Borgarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 21. nóvember, var haldinn 5763. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. nóvember 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. nóvember 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits, Ægisgötu 7, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúum Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í dag er fjöldi vinnustofa listamanna í gömlu tunnuverksmiðjunni við Ægisgötu 7. Starfsemin þar er blómleg. Það er áhyggjuefni ef slíkir staðir hrekjast stöðugt undan annarri starfsemi. Engu að síður felur tillagan í sér töluverða framför frá gildandi deiliskipulagi hvað varðar útlit hússins. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að setja skipulagið í hefðbundið samráðsferli, með fyrirvara um endanlega afgreiðslu. Fulltrúarnir fagna áformum um að virða og lyfta upp þessari sögulegu byggingu en harma að aðstaða fyrir listamenn þurfi að víkja.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Miðborgina vantar ekki fleiri hótel, sú þróun að menningarlíf þurfi sífellt að víkja undan gististarfsemi er hvorki til góðs fyrir íbúa borgarinnar né fyrir ferðamannaiðnaðinn sjálfan. Borgarstjórn ætti að stíga fastar til jarðar með stuðning við þá menningarstarfsemi og listalíf sem enn er til staðar, annars verður lítið eftir fyrir ferðamenn að sækja heim, og borgarbúa að sækja í miðbæinn.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Miðbærinn og nágrenni er orðið fullt af hótelum og gistiheimilum og ekkert lát virðist á. Annað hvort byggjast slík híbýli frá grunni eða ryðja annarri starfsemi úr vegi til að koma hótel- og gististarfsemi fyrir. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þetta hljóti að verða komið gott.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 18. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili framlengingu á lóðarvilyrði á lóðinni Lágmúla 2, ásamt fylgiskjölum.
SamþykktBjörn Axelsson og Oddrún Helga Oddsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. september 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á trúnaðarmerktri síðari úthlutun úr Loftslagssjóði ungs fólks, Bloomberg Philanthropies Youth Climate Action Fun, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 26. september 2024 og færð var í trúnaðarbók.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. nóvember 2024, sbr. samþykkt forsætisnefndar frá 15. nóvember 2024 á samningi um stuðning við Iceland Innovation Week 2025-2026, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. september 2024, varðandi lokun Ráðhúss Reykjavíkur 28. - 31. október 2024 vegna þingfunds Norðurlandaráðs, sem lagt var fram var á fundi borgarráðs þann 31. ágúst 2023 og fært var í trúnaðarbók.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 18. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð falli frá forkaupsrétti að sinni vegna sölu á einbýlishúsi við Lambhagaveg 21, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 12. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir staðfestingu borgarráðs á nýjum stofnsamningi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Jón Viðar Matthíasson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 18. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að fela sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að gera samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla , ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja endurnýjun þjónustusamnings en ítreka fyrri tillögur sínar um að framlög með börnum á sjálfstætt starfandi leikskólum og grunnskólum skuli aukin. Það er réttlætismál að tryggja jöfn opinber framlög með hverju barni í skólakerfinu, óháð rekstrarformi þeirra skóla sem þau sækja. Þannig mætti koma í veg fyrir skólagjöld eða hærri gjaldskrár og tryggja öllum börnum jöfn tækifæri að sækja ólíka skóla borgarinnar, óháð efnahag foreldra.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Endurnýja á þjónustusamninga við sjálfstætt starfandi leikskóla. Í október 2023 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu að borgarráð samþykkti að hækka niðurgreiðslu vegna leikskólaplássa á einkareknum leikskólum fyrir 12-24 mánaða börn, í ljósi þess að foreldrar hafa iðulega ekkert val um hvort barn þeirra fái pláss á einkareknum leikskóla eða borgarreknum. Málið er óafgreitt á vettvangi borgarráðs. Því var vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs og hefur verið í vinnslu á þeim vettvangi í eitt ár. Þetta er óásættanlegt og stangast á við reglur um afgreiðslu mála borgarfulltrúa. Það er afar ósanngjarnt að foreldrum skuli vera gert að greiða tvöfalt hærra verð fyrir að hafa barnið sitt í einkareknum skólum en almennum sérstaklega þegar foreldrar sækja um pláss í borgarreknum leikskóla og eru þar með virka umsókn en fá ekki inni fyrir barn sitt vegna plássleysis. Fólk á ekki valkost því biðlisti í borgarreknu skólana er eitt til eitt og hálft ár eftir að barn á rétt á plássi. Fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað fá viðbrögð við þessari tillögu áður en endurnýja á þjónustusamninga.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu auðlinda Orkuveitunnar og framtíðarsýn.
Hera Grímsdóttir og Ingvi Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig taka eftirtaldir borgarfulltrúar sæti með rafrænum hætti undir þessum lið: Heiða Björg Hilmisdóttir, Sabine Leskopf, Skúli Helgason og Stefán Pálsson.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hluti af framtíðarsýn í orkumálum hlýtur að vera að nýta orkuna sem best og helst að gjörnýta hana. Fram kemur í myndum að í Þverárdal er aðeins hugsað um rafmagnsframleiðslu en ekki nýting á varma. Það hlýtur að teljast orkusóun. Í sambandi við orkusóun má velta því upp hvort ekki sé hægt að nýta þá varmaorku sem sést stíga til himins við núverandi orkuver á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Brennsla sorps til orkuframleiðslu er góður kostur, bæði til að losna við brennanlegt sorp og afla orku. Birtuorkan er enn vannýtt auðlind hér á landi, en er þegar vel þróuð víða erlendis. Meðalbirta ársins er hér ein sú mesta í heimi, en er vissulega mjög misskipt milli árstíða en gæti hentað í blönduðu kerfi með jarðhita, vatnsorku og úrgangsbrennslu. Að virkja sjávarföll og öldur er framtíðarverkefni sem langt er í. Þar getum við beðið eftir árangri annara þjóða þar sem skilyrði eru betri en hérna. Hvergi í heiminum hefur náðst verulegur árangur á þessu sviði. Svo er kannski beinlínis rangt að segja að vindmyllur t.d. við Dyraveg hafi lítil takmörkuð sjónræn áhrif, er það ekki? Stórar vindmyllur verða áberandi og stærð þeirra er mörgum þyrnir í augum.
-
Lagður fram dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 15/2024.
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 18. nóvember 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lendingarstað fyrir björgunarþyrlur í Nauthólsvík, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. október 2024. MSS24100157
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort viljayfirlýsing (milli Reykjavíkurborgar, Landspítala og fleiri) um lendingarstað fyrir björgunarþyrlur lúti helst að lendingarstað í Nauthólsvík frekar en við Landspítala. Í svari segir að björgunarþyrlur muni stækka og þess vegna verði umfang þyrlupalls sem byggingarmannvirki meiri sem valdi töfum við flutning á sjúklingum á bráðamóttöku. Fulltrúi Flokks fólksins telur það afar ólíklegt að björgunarþyrlur verði stærri og þyngri en nú er, en núverandi þyrlur eru að hámarki 12 tonn. Fullvíst má telja að langoftast yrði hægt að lenda á palli á spítalanum þótt hann yrði ekki búinn sérstökum búnaði til blindflugs. Sjaldgæft er að skýjahæð sé svo lág að ekki sé hægt að fljúga inn á þyrlupall í Nauthólsvík í blindflugsskilyrðum og þaðan yfir á pallinn við Borgarspítala í sjónflugi. Lendingarpallur á Landspítala verður að vera til staðar. Án hans verður töf á flutningi þeirra veikustu og verst slösuðu sem skilið getur milli lífs og dauða. Afstaða meirihlutans kemur ekki skýrt fram. Lendingarsvæði í Nauthólsvík er sjálfsögð krafa. Nú þarf að liggja skýrt fyrir hvort meirihlutinn ætli að styðja það að þyrlupallur verði á nýjum landspítala og hvetja aðila til þess að ganga þannig frá málum.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 11. nóvember 2024.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Átta kynningar eru á fundinum en engin þeirra fylgir með fundargerð endurskoðunarnefndar. Það er óvenjulegt ef horft er til annarra ráða- og nefndarfunda. Öllu jafna fylgja kynningar með í birtri fundargerð til að almenningur eigi þess kost að fylgjast með því sem fram fer á þessum fundum. Fulltrúi Flokks fólksins gerir athugasemd við þessi vinnubrögð og óskar hér með eftir að allar kynningar verði settar á vefinn og í framtíðinni fylgi þær fundargerð. Dæmi um kynningu sem vantar er: Kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Strætó bs. fyrir árið 2024, dags. 11. nóvember 2024. Kynning sem þessi á erindi til borgarbúa.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 14. nóvember 2024.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. og 4. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað sjá hver var niðurstaða í umræðu annars vegar um aðkomu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna hópsýkingar á leikskólanum Mánagarði og hins vegar stöðvun á starfsemi leikskólans Sælukots og aðkoma Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að málinu. Voru þessi mál bara rædd án niðurstöðu, eða einhvers álits? Bæði þessi mál eru grafalvarleg og því mikilvægt að borgarfulltrúar séu upplýstir um málin. Það er t.d. mat fulltrúa Flokks fólksins að bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki Mánabakka áframhaldandi sálfræði- og áfallahjálp og stuðning vegna e.coli bakteríusýkingar sem þar kom upp og olli alvarlegum veikindum í nokkrum börnum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa börnunum og fjölskyldum þeirra sem og öðrum sem tengdist þessu erfiða máli að komast yfir áfallið.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 5. nóvember 2024.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 12. nóvember 2024.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir íbúaráðs Kjalarness frá 12. september og 10. október 2024.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar frá 10. október:
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir umsögn íbúaráðs Kjalarness þar sem minnst er á mögulegar staðsetningar íþróttamiðstöðvar skotíþrótta en þar kemur fram að af þeim níu stöðum sem teknir eru til nánari skoðunar í þeirri vinnu að finna skotsvæðinu framtíðarstaðsetningu þá er Álfsnes ein þeirra. Þetta er með ólíkindum. Er í alvöru sá möguleiki til staðar að Álfsnesið yrði á endanum talin heppilegasta staðsetningin? Eiginlega er þetta óskiljanlegt, hversu nærri á að ganga að íbúum þarna. Eftir allt sem á undan er gengið ætti Álfsnes ekki að vera einn af þeim valkostum sem teknir yrðu til frekari skoðunar, heldur frekar haft til viðmiðunar þegar valin verður ný staðsetning. Fulltrúi Flokks fólksins fer fram á að Álfsnesið verði útilokað sem valkostur enda búið að gera íbúum ítrekað ljóst að um skammtíma neyðarúrræði sé að ræða. Með því að ákveða að hafa Álfsnes sem einn af stöðum sem kemur til greina er þar með tiltekið að hávaðamengun telst ekki vandamál þó svo að reisa þyrfti óvenjuháar manir til að ná fram viðunandi hljóðvist fyrir íbúa eins og segir í umsögninni. Fulltrúi Flokks fólksins hefur fylgst með þessu máli í mörg ár úr borgarstjórn og finnur til með íbúum vegna ónæðis og áreitis frá skotæfingarsvæðinu á staðnum.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 11. nóvember 2024.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúa Flokks fólksins finnst allt of mikið af óleystum umferðaröryggismálum á þessu svæði þótt vitað hafi verið lengi að þarna eru víða hættulegar aðstæður. Eftirfarandi kemur fram í minnisblaði: „Ennþá eru þveranir yfir Sæbraut í plani með tilheyrandi hættu á alvarlegum slysum. Ekki er nein mislæg lausn í boði í dag, og bráðabirgðabrú verður aðeins aðgengileg með tröppum og lyftum. Lýsing gatnamótanna var bætt, en enn eru staðir þar sem skoða þyrfti aukna lýsingu við þau. Loftmyndir benda til þess að gangandi vegfarendur gangi með fram Sæbraut milli Kleppsmýrarvegar og Skektuvogar 2E. Einnig er hugsanlegt að einhverjir freistist til að þvera Sæbraut þar í stað þess að gera það á gatnamótunum. Ný útfærsla á þríhyrningseyjum, til að auka öryggi óvarinna vegfarenda, er óskýr fyrir sjónskerta.“ Rétt er að aðgerðir eru í gangi, verið er að reisa tímabundna göngubrú yfir Sæbraut sem nýtist einnig á framkvæmdatíma Sæbrautar í Stokk. Verklok eru áætluð í apríl 2025. Allt of hægt gengur að bæta lýsingu á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs. Verið er að skoða hvort og hvernig hægt sé að fjölga rauðljósa- og hraðamyndavélum. Þessari vinnu verður að hraða.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 27. september og 18. október 2024.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar frá 27. september:
Stjórn Strætó leggur til endurskoðun þjónustustefnu og að leita skuli útboðs. Flokkur fólksins tekur undir mikilvægi endurskoðunar á þjónustumálum Strætó í ljósi fjölmargra alvarlegra kvartana sem borist hafa yfir langan tíma. Allt of margir segja að þeir hafi gefist upp á almenningssamgöngum vegna óáreiðanleika og hættulegs aksturslags sumra bílstjóra. Flokkur fólksins hefði þó talið að Strætó með sína sérfræðinga hefði átt að hafa burði til að taka á þjónustumálum, virkja þjónustustefnu og sjá til þess að henni sé fylgt í stað þess að þurfa kalla á rándýra utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Þetta ber merki þess að stjórnendur hafi gefist upp. Ekki er við neitt ráðið. Mestar áhyggjur eru af hættulegu aksturslagi sem farþegar hafa lýst. Rykkt er af stað áður en fólk kemst í sæti og stundum hemlað af slíku offorsi að fólk má kallast gott að ná að halda sér. Þetta á auðvitað ekki við um alla bílstjóra en fregnir af svona atburðum skemma út frá sér. Enn er kvartað yfir að vagninn stoppi ekki á biðstöð til að hleypa farþegum um borð heldur aki bara áfram. Bílstjórar Strætó eru í lykilhlutverki. Farþegum þarf að líða vel þegar þeir ferðast með strætó og ekki óttast um öryggi sitt.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál (MSS24010024, MSS24010022, MSS24010049, MSS24110093, MSS24100022, IER24060005, MSS24100155).
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráð samþykkir að úthlutun Reykjavíkurborgar á byggingarheimildum til Ríkisútvarpsins ohf., vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis að Efstaleiti 1, verði tilkynnt til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Ljóst er að ríkisaðstoðarreglur EES samningsins og reglur Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) setja fjármögnun ríkisstyrktra fjölmiðla nokkur takmörk. Með tilkynningunni freisti borgarráð þess að fá úr því skorið hvort þau opinberu gæði sem framseld voru Ríkisútvarpinu án endurgjalds árið 2015 (að verðmæti 2,2 milljörðum króna að núvirði) hafi falið í sér ólögmætan opinberan stuðning til ríkisstyrkts fjölmiðils, sem gangi í berhögg við ríkisaðstoðarreglur gagnvart útvarpsrekstri í almannaþjónustu. Jafnframt verði fengið úr því skorið hvort Reykjavíkurborg hafi með framsali sínu á verðmætum byggingarheimildum, skapað Ríkisútvarpinu efnahagslegt forskot á samkeppnisaðila sem ríkismiðillinn hefði ekki haft við eðlilegar markaðsaðstæður.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þann 20. nóvember sl. kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli Reykjavíkurborgar og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem Reykjavíkurborg hafði gert kröfu til fá greiðslur sem svaraði 5,5 milljörðum króna úr sjóðnum vegna kostnaðar við nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar sem hafa íslensku sem annað tungumál. Hæstiréttur sýknaði Jöfnunarsjóð sveitarfélaga af kröfu Reykjavíkurborgar og sneri þannig við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrr í haust þar sem Jöfnunarsjóður sveitarfélaga var dæmdur til að til að greiða Reykjavíkurborg 3,3 milljarða með vöxtum. Mun niðurstaða Hæstaréttar í málinu hafa áhrif á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 sem lögð var fram til fyrri umræðu í upphafi þessa mánaðar?
Lagt fram svohljóðandi svar borgarstjóra: Nei
Fundi slitið kl. 11:40
Dagur B. Eggertsson Andrea Helgadóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Hildur Björnsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 21.11.2024 - prentvæn útgáfa