Borgarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 7. nóvember, var haldinn 5761. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Eiríkur Búi Halldórsson, Theodór Kjartansson og Þorsteinn Gunnarsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við gerð landfyllingar og sjóvarna vegna tengingar Fossvogsbrúar við Skerjafjörð, ásamt fylgiskjölum
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Ámunda Brynjólfssyni sem tekur sæti með rafrænum hætti. USK24100291
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. nóvember 2024, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Kirkjugarðsstígur, Garðastræti, Túngata og Suðurgata, vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurgötu, ásamt fylgiskjölum
Synjun umhverfis- og skipulagsráðs er samþykkt.Dóra Björt Guðjónsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060301
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. október 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. október 2024 varðandi samkomulag UNICEF á Íslandi og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins Réttindaskóli og -frístund UNICEF, ásamt fylgiskjölum
Samþykkt. SFS22020013Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Staðfestur er vilji skóla- og frístundaráðs að tryggja að öll starfsemi sviðsins muni taka mið af þeim skuldbindingum sem leiða af lögfestingu Barnasáttmálans. Í byrjun árs 2022 lagði Flokkur fólksins til að samþykkt yrði að skipa stýrihóp sem greinir og leggur mat á hvað vanti upp á til að hægt verði að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Lítið er að frétta nema einhver viljayfirlýsing. Sáttmálinn verður ekki innleiddur nema lagst verði i vinnu við að finna út hvað þarf að laga og bæta í aðstæðum barna í Reykjavík. Það sætir undrun að stærsta sveitarfélagið sé ekki komið lengra í að innleiða Barnasáttmálann sem lögfestur var á Alþingi 2013.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. október 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. október 2024 varðandi samstarfssamninga við Vinafélag pólska skólans og Móðurmál, samtök um tvítyngi, ásamt fylgiskjölum
Samþykkt. SFS23090177Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Markmiðið með tillögunni er að ná samningum um aukinn stuðning við Móðurmál og Pólska skólann til að hin mikilvæga kennsla þeirra verði endurgjaldslaus. Það myndi tryggja aðgengi að móðurmálskennslu án tillits til efnahags og stuðla að því að börn með annað móðurmál en íslensku gætu nýtt frístundakort sitt til að taka þátt í öðrum frístundum. Þessu ber að fagna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það sé mjög mikilvægt að börn læri móðurmál sitt og það hjálpar þeim að læra nýja málið. Nú á þjónustan að verða gjaldfrjáls. Þetta er gott skref. Foreldrar 150 barna sem ekki ná endum saman hafa þurft að nýta frístundakort barna sinna til að greiða íslenskukennsluna og þar með hafa börnin ekki geta notað kortið til að taka þátt í öðrum íþróttum og tómstundum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta fjölbýlishúsalóð við Stefnisvog 54 og selja byggingarrétt ofanjarðar.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS24110004Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2024, þar sem tilnefningar borgarstjóra í starfshóps um uppbyggingu þjóðarleikvangs í frjálsíþróttum í Laugardal eru sendar borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS24100187
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa Rannveigu Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs í stjórn hjúkrunarheimilisins Eirar ses.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS24100186Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð staðfesti hjálagða viljayfirlýsingu á milli Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um mótun framtíðarsýnar fyrir Vísindaheima í Háskólabíói. Í því felst að myndaður verði starfshópur þar sem helstu verkefni verði að gera áætlun um mögulega áfangaskiptri uppbyggingu Vísindaheima, kortleggja og leita samstarfsaðila og gera drög að rekstrarlíkani. Einnig eru lögð fram drög að erindisbréfi starfshópsins þar sem tilnefnd eru, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og borgunarþróunar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og Arndís Steinþórsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólamála á skóla- og frístundasviði.
Samþykkt. MSS24100059
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt ársfjórðungslegt minnisblað borgarlögmanns um málaferli Reykjavíkurborgar. MSS24010163
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-322/2024, dags. 15. október 2024. MSS24010129
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7749/2023, dags. 16. október 2024. MSS23120093
-
Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7644/2023, dags. 15. október 2024. MSS23110173
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. október 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð tilnefni þrjá fulltrúa í styrkjahóp ráðsins.
Samþykkt að tilnefna Dag B. Eggertsson, Friðjón R. Friðjónsson og Líf Magneudóttir í hópinn. ÞON24080006Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tillögu skrifstofu borgarstjórnar um skipan hverfiskjörstjórna í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum
Samþykkt. MSS24100091Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tillögu skrifstofu borgarstjórnar um skipan undirkjörstjórna í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum
Samþykkt. MSS24100091Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar, dags. 7. nóvember 2024, fyrir janúar-ágúst 2024.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24060009
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi tilboð í kaup á hlut Reykjavíkurborgar í Drápuhlíð 14-16.
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.
Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24110003
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi viðauka við kaupsamning á þremur íbúðum við Háteigsveg 33 með það að markmiði að stækka leikskólann Klambra.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
- Kl. 9:40 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundi og Andrea Helgadóttir tekur sæti. FAS23110023
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs að ganga til samningaviðræðna við hæstbjóðanda um kaup á Rafstöðvarvegi 4, Toppstöðinni.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24050035
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Selja á Toppstöðina. Fallið var frá því að rífa Toppstöðina árið 2016. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það hafi verið mistök. Lengi var reynt að koma byggingunni í einhver not en það tókst ekki. Þessi bygging er einfaldlega einskis virði með tilliti til arkitektúrs og fegurðar og í stað hennar mætti byggja fallegt hús sem hæfir Elliðaárdal. Lóðin er einhver fallegasta lóð borgarinnar. Meðfram henni rennur þekktasta á borgarinnar. Um er að ræða stálgrindarhús sem auðvelt er að taka niður og selja í endurnýtingu. Einu vandræðin eru að í húsinu er heilmikið af asbesti. Asbest er eitur meðal dýra og þar með manna. Í staðsetningunni liggja verðmætin en ekki í húsinu Toppstöðinni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili fjármála- og áhættustýringarsviði að ganga frá kaupsamningi við hæstbjóðanda vegna 125 bílastæða í bílastæðahúsi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Austurhöfnina í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokksins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24010037
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. nóvember 2024, varðandi söluferli á Varmahlíð 1, Perlunni.
Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23090001Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggjast ekki gegn sölu Perlunnar en gjalda varhug við því að grunnrekstur borgarinnar hangi á slíkri eignasölu. Undirstrika fulltrúarnir mikilvægi þess að við sölu Perlunnar verði söluhagnaður tekjufærður eftir því sem greiðslur berast.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Varmahlíð 1, Reykjavík, Perlan, ásamt tveimur tönkum, var auglýst til sölu í júlí sl. Var söluferlinu skipt í tvö þrep og kveðið á um að lágmarksverð væri kr. 3.500.000.000,-. Fram hefur komið hjá borgarstjóra að sala Perlunnar sé forsenda þess að hægt sé að gera borgarsjóð upp réttu megin við núllið. Það er auðvitað stórskrýtin ályktun því það er varla rekstrarávinningur að selja eign, það er tilfærsla á efnahagsreikningi. Andvirði sölu eigna er t.d. hægt að nota til að lækka skuldir. Hvernig getur bættur rekstur byggst á sölu eigna? Sala Perlunnar er þess utan ekki í höfn en borgarstjóri í bjartsýni sinni telur að salan klárist á árinu. En tími sölunnar skiptir engu máli í þessu samhengi. Það er bara bókhald. Skilyrði fyrir sölu eru nokkur, m.a. að Reykjavíkurborg hafi forkaupsrétt að eigninni, sem þýðir hvað? Er átt við að þegar kaupandinn kemst í þrot þá eigi borgin að kaupa eignina aftur? Aðrar kvaðir eru að húsnæði, bílastæði og lóð verði opin almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegri gjaldtöku og að grunnskólabörn geti heimsótt safnið sem verður rekið í húsinu endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngunni. Mikilvægt er að skigreina hóflega gjaldtöku áður en lengra er haldið.
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Vinstri græn hafa ekki samþykkt að setja Perluna í söluferli. Perlan er eitt mikilvægasta kennileiti Reykjavíkur og aðdráttarafl íbúa landsins og ferðamanna. Borginni getur ekki staðið á sama um eðli þeirrar starfsemi sem þar er rekin og ætíð skal tryggja aðgengi almennings endurgjaldslaust að útsýnispöllum. Fari svo að það takist að selja Perluna og hún skipti um eigendur þá þarf að setja ströng skilyrði um áframhaldandi aðgang almennings að mannvirkinu til frambúðar og tryggja að ekki verði gengið á náttúruna sem umlykur Perluna, t.d. með sölu á byggingarrétti á svæðinu eða óafturkræfum framkvæmdum í kringum mannvirkið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 4. nóvember 2024, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 30. október 2024 á tillögu um breytingar á reglum fyrir sameiginlega akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu nr. 645/2020 og nýja gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar.Rannveig Einarsdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. VEL24100014
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar því að loksins eigi að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis um að Reykjavíkurborg beri að breyta gjaldskrám fyrir sameiginlega akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að þrasa um útfærslu málsins í velferðarráði. Fyrst áttu 12-17 ára fötluð börn að fara að greiða öryrkjagjald fyrir akstursþjónustuna en áður var skólaakstur grunnskólabarna gjaldfrjáls. Fulltrúi Flokks fólksins mótmælti því fyrirkomulagi m.a af þeirri ástæðu að þessi börn hefðu fengið fría akstursþjónustu áður og að þarna væri um örfáa einstaklinga að ræða og kostnaður því ekki íþyngjandi. Það skýtur skökku við að láta fötluð börn greiða fyrir akstursþjónustuna sem vel að merkja þau hafa ekki greitt fyrir. Minnt er á loforð meirihlutans, „ókeypis í Strætó fyrir börn á grunnskólaaldri.“ Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því sérstaklega að snúið var frá þeirri tillögu að gjaldskrá og nú fá öll fötluð leikskólabörn og fötluð grunnskólabörn fría akstursþjónustu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 4. nóvember 2024, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 30. október 2024 á tillögu sviðsstjóra um íbúðakjarna á Háteigsvegi í þjónustuflokknum þroski II, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Rannveig Einarsdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. VEL24100067
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samningi við Leikfélag Reykjavíkur ses. um rekstur Borgarleikhússins til þriggja ára, gildistími er frá 1. janúar 2025 til 31. desember 2027 með möguleika á þriggja ára framlengingu. Samningsdrögin hafa jafnframt verið kynnt í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025, og fyrir stjórn LR. Samningurinn rúmast innan fjárhagsramma menningar- og íþróttasviðs.
Greinargerð fylgir tillögunni
Samþykkt. MSS24110009Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki beiðni Helga Grímssonar um lausn frá starfi sviðsstjóra skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar frá og með 1. janúar 2025. Helgi var skipaður í starfið með samþykkt borgarráðs og ráðning hófst 1. október 2015. Helgi hefur þegið tímabundið starf í mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Samþykkt. MSS24110006
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Helga Grímssyni er þakkað fyrir framúrskarandi störf í þágu skólamála og barna í borginni en hann hefur verið sviðsstjóri skóla- og frístundasvið frá 2015. Reykjavíkurborg er leiðandi í menntamálum á landinu. Helgi hefur leitt faglegt starf á sviðinu með miklum sóma en Menntastefna Reykjavíkurborgar: „Látum draumana rætast,“ ber þess best vitni. Framtíðarsýn á sviði skólamála og hugmyndaauðgi einkenna stefnuna sem og starf Helga almennt. Helga er óskað velfarnaðar í nýju starfi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins í borgarráði þakka Helga Grímssyni samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að auglýsingu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, hjálögð drög að erindisbréfi um skipan ráðgefandi hæfnisnefndar vegna ráðningar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, auk hjálagðra draga að áætlun um ráðningarferil vegna starfs sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS24110008Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins finnst umsóknarfrestur of stuttur. Ef horft er til menntunar- og hæfniskrafna segir að viðkomandi skuli hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun nauðsynleg. Ekki kemur fram hvort hér sé átt við meistarapróf eða doktorspróf í fagi sem nýtist í starfi. Gera þarf einnig kröfu um að viðkomandi hafi einnig stundað nám og hafi starfsreynslu á sviði fjármála og eigi farsæla reynslu í starfi þar sem viðkomandi hafi borið ábyrgð á fjármálastjórnun. Sviðsstjórar bera mikla fjárhagslega ábyrgð á fjármálum sviðsins, að fjármagn sem sviðið fær til umráða sé nýtt af skynsemi. Sviðsstjórar þurfa að kunna að fara með peninga. Þessi krafa þarf að koma skýrar fram að mati Flokks fólksins í auglýsingu um starfið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. nóvember 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að viðauka við samning við knattspyrnufélagið Fram
Samþykkt. MSS24080031Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Við samþykkjum fyrirliggjandi viðauka við samning knattspyrnufélagsins Fram og Reykjavíkurborgar. Viðaukinn er efnislega í samræmi við tillögu Sjálfstæðisflokksins sem flutt var í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur 8. desember 2023 en vísað frá af meirihlutanum 26. janúar sl. Umræddd tillaga Sjálfstæðisflokksins fól í sér að þegar yrði hafinn undirbúningur að byggingu knatthúss Fram ásamt áhaldahúsi, byggingarframkvæmdir hæfust á árinu 2025 og að húsin yrðu tilbúin til notkunar á árinu 2026. Tillaga meirihlutans felur hins vegar í sér að knatthúsið verði ekki tilbúið fyrr en árið 2029. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja því til þess að tímarammi samkomulagsins verði endurskoðaður til að flýta byggingu húsanna í samræmi við framkvæmdaáætlun, sem gerð var í tengslum við áðurnefndan samning árið 2017. Í þeirri áætlun var skýrt kveðið á um að knatthúsið yrði byggt á árunum 2019-2020 og felur fyrirliggjandi viðauki því í sér seinkun um næstum því áratug að umrædd mannvirki Fram verði tekin í notkun. Löngu er orðið tímabært að Reykjavíkurborg standi við samninginn að þessu leyti gagnvart Fram og íbúum í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. nóvember 2024
6. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar:
Breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef. Hér er verið að skerða útivistar- og athafnasvæði hunda og er það miður. Hér vantar samráð og má búast við miklum mótmælum, skiljanlega. Tekið er undir að Geirsnef er sífellt að verða mikilvægara útivistarsvæði fyrir íbúa nágrennisins. Gert er ráð fyrir að Geirsnef verði borgargarður. Styrkja á náttúru, landslag og útivistarsvæði í borginni. Hér kemur einnig, sem oft áður, þessi sérkenna túlkun skipulagsyfirvalda á hugtakinu líffræðilegur fjölbreytileiki sem er að mati Flokks fólksins ofnotað af skipulagsyfirvöldum, orðið eins konar merkingarlaust tískuorð. Sagt er sem dæmi: „Breytingin verður einnig í samræmi við stefnu borgarinnar um líffræðilegan fjölbreytileika, þar sem lögð verður áhersla á náttúrulegt yfirbragð og eflingu búsvæða.“ Þetta hugtak á ekki við einstaka smábletti eins og skipulagsyfirvöld í Reykjavík vilja telja okkur trú um en sífellt tal um slíkt veikir þetta mikilvæga hugtak. En líffræðilegur fjölbreytileiki er samkvæmt Ríó-sáttmálanum hugtak sem lýsir breytileika vistkerfa (náttúruauðs), tegundum og gena í heiminum eða á ákveðnu búsvæði, en ekki einstökum smáblettum eða beðum. T.d. er ekki tekið fram að þegar einstakar lóðir eru byggðar að þá sé verið að skerða líffræðilegan fjölbreytileika.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 30. október 2024. MSS24010016
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins tekur undir tillögu íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um að fjölga almenningssalernum í Miðborg, sér í lagi á vinsælum ferðamannastöðum. Almenningssalerni eru of fá í Reykjavík. Það eru fimm salernisturnar í Reykjavík, en þar af hefur salernisturn í Hljómskálagarði ekki verið virkur lengi og ekki hefur fundist lausn á því að koma honum í lag aftur, sem er sérkennilegt. Fulltrúi Flokks fólksins veit til þess að komið hafi allmargar ábendingar m.a. frá ungu fólki um að fjölga þurfi almenningssalernum í borginni. Eitt er að setja upp klósett og annað að halda því við og sjá um tilheyrandi þrif. Fátt er meira óaðlaðandi en að koma inn á almenningssalerni sem ekki hefur verið þrifið um tíma. Enn meira óaðlaðandi er að ganga fram hjá þar sem fólk hefur gert sínar þarfir í görðum og bílastæðahúsum.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 31. október 2024. MSS24010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 29. október 2024. MSS24010005
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar 28. október 2024. MSS24010003
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 8. lið fundargerðarinnar:
Lagt fram til umræðu bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings Reykjavíkurborgar 2023. Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar fyrri bókanir varðandi erindi frá eftirlitsnefndinni og minnir endurskoðunarnefnd á að hún hefur eftirlitshlutverki að gegna sbr. 2. gr. samþykktar borgarstjórnar fyrir endurskoðunarnefnd. Reykjavíkurborg uppfyllir ekki öll viðmið ráðuneytis sveitarstjórnarmála um fjárhagslega sjálfbærni. Þessar áhyggjur voru staðfestar í blaðaviðtali með lýsingu borgarstjóra á upplifun hans af fjárhagsstöðu borgarinnar þegar hann tók við starfi borgarstjóra. Reykjavíkurborg hefur ítrekað á undanförnum misserum neyðst til að draga til baka skuldafjárútboð vegna áhugaleysis markaðarins á að eiga viðskipti við Reykjavíkurborg. Bættur hagur borgarsjóðs frá fyrra ári byggist fyrst og fremst á hækkun fasteignaskatts á íbúa borgarinnar vegna hærra fasteignamats og meiri útsvarstekna en ekki vegna betri rekstrar. Á yfirstandandi ári lítur út fyrir að veltufé frá rekstri verði 10,6 milljarðar eða 5,5% af heildartekjum. Af þessum 10,6 milljörðum koma 6,0 milljarðar frá Orkuveitu Reykjavíkur sem greiddur arður. Því er raunverulegt veltufé frá rekstri hjá A-hluta borgarsjóðs samkvæmt útkomuspá 2,3% sem er langt fyrir neðan allar viðmiðanir. Skammtímaskuldir eru hærri en lausafjármagn sem þýðir að veltufjárhlutfall er óhæfilega lágt.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál (MSS22030266, MSS24010024, MSS24010024, MSS24010022, MSS23110048, MSS24010052, MSS23020031, MSS24010052, MSS24010049, MSS24040185, MSS24100157, MSS24100158). MSS24100147
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. MSS24110012
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vísað er til ábatamats verkefna á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 1. lið fundargerðar stafræns ráðs frá 23. október sl. Óskað er eftir raunstöðu þeirra 83 stafrænu verkefna sem listuð eru upp í kynningu á ábatamati verkefna þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Óskað er eftir upplýsingum um hver þeirra eru fullkláruð og komin í notkun og hver ekki. Einnig er óskað upplýsinga um fjölda starfsfólks sem kemur að þessum ábatatalningum sviðsins og hversu miklum tíma hefur verið varið í verkefnið.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til meðferðar stafræns ráðs. MSS24110039Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um skjalareglur og rafræn skil gagna frá Reykjavíkurborg til Þjóðskjalasafns og hvort munur sé á kröfum Borgarskjalasafns og Þjóðskjalasafns um hvernig eigi að skila gögnum og gagnagrunnum til varðveislu. Hvaða tölvukerfi borgarinnar uppfylla ekki kröfur Þjóðskjalasafns um rafræn skil ef einhver? Hvað mun kosta að umbreyta kerfunum á þann hátt að þau standist kröfur Þjóðskjalasafns? MSS24110041
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins vill fá að vita hver er staðan á stafrænum verkefnum í Græna planinu. Einnig óskar fulltrúinn eftir að fá að vita hvort búið sé að innleiða Office 365 að fullu hjá Reykjavíkurborg. Er búið að flytja miðlara í gagnaver? Er búið að innleiða miðlæga prentaraumsjón allstaðar þar sem henni er viðkomið? Nær upplýsingaöryggisvottun þjónustu- og nýsköpunarsviðs til þeirrar forritunar /forritunarvinnu sem keypt er af verktökum? Hvernig er forræði þeirra gagna um nám barna og persónuupplýsingar í Mentor og Völu o.þ.h. kerfum háttað? MSS24110043
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um fyrir hvað nákvæmlega þjónustu- og nýsköpunarsvið fékk fyrstu verðlaun í Seoul Smart City Prize fyrir árið 2024. Einnig er óskað upplýsinga um hversu mikið af því sem verðlaunað var fyrir er nú þegar komið í fulla notkun fyrir börn og unglinga í skólakerfum borgarinnar.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. MSS24110044Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum varðandi fyrirhugaða ferð starfsfólks þjónustu- og nýsköpunarsviðs til Seoul í Suður-Kóreu og þess hversu margt starfsfólk sviðsins sé að fara í þessa ferð. Óskað er eftir upplýsingum um heildarkostnað vegna ferðarinnar.
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. MSS24110045
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur áherslu á nauðsyn þess að ýmis atriði verði skýrð er varða söluferli Perlunnar að Varmahlíð 1. Sett voru nokkur skilyrði fyrir sölu eignarinnar. Meðal annars má nefna skilyrði um að Reykjavíkurborg hafi forkaupsrétt að eigninni, að húsnæði, bílastæði og lóð verði opin almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegri gjaldtöku og að grunnskólabörn geti heimsótt safnið sem verður rekið í húsinu endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngunni í 1.-10. bekk. Í þessu sambandi vakna eftirfarandi spurningar: a. Er mögulegt að verði farið að selja aðgang að útsýni yfir Reykjavíkurborg sem enn er til staðar utandyra við Perluna? b. Er mögulegt að tekin verði upp gjaldtaka á bílastæðum við Perluna? c. Hvernig er hófleg gjaldtaka skilgreind í þessu sambandi? d. Mun Reykjavíkurborg hafa eitthvað að segja um fjárhæðir við slíka gjaldtöku, takist að selja Perluna? e. Er tryggt að það verði rekið safn í húsnæði Perlunnar eftir að söluferli er lokið, fari svo að því ljúki? f. Takist ekki að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða, með áðurgreindum kvöðum, mun þá söluferli vera frestað eða hætt eða verður verð fasteignarinnar lækkað í þeim tilgangi að bæta fjárhag borgarsjóðs? Gert er ráð fyrir 1,7 milljarða króna rekstrarafgangi á A-hluta borgarinnar 2025. Þá sýnir útkomuspá rekstrarafgang upp á rúmlega hálfan milljarð króna á þessu ári. Hvernig er hægt að færa söluverð stórrar fasteignar í eigu borgarinnar sem rekstrartekjur? Flokkast það undir daglegan rekstur að selja stóra fasteign í eigu borgarinnar? Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort borgarstjóri sé að selja Perluna til að hægt sé að koma borgarsjóði réttu megin við núllið fyrir áramót. Hefur borgarstjóri staðfest að þar sé þó horft til þess að salan á Perlunni klárist á árinu? Telur borgarstjóri að það sé rekstrarávinningur að selja eign þegar það er í raun tilfærsla á efnahagsreikningi? Þessi sala verður ekki endurtekin því það er einungis til ein Perla. Þegar fasteignir af þessari stærðargráðu eru byggðar er kostnaður við fjárfestinguna ekki færður sem rekstrarútgjöld heldur sem fjárfestingarkostnaður sem er síðan eignfærður. Hví á þá að færa söluandvirði slíkra fasteigna sem rekstrartekjur? MSS24110046
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna:
Óskað er eftir yfirliti yfir verðlaunaveitingar til Reykjavíkurborgar, tíu ár aftur í tímann, og kostnaði sem kann að hafa fylgt þeim. MSS24110038
-
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir yfirliti yfir ráðningar grunn- og leikskólakennara í grunn- og leikskóla og frístundafræðinga í frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á árinu og einnig yfirliti yfir hversu margir hafa horfið til annarra starfa. MSS24110037
Fundi slitið kl. 10:40
Dagur B. Eggertsson Andrea Helgadóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Hildur Björnsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 07.11.2024 - prentvæn útgáfa