Borgarráð - Fundur nr. 5775

Borgarráð

Ár 2025, fimmtudaginn 20. mars, var haldinn 5775. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:01. Viðstödd voru Líf Magneudóttir og Skúli Helgason. Borgarstjóri og eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011:  Hildur Björnsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og áheyrnarfulltrúinn Helga Þórðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. mars 2025, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 900 m.kr. í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1 á ávöxtunarkröfunni 8,55% en það eru 459 m.kr. að markaðsvirði.

    -    Kl. 8:03 tekur Einar Þorsteinsson sæti á fundinum.
    -    Kl. 8:04 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
    -    Kl. 8:06 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.

    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Halldóra Káradóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010003

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. mars 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagsi Nýs Landspítala við Hringbraut fyrir Sóleyjartorg, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25020348

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 12. mars 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50-52 við Nauthólsveg, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24110089

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að setja fyrirliggjandi skipulagstillögu í lögbundið samráðsferli svo hlutaðeigandi aðilar geti komið sínum sjónarmiðum að. Gera fulltrúarnir fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins að loknu samráðsferli.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. mars 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 10. mars 2025 á skipulagsbreytingu stjórnunar í Dalskóla í Úlfarsárdal, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SFS24110083

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. mars 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 10. mars 2025 á breytingum á reglum um niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SFS25020021

    Borgarráðsfullltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðdragandi að þessari breytingu hefur verið langur og gleðilegt að sjá hana verða að veruleika. Með þessu er réttur barna með skipta búsetu tryggður og það er réttlætismál.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. mars 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 10. mars 2025 á breytingum á reglum um þjónustu frístundaheimila og reglum um þjónustu félagsmiðstöðva, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SFS25020020

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. mars 2025, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 10. mars 2025 á breytingum á reglum um úthlutun fjármagns vegna stuðnings í leikskólum, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    -    Kl. 8:19 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum.

    Steinn Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SFS25010096

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja verkefnið sendingargátt fyrir stafrænt pósthólf, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON23020003

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja verkefnið þarfagreining fjárhagskerfa, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24110007

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja innleiðingu á nýjum samskiptamiðli fyrir innri samskipti og upplýsingamiðlun starfsfólks Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
    Frestað.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24100020

  11. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 18. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að hefja vinnu við útboð og innleiðingu á umsjónarkerfi fyrir skóla- og frístundasvið, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON25010019

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan samstarfssamning við Sögufélag um aðild Reykjavíkurborgar að útgáfu á sögu Íslands 2025. Samningurinn er til eins árs og miðað við útgáfu á tveimur bókum 2025 sem báðar tengjast sögu Reykjavíkur. Heildarfjárhæð fyrir hvort rit um sögu Reykjavíkurborgar er 5,5 m.kr. Kostnaður Reykjavíkurborgar er með fyrirvara um að hann rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS24120069

    Fylgigögn

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að d. liður umfjöllunar í greinargerð með tillögu sem samþykkt var á fundi borgarráðs 11. janúar 2024 um að kjósa nefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem hafi það verkefni að gera heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árin 1974-1979 verði breytt með eftirfarandi hætti, sbr. heimild 4. tölul. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 45/2022 um heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa: d. Að lýsa öðrum atriðum sem tengjast starfsemi vöggustofunnar og nefndin telur þarfnast skoðunar, þar á meðal eins og kostur er afdrifum þeirra barna sem vistuð voru á vöggustofunni eftir að dvölinni lauk.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. MSS23120162

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki breytingu á skipan í stýrihóp um uppbyggingu leikskóla sbr. hjálagt erindisbréf. Lagt er til að Skúli Helgason verði áfram formaður en Helga Þórðardóttir taki sæti í stað Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur og Marta Guðjónsdóttir taki sæti í stað Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur. Jafnframt hafa nöfn á fulltrúum sviða verið uppfærð vegna mannabreytinga á kjörtímabilinu.

    Samþykkt. MSS22060148

    Fylgigögn

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf spretthóps um uppbyggingu leikskóla þar sem eftirfarandi aðilar eru skipaðir í hópinn: Skúli Helgason sem jafnframt er formaður, Helga Þórðardóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Spretthópnum er m.a. ætlað að yfirfara aðgerðaáætlun stýrihópsins Brúum bilið, koma með tillögur að nýjum verkefnum sem tengjast uppbyggingu nýrra leikskóla eða stækkun starfandi leikskóla, með áherslu á framkvæmdir sem ljúka megi á næstu tveimur árum.

    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25030059

    Borgarráðsfullltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er nýr meirihluti að skipa „spretthóp“ um átak í leikskólamálum sem byggir á vinnu sem síðasti borgarstjóri hóf. Sú vinna er þegar á lokametrunum og felur í sér að bjóða út forsmíðaðar leikskólaeiningar og setja niður á leikskólalóðum í borginni þar sem eftirspurn er mest eftir leikskólaplássum. Einnig fól vinnan í sér að forgangsraða viðhaldsframkvæmdum með það að markmiði að fjölga plássum. Framsókn styður að þessi vinna verði kláruð en undrast að fulltrúum minnihlutans sé ekki boðið að vera með í spretthópnum. Sér í lagi vegna þess að hún hófst undir stjórn Framsóknar.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 17. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt uppfært erindisbréf samráðshóps um Sundabraut.

    Frestað. MSS23100110

  17. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. júní 2024, varðandi endurskoðun málsmeðferðarreglna borgarráðs um veitinga- og gististaðir, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 14. mars 2025, sbr. samþykkt menningar- og íþróttaráðs sama dag varðandi umsögn menningar- og íþróttaráðs um endurskoðun á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði, ásamt fylgiskjölum. MSS23080053

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir sjónarmið Íþróttabandalags Reykjavíkur um að sala áfengis verði heimiluð á íþróttaviðburðum fullorðinna. Áfengissala á sér nú þegar stað á slíkum íþróttaviðburðum og getur reynst mikilvæg tekjulind fyrir rekstur íþróttastarfs. Það er eðlilegt að regluverkið endurspegli bæði veruleikann og tíðarandann í samfélaginu. Íþróttahreyfingunni er vel treystandi til að gæta að lýðheilsusjónarmiðum og tryggja að fólk undir lögaldri hafi ekki aðgengi að áfengisveitingum á slíkum viðburðum.

    Fylgigögn

  18. Lagður fram dómur Landsréttar í máli nr. 169/2024 dags. 6. mars 2025. MSS23020069

  19. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 13. mars 2024 í máli nr. E-5895/2022. MSS22120049

  20. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. mars 2025, þar sem fram kemur að Heiða Björg Hilmisdóttir hefur tekið sæti í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í stað Einars Þorsteinssonar. Jafnframt er óskað er eftir að borgarráð samþykki að tilnefna Líf Magneudóttur sem varamann í stjórn í stað Heiðu. 
    Samþykkt. MSS22060155

    Fylgigögn

  21. Lagt fram erindi Hjallastefnunar, ódags., varðandi framtíðarhúsnæði fyrir skólastarf Hjallastefnunar í Öskjuhlíð, ásamt fylgiskjölum og trúnaðarmerktu fylgiskjali. Einnig er lagður fram undirskriftalisti með 1086 undirskriftum með áskorun til Reykjavíkurborgar að afgreiða húsnæðismál Hjallastefnunar, dags. 18. mars 2025. MSS25030061

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við að lausnir fyrir skólastarf Hjallastefnunnar séu ekki til afgreiðslu í borgarráði í dag. Skólastarf Hjallastefnunnar er þegar í töluverðu uppnámi vegna óvissu fyrir næsta skólaár. Mikilvægt er að eyða þeirri óvissu án tafar. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síður framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar.

    Fylgigögn

  22. Fram fer umræða um bílastæðamál í miðbænum. MSS25010040

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Rekstraraðilar, íbúar og gestir miðborgarinnar hafa lengi kallað eftir því að stóru steypuklumpaskiltin sem voru sett í bílastæðin í Austurstræti séu fjarlægð svo bílastæðin komist aftur í notkun. Bæði er það mikilvægt fyrir rekstraraðila á svæðinu að hafa nokkur bílastæði nálægt fyrirtækjunum sínum en þar að utan eru þessir klumpar ekkert augnayndi og alls ekki svæðinu til fegrunar. Þegar steypuklumpaskiltin voru sett í stæðin var það undir þeim formerkjum að þetta væri vegna sumarlokunar í Austurstræti. Steypuklumparnir hafa síðan setið sem fastast í bílastæðunum í að minnsta kosti ár og íbúar og rekstraraðilar svæðisins vilja gjarnan að þeir séu færðir. 

  23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Borgarráð samþykkir að farið verði í úttekt á því hvort skólamáltíðir í leik- og grunnskólum borgarinnar samræmist nýjum ráðleggingum Landlæknisembættis um matarræði. Jafnframt verði kannað hvort breyting hafi orðið á næringargildi og gæðum máltíða í kjölfar þess að skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldsfrjálsar. Niðurstöður úttektar liggi fyrir eigi síðar en í maí 2025.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs. MSS25030062

    Fylgigögn

  24. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. mars 2025.
    3. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030

    Fylgigögn

  25. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 10. og 12. mars 2025. MSS25010004

    Fylgigögn

  26. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. mars 2025. MSS25010007

    Fylgigögn

  27. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls fimm mál (MSS25010021, MSS25010043, MSS25020045, MSS25020032, MSS22060081). MSS25030002

    Fylgigögn

  28. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25030003

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 09:02

Líf Magneudóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Skúli Helgason

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 20.03.2025 - prentvæn útgáfa