Borgarráð - Fundur nr. 5778

Borgarráð

Ár 2025, fimmtudaginn 10. apríl, var haldinn 5778. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Katrín Margrét Guðjónsdóttir, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Hulda Hólmkelsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. apríl 2025, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Parísar vegna ráðstefnunnar Urban Days á vegum Efnahags- og framfarastofnunar OECD, ásamt fylgiskjölum.

    -     Kl. 9:03 taka Hildur Björnsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir sæti á fundinum
    -     Kl. 9:06 tekur Ebba Schram sæti á fundinum. MSS25040023

    Fylgigögn

  2. Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS22060144

  3. Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók. MSS25030144

  4. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 8. apríl 2025, varðandi erindisbréf vinnuhóps Orkuveitu Reykjavíkur um endurskoðun eigendastefnu, ásamt fylgiskjölum.
    Frestað.

    -    Kl. 9:11 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum.
    -    Kl. 9:22 tekur borgarstjóri sæti á fundinum. MSS25030147

  5. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2025, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 3. apríl 2025 og færð í trúnaðarbók:

    Lagt er til að borgarráð samþykki, og vísi til staðfestingar borgarstjórnar, hjálagðri tillögu nefndar um tilnefningar og kosningar til stjórnar fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar, dags. 21. mars sl., um skipan fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn SORPU bs. Lagt er til að Dóra Björt Guðjónsdóttir verði aðalmaður Reykjavíkurborgar í stjórn SORPU bs. Jafnframt er lagt til að Kristinn Jón Ólafsson verði varamaður Reykjavíkurborgar í stjórn. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund SORPU bs. sem haldinn verður 9. apríl 2025. MSS22060144

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2025, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 3. apríl 2025 og færð í trúnaðarbók:

    Boðað hefur verið til aðalfundar SORPU bs. miðvikudaginn 9. apríl 2025. Í samræmi við lið 4.4 í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á aðalfundi SORPU bs: - Ársreikningur lagður fram til samþykktar - Kosning löggilts endurskoðenda eða endurskoðunarfélags Lagt er til að framangreindar tillögur verði samþykktar. Þá leggur tilnefningarnefnd Reykjavíkurborgar fram breytingu á fulltrúa aðal- og varamanns Reykjavikurborgar í stjórn SORPU bs. fyrir borgarráð. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund SORPU bs. sem haldinn verður 9. apríl 2025. MSS25030148

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. apríl 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. apríl 2025 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir 1. áfanga uppbyggingar á Kringlusvæði á lóðunum Kringlan 1-3 og 5, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24060140

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að auglýsa fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu, svo hún komist í lögbundið samráðsferli. Fulltrúarnir telja deiliskipulagið að mörgu leyti mjög gott og meðfylgjandi gögn bæði ítarlegri og meira upplýsandi en gengur og gerist. Fulltrúarnir lýsa þó áhyggjum af því að margar hliðar fjölbýlishúsanna muni aldrei njóta beins sólarljós. Jafnvel þó byggingarnar kunni að uppfylla lágmarks birtuskilyrði borgarinnar er það sýn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að mikilvægt sé að tryggja ríkuleg birtuskilyrði í íbúðarhúsnæði í borginni, enda aðgangur að birtu og sólarljósi mikilvægt lífsgæðamál. Þá skiptir jafnframt máli að tryggja að þéttleiki byggðarinnar leiði ekki til þess að inngarðar verði án sólarljóss stóran hluta ársins, en núverandi tillaga skapar ákveðna hættu á slíku.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að fara í innkaupaferli vegna endurnýjunar og lagfæringa á gervigrasvöllum 2025, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun er 300 m.kr.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25040095

    Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Framsókn fagnar því að farið sé í innkaupaferli vegna endurnýjunar og lagfæringa á gervigrasvöllum við aðalvöll (keppnisvöll) á íþróttasvæði ÍR í Mjódd, aðalvöll (keppnisvöll) Leiknis við Austurberg og æfingavöll Víkings í Fossvogi. Brýnt er að farið sé í þessa fjárfestingu til að styðja við íþróttaiðkun barna og ungmenna í borginni. Um er að ræða nauðsynlegar úrbætur sér í lagi á svæði Víkings þar sem sig í jarðvegi hefur komið fram. Athugasemdir hafa komið fram frá ÍR því er mikilvægt að málið sé unnið áfram í samráði við félagið sem og önnur félög sem hér eiga í hlut. Þá er hvatt er til þess að gamla gervigrasið sé nýtt áfram eftir fremsta megni til að spara förgun og koma því áfram til góðra nota.

    Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar gerir athugasemdir við þessa framkvæmd sem snýr að ÍR en þekkir ekki stöðu hjá öðrum félögum. Hjá ÍR er þetta aðalvöllur félagsins og eini gervigrasvöllurinn sem og keppnisvöllur félagsins. Með þessum aðgerðum mun hann ekki uppfylla skilyrði KSÍ til knattspyrnuvalla í tveimur efstu deildum. Því verður hann ekki keppnishæfur. Áður en nýtt gervigras er lagt þarf að stækka öryggissvæði kringum völlinn og færa girðingar á svæðinu svo vel sé. Einnig þarf að gera ráð fyrir vökvunarbúnaði, leggja stúta undir völlinn, svo þjónusta megi hann með góðu móti. Þurrt og stamt gervigras er hættulegt knattspyrnufólki og slysahætta veruleg. Geri ég athugasemdir við að verkefnið sé lagt fram með þessum hætti þessar upplýsingar liggja fyrir hjá menningar- og íþróttasviði og ljóst að samskiptin við umhverfis- og skipulagssvið eru ekki næg og borginni ber ekki sómi af svona vinnubrögðum.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að fara í innkaupaferli vegna stækkunar og lóðaframkvæmda á leikskólanum Seljaborg, Tunguseli 2, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun er 260 m.kr.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25020311

    Fylgigögn

  10. Lagt fram trúnaðarmerkt bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. apríl 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. apríl 2025 á trúnaðarmerktri styrkúthlutun frá Loftslagssjóði ungs fólks, Bloomberg Philanthropies Youth Climate Action Fund, ásamt fylgiskjölum. Trúnaður er um styrkúthlutunina fram að 22. apríl nk.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24030270

  11. Lagt fram trúnaðarmerkt bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. apríl 2025, varðandi ársreikning A-hluta og samantekinn ársreikning A- og B-hluta Reykjavíkurborgar 2024 ásamt trúnaðarmerktum ársreikningi A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2024, ódags. Einnig er lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. apríl 2025, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta, dags. 10. apríl 2025, greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 10. apríl 2025, greinargerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar, ódags., verkstöðuskýrsla nýframkvæmda, ódags., ábyrgða- og skuldbindayfirlit, dags. 11. apríl 2024, og bréf endurskoðunarnefndar, dags. 7. apríl 2025.
    Vísað til ytri endurskoðunar.

    Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt fram að framlagningu ársreikningsins á aukafundi borgarráðs þann 2. maí nk. Ársreikningur A-hluta og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 hefur verið undirbúinn af fjármálaskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Reykjavíkurborgar telst fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar.
    Bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók.

    Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS25010016

  12. Lögð fram yfirlýsing um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar, ódags.

    Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt fram að framlagningu ársreiknings á aukafundi borgarráðs þann 2. maí nk.

    Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason , Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS25010016

  13. Lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. apríl 2025, um framkvæmd styrkjareglna.

    Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt fram að framlagningu ársreiknings á aukafundi borgarráðs þann 2. maí nk.

    Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS25010016

  14. Lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. apríl 2025, um samantekt yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2024.

    Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt fram að framlagningu ársreiknings á aukafundi borgarráðs þann 2. maí nk.

    Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS25010016

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. apríl 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu matsnefndar um stofnframlag frá Reykjavíkurborg vegna kaupáætlunar 2025: 12 leiguíbúða; Kaupáætlun 2025, áætlað stofnvirði 776.579.400 kr. og 12% stofnframlag 93.189.528 kr. Ofangreind tillaga var samþykkt af matsnefnd vegna veitingu stofnframlaga 1. apríl 2025.

    Samþykkt.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Karli Einarssyni sem tekur sæti með rafrænum hætti. FAS25010056

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja verkefnið uppfærslu ábendingavefs, straumlínulögun á flæði beiðna til þjónustuvers, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25010009

    Fylgigögn

  17. Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók. MSS25040033

  18. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2283/2024. MSS24040036

  19. Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað borgarlögmanns, dags. 7. apríl 2025, um málaferli Reykjavíkurborgar. MSS25010172

  20. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 8. apríl 2025, varðandi tilnefningu fulltrúa Reykjavíkurborgar í innflytjendaráð. 
    Frestað. MSS25030096

  21. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heildstætt yfirlit yfir söguleg hús í Reykjavík, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2024. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. apríl 2025.
    Samþykkt með fórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að vísa málinu frá. MSS24110085

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka góð og ítarleg svör starfsfólks. Það var ánægjulegt að fá gott yfirlit yfir hvar upplýsingar um söguleg hús mætti finna. Við nánari athugun var umrætt húsverndarlag á borgarvefsjá prófað en það reyndist gloppótt hvort það virkaði eða ekki, er þeirri ábendingu komið hér með á framfæri. Tillagan snerist þó um það að yfirlitinu fylgdi saga húsanna en ekki eingöngu staðsetning þeirra og að auki hús sem hafa kannski ekki náð húsverndunaraldri en hafa annað sögulegt og menningarlegt gildi. Tillagan felur því í sér viðbót við þær upplýsingar sem eru þegar fyrir hendi. Því mótmæla borgarráðsfulltrúar snubbóttri frávísun meirihlutans á tillögunni. Hvurslags leti er þetta?

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Á borgarvefsjá má finna friðlýst hús, hús sem eru aldursfriðuð og eru undir umsagnarskyldu, auk húsanna og svæðanna sem eru hverfisvernduð eða hafa verið undir tillögum um að vernda. Einnig er hægt að nálgast húsakannanir í Borgarvefsjá, undir „Menningarminjar“. Þemaheftið „Húsvernd í Reykjavík“ sem fylgdi Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 1996-2016 er enn heildstæðasta samantektin sem við höfum yfir varðveisluverð hús og heildir innan Hringbrautar, en sú vernd sem hefur bæst við frá útgáfu þess ætti að vera sýnileg í Borgarvefsjá. Á vef Minjastofnunar er skrá yfir öll friðlýst hús (og hægt að stilla á landshlutann Reykjavík og nágrenni). Byggðakannanir - eða varðveislumat unnið vegna hverfisskipulags - gefur yfirlit yfir þau hús og heildir innan hvers borgarhluta sem eru lögvernduð (á hverjum tíma) eða gerð er tillaga um að verði hverfisvernduð. Útgefnar byggðakannanir eru fimm talsins og fylgja með í umsögn við tillöguna. Þá eru einnig nefndar í umsögn helstu bækur og rit sem gefa einhvers konar heildaryfirlit eða eru tilraunir til samantektar um byggingararfinn.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 4. apríl 2025, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um veikindahlutfall starfsfólks Reykjavíkurborgar, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. janúar 2025. MSS25010153

    Fylgigögn

  23. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 4. apríl 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um starfsmat, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. október 2024. MSS24100158

    Fylgigögn

  24. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 7. apríl 2025. MSS25010004

    Fylgigögn

  25. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 9. apríl 2025.
    5. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030

    Fylgigögn

  26. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls sex mál (MSS23030215, MSS25040022, MSS24100062, MSS24090064, MSS25040037, MSS25040020). MSS25030153

    Fylgigögn

  27. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25030154

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:40

Líf Magneudóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hildur Björnsdóttir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 10.04.2025 - Prentvæn útgáfa