Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 15. maí, var haldinn 5782. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:01. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Líf Magneudóttir, Einar Þorsteinsson, Friðjón Friðjónsson, Hildur Björnsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson, Katrín Margrét Guðjónsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Hulda Hólmkelsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. maí 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðar fimm tillögur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, borgarritara og sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs um útfærslu á nýju stjórnskipulagi eigna- og viðhaldsstjórnunar og skipulags- og byggingarferla, í samræmi við samþykkt borgarstjórnar 4. mars 2025. Breytingarnar sem lagðar eru til byggja á verkefnamiðaðri nálgun. Leiðarljósið er aukin skilvirkni og sveigjanleiki sem og bætt þjónusta, áhersla á áhættustýringu og aukið kostnaðareftirlit. Ávinningur felst m.a. í styttri boðleiðum, betri þjónustu og aukinni framlegð.
Greinargerð fylgir tillögunni.
- Kl. 9:07 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
- Kl. 9:18 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Halldóra Káradóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Eva Bergþóra Guðbergsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25050049Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál samstarfsflokkanna. Með nýju stjórnskipulagi eigna- og viðhaldsstjórnunar og skipulags- og byggingarmála verður öll keðja húsnæðisuppbyggingar í Reykjavík á einum stað, allt frá skipulagsgerð, sölu og þróun lóða og til innviðasamningsgerðar og innviðauppbyggingar. Skipulagi verður breytt á skrifstofum umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara með áherslu á verkefnastjórnun og teymisvinnu sem skilar betri þjónustu við íbúa og uppbyggingaraðila í borginni. Samhliða er verið að taka enn betur utan um eignir borgarinnar, viðhald og framkvæmdir. Um leið er verið að skerpa á eftirliti og aðhaldi og verður innkaupastýring, samningastjórnun og kostnaðareftirlit með framkvæmdum hert. Allar þessar breytingar miða að því að bæta þjónustu, stytta boðleiðir og auka sveigjanleika og hagkvæmni. Þá fela þær einnig í sér fjárhagslegt hagræði til lengri tíma.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við að með nýju stjórnskipulagi sé ekki leitað leiða til að ná fram fjárhagslegu hagræði eða fækkun stöðugilda.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður þessar skipulagsbreytingar enda mikilvægt að styrkja skipulag umhverfis- og skipulagssviðs og bæta þjónustu þess. Vinna við þessar breytingar hófst árið 2024 í tíð síðasta meirihluta.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Þessar skipulagsbreytingar eru tímabærar og eðlilegar í þróun á betri þjónustu til uppbyggingaraðila og íbúa sem huga að framkvæmdum. Breytingarnar munu draga úr flækjustigi. Það vekur hins vegar furðu að ekki sé farið í enn frekari breytingar sem geta leitt til hagræðingar, s.s. enn frekari breytingar á verkefnastjórn innan skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. maí 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðar fimm tillögur samskiptastjóra og borgarritara að útfærslu á breyttu fyrirkomulagi upplýsingamála hjá Reykjavíkurborg, í samræmi við samþykkt borgarstjórnar 4. mars 2025. Breytingar sem lagðar eru til fela í sér að stjórnun upplýsingamála verði miðlæg í því skyni að auka samhæfingu, samlegð og samfellu og koma til móts við síauknar kröfur um ríka upplýsingaskyldu. Ný skrifstofa samskipta og viðburða mun þannig þjónusta svið, skrifstofur og stofnanir Reykjavíkurborgar í samskiptamálum auk þess að hafa umsjón með allri aðkeyptri þjónustu í málaflokknum. Ekki er um aukinn kostnað að ræða og fjöldi stöðugilda verður óbreyttur.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Eva Bergþóra Guðbergsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25050050
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Sífellt aukast kröfurnar um hraðvirka og örugga upplýsingagjöf frá Reykjavíkurborg. Með því að endurskipuleggja fyrirkomulag samskipta- og upplýsingamála borgarinnar fæst margvíslegur ávinningur. Ný skrifstofa samskipta og viðburða mun þjónusta svið, skrifstofur og stofnanir Reykjavíkurborgar í samskiptamálum auk þess að hafa umsjón með allri aðkeyptri þjónustu í málaflokknum. Aukin samræming, bætt og aukin miðlun til ólíkra hópa bæði inn á við og út á við er til þess fallin að skapa meiri ánægju, auka traust og bæta ímynd Reykjavíkurborgar sem vinnustaðar, áfangastaðar og heimaborgar. Með samræmdu verklagi, samnýtingu teyma og miðlægri stýringu má auka skilvirkni, draga úr tvíverknaði og spara fjármagn.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við að með nýju fyrirkomulagi upplýsingamála sé ekki leitað leiða til að ná fram fjárhagslegu hagræði, fækkun stöðugilda eða aukinni útvistun.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður þessar skipulagsbreytingar en telur mikilvægt að ganga lengra og taka utan um miðlun og upplýsingagjöf á öðrum stofnunum borgarinnar eins og bókasöfnum, söfnum, sundlaugum og öðrum starfsstöðum. Þá hefði verið gott að hafa yfirsýn yfir hugsanlegt hagræði af þessum skipulagsbreytingum.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Breytingar á mörkunar- og samskiptamálum eru löngu tímabærar og fagnar fulltrúi Viðreisnar því að vinna eigi í einu teymi miðlægt að upplýsinga-, samskipta- og markaðsmálum. Í tillögunni er þess getið að á menningar- og íþróttasviði séu nokkur stöðugildi tengd miðlun, upplýsingagjöf og kynningarmálum og að nauðsynlegt sé að fara í sérstaka greiningarvinnu hvað það varðar. Fulltrúi Viðreisnar furðar sig á að breytingar á því séu ekki geirnegldar inni í þessum tillögum, en í stað þess ákveðið að greina það betur og taka þannig áhættuna á því að við missum þennan bolta. Fulltrúi Viðreisnar leggur áherslu á að til þess að ná sem bestri yfirsýn og stjórnun að öll mál sem snúa að mörkun, samskiptamál, kynningar-, markaðs- og sölumálum séu unnin í einu teymi með heildaryfirsýn. Borgin er eitt fyrirtæki, eitt vörumerki og það á að vinna allt sem snýr að samskiptum og sölu- og markaðsmálum á einum stað á grunni einnar heildaryfirsýnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. maí 2025 á trúnaðarmerktum tillögum að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2025. Trúnaður er um efni tillagnanna fram að úthlutun styrkjanna.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25010158
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. maí 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar vegna lóðanna nr. 74A við Laugarnesveg og nr. 47 við Hrísateig, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25030163
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. apríl 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs frá 9. apríl 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu vegna lóðarinnar nr. 1 við Birkimel, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24110341
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikil eftirspurn er eftir fleiri íbúðum í borginni og sér í lagi miðsvæðis nálægt háskólasvæðinu og stórum vinnustöðum eins og Landspítala og Vísindaþorpinu í Vatnsmýrinni. Hér er verið að samþykkja að senda málið í auglýsingu þar sem hver sem er getur sent inn skoðun sína og athugasemdir. Vakin er athygli á því að auglýsingafresturinn er lengdur í þessu máli.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vekja athygli á því að skipulagið fær hér ekki endanlega afgreiðslu, heldur vísar borgarráð því nú í lögbundið samráðsferli þar sem íbúum og hagaðilum gefst kostur á því að koma athugasemdum og sjónarmiðum á framfæri. Það er jákvætt að tryggður hafi verið rúmur athugasemdafrestur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna skólaþorps við Reykjaveg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24100252
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks harma að skólamál í Laugardal séu komin í það óefni að grunnskólabörn þurfi nú að sinna sínu skyldubundna námi á bílastæði næstu 10-15 árin. Lýsa fulltrúarnir áhyggjum af öryggi skólabarna og leggja ríka áherslu að gætt verði að umferðaröryggi á svæðinu enda ungir og óvarðir vegfarendur á ferð um svæðið.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður gerð skólaþorps í Laugardal enda gríðarlega mikilvægt að tryggja hagsmuni barna í skólum í Laugardal sem allir þurfa á miklu viðhaldi að halda. Nákvæm rannsókn á ástandi skólabygginga í dalnum sýnir að þar þarf að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir til þess að laga myglu og raka. Framkvæmdaaðilar telja langfarsælast að ráðast í framkvæmdir með sem fæstum börnum í skólunum. Þess vegna er bygging skólaþorps lykilatriði svo börn fái tryggðar góðar aðstæður á meðan framkvæmdum stendur. Laugarnesskóli er fyrstur en í kjölfarið þarf að ráðast í endurbætur á Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Mikilvægt er að börnin í Laugardal þurfi ekki að fara úr hverfinu á meðan framkvæmdum stendur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. maí 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. apríl 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna breyttrar landnotkunar í Laugardal, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25030005
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. maí 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki uppfærða húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Með áætluninni er sett fram á einum stað greining á stöðu húsnæðismála og yfirlit aðgerða Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum. Þær eiga það sammerkt að mæta áskorunum á húsnæðismarkaði og stuðla að því að ná markmiðum borgarinnar í húsnæðismálum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Björn Teitsson, Ámundi V. Brynjólfsson, Haraldur Sigurðsson og Hulda Hallgrímsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23120067
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er nú í takt við áherslur samstarfsflokkanna, hún sýnir hvert við viljum stefna og er líka skýr viljayfirlýsing nýs meirihluta um að gera hlutina öðruvísi, með félagsleg markmið að leiðarljósi. Í samræmi við markmið samstarfsyfirlýsingarinnar frá febrúar 2025 er kveðið á um að 35% nýrrar uppbyggingar verði óhagnaðardrifin. Skerpt hefur verið á samningsmarkmiðum borgarráðs um húsnæðisuppbyggingu, auknar kröfur gerðar varðandi almenningsrými, s.s. opna inngarða og almenningsleiðir innan lóða og að stærri torg og almenningsrými verði á forræði Reykjavíkurborgar. Gæði í nærumhverfi íbúðarhúsnæðis, náttúrulegt og fallegt umhverfi í kringum borgarbúa með birtu og andrýmum, er forgangsmál nýs samstarfs fimm flokka í Reykjavík.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera alvarlegar athugasemdir við hve seint uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar kemur fram. Í liðinni viku barst borgarstjórn erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem athygli var vakin á því að þegar hefði 51 sveitarfélag skilað húsnæðisáætlun, sem skylt er að staðfesta af sveitarstjórn og skila inn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir 20. janúar ár hvert – en höfuðborgin væri ekki eitt þeirra. Fulltrúarnir telja það markmið húsnæðisáætlunar borgarinnar að 35% nýrrar uppbyggingar verði óhagnaðardrifin, fela í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Mun eðlilegra sé að auka lóðaframboð og tryggja heilbrigðan húsnæðismarkað með fjölbreyttu framboði húsnæðis. Þá vekja fulltrúarnir athygli á því að árið 2024 voru aðeins fullkláraðar 989 íbúðir í Reykjavík þrátt fyrir loforð um uppbyggingu 2.000 íbúða árlega. Ríkjandi ofurþéttingarstefna, þar sem öll áhersla er á þung, dimm og háreist fjölbýli, hefur beðið skipbrot. Til framtíðar þarf mun fremur að tryggja uppbyggingu nýrra hverfa á mannlegum skala, þar sem tryggður er mildari þéttleiki, lágreistari byggð og fjölbreyttari valkostir.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. maí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að fara í innkaupaferli vegna byggingar á 14 nýjum kennslustofum við sex leikskóla ásamt lóðafrágangi, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun er 2.100 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25050152
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Með þessari tillögu er boðuð stækkun sex borgarrekinna leikskóla í borginni með alls 14 færanlegum kennslustofum. Um er að ræða leikskóla í Breiðholti, Árbæ, Vesturbæ, Bústaðahverfi og Grafarholti og er með tillögunni lagt til að ráðist verði í útboð á stofunum. Stefnt er að því að þær rísi á næstu tveimur árum og mun þá leikskólaplássum fjölga í borginni um 164 talsins. Það er mikilvægt viðbót sem styður við og er hluti af aðgerðaáætluninni Brúum bilið um að yngri börn eigi kost á að njóta þess góða starfs sem fram fer á leikskólum borgarinnar, samhliða því sem starfsaðstæður batna með betri húsakosti.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður tillöguna enda er hún afsprengi vinnu sem hófst á síðasta ári. Þá var fundað afar þétt fram til áramóta til þess að greina lausnir og finna leiðir til þess að hraða uppbyggingu leikskólaplássa. Úr varð tillaga um að kaupa kennslustofur úr einingum sem hægt væri að setja á leikskólalóðir í þeim hverfum þar sem biðlistar eru lengstir.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar fagnar því að vinna undanfarin misseri um kortlagningu á færanlegum byggingum við leikskóla sé nú komin á innkaupastig. Fulltrúi Viðreisnar hefur tekið þátt í þessu átaki undanfarin misseri og hefur stutt það að nýjar færanlegar kennslustofur verði settar niður við gamalgróna leikskóla og innviðir því nýttir enn betur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. maí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda við nýbyggingu á lóð leikskólans Kvistaborgar í Fossvogi, ásamt fylgiskjölum. Heildarkostnaðaráætlun er 850 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25050151
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags . 12. maí 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda við yfirborðsfrágang við sunnan- og vestanverða Haukahlíð 2, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun er 100 m.kr.
- Kl. 11:02 víkur Skúli Helgason af fundinum og Sabine Leskopf tekur sæti.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25050150
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 13. maí 2025, að breytingum á fjárfestingaráætlun A-hluta Reykjavíkurborgar.
Vísað til borgarstjórnar.Óli Jón Hertervig og Hróðný Njarðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010013
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Forgangsröðun meirihlutans vekur mikla furðu en í fyrirliggjandi tillögu er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölnota íþróttahúss KR verði lækkuð um 100 milljónir, framlög vegna aðstöðumála Fram í Úlfarsárdal verði lækkuð um 45 milljónir en framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum verði aukin um 60 milljónir. Fulltrúum Sjálfstæðisflokks er ekki um sel.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn vekur athygli á því að á með þessum viðauka er verið að setja 60 milljónir í endurgerð selalaugar. Heildarkostnaðarmat nemur 160 milljónum samkvæmt eldra mati. Það liggur því fyrir að þessi fjárhæð dugir ekki fyrir framkvæmdinni. Í selalauginni eru tveir selir og því lítur út fyrir að heildarfjárfestingin nemi 80 milljónum á hvorn sel. Framsókn telur fjármunum borgarinnar betur varið í önnur verkefni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 6. maí 2025, varðandi nýtt fyrirkomulag fræðslusjóða er varða félagsfólk Sameykis stéttarfélags, Torgssjóði, ásamt fylgiskjölum.
Lóa Birna Birgisdóttir og Ásta Bjarnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS25040001
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. maí 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að kjósa eftirfarandi sjö fulltrúa og fjóra varafulltrúa í fulltrúaráð hjúkrunarheimilisins Eirar, til næstu fjögurra ára. Aðalfulltrúar: Ellen Jacqueline Calmon, Helga Jóna Benediktsdóttir, Halldór Vignir Frímannsson, Guðbrandur Guðmundsson, Kristinn J. Reimarsson, Einar Jón Ólafsson og Sara Björg Sigurðardóttir. Varafulltrúar: Ragna Lilja Garðarsdóttir, Ása Kolbrún Hauksdóttir, Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir og Hróðný Lund.
Frestað. MSS25050040
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. maí 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki, og vísi til staðfestingar borgarstjórnar, hjálagða tillögu nefndar um tilnefningar og kosningar til stjórnar fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar, dags. 5. maí 2025, um skipan fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Þjóðarhallarinnar.
Samþykkt.
Vísað til borgarstjórnar. MSS25050048Fylgigögn
-
Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25050039
-
Samþykkt að taka á dagskrá tilnefningu í stjórn Minjaverndar, sbr. 3. lið borgarstjórnar frá 13. maí sl.
Lagt er til að tilnefna Helenu Rós Sigmarsdóttur sem aðalmann og Guðbrand Benediktsson sem varamann í stjórn Minjaverndar.
Samþykkt.
Vísað til borgarstjórnar. MSS25050018 -
Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS25050029
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. maí 2025, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Japan dagana 25. maí til 2. júní nk., ásamt fylgiskjölum. MSS25050047
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. maí 2025, þar sem erindisbréf starfshóps um mótun málstefnu Reykjavíkurborgar er sent borgarráði til kynningar. MSS25050026
Borgarráð ásamt áheyrnarfulltrúum leggur fram svohljóðandi bókun:
Miklar samfélagsbreytingar hafa átt sér stað síðan Reykjavíkurborg setti sér málstefnu og mikilvægt er að taka tillit til málefna fjölmenningarsamfélagsins til að tryggja íbúum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn fullnægjandi þjónustu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 12. maí 2025, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 7. maí 2025 á tillögu um endurnýjun þjónustusamnings við Stígamót, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. VEL25030059Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja innleiðingu á nýjum samskiptamiðli fyrir innri samskipti og upplýsingamiðlun starfsfólks Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. mars 2025. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. maí 2025.
Samþykkt að vísa málinu til þjónustu- og nýsköpunarsviðs til frekari vinnslu. ÞON24100020Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 12. maí 2025, um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga (270. mál).MSS25040170
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. maí 2025, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um atvinnuhúsnæði að Ártúnshöfða, sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2025. MSS25040075
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að óska eftir meiri viðveru lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgar, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. maí 2025.
Frestað. MSS25050042Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fjarlægja skilti úr bílastæðum Austurstrætis frá Pósthússtræti, sbr. 33 lið fundargerðar borgarráðs frá 8. maí 2025.
Frestað. MSS25050041Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 30. apríl og 8. maí 2025. MSS25010008
Fylgigögn
-
Lögð fram leiðrétt fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. janúar 2025. MSS25010028
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 3. og 7. mars 2025. MSS25010028
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 28. apríl 2025. MSS25010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. maí 2025.
6. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls fimm mál (MSS25010023, MSS25050057, MSS25040082, MSS24060093, MSS25010042). MSS25040069
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25050020
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóði Reykjavíkurborgar.
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Árbæjar og Norðlingaholts.Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Hópefli og æfingadagar fyrir Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts að upphæð kr. 150.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 40.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 50.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Hverfahátíð Holtsins að upphæð kr. 282.000,-.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Breiðholts.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Biodiversity in the City 2025 – Breiðholt að upphæð kr. 130.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarhátíð Hólabrekkuskóla að upphæð kr. 200.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Foreldrahittingar í Fellahverfi að upphæð kr. 200.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið 50 ára afmælishátíð Ölduselsskóla að upphæð kr. 200.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vorhátíð Breiðholtsskóla að upphæð kr. 200.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 40.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Breiðholtshlaup ÍR að upphæð kr. 200.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 50.000,.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Grafarholts og Úlfarsárdals.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Skólaslit Sæmundarskóla – Skemmtun að upphæð kr. 75.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vorhátíð 2025 að upphæð kr. 200.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 50.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 40.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vorhátíð í Úlfarsárdal að upphæð kr. 240.000,-.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Grafarvogs.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumardagurinn fyrsti 2025 að upphæð kr. 100.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Fjölnishlaup Olís að upphæð kr. 200.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vormót Fjölnis að upphæð kr. 150.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Áramót Fjölnis að upphæð kr. 200.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 40.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 50.000,.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Háaleiti og Bústaða.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vorhátíð Hvassó að upphæð kr. 200.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumar og sól í hverjum tón að upphæð kr. 170.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs- og Bústaðahverfi að upphæð kr. 170.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vorhátíð Vinagerðis að upphæð kr. 100.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 40.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 50.000,.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Hlíða.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vorhátíð Hlíðaskóla og nágrennis að upphæð kr. 150.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vorhátíð Háteigsskóla að upphæð kr. 150.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Árshátíð unglingadeildar 7.-10. bekkur Háteigsskóla 2025 að upphæð kr. 100.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 40.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 50.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Klambrafest að upphæð kr. 250.000,-.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Kjalarness.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Skjólbelti í Grundarhverfi að upphæð kr. 150.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarblóm við Klébergslaug að upphæð kr. 20.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vorhátíð leikskólans Bergs að upphæð kr. 100.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Brúðubíllinn á sumarhátíð leikskólans Bergs að upphæð kr. 80.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Wally trúður á sumarhátíð að upphæð kr. 60.000,-.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Laugardals.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sóltúnsgarður blómstrar enn að upphæð kr. 75.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumar í Samtúni að upphæð kr. 90.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Smíðaverkstæði fyrir eldri borgara að upphæð kr. 150.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Gleðiganga að upphæð kr. 150.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Leirofn að upphæð kr. 150.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals 2025 að upphæð kr. 220.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Rekstrarstyrkur vegna Íbúasamtaka Laugardals að upphæð kr. 75.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 40.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 50.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Biodiversity in the City að upphæð kr. 200.000,-.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Miðborgar.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vorhátíð Austurbæjarskóla að upphæð kr. 200.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Theatre for all að upphæð kr. 250.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 40.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 50.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vegglistaverk á Ægisgötu 7/Fyrirbæri að upphæð kr. 250.000,-.Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir í Hverfissjóð Vesturbæjar.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið 17. júní fögnuður í Skerjafirði að upphæð kr. 150.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Myndlistarsýning Listasmiðjunnar á Aflagranda 40 að upphæð kr. 100.000,-
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 40.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 50.000,.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sólarkveðjur að upphæð kr. 250.000,-.
Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Saga úr Vesturbænum að upphæð kr. 250.000,-.Öðrum styrkumsóknum er hafnað. MSS25020096
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar vegna afnotaleyfa, þar sem gjald vegna afnotaleyfa fyrir minniháttar aðstöðusköpun og verulega aðstöðusköpun verður fellt niður. Gjald vegna meiriháttar aðstöðusköpunar verði helmingað. Breytt gjaldskrá taki gildi eigi síðar en 1. júní 2025. Mikilvægt er að höfuðborgin leggi ekki stein í götu þeirra sem hafa hug á því að sinna viðburðahaldi í borginni en dæmi eru um að viðburðir, bæði nýir og rótgrónir, hafi verið felldir niður eða færðir til annarra sveitarfélaga vegna óhóflegrar gjaldtöku borgarinnar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. MSS25050077
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um hvers vegna framkvæmdir í stóra hólmanum í Tjörninni standa yfir á varptíma fugla og hvers vegna þeim var ekki lokið í mars 2025 eins og áætlun á framkvæmdasíðu verkefnisins gerir ráð fyrir.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11:40
Líf Magneudóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Einar Þorsteinsson Friðjón R. Friðjónsson
Hildur Björnsdóttir Sabine Leskopf
Sanna Magdalena Mörtudottir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 15.5.2025 - prentvæn útgáfa