fánadagar enda húsverðir ekki að störfum þá tilteknu daga.
Vísað til meðferðar forsætisnefndar. MSS25040020
Fundi slitið kl. 12:42
Líf Magneudóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir
Kjartan Magnússon Sanna Magdalena Mörtudottir
Skúli Helgason
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 26.06.2025 - prentvæn útgáfa