Borgarráð - Fundur nr. 5776

Borgarráð

Ár 2025, fimmtudaginn 27. mars, var haldinn 5776. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstaddar voru Líf Magneudóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Sabine Leskopf. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Helga Þórðardóttir. Einar Þorsteinsson tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar á umferðarljósum árið 2025, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun er 275 m.kr. Þar af er hlutur Reykjavíkurborgar 150 m.kr.

    -    Kl. 9:02 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
    -    Kl. 9:04 taka borgarstjóri, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúinn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sæti ásamt Katrínu M. Guðjónsdóttur.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Ámunda V. Brynjólfssyni sem tekur sæti með rafrænum hætti. USK25030314

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju með að umferðarljósabúnaður á fimm gatnamótum á Höfðabakka verði endurnýjaður enda er slíkt löngu tímabært. Búnaðurinn er með skynjurum og rauntímastýringu og felur í sér möguleika á tengingu við miðlæga stýritölvu. Hvatt er til þess að gengið verði lengra en umræddar tillögur fela í sér og svonefndir Lidar-skynjarar verði settir upp og nýttir til að auka öryggi á öllum gangbrautum á áðurnefndum gatnamótunum í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Hins vegar er lagst gegn því að hægribeygju-framhjáhlaup verði fjarlægð við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls. Slík breyting mun að öllum líkindum draga úr umferðarflæði og valda töfum á umferð til og frá Árbæjarhverfi sem vegur gegn ábata þess að uppfæra umferðarljósabúnaðinn fyrir flæði umferðar. Minnt er á að miklar umferðartafir draga úr umferðaröryggi.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við gerð nýs göngu- og hjólastígs í Elliðaárdal, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun er 450 m.kr. Þar af er hlutur Reykjavíkurborgar 190 m.kr.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Ámunda V. Brynjólfssyni sem tekur sæti með rafrænum hætti. USK25030313

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Kostnaðaráætlun vegna nýs göngu- og hjólastígs nemur 450 milljónum króna. Um er að ræða mikinn kostnað miðað við fremur stutta vegalengd. Óskað er eftir frekari upplýsingum um kostnað við verkefnið, vegalengd í metrum, helstu magntölur og sundurliðun verkþátta. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til þess að ráðdeildar verði gætt í verkefninu.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Því skal haldið til haga að kostnaðarhlutur Reykjavíkurborgar í umræddri framkvæmd nemur 190 m.kr.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. mars 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða 2 og 4-6 vegna lóðarinnar nr. 2 við Bíldshöfða, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23110306

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. mars 2025, þar sem staða húsnæðisáætlunar við lok fjórða ársfjórðungs árið 2024 er send borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Huldu Hallgrímsdóttur og Birni Teitssyni sem taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. MSS23120067

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Á árinu 2024 voru 989 nýjar íbúðir skráðar fullgerðar og teknar í notkun. Það er fjölgun frá árinu 2023 þegar 874 nýjar íbúðir voru skráðar. Á síðustu fimm árum hafa samtals verið byggðar 5.749 íbúðir eða um 1.150 að meðaltali á ári. Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra og þá er einnig markmið okkar að stórauka félagslegt leiguhúsnæði miðað við núverandi áætlanir.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Staða íbúðauppbyggingar er undir væntingum og ekki útlit fyrir að borgin nái sér á strik í uppbyggingu þetta árið frekar en fyrri ár. Á nýlegum fundi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðu íbúðauppbyggingar kom fram að hluti borgarinnar í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu fer minnkandi auk þess sem íbúðum í uppbyggingu í Reykjavík fer fækkandi. Samkvæmt fréttum hefur gengið illa að selja nýjar íbúðir í Reykjavík miðað við nýbyggingar í nágrannasveitarfélögunum þrátt fyrir mikla og aðkallandi íbúðaþörf. Uppbyggingar- og söluaðilar hafa nefnt ýmsar ástæður en bílastæðaskortsstefna meirihlutans er langalgengasta umkvörtunarefni hugsanlegra kaupenda. Ljóst er að áframhald á sömu braut mun ekki leysa húsnæðisvandann í Reykjavík. Nýrra lausna er þörf, lausna sem snúast um að byggja fyrir fólk út frá þeirra þörfum en ekki stjórnlyndi borgarstjórnarmeirihlutans.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. mars 2025, vegna aðalfundar Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. 2025, ásamt fylgiskjölum. Trúnaður er um málið fram yfir aðalfund sem haldinn verður 31. mars 2025.
    Samþykkt. MSS25030102

  6. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. mars 2025, varðandi tillögu nefndar að skipan fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. fyrir aðalfund félagsins þann 31. mars nk. Trúnaður er um málið fram yfir aðalfundinn.
    Samþykkt. MSS22060144

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að á aðalfundi Félagsbústaða, sem haldinn verður 27. mars nk., verði tillögur nr. 4 og 5 samkvæmt hjálögðum gögnum, varðandi annars vegar ákvörðun um meðferð og niðurstöðu rekstrarreiknings og hins vegar greiðslur til stjórnarmanna, samþykktar.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. MSS25030099

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. mars 2025, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð, og eftir atvikum borgarstjórn, samþykki hjálagða tillögu nefndar um tilnefningar og kosningar til stjórnar fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar, dags. 21. mars sl., um skipan fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Félagsbústaða hf. Trúnaður er um málið fram yfir aðalfund Félagsbústaða hf. sem haldinn verður 27. mars 2025.

    Samþykkt. MSS22060144

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 21. mars 2025, um tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu, 158. mál, frá nefnda- og greiningasviði Alþingis.

    Samþykkt. MSS25030073

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. mars 2025, varðandi stuðning borgarstjóra við yfirlýsingu Eurocities vegna handtöku borgarstjóra Istanbul. MSS25030101

    Fylgigögn

  11. Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók. MSS25030110

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um uppbyggingu á 1. áfanga Kringlusvæðisins, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Oddrún Helga Oddsdóttir og Jóhanna Kristrún Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24090032

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 24. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna Helgugrundar 9, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Oddrún Helga Oddsdóttir og Jóhanna Kristrún Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030079

    Fylgigögn

  14. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. mars 2025, vegna tillögu ráðgefandi hæfnisnefndar um næstu skref í ráðningu í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs. Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.

    -    Kl. 10:15 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum og Sabine Leskopf víkur af fundi.

    Samþykkt.

    María Rut Reynisdóttir, Lóa Birna Birgisdóttir og Þráinn Hafsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25010170

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samning um viðskiptavakt á eftirmarkaði með skuldabréf Reykjavíkurborgar og samning um fyrirgreiðslu vegna samnings um viðskiptavakt. Reykjavíkurborg mun gera samhljóða samninga til eins árs við Arion banka, Íslandsbanka, Kviku banka og Landsbankann.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Halldóra Káradóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010007

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 27. mars 2025, varðandi ábyrgðargjald Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2025, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Halldóra Káradóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010008

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna leigu á atvinnuhúsnæði í Skeifunni 8, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25030012

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning vegna atvinnuhúsnæðis að Bæjarflöt 17, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24100069

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf samninganefndar Reykjavíkurborgar, dags. 24. mars 2025, varðandi kjarasamning Reykjavíkurborgar við Félag sjúkraþjálfara og stöðu viðræðna, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Lóa Birna Birgisdóttir og Rakel Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS24070014

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf samninganefndar Reykjavíkurborgar, dags. 24. mars 2025, varðandi innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands, ásamt fylgiskjölum.

    Lóa Birna Birgisdóttir og Rakel Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS24080005

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samningar Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands eru afar mikilvægir til að skapa stöðugleika í íslensku menntakerfi eftir krefjandi vinnudeilur undanfarna mánuði. Samningarnir eru gríðarlega verðmætt innlegg í bætt starfsumhverfi kennara og barna í skólum og mikilvæg fjárfesting í betri borg fyrir börn og ungmenni.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram að nýju bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja innleiðingu á nýjum samskiptamiðli fyrir innri samskipti og upplýsingamiðlun starfsfólks Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. mars 2025.
    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. ÞON24100020

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf innviðaráðuneytisins, dags. 12. mars 2025, varðandi álit ráðuneytisins vegna breytinga á öldungaráði. MSS25030041

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. febrúar 2025, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 4. febrúar 2025 á að vísa tillögu borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að skora á ríkisstjórnina að gert sé ítarlegt mat á færniþörf á vinnumarkaði til meðferðar borgarráðs, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar hjá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. MSS25020002

    Fylgigögn

  24. Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 13. og 20. mars 2025. MSS25010008

    Fylgigögn

  25. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. janúar 2025. MSS25010028

    Fylgigögn

  26. Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 17. febrúar og 5. mars 2025. MSS25010026

    Fylgigögn

  27. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. mars 2025.
    7. liður fundargerðinnar er samþykktur. MSS25010030

    Fylgigögn

  28. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls níu mál (MSS25010023, MSS25010023, MSS25020099, MSS2510043, MSS25030116, MSS25030078, MSS24090065, MSS25030082, MSS25030117). MSS25030002

    Fylgigögn

  29. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25030003

    Fylgigögn

  30. Samþykkt að taka á dagskrá umræðu um framtíðarhúsnæði fyrir skólastarf Hjallastefnunnar. MSS25030061

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Húsnæðismál Hjallastefnunnar hafa verið til umræðu í nokkurn tíma og allir aðilar hafa lagt sig fram af heilum hug að finna lausn á þeim vanda sem þar er upp kominn hratt og vel. Nokkrar hugsanlegar lausnir eru í stöðunni, hver með sína kosti og annmarka, og yfir stendur virkt samtal við fulltrúa Hjallastefnu um að taka afstöðu til þeirra kosta. Mikilvægt er að borgin gæti jafnræðis í þessu máli eins og í öðrum málum sem snúa að sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir að umræða um húsnæðisvanda Hjallastefnunnar yrði tekin inn á dagskrá borgarráðs með afbrigðum í dag og þakka fyrir að vel hafi verið tekið í það. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa enn og aftur yfir miklum áhyggjum vegna húsnæðisvanda skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Óviðunandi er að ekki skuli liggja fyrir lausn í málinu þrátt fyrir að öll efnisatriði hafi legið fyrir um langt skeið. Mikilvægt er að góð lausn verði fundin á málinu sem fyrst í góðu samstarfi við aðstandendur Hjallastefnunnar. Skólastarf Hjallastefnunnar er þegar í töluverðu uppnámi vegna óvissu fyrir næsta skólaár. Mikilvægt er að eyða þeirri óvissu án tafar. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síður framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri, Nauthólsvegi eða á öðrum góðum stað til uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar.

Fundi slitið kl. 11:34

Líf Magneudóttir Alexandra Briem

Einar Þorsteinsson Kjartan Magnússon

Skúli Helgason Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 27.03.2025 - Prentvæn útgáfa