Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 20. febrúar, var haldinn 5772. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sabine Leskopf og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. febrúar 2025, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 300 m.kr. í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 44 1 á ávöxtunarkröfunni 3,69% en það eru 301 m.kr. að markaðsvirði og samþykki tilboð að nafnvirði 2.060 m.kr. í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1 á ávöxtunarkröfunni 8,38% en það eru 1.049 m.kr. að markaðsvirði. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 19. febrúar 2025.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Hörður Hilmarsson og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010003
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 30. janúar 2025. MSS25010034
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 3. febrúar 2025. MSS25010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. febrúar 2025. MSS25010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 7. febrúar 2025. MSS25010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 6. janúar 2025. MSS25010012
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 28. janúar 2025. MSS25010013
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 16. desember 2024. MSS24010029
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 24. janúar 2025. MSS25010025
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 5. febrúar 2025. MSS25010026
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31. janúar 2025. MSS25010029
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30. janúar 2025. MSS25010022
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. febrúar 2025.
13. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla harðlega þeirri málsmeðferð að bókun um þéttingaráform í Grafarvogi skuli ekki færð með almennum og hefðbundnum hætti í fundargerðabók borgarráðs. Í bókuninni kemur einungis fram almenn afstaða til þess málefnis sem rætt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 5. febrúar sl. en ekki fjallað um nein trúnaðarmál. Að banna umrædda bókun, með því að trúnaðarmerkja hana, stenst ekki skoðun.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 41 mál (MSS25010021, MSS25010023, MSS25010186, MSS23050117, IER25010003, MSS24100076, MSS25020045, MSS24100050, MSS22020143, MSS25010211, MSS25020006, MSS24120085, MSS25010045, MSS24020070, MSS24050002, MSS24110120, MSS25010214, MSS25010215, MSS24030106, MSS24060076, MSS24050112, FAS24010022, MSS25020033). MSS25020007
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25020008
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 17. gr. laga nr. 85/2007, frá kl. 01:00 til kl. 03:00 til Irishman Pub aðfaranótt þriðjudagsins 18. mars nk. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
Samþykkt. MSS25020048Fylgigögn
Fundi slitið kl. 9:35
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon
Sabine Leskopf Sanna Magdalena Mörtudottir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 20.02.2025 - prentvæn útgáfa